Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 22
22
Er afturhaldið holdi klætt sest í ráðherra-
stóla íslenska lýðveidisins eða hefur ábyrgðin
loksins sigrast á upplausninni? Hver er raun-
verulega munurinn á þeirri „miðhægristjórn“
sem nú er við völd og þeirri „miðvinstri-
stjórn“ sem yfirgaf stólana í síðustu viku? Um
það er of snemmt að spyrja, reynslan verður
að skera úr um muninn. En meðan beðið er
eftir þeim úrskurði er ekki úr vegi að gera of-
urlítinn samanburð á málefnasamningum
stjórnar Gunnars Thoroddsen. og stjórnar
Steingríms Hermannssonar.
Þ egar rýnt er í málefnasamningana t vo kem-
ur óneitanlega í ljós ýmis munur, bæði í stærri
línunum og hinum smærri. Sumt er þó erfitt
að bera saman vegna breyttra aðstæðna og
viðhorfa. En það er líka furðu margt líkt með
þessum tveimur plöggum. Kjarni beggja er
Vinstri hægri snú!
baráttan gegn verðbólgunni. „Ríkisstjórnin
mun berjast gegn verðbólgunni með aðhalds-
aðgerðum er varða verðlag, gengi, peninga-
mál, fjárfestingu og ríkisfjármál", segir í upp-
hafi málefnasamnings fráfarandi stjórnar. Sú
nýja segir hins vegar: „Þjóðinni er brýn nauð-
syn að brjótast út úr vítahring verðbólgunn-
ar... Aðeins með víðtækum, samstilltum að-
gerðum, er taka til allra þátta hagkerfisins, er
unnt...“ o.s.frv. Þetta hefur nú æði oft heyrst.
En þegar litið er á aðferðirnar sem beita
skal kemur strax í ljós afgerandi munur. í
upphafi málefnasamnings stjórnar Gunnars
er ekki sjaldnar en fimm sinnum sagt að við
lausn efnahagsvandans verði að hafa „samráð
við samtök launafólks“ og/eða „aðila vinnu-
markaðarins". Þar segir líka: „Ríkisstjórnin
mun hins vegar ekki setja lög um almenn laun
nema allir aðilar ríkisstjórnarinnar séu um
það sammála, enda sé haft samráð við samtök
launafólks“.
Fyrsta verk hinnar nýju stjórnar var að
„nema úr gildi ákvæði laga og samninga um
verðbætur á laun frá 1. júní 1983 til 1. júní
1985“, eins og segir í málefnasamningi henn-
ar. Stuttu síðar segir: „Allir gildandi og síðast
gildandi kjarasamningar framlengist með
þessum hætti til 31. janúar". Og hvergi í plaggi
Steingríms og félaga er getið um samráð. Þar
segir hins vegar: „Að loknum aðlögunartíma
(þ.e. eftir 31. janúar n.k. — innskot HP) beri
aðilar vinnumarkaðarins ábyrgð á samning-
um um kaup og kjör í ljósi hinnar opinberu
stefnu í gengis- og kjaramálum.
Báðar stjórnir lýsa yfir því sem höfuðmark-
miði að efla atvinnulífið. En það er æði mikill
múnur á aðferðunum. í málefnasamningi frá-
farandi stjórnar er höfuðáhersla lögð á aukna
framleiðni, áætlanagerð, eflingu sparnaðar
og hagkvæmni í rekstri, áhrif starfsfólks á
stjórnun fyrirtækja skal aukin og starfs-
menntun efld.
Nyja stjórnin vill hins vegar jafna starfs-
skilyrði fyrirtækja, bæta samkeppnisstöðu
þeirra og breyta skattalögum þannig að þau
„örvi fjárfestingu og eiginfjármyndun í at-
vinnulífinu".
