Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 16
Purrkur Pillnikk, sem óneitan- lega var ein sérstæðasta hljóm- sveit íslensku nýbylgjunnar, kom síðast fram opinberlega á Mela- rokki sem haldið var 28. ágúst í fyrra. Síðan hefur Iítið frá henni heyrst, enda á hún að vera hætt. Nema eitthvað hefur Purrkurinn verið að pukrast því nú er aftur verið að kveða sér hljóðs, haldið uppá tveggja ára afmæli og gefin út stór hljómplata sem hefur að geyma upptökur af hljómieikum svo og önnur sjaldgæf og illfáan- leg lög. Platan nefnist Maskínan eftir stórkostlegri vél sem fram- leiðir hvað sem er úr allskonar hráefni t.d. á hún að geta framleitt risastórai* pylsur með marsipani og rjóma innaní (!) Stuðaranum finnst þetta nafn vel við hæfi því einsog allir muna varð Purrkur Piilnikk til þegar fjórir algjörir aular í músík fóru í sameiningu svo hrottalega útaf laginu að úr varð áheyrilegasta tónlist. Maskínan er fimmta hljómplata Purrksins og spannar allt frá þriðju tónleikunum til þeirra síðustu og eru nokkrar upptökur frá Englandsförinni frægu... Einsog flestir hljóta að hafa tekið eftir þá er Einar Ben. úr Purrkinum sáluga (?) nú starf- andi með iss! og við heyrum að sú ágæta hljómsveit sé með plötu á prjónunum með haustinu... Vonbrigði hafa lokið við sjö- laga breiðskífu sem væntanleg er um miðjan mánuðinn. Björgvin Gíslason og rokk- hljómsveitin Puppets hafa nú ruglað saman reitum sínum í hljómsveit sem á að heita Deild 1. Upphaflega mun aðeins hafa staðið til að Puppets aðstoðuðu Björgvin við að kynna síðustu sól- óplötu hans örugglega en málin æxluðust síðan þannig að Björg- vin gekk í bandið sem skipti við það um nafn einsog fyrr segir. Deild 1 verður á flakki um landið í júní og ágúst bæði með hljóm- leika og dansiböll og verður uppi- staðan í prógramminu sjálfsagt það efni sem Puppets áttu fyrir og sólólög Björgvins og svo má búast við að ný lög bætist í safnið þegar þeir hafa spilað sig saman og stíll- inn tekinn að mótast. Og auðvitað Um svipað leyti kemur út plata sem fólk er þegar tekið að tíða eftir með óþreyju. Su á að heita Boys From Chicago og er Þorlák- ur Kristinsson (Tolli) skrifaður fyrir henni. Platan er mjög löng í tíma eða rúmur klukkutími, enda á henni að finna 21 lag þaraf fjög- ur eftir meistara Megas en hann er líka í Ikarus sem er aðstoðarsveit Þorláks og skipa m.a. Kormákur trommari,Bragi Ólafs bassi;Berg- þór Morthens gítar... kýla þeir svo á plötu með haust- inu... Já, það má kannski skjóta því hér inní að þetta er síðasti Stuðar- inn sem við skötuhjúin verðum með. í næsta blaði mætir Jóka aftur til leiks (og svona okkar á milli og ykkar vegna vonum við nú að hún hlífi ykkur við bleyju- sögunum). Palli verður væntan- lega í Kaupmannahöfn í sumar í rithöfundaleik en Helga ætlar i sumar að hafa hemil á óstýrilát- bara rétt að byrja. Um þessar mundir eru Garden Party og Surprise Surprise að koma á markað í stórum löndum einsog Þýskalandi, Japan, Spáni og víð- ar, — en tótalsalan hingað til mun vera einhvers staðar á milli 260 til 300.000... unni þegar út kemur platan Upp og niður, en að henni standa Valgeir Guðjónsson og Sigurður Bjóla. Margir úrvalsmenn eru þeim til aðstoðar og þar á meðal enginn annar en Egill Ólafsson... Valgeir Guðjónsson er líka á förum til Englands (þetta fer að um túristum í Landmannalaugum (og svona okkar á milli og ykkar þá borgar sig því sko ekki að fara þangað á óbyggðafyllirí..) Gamlir aðdáendur Spilverks þjóðanna eiga heldur betur von á glaðningi einhvern tíma á næst- hætta að sæta tíðindum) til að fylgjast með skurði á nýrri Stuð- mannaplötu.Á plötunni verða lög sem urðu til við gerð myndarinnar Með allt á hreinu hvort sem þau voru notuð þar eða ekki, perlur einsog t.d. „astraltertugubbið" og „Blindfullur“... Tappi tíkarrass er nú staddur í Englandi að hljóðrita stóra plötu í Southern Studios undir stjórn Tony Cook og kemur hún vænt- anlega út um mitt sumar... Sömuleiðis er BaraFlokkurinn staddur við upptökur í Englandi þessa dagana. Þær eiga sér stað í mjög fullkomnu stúdíói sem er til húsa á stóru sveitasetri, Jacobs, sem mun vera 32-rása og með digitaltækni til hljóðblöndunar. Upptökumaður verður hinn góð- kunni Geoff Calver og stjórnandi Tómas M. Tómasson... Af Mezzoforte er það að frétta að nýja lagið Rockal) kom út í Englandi í síðustu viku og um leið var sett á sama markað stór safn- plata með úrvali af fyrri plötum hljómsveitarinnar. Fyrstu 10.000 singlarnir með Rockall eru svo- kallaðar myndplötur og verður eitthvað flutt inn af þeim hingað. Þess má geta að lagið var leikið ellefu sinnum í BBC í síðustu viku sem þykir mjög gott og bendir allt til þess að Mezzoforteævintýrið sé Big Nose Band er líka væntan- legt á plötu innan tíðar, en þá hljómsveit rekur Pétur Stefánsson teiknari áfram... Og svo megum við til að minna enn aftur á hljómleika með Grace Jones í Sigtúni og Safari um helgina. Okkur er sagt að það þurfi sam- tals 2000 manns til að fyrirtækið standi undir sér, en það er skilyrði fyrir áframhaldandi heimsóknum stórstirna poppsins til íslands. Allir á Grace!!!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.