Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 9
9
JHeh
lfl£v=;tl irínn Fimmtudagur 2. júni 1983
ÍHAIASTJÓRNUNNI £9*ve
újusentíi-n
Mishlýjar kveðjur
Grafík —
Sýn
Það hefur ekki farið mikið fyrir
hljómsveitinni Grafík í tónlistar-
lífi höfuðborgarinnar en þó var
hún að senda frá sér sína aðra
stóru plötu nú fyrir skömmu.
Hljómsveit þessi er ættuð frá ísa-
firði en mér skilst að ísfirðingar
hafi nú svo sem ekki haft mikið af
henni að segja heldur, þar sem
einhverjir meðlima hljómsveitar-
innar hafa að mestu haldið sig hér
fyrir sunnan og hún því aðeins
þokkaleg og saxófónleikur
Sigurðar Flosasonar í því síðar-
nefnda er góður. Baunalán hefði
alveg mátt missa sig.
Mer skilst að meðlimir Grafík
hafi nú allir komið sér fyrir hér á
suðvesturhorninu og að hljóm-
sveitin geti nú farið að leika sam-
an árið um kring. Það hlýtur að
verða til bóta og gefa þeim tæki-
færi til að vinna betur úr öllum
þessu ágætu hugmyndum sem
maður verður var við hjá þeim á
Syn. Ef þeim tekst að ná betri
starfað öðru hvoru. Þegar að svo
er, er hætt við því að menn séu að
pæla í sitt hverjum hlutnum og
þegar komið er saman í stuttan
tíma í senn, nái þeir ekki að sjóða
áhrifin saman í eina sterka heild.
Mér heyrist þessu að minnsta
kosti þannig fyrir að fará hjá
Grafík, því einn helsti galli nýju
plötunnar þeirra er sá, að þar er
vaðið úr einu í annað. Þó virðast
tvær meginstefnur í gangi hjá
þeim. Það eru áhrif frá hljóm-
sveitum eins og Cure og Comsat
Angels en meira eru þó áberandi
áhrif frá því sem King Crimson
hefur verið að gera á síðustu tveim
plötum. Crimson áhrifin er helst-
að heyra í gítarleiknum hjá Rún-
ari og raunar ætti ég ekki að tala
um Crimson áhrif, því það er
greinilegt að það er fyrst og fremst
Adrian Belew sem hefur verið
stúderaður ofan í kjölinn. Annars
er gítarleikurinn einn ljósasti
punkturinn í tónlistarflutningi
Grafík og greinilegt er að Rúnar,
sem fyrir nokkrum árum var bara
meðalgóður gítarleikari, er kom-
inn í hóp betri, að minnsta kosti
skemmtilegri, gítarleikara lands-
ins. Um aðra hljóðfæraleikara
hljómsveitarinnar er það að segja
að þeir eru allir góðir. Bassa-
leikurinn er lipur, heyra má
skemmtilega hljómborðsspretti
og Rabbi er traustur trommu-
leikari. Söngurinn er hins vegar
veikasti punkturinn og dregur
hann plötuna allmikið niður.
Vegna þess hversu tæpur söngur-
inn er hef ég haft mest gaman af
þeim lögum sem einungis eru leik-
in, en þau eru nokkur. Þau eru þó
misgóð. Til dæmis eru Sýn,
Goggað í stuðið og Afrícano
nokkuð góð, en aftur á móti
minnir La Mer (Hafið) mjög Iítið
á þann sjó sem við þekkjum best
hér við land, að minnsta kosti
finnst mér hann allt of sléttur og
felldur i þeirri mynd sem Grafík
dregur upp.
Af sungnu lögunum kann ég
best við Fall og Fyrir mynd. A
markaði og I garðinum eru
heildarsvip á tónlistina sé ég
ekkert því til fyrirstöðu að hljóm-
sveitin verði ein af þeim bestu.
Þeyr
Út er komin þriggja Iaga plata
með hljómsveitinni Þey. Er hér
um að ræða lög sem tekin voru
upp í Kaupmannahöfn fyrir ári
síðan og því ekki um neitt nýtt
efni að ræða.
Á fyrri hliðinni er að finna lag-
ið Lunaire, sem óneitanlega minn-
ir nokkuð á Killing Joke. Er það
kannski ekki að undra þar sem lög
þessi eru tekin upp um það leiti,
eða rétt eftir, að Jaz kom hingað
í sína sögulegu ferð og vann þá
eitthvað með einhverjum Þeys-
meðlimum. Söngurinn í Lunaire
er „effekteraður" þannig að hann
kemur út eins og rifinn og keyrsl-
an í laginu er mikil, næstum eins
og það sé yfirkeyrt.
Lögin á seinni hliðinni ná ein-
hvern vegin ekki eins vel til mín.