Sé litið á einstakar atvinnugreinar er sama
uppi á teningnum. Gamla stjórnin vildi leysa
vandamál iðnaðarins með langtímastefnu-
mótun og aukinni framleiðni en sú nýja vill
bæta skilyrði fyrirtækjanna til eiginfjár-
myndunar, veita þeim greiðari aðgang að lán-
um, endurbæta skatta- og tollakerfið, afnema
verðlagsákvæði í samkeppnisiðnaði og beita
sér fyrir verndaraðgerðum innan ramma
milliríkjasamninga.
í sjávarútvegi lagði stjórn Gunnars áherslu
á samstarf um löndun og dreifingu aflans,
aukna nýtingu afurða og aukna framleiðni.
Stjórn Steingríms vill hins vegar verðleggja
afurðir eftir gæðum og stuðla þannig að auk-
inni ábyrgð framleiðenda og útflytjenda. Þess
utan hefur hún þegar gert ýmsar ráðstafanir
til að leysa brýnasta vandann, ráðstafanir eins
og að takmarka fiskverðshækkanir og skerða l
hlutakjör sjómanna.
Ekki leið löng stund frá því Ronald Reagan
Bandaríkjaforseti kvaddi gesti sína í byggða-
safnsborginni Williamsburg, þangað til al-
þjóða gjaldeyrismarkaður kvað upp dóm yfir
níunda árlegum fundi æðstu manna sjö iðn-
ríkja. Bandaríkjadollar hækkaði í verði, sér í
lagi gagnvart franska frankanum og vestur-
þýska markinu. Þar með lá fyrir niðurstaða
fjármálamanna á þá leið, að fundurinn í
Williamsburg hefði engu breytt, samræmdra
aðgerða væri ekki að vænta af hálfu þátttak-
enda til að sigrast á sameiginlegum efnahags-
þrengingum.
Gaston Thorn, fulltrúi Efnahagsbandalags
Evrópu, benti á það í tölu sinni í Williams-
burg, að atvinnuleysingjum í iðnríkjunum sjö
hefði enn fjölgað um þrjár milljónir frá síð-
asta fundi í Versölum, og hvatti þau til að taka
höndum saman í því skyni að ýta undir aftur-
bata í framleiðslu og heimsviðskiptum.
Þégar upp var staðið kom í ljós, að engar
skuldbindandi ákvarðanir höfðu verið teknar.
Reagan forseti býður frú Thatcher,
forsætisráðherra Bretlands, vel-
komna til Williamsburg, þar sem hún
stóð stutt við vegna kosningabarátt-
unnar heimafyrir.
Innihaldslaus fundur gaf
enga niðurstöðu
I lokatilkynningu frá fundinum í Williams-
burg var farið almennum orðum um fundar-
efnið en engin skýr stefna mörkuð. Það þýðir
að hvert ríki fer sinu fram, og hættan á við-
skiptalegum og fjárhagslegum vítahring, þar
sem hver um sig reynir að leysa sín vandamál
á kostnað annarra, er söm og áður.
Fyrir fundinn í Williamsburg hafði
Mitterrand Frakklandsforseti lagt mikla
áherslu á, að iðnríki Vestur-Evrópu 'og
Norður-Ameríku gerðu ásamt Japan sam-
eiginlegar ráðstafanir til að afstýra gengis-
sveiflum og spákaupmennsku sem af þeim
stafar. Bandaríkjastjórn reyndist ófáanleg til
að aðhafast nokkuð í þessu efni, eins og við-
brögð gjaldeyrismarkaðarins sýndu.
Hátt gengi dollarans og háir vextir í Banda-
ríkjunum haldast í hendur og verða til þess að
draga fjármagn frá Evrópu til Bandaríkj-
anna. Til að vinnagegn slíkum fjármissi verða
Evrópuríki að halda vöxtum hjá sér hærri en
þau kysu ella, og það torveldar þeim að hleypa
nýju fjöri í atvinnulíf og auka fjárfestingu til
að draga úr atvinnuleysi.
