Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 5
Sigurrós J-lelc jjfisturinn^ Fimmtudagur 2. júní 1983 ■ Marinó Ella Einars. þessi 10 manna hópur ákvað að kanna málið og þetta er árangurinn“. — Höfðuð þið, krakkar, velt því eitthvað fyrir ykkur hvaða áhrif svo mikil videoneysla getur haft og hvort rétt sé að leyfa video t.d.? Nei, svo var ekki að heyra. En skoðanir voru mjög skiptar í hópnum um réttmæti videos. „Mér finnst að hver og einn eigi að hafa rétt á að velja sér efni á sjónvarpsskerm- inn, þetta er spurning um frelsi til að velja“, sagði Gunnar ákveðinn. En heldurðu þá að krakkar, segjum 6 ára gamlir, séu í rauninni i aðstöðu til að velja frjálst. Geta þau tekið meðvitaða ákvörðun um það, hvað þau vilja horfa á? „Nei, líklega ekki. En það væri nú hægt að setja aldurstakmörk, banna að seljaeða leigja vissar myndir til yngri krakka“. Öll tóku þau undir þessi orð Gunnars um að einhverjar takmarkanir þyrfti að setja og auka eftirlitið. „En það er engin ástæða til að banna neitt“, sagði Elín Einarsdóttir, „maður finnur það sjálfur hvort maður vill horfa á myndina, ég labba bara út ef mér líst ekki á blikuna“. Læra bardagaaðferðir Talið berst að ofbeldis- og hryllingsmynd- um. Hvort krakkar (já og fullorðnir) tækju upp áýmsum kúnstum, sem þau hefðu lært af slíkum kvikmyndum. „Æ, ég veit það ekki.“ — „Jú, auðvitað læra þau hitt og þetta sjáiði bara bardagann um daginn... — „Það var nú enginn bardagi" — „Nei, það er bara gert svo mikið úr þessu hér í skólanum og í Breiðholtinu, vegna þess að hér eru svo margir og allt verður svo áber- andi..“ — „Já, auðvitað. Allt blásið upp..“ „En strákarnir voru með hnífa bundna á kústsköft, það hafa þeir lært af sjónvarp- inu...“ — „Já, auðvitað hefur þetta áhrif“. Þeim 'verður dálítið mikið niðri fyrir vegna þessa svokallaða unglingavandamáls í Breiðholtinu og Fellahverfinu: „Við erum ekkert öðru vísi en krakkarnir annars staðar í Reykjavík, hér er bara allt svo stórt og mikið“ Bláu myndirnar Sú spurning kemur upp hvort morð og dauði af öllu hugsanlegu tagi, dag eftir dag á skerminum, geri mann ekki tilfinningalausari gagnvart slíku í hinu raunverulega umhverfi — „myndi þér nokkuð bregða ef þú sæir ein- hverjum blæða hér fyrir utan núna eftir að hafa séð annað eins og miklu meira á skermin- um?“ — Tja, maður myndi auðvitað sjá að blóð- ið væri ektaþ svarar einhver og brosir breitt. Nei, annars, þetta er ekki nokkuð, sem þau hafa velt mikið fyrir sér. — Hvað þá um klámmyndirnar, skyldu þær ekki geta mótað viðhorf til kynlífsins? „Maður veit auðvitað að svona er þetta ekki, maður á ekki að hoppa bara upp í rúm með hverjum sem er eins og gert er í myndun- — „Nei, það tekur enginn mark á þeim — ef maður hefur séð eina þá hefur maður séð allar“. En viðhorf til kvenna? „Jú, svarar ein stelpnanna, „þær hafa alveg örugglega áhrif á þau“. — Það virðist sem krakkar allt niður í 6 ára fái að sjá þessar bláu myndir og áhuginn á þeim eykst svo eftir því semá líður — þær fara kannski að koma í staðinn fyrir kynfræðslu? „Tja, það er náttúrlega engin kynfræðsla í skólanum á þessum aldri. Já, það gæti verið að bláu myndirnar móti eitthvað viðhorfið og einhverjir fái sína kynfræðslu úr þeim..“ Of mikil freisting — Skiptu einhver ykkar um skoðun á video- inu eftir að hafa unnið þessa könnun? Nei, það hafði ekkert þeirra gert. Sum voru á móti, og þá helst vegna þess að ef video er fyrir hendi á heimilinu á annað borð, þá er það of mikil freisting að setjast fyrir framan tækið, — „maður lætur það stela frá sér tím- anum“. Önnur voru gallhörð með videoi, en öll voru sammála um að þó bæri að auka eft- irlit með því hvað væri sýnt. Á þeim orðum flutu þau aftur út í sumarfríið sitt. Ms. „Hiklaust marktækar tölur“ „Sjálfsagt er að hafa þann fyrirvara á, að hér er um skólaverkefni að ræða og á þessu geta verið gallar, sem eiga eftir að koma í ljós við nánari athugun", sagðí Þorbjörn Broddason fjölmiðlafræðingur, þegar HP bar könnun krakkanna undir hann. „Ég tel þó hiklaust að hér sé um að rseða alveg marktækar niðurstöður hvað