Sérstaklega finnst mér lagið
Positive Affirnation ekki nógu
gott. The Walk heitir síðara lagið
og er það eitt af rólegri lögum sem
hljómsveitin hefur sent frá sér.
Það venst nokkuð þokkalega og í
raun finnst mér það betra eftir því
sem ég hlusta meir á það.
Athyglisverðast við þetta lag
finnst mér vera hversu framarlega
söngurinn er blandaður og gítar-
leikurinn er bara nokkuð venju-
legur og er hvoru tveggja ágæt til-
breyting frá því sem oft hefur ver-
ið hjá Þeysurum.
Það er greinilegt af hverju efni
þetta hefur ekki komið út fyrr.
Það er einfaldlega ekki með því
betra sem hljómsveitin hefur gert
en þó er það þess virði að vera gef-
ið út og eiga.
Ahöfnin á Halastjörn-
unni — Ég sendi kveöju
— Herra
Þá er hann kominn þessi árlegi
skammtur frá Áhöfninni á Hala-
stjörnunni, en „fleyið“ það hefur
fyrst og fremst verið gert út á
óskalagaþætti Ríkisútvarpsins.
Það er fyrst og fremst sjómanna-
þátturinn sem hefur fengið sinn
skammt frá þeim, en í fyrra
reyndu þau að krækja í aðra
þætti, með því m.a. að kyrja um
Hallærisplanið á heldur hallæris-'
legan hátt. Á nýju plötunni er
þetta nú ekki eins áberandi utan
þess að sjómennirnir og hafið eru
Gylfa enn kærleikið yrkisefni. En
svo hann njóti sannmælis, þá er
nú kannski ekki að undra að hafið
skuli sjómanninum (að minnsta
kosti fyrrverandi sjómanni) hug-
leikið yrkisefni.
Þegar litið er á áhafnarlistann
að þessu sinni kemur í ljós að þeir
tveir söngvarar sem einna best
hafa staðið sig á undanförnum
plötum, þeir Ari og Viðar Jorts-
synir, eru ekki Iengur til staðar.
Þeirra í stað eru komin þau Ruth
Reginalds, Magnús Ólafsson og
Páll Hjálmtýsson en sá síðast
nefndi söng víst eitthvað líka á
annarri plötunni. Nú svo eru þau
þarna Rúnar Júlíusson, María
Baldursdóttir og Hermann
Gunnarsson en sá síðastnefndi
hefur nú lagt á hafið aftur, eftir
að hafa ekki hætt sér lengra en út
á dansgólfið á síðustu plötu.
Sjálfsagt á þetta lag eftir að
hljóma í útvarpinu á næstu vik-
um, svo sem önnur lög, sem Her-
mann hefur sönglað (það er nú
varla hægt að tala um að hann
syngi) inn á plötur, hafa gert.
Úndarlegt hvað hann er vinsæll
hjá útvarpsmönnum. Annars er
nú söngurinn svona sæmilegur,
utan þetta með hana Maríu, en
það er nú gömul tugga, sem ég
nenni ekki að japla frekar á.
Undirleikur er allur í höndum
þeirra Þóris Baldurssonar og
Rúnars Júlíussonar og er hann
frekar tilbreytingarlaus. Þó er eins
og heldur meira sé lagt í sum fjör-
ugri lögin og tekst jafnvel að gera
nokkur þeirra sæmilega lífleg.
Annars ætla ég mér ekki að fara
að skrifa langloku
um þessa plötu, hún er
varla þess virði að fara að eyða á
hana mörgum orðum. Eftir því
sem ég man best, þá virðist þessi
plata svipuð tveimur undanförn-
uin Halastjörnuplötum (eigi ég
þær ennþá, þá veit ég ekki hvar
þær eru niðurkomnar svo ég á
óhægt um vik með beinan saman-
burð) en hún stendur fyrstu plöt-
unni langt að baki og raunar
hefðu þau átt að láta hana nægja.
Lögin hans Gyvlfa eru alltaf í
svipuðum dúr og ættu þessi ekki
að svíkja aðdáendur, hans frekar
en önnur. En talandi um að-
dáendur, þá hef ég aldrei hitt
neinn sem hefur viljað viður-
kenna að hann hafi gaman af
þessari tónlist. Það hljóta þó að
vera einhverjir, því annars seldist
þetta ekki og ef það seldist ekki,
væri það örugglega ekki gefið út.
Ilíóill ★ ★ ★ ★ framúrskarandi
★ ★ ★ ág»t
★ ★ góft
★ þolanleg
Q léleg
Háskólabíó:
Móöir óskast (Paternity). Banda-
rísk, árgerö 1981. Leikendur: Burt
Reynolds, Beverly D Angelo, Nor-
man Fell. Leikstjóri: David Stein-
berg.