Háu vextirnir í Bandaríkjunum standa í
nánu sambandi við hallann á bandarískum
fjárlögum, sem gert er ráð fyrir að fari á
næsta fjárhagsári upp undir 200 milljarða
dollara, nái fjárlagatillögur Reagans fram að
ganga. Til að afla fjár til að mæta hallanum
þarf að bjóða háá vexti, og að svo miklu leyti
sem þeir draga fé frá Evrópu er bandaríski
greiðsluhallinn fjármagnaður á kostnað
evrópsks atvinnulífs. Á móti kemur að hátt
gengi dollarans styrkir samkeppnisstöðu
evrópsks varnings.
Reagan forseti heldur fast við fyrirætlun
sína um að láta þriðja áfanga stórfelldrar
Fimmtudagur 2. júní 1983
JpSsturina
Á sviði orkumála og stóriðju er sá munur
helstur að gamla stjórnin lagði áherslu á að
frekari stóriðjuframkvæmdir ættu að vera „á
vegum landsmanna sjálfra“. Nýja stjórnin
segir hins vegar aðeins að „við byggingu stór-
iðjuvera sé þess gætt, að samræmi sé á milli
markaðsöflunar fyrir orku og virkjunarfram-
kvæmda“.
Séu höfuðatriði efnahagsmálakafla þess-
ara tveggja málefnasamninga borin saman
má segja að stefna nýju stjórnarinnar miðist
við að draga úr ríkisafskiptum og skattheimtu
svo atvinnuvegirnir geti „unnið sig út úr
kreppunni" af eigin rammleik. Gamla stjórn-
in hafði hinsvegar meiri áhuga á áætlanagerð
og heildarstjórn hins opinbera á atvinnulíf-
inu. Þess ber þó að gæta að þegar málefna-
samningur þeirrar síðarnefndu var saminn ár-
aði mun betur í íslensku efnahagslífi en nú
gerir og sér þess víða stað í samanburðinum.
Einn afgerandi munur er á þessum tveimur
plöggum. í málefnasamningi nýju stjórnar-
innar er svo til eingöngu fjallað um efnahags-
mál, það er ekki fyrr en rétt í lokin sem drepið
er á utanríkismál.
í málefnasamningi gömlu stjórnarinnar er
töluverðu plássi eytt i fyrirheit á sviði félags-
mála, mennta- og menningarmála, dóms-
mála, umhverfismála, samgöngumála o.fl.
málaflokka. Að frátöldum örstuttum kafla
um húsnæðismál er ekki neitt að finna í mál-
efnasamningi stjórnar Steingríms um ofan-
talda málaflokka annað en þessa málsgrein:
„Ríkisstjórnin leggur áherslu á velferð,
jafnræði, öryggi, menntun, félagslegar um-
bætur og góða heilbrigðisþjónustu. Ríkis-
stjórnin mun á starfstíma sínum vinna að
þessum og öðrum framfaramálum". Það
verður erfitt að hanka stjórnina á þessari
málsgrein.
Eftir þennan lauslega samanburð leitaði HP
álits tveggja manna, annars stjórnarsinna,
hins stjórnarandstæðings, á því hver væri
munurinn á stefnu stjórnanna tveggja. Fyrst-
ur svaraði Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður
fjármálaráðherra fráfarandi stjórnar.
Hann sagði að báðar stjórnir hefðu byrjað
á bráðabirgðaráðstöfunum í efnahagsmálun-
um. „Munurinn er sá að veikleikinn hjá stjórn
Gunnars var að hún sleppti alveg að taka á
launaliðnum en tók lítillega á öðrum þáttum.
Stjórn Steingríms tekur hins vegar eingöngu á
launaliðnum, það er hennar veikleiki. Báðar
stjórnir slepptu því að minnast á grundvallar-
IWNLEWD
VFIRSVINI
cl-iLcryD
skattalækkunar koma í framkvæmd í sumar,
samfara því að útgjöld til vígbúnaðar aukist
um 10% umfram verðbólgustig. Af þessu
stafa horfurnar á methalla á bandarískum
ríkisbúskap. Jafnframt er að því stefnt af
hálfu bandaríska seðlabankans að halda
peningamagni innan þröngra marka.
