Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 02.06.1983, Blaðsíða 13
jielgai----- pðsturinn. Fimmtudagur 2. júní 1983- an að vera með fólki, sem var að reyna að gera eitthvað, sem ekki hafði verið gert áður. Þetta var svo frjálst, að maður gat gert hvað sem vai Ef sýningin misheppnaðist, þá var það allt í lagi“ Allir jafnir Árið 1980 stofnaði Jill leikhóp, sem hún nefnir Parity og mun þýða jafnræði eða eitt- hvað í þá áttina. Hópurinn hefur m.a. lagt sig eftir því að kynna íslensk leikrit og hefur sýnt Blessaða minningu eftir Örnólf Árnason, bæði í London og á Edinborgarhátíðinni, og Meistarann eftir Odd Björnsson í London. „Ég hef líka verið með mína eigin útgáfu af leikriti eftir Aristofanes, sem á ensku heitir The Poet and the Women (Skáldið og konurn- ar). Þetta er stutt leikrit og mjög skemmtilect og er í anda „Rauðsokkahreyfingarinnarí' Einn leikaranna samdi tónlist við það. Við lét- um það gerast í tískuheimi nútimans og stund- um voru allir karlmennirnir í pilsum og kon- urnar í buxum“ — En hvernig var íslensku leikritunum tekið? „Þeim var mjög vel tekið. Fólk í Bretlandi hefur mikinn áhuga á að sjá eitthvað nýtt. Það sem er íslenskt er nógu útlent til að vera spennandi, en ekki of útlent til að vera óskiljanlegt. Mig langar til að vinna meira með íslensk verk, því mér finnst nýju íslensku leikritin yfirleitt mjög góð.“ — Standast þau samanburð við það, sem er að gerast í London? „Mér finnst það. En mig langar til að heyra og sjá nýjan íslenskan farsa. Ég setti upp mjög skemmtilegt íslenskt gamanleikrit á Isafirði í fyrra, Hjálparsveitina eftir Jón Steinar Ragnarsson. Ef hann heldur áfram að skrifa ætti hann að geta skrifað ekta íslenskan farsa!1 — Er mikill munur á að vinna með enskum og íslenskum leikurum? „Hann er nokkur. Mér finnst íslenskir leik- arar vera mjög góðir, þeir sem ég hef unnið með eru alveg jafn góðir. En í Bretlandi eru leikarar mjög fljótir að vinna vegna þess að þeir eru alltaf að koma inn í nýja og nýja hópa. Hér tekur fólk þetta miklu rólegar.“ — Er það kannski ekki gott að hafa fasta leikhópa, eins og eru við leikhúsin hér? „Mér finnst það ekki gott fyrir leikarann. Það er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af atvinnuleysi í næstu viku, en ég væri alveg búin að fá nóg eftir að hafa unnið með sama fólkinu í þrjátíu ár. Ég er mjög ánægð yfir því, að leikarar fá núna fleiri tækifæri, eins og til að leika í kvikmyndum." Dreymir á islensku — Nú starfar þú hluta úr ári á íslandi og annan hluta í Englandi. Hvernig er að skipta sér svona á milli landa? „Það er ekki svo erfitt að vinna á tveim stöðum, en í London þarftu sífellt að minna á að þú sért til. Maður gleymist svo fljótt þar og það tekur alltaf nokkurn tíma að komast inn aftur. Mér finnst gaman að vinna í London vegna þess, að þar vinn ég á ensku. En það er kannski betra fyrir mig sem leikstjóra að vinna á íslandi á íslensku. Ég þarf að hugsa miklu meira. Að vinna á ensku er jafn auðvelt og að fara í sumarfrí. En ég er mjög hrifin af báðum tungumálunum" — Er ekki erfítt að vinna á tungumáli, sem ekki er móðurmál þitt? „Ég held, að það sé erfiðara fyrir fólkið, sem þarf að hlusta á mig. Um daginn sagði ég við mann, sem ég þekki, að mér fyndist ég tala íslensku eins og brjálaður api. Hann svaraði þá að hann vissi ekki til, að apar töluðu íslensktl. Ég er alls ekki sama manneskjan á íslandi og í Englandi. Tungumálið hefur mjög mikil áhrif á fólk. Heimspekingurinn Witgenstein hefur sagt einhvers staðar, að það sé tungu- málið, sem skapi fólkið. Mér finnst það alls ekki svo vitlaust. Ég hugsa mjög oft á íslensku og mig dreymir líka á íslensku, á vitlausri ís- lensku.