varðar video- neyslu nemenda í Fellaskóla, en það væri rangt að alhæfa nokkuð um böm á grunn- skólaaldri i öðrum skólum eða bæjum út frá þessari könnun“. — Koma niðurstöðurnar þér á óvart? „Já“, svaraði Þorbjörn. „Það kemur mér s'vo sannarlega á óvart hversu mörg heimili hafa video og hversu<5>:ikið krakkarnir horfa á það, þetta er ævintýralega mikið. Athug- aðu það að á þessum heimilum er líka horft á sjónvarpið og að í mörgum tilfellum bætist videonotkun ofan á það“. — Þorbjörn var einnig spurður um möguleg áhrif svo mikillar videoneyslu. Hann sagði margar kenningar verauppium áhrif sjónvarps og videos. > „Auðvitað er video hagnýtt tæki ef það er notað rétt, ég sé margar jákvæðar hliðar á myndböndum. En það er talið að sjónvarp sljóvgi sköpunargleði og hæfileika, einnig að það vilji bitna á mannlegum samskipt- um, fólk talar minna saman, jafnvel ekkert —■ það er ein kenning. Nú, ef við lítum á þessar tölur í könnuninni, þá kemur þar fram t.d. að^ langflestir horfa á með fjöl- skyldunni — þetta virðist staðfesta þessar brandarasögur um fjölskylduna, sem situr þegjandi frammi fyrir skerminum svo tím- um skiptir án nokkurra tjáskipta — maður fer að trúa þessu...“ Svipuð þróun og erlendis? í samtali við Elías Héðinsson þjóðfélags- fræðing, sem unnið hefur að sambærilegri könnun í Svíþjóð, kom fram sú skoðun hans, „að ótrúleg fylgni virðist á milli þess, sem þar hefur gerst i þessum efnum og hér, ef ég styðst við þessa könnun krakkanna. Mynstrið er mjög svipað þvi sem gerist í bæði Svíþjóð og Noregi, bæði hvað það varðar, hversú mikið er horft, og á hvað og einnig hvernig smekkur krakkanna breytist eftir aldri þeirra og með hverjum þau kjósa helst að horfa“. Sú könnun, sem Elías vann við í Svíþjóð, einbeitti sér að áhrifum videosins á árangur barr.a í skóla: „Við athuguðum tengslin á milli námsárangurs annars vegar og video- notkunar hins vegar og þar kom í ljós greini- leg fylgni — þau sem horfa mest á video, eru með lægri einkunnir. En ég vil ekkert full- yrða um það i hverju sú fylgni er fólgin, hvað er orsök og hvað er afleiðing". Það kemur oft fram í umræðum um video, að litill greinarmunur er gerður á því og svö aftur sjónvarpi. Elías kannaðist við þetta: „Margir álíta sem svo, að video sé einhvers konar framlenging á sjónvarpinu. Upphaflega var það líka þannig, fóik notaði það sem myndsegulband til að geta séð seinna, það sem það missti af i sjónvarpinu. En þetta breyttist mjög fljótt og eins og oft er með nýja tækni, þá voru það unglingarnir sem notfærðu sér hana fyrst. En helsti mun- urinn á sjónvarpi og videoi er sá, að annað er fjölskyldumiðill, hitt ekki. Sjónvarpið er notað af fjölskyldunni saman, video gerir aldurshópum t.d. mögulegt að kljúfa sig frá öðrum fjölskyldumeðlimum og þá er horft á allt annars konar efni, krakkar fara að horfa á myndir, sem þau myndu ekki sjá ella — þau horfa t.d. varla á klámmyndir með mömmu sinni og pabba. í þessu felst mun- urinn á ólikum áhrifum þessará tveggja tækja“. Hvaö má gera? Að hvaða gagni geta upplýsingar sem þær, er koma fram í könnuninni, komið? Þorbjörn Broddason sagðist álíta að þær gætu t.d. komið að gagni við gerð reglugerð- ar um nýsett lög um bann við ofbeldiskvik- myndum — þau lög mætti skoða betur með hliðsjón af upplýsingum úr könnun af þessu tagi. Sigrún HaHdótsdóttir, kennari hóps- ins, hafði á því orð, að e.t.v. væri nú tíma- bært að athuga viðhorf' foreldranna til myndbandanna — það eru jú oftast þeir sem sjá um að útvega heimilunum mynd- böndin og stjórna beint, eða óbeint, video- neyslu fjölskyldunnar. Sjálfir segja krakkarnir sem unnu verk- efnið, i niðurstöðum sínum, að þeir voni að niðurstöðurnar veki fólk til umhugsunar um notkun myndbanda. Verði sú fróma ósk þeirra uppfyllt, þá mega þau alla vega vera ánægð með sig og sitt verk. þá eru þaö vorverkin í garðinum verkfærin fá einnig mikið úrval gróðurhúsa zirvjcic DANMARK BYGGINGAUÖRUR B^ggiogavoruvsrxlan Tröggva Hooorssooor SlOUMUlA 37-SlMAR 83290-83360 eftir: Magdalenu Schram myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.