Afturbatinn sem gætt hefur í bandarísku
atvinnulífi það sem af er þessu ári byggist ekki
síst á því, að seðlabankinn slakaði nokkuð á
peningamagnsaðhaldinu á síðara misseri í
fyrra. Þar með tókst að ná vöxtum niður að
því marki, að hagvöxtur hófst á ný. Stjórn
Reagans hefur bent á afturbatann sem mark
um ágæti efnahagsstefnu sinnar, en nú ryður
sú skoðun sér til rúms í bandarískum fjár-,
málaheimi, að afturbatinn verði skammær,
nema breyting verði á stefnu stjórnvalda í
ríkisfjármálum.
Ástæðan er að hún samræmist ekki stefn-
unni í peningamálum. Henry Kaufman hjá
Salomon Brothers er áhrifamesti hagsveiflu-
spámaður Bandaríkjanna. Hann sagði fyrir
vaxtalækkunina í fyrra. Nú telur hann að
seðlabankinn geti ekki slakað frekar á klónni
gagnvart aukningu peningamagns, og því hljóti
vextir að hækka á ný, svo borin von sé að
aukning framleiðslu og viðskipta standi leng-
ur en fram á haustið.
Meirihluti í báðum deildum Bandaríkja-
þings hefur komist að sömu niðurstöðu og
Kaufman, að hallinn á fjárlagafrumvarpi for-
setans stofni efnahagslegum afturbata í
hættu. Þingið hefur því samþykkt fjárlaga-
ályktanir, þar sem gert er ráð fyrir aukinni
skattlagningu og lækkun hernaðarútgjalda til
að draga úr halla á ríkisbúskapnum. Reagan
forseti hefur svarað með því að hóta að beita
neitunarvaldi gagnvart hverjum þeim fjárlög-
um, sem fela í sér fráhvarf frá ráðgerðri lækk-
un skatta.
Ofan á alla þessa óvissu í bandarískum
ríkisfjármálum bætist, að skipunartími Pauls
Volckers, formanns seðlabankastjórnarinnar,
rennur brátt út, og forsetinn hefur dregið að
taka afstöðu til hvort hann verður beðinn að
gegna embætti áfram eða skipt um mann í 1
skekkjur sem eru í efnahagsmálunum þ.e.
veruleg umframfjárfesting og ákveðin
skekkja í sjávarútveginum. Afleiðingin varð
sú að stjórn Gunnars réð ekkert við verðbólg-
una og sömu örlög bíða stjórnar Steingríms.
Annar munur á stefnu þessara stjórna er sá
að stjórn Gunnars miðaði við að halda laun-
unum í horfinu en auka allverulega útgjöld til
ýmissa félagsmála. Um þetta er ákaflega lítið
sagt í málefnasamningi stjórnar Steingríms. í
þriðja lagi eru það utanrikismálin. Þar gerði
stjórn Gunnars ráð fyrir óbreyttu ástandi í
framkvæmdum hersins en stjórn Steingríms
felur í sér ávísun á verulegar framkvæmdir á
vegum hersins og við flugstöðina. Á meðan
stjórn Gunnars treysti á hefðbundna íslenska
atvinnuvegi vill stjórn Steingríms mæta at-
vinnuleysinu sem leiða mun af stefnu hennar
með erlendri stóriðju og framkvæmdum hers-
ins“.
Stjórnarsinninn sem við náðum í var
Friðrik Sophusson þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins. Hann sagði að erfitt væri að bera
saman þessi tvö plögg vegna þess hve allar að-
stæður í efnahagsmálum væru gerbreyttar nú.
„Arið 1980 var allt á uppleið og menn tilbúnir
að eyða peningum í ýmsar félagslegar þarfir
sem í sjálfu sér voru ágætar. Enda fjallar stór
hluti af málefnasamningi stjórnar Gunnars
Thoroddsen um þau mál. Nýi málefnasamn-
ingurinn skiptist í grófum dráttum í tvennt.
