Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 8

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 8
sýninjiarsalir Norræna húsið: Sumarsýning hússins er aö þessu sinni helguð Ásgrlmi Jónssyni. Sýnd- ar eru 40 myndir allar I eigu Ásgrims- safns. Sýningunni lýkur 24. júlí. I and- dyri sýna tveir graenlenskir listamenn Aka Högh og Ivar Silis. Ásmundarsafn: Ásmundarsafn við Sigtún er opið daglega nema mánudaga frá kl. 14—17. Listmunahúsið: Nú fer hver aö verða síðastur aö sjá verk Gunnars Arnar Gunnarssonar, þvi sýningunni lýkur 26. júnl. Opið 14—18 um helgar, 10—18 virka daga. Lokað á mánudögum. Kjarvalsstaðir: „Kjarval á Þingvöllum" er i Kjarvals- sal. Opin I sumar. 20 listmálarar List- málarafólagsins sýna I vestursal, á göngum hússins sýna fimm grafiker- ar sem útskrifuöust úr Myndlistar- skólanum í vor og Richard Valtingojer sýnir litla grafíska bók. Þrjár sfðast nefndu sýningarnar eru opnar til 10. júli. Mokka: Italski myndlistarmaðurinn Ricardo Licate sýnir verk sln. Nýlistasafnið: Ásta Ríkharðsdóttir og Ragna Her- mannsdóttir verða með sýningu frá 18. júní og til 26. júni. Safnið er opiö á virkum dögum frá 16-20 en um helgar frá 14-22. Þær sýna málverk, bækur og fleira. Listasafn Einars Jónssonar: Opiö miðvikudaga og sunnudaga kl. 13.30—16. Stórfenglegar höggmynd- ir. Gallerí Langbrók: Langbrókarmunir til sýnis og sölu. Opið virka daga kl. 12-18. Bogasalur: Myndir úr islandsleiööngrum og fleira nýtt. Opiö alla daga kl. 13.30-16. Sýningin stendur út ágúst. Listasafn ASÍ: Lokaö i júni. Ásgrímssafn: Búiö aö opna. Opiö daglega kl. 13.30—18 nema mánudaga. Til ágústloka. Strætó 10 frá Hlemmi. Árbæjarsafn: Safniö hefur nú veriö opnað að nýju. Ivikliiis Stúdentaleikhúslð: Jökull og við, dagskrá úr verkum Jökuls Jakobssonar er endurtekin í kvöld fimmtudag kl. 20.30 i allra, allra siðasta sinn. Viö megum ekki missa af þessu. Óstöðvandi flaumur er yfirskrift fjög- urra stuttra einþáttunga eftir Samuel Beckett sem verða frumfluttir laugar- dag kl. 20.30. 2. sýn. sunnudag kl. 20.30 og 3. sýning mánudag kl. 20.30. Svart og sykurlaust: Sýningarferð götuleikhússins um landiö hefst á föstudag. Helstu sýn- ingarstaölr eru Hólmavíjt, Tfékyllisvik, Hótel Klúka og Borðeyri. Góöa skemmtun. Fimmtudagur 23. júní 1983 id. urinn____i Fjölmiðladjass Djasslífið í íslensku ríkisfjöl- miðlunum hefur verið upp og of- an í áranna rás, en þó alltaf heldur fjörugra en í blaðakosti lands- manna; enda er tónlist fyrst og fremst til að hlusta á. Sunnudaginn 12. júní hóf djassprófessorinn okkar ís- lenskra, Jón Múli Árnason, þátta- röð um sögu djassins. Verða þætt- irnir uþb. 30 og eru á dagskrá á Laxness sveiflunnar! Jón mun ekki vera með hina almennu djassþætti sína á meðan djasssag- an verður á dagskrá og er Gerhard Chinoti einn um slíkt er þetta er ritað. Gerhard, sem er franskur maður, hefur af mikilli þrautsegju kynnt hinn frjálsa djass fyrir ís- lenskum aðli. Á stundum hefur honum tekist bærilega upp, en heldur þykja mér þættir hans undanfarið þungir, þegar alltað eftir Vernharð Linnet sunnudagskvöldum kl. 23. Veit maður þá hvað maður eyðir þeim tíma í á næstu mánuðum. Fyrsti þátturinn lofar góðu um fram- haldið, enda hefur enginn annar ísleridingur jafnnæman skilning á hinum klassíska djassi og Jón kann jafnframt að klæða frásögn sína í fagran íslenskubúning án þess að missa niður sveiflu djass- málsins. Undirritaður þekkir vel hversu erfitt getur verið að segja frá djassupplifuninni á prenti og ef enginn Jón Múli hefði verið til, þá hefði mér oft gengið erfiðlegar að orða upplifunina. Hann er fjörutíumínútna verk eru leikin í heild, án mikilla skýringa annarra en að tæknimaðurinn ætli að snúa skífunni við. Ég held það sé farsælla að leika styttri verk svo og búta úr lengri ásamt skýring- um, eigi tónlistin að ná til fleiri en örfárra útvaldra. Jórunn Tómas- dóttir hefur kynnt þætti Gerards, en undanfarið ár er farið að heyr- ast meira í kappanum sjálfum og er það vel. Eitt er það sem nýtt er í gamla Gufunesradíóinu okkar, en það er Jazzstund. Hvað skyldi þetta nú vera? hugsaði ég. Jú, nokkrir djassmenn sungu og léku. Þetta var áður kallað: Oscar Peterson, Ella Fitzgerald, Elvis Prestley og Count Basie leika og syngja. Nú er búið að sleppa Elvis kallinum og hann kominn í annan þátt hvað sem sá nú heitir. Að lokum: Húrra fyrir Tónlist- ardeild Útvarpsins og Joni Múla fyrir