Burt kallinn leikur piparsyein í góöri
stöðu, sem áttar sig á þvi, að hann
verður að eignast erfingja til þess að
honum verði ekki gleymt þegar kistu-
lokið skellur aftur. Hann fer því að leita
sér að konu. En margt fer ööruvísi en
ætlað var og til stóö...
Bíóhöllin:
Áhættan mikla (High Risk). Banda-
risk kvikmynd. Leikendur: James
Brolin, Anthony Quinn, James
Coburn, Bruce Davison. Leikstjóri:
Stewart Raffill.
Spennumynd um fyrrum grænhúfur,
sem ætla að leysa kunningja úr haldi.
En það reynist þrautinni þyngra.
Ungu iæknanemarnir (Young
Doctors in Love). Bandarisk kvik-
mynd, árgerö 1982. Leikendur:
Michael McKean, Sean Young,
Hector Lizondo. Leikstjóri: Gary
Marshall.
Þessi mynd er hættuleg heilsunni:
áhorfendur fá óstöðvandi hláturskast.
Læknanemar bralla margt á Borgó.
Bíóhöllin:
Konungur fjalísins (The King of the
Mountain). Bandarísk, árgerð 1981.
Leikendur: Harry Hamlin, Joseph
Bottoms, Dennis Hopper, Deborah
Valkenburgh.
Hasarmynd um kappakstur niöur
fjallshlíö. Hál spenna og góð. Hopper
stendur alltaf fyrir sínu.
Atlantic City. Bandarfsk kvikmynd,
árgerð 1981. Leikendur: Burt
Lancaster, Susan Sarandon. Leik-
stjóri: Louis Malle. ***
Húsiö - Trúnaöarmái. islensk kvik-
mynd, árgerð 1983. Leikendur: Lilja
Þórisdóttir, Jóhann Sigurösson.
Leikstjóri: Egill Eövarösson. *« »
Vel gerður Islenskur sækóþriller.
Regnboginn:
Ungi meistarinn (The Young Mast-
er). Hong Kong, árgerð 1982. Leik-
endur: Jackie Chan og fleiri. Leik-
stjóri: Jackie Chan.
Arftaki Bruce Lee. Slagsmál á milli
karateskóla. Mikiö glens i bland.
Brennimerktur (Straight Time)
Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Dustin Hoffmann og fleiri.
Hoffmann leikur síbrotamann sem á
erfitt með að festa þröngt einstigi hins
heiðarlega lifs. Spenna og mannleg
átök.
Regnboginn:
Hasarsumar (Pinball Summer).
Bandarísk kvikmynd. Leikendur:
Michael Zeiniker, Karen Stephen, J.
Robert Maze. Leikstjóri: George
Mlhalka.
Gamanmynd um hressa krakka að
afloknum prófum. Tónlist og leik-
tækjakeppni.
í greipum dauöans (First Blood).
Bandarísk, árgerö 1982. Handrit:
Stallone, o.fl. Leikendur: Sylvester
Stallone, Brian Dennehy, Richard
Crenna, Jack Starrett. Leikstjóri:
Ted Kotcheff. **
Stjörnubíó:
Tootsie. Bandarisk kvikmynd, ár-
gerö 1983. Leikendur: Dustin Hoff-
man, Jessica Lange, Terry Garr,
Charles Durning. Leikstjóri: Sidney
Pollack. Dustin Hoffrrian fer á kostum
í aöalhlutverkinu og sýnir afburða-
takta sem gamanleikari. Tootsie er ó-
svikin skemmtimynd. Maður hlær oft
og hefur lítið gleðitár í auga þegar
upp er staöið. * * *
— LÝÓ
Bjarnarey (Bear Island). Bandarisk,
árgerö 1979. Leikendur: Donald
Sutherland, Richard Widmark,
Christopher Lee. Leikstjóri: Don
Sharp.
Alaster Makklin og hasar við heim-
skautið. Gamall kafbátur og gull.
Glæpamenn og góöir menn.
Bíóbær:
Ljúfar sæluminningar (Highschool
Memories). Bandarisk kvikmynd.
Það var gaman i skólanum. Ekkert
nema hitt, hitt, hitt. Hörkudjörf mynd
og spennandi.
Lone Ranger. Hvaða strákur man
ekki eftir þessari frægu hetju og vini
hans Tontó? Ekta mynd fyrir alla fjöl-
skylduna.
Nýja bíó: ***
Stjörnustríð I (Star Wars). Banda-
rfsk kvikmynd, árgerö 1977. Leik-
endur: Mark Hamill, Alec Guinness,
Carrie Fisher. Leikstjóri: George
Lucas.