“ — Ertu viss? „Getur mig dreymt á réttri íslensku, ef ég tala hana ekki eins og á a£ tala hana?“ — Mig langar til að snúa mér aftur að London. Hér er hún kynnt sem einhver mesta Ieikhúsborg í heimi, en er Ieikhúslífið þar jafn blómlegt og sagt er? „Já. Borgin á sér mjög langa leikhúshefð og þar er mjög margt fólk, sem hefur áhuga á leiklist, bæði Bretar og útlendingar, og t.d. — Eru engir ungir reiðir menn, eins og áður fyrr? „Við erum öll reið yfir einhverju!1 Og hún harmar það, að John Osborne, sem hafi verið ímynd hins unga reiða manns, skuli nú vera orðinn of hægrisinnaður fyrir hennar smekk. Svo er lífið búið að ná í skottið á leik- ritum þessara manna, sem hneyksluðu svo mjög, þegar þau komu fyrst fram. „Þegar maður les þessi Ieikrit núna, eru þau bara ósköp venjuleg. En það er verið að sýna nýtt Ieikrit í Bretlandi, When the Wind Blows eftir Raymond Briggs, og það var mjög mikið áfall. Ekki vegna þess hve það er gott, heldur vegna þess, að það sýnir lífið með kjarnorku- sprengjunni. Það má tala um kynlíf á sviðinu og blóta, en sprengjan er viðkvæmt mál.“ — Áttu þér draumaverkefni? „Mig langar til að setja upp Óveðrið eftir Shakespeare, vegna þess að mér finnst það vera nútímaleikrit. Það segir okkur svo mikið um fólk, sem hefur vald yfir öðru fólki. Mig langar til að nota þetta leikrit til þess að fjalla um lífið í dag!‘ Langar þig til að setja það upp hér eða í Englandi? „Hér. Fólk á íslandi hefur sömu afstöðu til Shakespeare og Englendingar, sem lærðu hann í skóla“ — Hefurður einhverja von um að geta sett stykkið upp? „Enga von. Ég hef talað um það, en enginn hefur enn sagt: já, já, en sniðugt. En maður verður alltaf að hafa vonina. Ef hún er ekki, er maður dauður!* ,jala ens br|aiðOur! apr’ myndir: Jim Smart koma þangað ferðamenn eingöngu til að fara í leikhús!* Illafarid meb Shakespeare Eru bresk leikskáld þá kannski betri en' önnur leikskáld? „Ég segi það nú ekki, en mér finnst leik- ararnir yfirleitt betri. Kannski er það vegna þess að samkeppnin er svo mikil“ — Áttu þér eitthvert uppáhaldsleikhús í London? „Mér finnst Royal Shakespeare Company, sem nýfluttur er í Barbican listamiðstöðina vera besti leikhópurinn, en Duke of York er fallegasta leikhúsið. Það er gamalt og fallegt leikhús i St. Martin’s Lane, rétt hjá Trafalgar Square. Þar er gott andrúmsloft!* — En uppáhalds leikskáldið? „Shakespeare. Ég meina það í alvöru“ — Er það ekki venjulegt að hafa Shakespeare í mestu uppáhaldi? „Alls ekki. Það var farið svo illa með hann í skólum, að þegar maður talar um Shakesp- eare við fólk, fórnar það bara höndum. Én það horfir öðru vísi við, þegar maður hefur séð sýningar á verkum hans. Þau eru svo fall- eg og lífleg. Það er hægt að gera svo mikið við Shakespeare!* Af yngri leikskáldum nefnir Jill Tom Stoppard, sem íslenskir leikhúsgestir þekkja úr Þjóðleikhúsinu hér um árið, og Stephen Poliakoff. Sá hefur mest skrifað fyrir alls kyns tilraunahópa og er orðinn nokkuð þekktur í heimalandi sínu. Bombán

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.