Fyrsti hlutinn fjallar um kreppuráðstafanir,
harðar efnahagsráðstafanir sem gera á fram
að 1. febrúar á næsta ári. Síðari hlutinn fjallar
að mestu um atvinnumál þar sem stefnt er að
því, eftir þetta aðlögunartímabil, að efla
atvinnuuppbygginguna með því að örva fyrir-
tækin til fjárfestingar með auknu frjálsræði í
skattamálum auk þess sem ætlunin er að gera
stjórnkerfið þjálla en það er i dag.
En ef litið er á þær aðferðir sem beita átti
gegn verðbólgunni 1980 og nú þá byggði leið
gömlu stjórnarinnar á niðurtalningu þar sem
lækka átti bæði kaupgjald'og verðlag. Nú er
lagt út í harðar aðgerðir sem miða að því að
ná verðbólgunni niður jafnframt því sem hag-
ur þeirra lægst Iaunuðu er verndaður. Síðan er
ætlunin að veita aukið frelsi.
En eins og ég sagði þá er allur samanbyrður
erfiður, enda eru málefnasamningar fyrst og
fremst gögn fyrir stjórnarandstöðuna þegar
farið er að svíkja loforðin!“ sagði Friðrik
Sophusson.
eftlr
Þröst Haraldsson
eftlr
Magnús Torfa Olafsson
þessari miklu áhrifastöðu. Haft er fyrir satt í
Washington, að þetta stafi af því að Milton
Friedman og skoðanabræður hans meðal ráð-
gjafa Reagans telji Volcker ekki nógu að-
haldssaman í stjórn peningamagns.
Irrátt fyrir að framleiðsla hafi tekið að
aukast á ný í Bandaríkjunum á síðustu
mánuðum, eru efasemdir um að afturbatinn
standi til frambúðar teknar að setja svip á
kauphallarviðskipti. Það stafar ekki aðeins af
togstreitunni milli þings og stjórnar um stefn-
una í ríkisfjármálum og ágreiningi innan
ríkisstjórnar um peningamálastefnu. Einnig
segir til sín vaxandi ótti við að yfir gangi á ný
greiðsluþrot í stórskuldugum löndum þriðja
heimsins. Og jafnvel þótt hjá slíku verði kom-
ist, hafa hávextirnir í Bandaríkjunum sam-
dráttaráhrif á heimsviðskipti vegna viðbragða
skuldugu landanna.
Til að eiga fyrir afborgunum og hækkandi
vöxtum, verða þau að skera niður innflutning,
sem bitnar svo á atvinnustigi í iðnríkjunum.
Því er til dæmis haldið fram, að innflutnings-
hömlur sem settar hafa verið í Brasilíu til að
afstýra greiðsluþroti gagnvart lánardrottnum,
hafi kostað 150.000 manns í Bandaríkjunum
atvinnuna.
En eins og niðurstaða fundarins í Williams-
burg sýnir, er það Bandaríkjastjórn fjarri að
taka upp samstarf við bandamenn sína og
helstu viðskiptavini um sameiginlegar aðgerð-
ir til að ráða fram úr vanda sem að öllum
steðjar. Bandaríkin eru öflugasti aðilinn í
hópnum, og stjórn þeirra vill ekki afsala sér
rétti til að beita þeirri aðstöðu sérstökum
sjónarmiðum sínum og hagsmunum til fram-
dráttar.
Trudeau, forsætisráðherra Kanada, einn af
þeimsem sátu fundinn í Williamsburg,hefur
komist svo að orði að ekki kunni góðri lukku
að stýra, að Bandaríkjunum stjórni menn sem
líti á umheiminn sem einhverskonar viðhengi
við Kaliforníu. Efnahagsleg einangrunar-
stefna hlýtur að hafa pólitískar afleiðingar.