Kúrekar geimferðaaldarinnar þjóta
um á fararskjótum sinum og reyna að
ráöa niðurlögum hins illa. Frábæf
skemmtun fyrir alla aldurshópa. Á
sunnudag kl. 3, 5 og 7.
Allir eru aö gera þaö... (Making
Love) * *
Bandarisk. Árgerö 1982. Handrit:
Barry Sandler. Leikstjóri: Arthur
Hiller. Aöalhlutverk: Michael Ont-
kean, Kate Jackson, Harry Hamlln.
Alltaf vantar herslumun þegar
Hollywood hyggsttakaásvokölluðum
„viðkvæmum vandamálum" aö ár-
angurinn verði fullnægjandi. Making
Love snýst um klassiskan þrihyrning
nema hvaö maöurinn i miöjunni hittir
ekki aðra konu heldur annan mann;
þetta er saga um uppgjör manns við
eigin kynhneigö. En þótt margt só
heiöarlegt við handrit Barry Sand-
lers, sem sjálfur mun vera hommi, þá
vantar nægilega skýrar sálfræöilegar
forsendur I persónurnar þrjár. Áhorf-
andi nær ekki aö taka þátt i tilfinning-
um þeirra aö neinu marki. _ Áþ
Pink Floyd The Wall. Bresk kvik-
mynd. Handrit: Roger Waters. Leik-
endur: Bob Geldoff. Leikstjóri: Alan
Parker. Hressiieg ádeilutónlistar-
mynd með músik eftir þessa frægu
sveit. * *
Laugarásbíó: **
Kattarfólkiö (Cat People). Banda-
rísk, árgerð 1982. Leikendur: Nast-
assia Kinski, Malcolm McDowell,
John Heard. Leikstjóri: Paul Schra-
der.
Systkini: sambland af mannfólki og
svörtum hlébörðum. Ef þau elska
mannfólkiö, breytast þau í hlébarða
við samfarir og drepa rekkjunautinn.
Þokkaleg afþreying og aödáendur
Nastössiu Kinski eiga tvímælalaust
erindi.
Tónabíó:
Wolfen. Bandarísk, árgerö 1982.
Leikendur: Albert Finney, Diane
Venora. Leikstjóri: Michael Wad-
lelgh.
Höfundur Woodstockmyndarinnar
Ikominn inn á hryllingsvettvanginn.
Vargur leynist í viðjum stórborgarinn-
ar og drepur fólk. Þó ekki sér til gam-
ans. Kjörin mynd i sumarhitum: kalt
vatn milli skinns og hörunds.
Austurbæjarbíó:
Astaræði (Seduction). Bandarisk.
Argerð 1981. Aöalhlutverk: Morgan
Fairchild, Michael Sarrazin, Andrew
Stevens. Þriller um fréttaþul hjá
bandariskri sjónvarpsstöö, sem verð-
ur fyrir verulegu aðkasti ástaróðs
manns.
tonlisf
Grace Jones:
Hin stórsnjalla og dúndurfagra Grace
Jones heldur söngskemmtun i Sig-
túni á föstudag kl. 22.30. Á laugar-
dag, heldur hún aðra skemmtun i veit-
ingahúsinu Safari kl. 22.30. Stúlkan
þessi er engri llk.
Félagsstofnun
stúdenta:
Listatnmmrokktónleikar á föstudag
kl. 21. Iss, Þeyr og Vonbrigði leika
rosasánd, ásamt fleirum. Mætiö vel
og látið heilann starfa.
viitliunVir
Borgartún 6:
Sjávarútvegsráðuneytiö og Fiskiðn
efna til ráðstefnu um gæöamál sjávar-
afurða dagana 9. og 10. júni. Málin
verða reifuð vítt og breytt, og Ijósi
varpað á aðgerðir i gæðamálum.
Menningarmiöstöðin
við Gerðuberg:
Fræöslu- og kynningarfundur um
hússtjórnir i Breiðholti verður haldinn
á mánudag kl. 20.30. Á fundinn koma
Siguröur Guðjónsson frá Húseig-
endafélaginu og Hjörleifur Kvaran
skrifstofustjóri hjá Borgarverkfræö-
ingi. Breiðholtsbúar eru hvattir til að
mæta.
Austurbæjarskóiinn:
Á sunnudag kl. 16 heldur Daninn
Bertil Ekström fyrirlestur um kosmisk
vísindi Martiniusar. Allt á dönsku og
öllum heimill aðgangur. Upp I andleg-
ar hæöir með okkur.
íbúðasamtök
Þingholtanna:
Framhaldsfundur á sunnudag kl. 14
að Fríkirkjuvegi 11. Auk stjórnarkjörs
verður rætt um Þórsgötu sem vist-
götu. Upp meö spilin.