Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 24
Fimmtudagur 2. júní 1983 ^plfisturinn Á Sjómannadaginn fc - ■ Ifm****1* < « «« I Sendum öllum íslenskum sjómönnum árnaðaróskir á hátíðisdegi þeirra. Þá er M/S Edda kömin til f~ J landsins og farin aftur í sína J jómfrúarferð. Hin ís- lenska áhöfri skipsins flaug frá Is- landi eins og kunnugt er og til Kaupmannahafnar en fór þaðan með ferju til Póllands og tók við skipinu. Blöskraði mörgum Islend- ingum ástand skipsins við móttöku, því útgangurinn og sóðaskapurinn var ólýsandi. Hinir rösku landar okkar tóku hins vegar til höndun- um og skrúbbuðu skipið hátt og lágt og komu innanborðsmunum í þokkalegt horf enda var fleyið stór- glæsilegtvið komuna til Reykjavík- ur... 3 Meira um M/S Eddu: Salan f Jj mun hafa verið mjög dræm í fyrstu ferð skipsins. Skipið tekur um 900 farþega í fullri nýt- ingu en aðeins rúmlega 300 sigldu úr höfn á miðnætti á mið- vikudag. Allmargir þeirra voru gestir og mun mönnum hafa verið boðið allt fram á miðvikudags- kvöld til að fylla upp í jómfrúar- ferðina... 'í* Ahöfnin á M/S Eddu verður ý' J að láta sér nægja að horfa á S~- erlendar hafnir frá þiljum, því henni er ekki veitt landgöngu- leyfi í Newcastle og Bremerhaven... Þótt það hafi ekki farið hátt / J er vitað að töluverð togstrei ta S varð bæði í Framsóknar- flokki og Sjálfstæðisflokki um ráð- herraembættin. Mörgum Fram- sóknarþingmanninum þótti Steingrímur Hermannsson hafa sýnt mikinn yfirgang með því að leggja fram ráðherralista, sem tæp- ast var hægt annað fyrir þingmenn- ina en að samþykkja og á þing- flokksfundi þegar Steingrímur kynnti sjónarmið sín, reis Olafur Jóhannesson fyrrverandi flokks- formaður upp til andmæla. Varð það til þess að Steingrímur lét sýndaratkvæðagreiðslu fara fram í þingflokknum. I Sjálfstæðis- flokknum voru hrossakaup í al- gleymi þegar nálgaðist stjórnar- myndunina. I fyrstu var talið að Geirsarmurinn myndi láta sverfa til stáls með því að útiloka Albert Guðmundsson frá ráðherra- embætti, en Albert brást hinn versti við og kvaðst ekki taka því með þögn ef svo yrði. Lagði hann jafn- framt áherslu á að Friðjón Þórðar- son yrði ráðherra og taldi að með því væri unnt að sýna út á við að sættir hefðu tekist í flokknum. Enginn mun hafa lagt meiri áherslu á að fá ráðherraembætti en Sverrir Hermannsson og mun hafa notið til þess dyggilegs stuðnings þing- flokksformannsins Olafs G. Ein- arssonar. Er sagt að Sverrir hafi gert kosningabandalag við Friðjón Þórðarson, en þegar á hólminn kom mun Sverrir ekki hafa staðið við sinn hluta samkomulagsins og veitt Friðjóni þann stuðning sem hann vænti. Enn fer sögum af söfnunar- f' i baukum SAÁ og er sú allra nýjasta áli blandin í meira lagi. Svo er mál með vexti að vina- félag Alusuisse á íslandi, Ný sjón- armið, fóru svo í fínu taugarnar á SÁÁ-félögum, að ástæðu var Ieitað til að koma í veg fyrir frekari fjár- söfnun til handa Alusuisse. Ástæð- an fannst: Kvennadeild Nýrra sjón- armiðai Vorhvöt, hafði láðst að sækja um tilskilin leyfi fyrir sínum söfnunarbaukum. (Vorhvöt hafði reyndar líka láðst að sækja um leyfi til að nota orðið hvöt í nafni sínu en það er allt önnur saga...) Brugðust menn nú hart við og kærðu Vor- hvötina fyrir dómsmálaráðuneyt- inu. En álvinir höfðu krók á móti bragði: Þeir kærðu sjálft SÁÁ á al- veg nákvæmlega sömu forsendu og það réttilega, því upp úr dúrnum er komið, að SÁÁ baukaði í algjðru leyfisleysi líka. Liggja nú báðar kærurnar oní skúffu og heldur önnur fyrir munninn á hinni — enda munu fleiri lögfræðingar inn- an vébanda SÁÁ en Nýrra sjónar- miða... V Gengisfellingin um daginn fór illa með Leópold Sveins- son, sem annast hingaðkomu söngstjörnunnar Grace Jones. Ef uppselt verður á tónleikana báða getur hann komið 2200 manns í húsin Sigtún og Safari, þar sem söngskemmtanirnar verða haldnar. Fyrir gengisfellingu þurfti hann 1700 manns til að borga upp kostn- að. Nú er sú tala komin í 2000. Það eru ekki ýkja háar tölur þegar haft er í huga að Grace þiggur 490 þús- und krónur í laun fyrir hingaðkom- una, auk þess sem allur kostnaður er greiddur sér... r*l Mikið líkamsræktunaræði Y 1 gengur nú yfir ísland, sem y önnur lönd hins vestræna heims, og í næsta mánuði kemur út hjá Vöku fyrsta íslenska bókin í þessari bylgju. Það er Sigrún Stefánsdóttir, fréttamaður og út- lærður íþróttakennari,sem skrifar bókina — þýðir úr erlendum bók- um og staðfærir eftir því sem við á. í henni eru líkamsræktarprógröm fyrir fólk á öllum aldri og af öllum stærðum og gerðum. Fleiri svona bækur koma væntanlega út fyrir jólin, m.a. þykir líklegt að hin fræga bók Jane Fonda komi út í íslenskri þýðingu á vegum Fjölva... Eins og flestum er sjálfsagt í J fersku minni varð klofningur y meðal Framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi vestra fyrir síðustu kosningar og voru þar boðnir fram tveir listar. Búist var við áframhaldandi átökum þessara fylkinga og átökum um flokksfé- lögin í kjördæminu. Fyrsta félagið sem hélt aðalfund eftir klofninginn var Félag ungra framsóknarmanna á Blönduósi, og var grimmt smalað á fundinn og búist við hörðum kosningum milli Pálsmanna og BB- manna. A síðustu stundu tókst þó samkomulag milli fylkinganna þannig að stjórn félagsins var kosin samhljóða og mun hún að mestu skipuð BB-mönnum. Talið er að stjórnarkjör þetta gefi nokkuð tón- inn um það sem verða muni — og að ágreiningurinn verði jafnaður án mikils sársauka eða átaka. Prófaðu i BÍLALEIGA Mesta úrvalið. Besta þjónustan. Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915 Tryggvabraut 14, 600 Akureyri s. 96-23515

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.