djasssöguna. Missið ekki af henniH Sjónvarpið hefur verið nokkuð duglegt við að sýna allskonar djass og hefur erlent efni verið í miklum meirihluta. Margt hefur verið gott en fleira lélegt, enda er trúlegt að þetta sé keypt í pökkum á útsöluprís. Einn albesti djass- þáttur er sýndur hefur verið í sjónvarpinu var á skjánum fyrir nokkrum vikum. Tenórsaxófón- snillingurinn Johnny Griffin blés þrjú verk ásamt kvartett sínum. Griffin er einn geggjaðasti blásar- inn sem blæs í saxinn um þessar mundir og aldrei bregst honum bogalistin. Ég hef hlustað á hann blása Clark Terry sundur og sam- an, Eddie Davis hafði ekki við honum og seint líður úr minni ein ágústnótt á gamla Montmartre árið 1967, þegar Griffin og Dexter Gordon blésust á svo klukkutím- unum skipti. Þá var nú heitt í kol- unum og mátti ekki á milli sjá, hvor kappanna hefði betur. Rýþmasveitin; Kenny, Niels og Tootie, var orðin all sveitt undir lokin. í Nat Adderley þættinum sem var á undan Griffin var það líka tenoristi sem átti leikinn: Ricky Ford. hann var því miður nýlega hættur í Hampton-band- inu þegar það kom hingað. Fanta- tenor Ricky Ford! Laugardaginn 11. júní var klukkutímaþáttur á skjánum með Benny Goodman í Jazzhus Sluk- eftir í Tívolí í Kaupmannahöfn. Þessi þáttur var frá 1981 og mikið ósköp er nú Benny orðinn gamall og klarinettutónninn búinn að missa hina gömlu fyllingu. Hann gæti verið pabbi Hamptons ef þeir væru ekki næstum jafnaldr- ar. Slíkur munur er á þeim nú. Goodman skuggi gamallar frægðar en Hampton enn eldspú- andi sveifludreki. Verst var að Goodman dró einhverja afdánk- aða sleða með sér á sviðið og var oft sorglegt að hlusta á trommar- ann og bassaleikarann. En fátt er svo með öllu illt osfrv. Sá danski fiðlusnillingur Svend Asmussen kom uppá sviðið og lék með gamla manninum If I Had You (sem hljómsveit Björns R. Einars- sonar leikur á Ormslevskífunum) og Aftur You’ve Gone. Það var einsog allt yrði nýtt þarna á svið- inu í Slukeftir og hin gamla sveifla færi á fullt þó rýþmasveitin gerði sitt besta til að svo mætti ekki verða. Goodman yngdist um ára- tug og danski bogameistarinn fór á kostum. Þetta var það sem Goodman þurfti! Sjónvarpið tók upp tónleika Lionel Hamptons og Gary Burt- ons og vonandi fáum við að sjá þá og heyra með haustinu og svo var einhver að segja mér að von væri á Fats Waller þætti. Þá held ég að einhverjir renni sér nú í glas. One never knows, does one? Teiknar til að halda heilsu Elizabeth Layton neitar að selja myndir sínar Haustið 1977 sat Elizabeth Layt- on, Wellsville í Kansas-fylki í Bandaríkjunum, þá 67 ára gömul, við eldhúsborðið sitt og tók örlaga- ríka ákvörðun. Sonur hennar var nýlega dáinn. í fjörutíu ár hafði hún þjáðst af þunglyndi. Á áratugnum 1940 til 1950 hafði hún farið sautján sinn- um í raflost, sem þá var eina lækn- ingin sem þekktist við þessum sjúk- dómi. Síðan þá hafði hún verið í stöðugri meðferð á göngudeild geð- sjúkrahússins í bænum með litlum árangri. Hún átti um þrjár leiðir að velja. Hún gat haldið áfram ferðum sín- um á sjúkrahúsið, jafn árangurslitl- um. Hún gat framið sjálfsmorð, það hafði hún reynt einu sinni áður, en verið bjargað, og hafði ekki beinlínis löngun til að reyna aftur. Þriðja úrræðið var að fara á teikni- námskeið, sem auglýst var í dag- blaði bæjarins. Og það gerði hún. Á stuttum tíma varð mikil breyt- ing á högum hennar. í stað þess að sofa 22 klst. á sólarhring, og gráta tímum saman án þess að vita orsök- ina, fór hún að teikna dag og nótt. Hún var á tveimur teikninámskeið- um í háskólanum, og kom sér upp eigin aðferð. Hún notar sjálfa sig sem fyrirmynd á öllum myndunum. Hún sest fyrir framan spegil með blað og blýant, horfir á sjálfa sig i speglinum og teiknar allar útlínur og andlitsdrætti, hverja einustu hrukku, án þess að líta á blaðið.. Síðan tekur hún allskonar hluti, sem hún þarf á að halda, og teiknar þá á sama hátt. Eftir nokkra mánuði var þung- lyndið horfið. Söknuðurinn eftir sonarmissinn og minningarnar um raflostin hættu að valda henni þjáningum, og í fyrsta sinn á ævinni fann hún tilgang í lífinu. í gleði sinni og þakklæti tók hún þá á- kvörðun að selja aldrei mynd. Elizabeth Layton litur á starf sitt með augum sjúklings. Hún teiknar til að halda sér heilbrigðri. „Myndir mínar eru ekki list“ segir hún. „Þær eru svo ljótar, að við Glenn (seinni maðurinn hennar) þolum ekki að horfa á þær uppi á vegg. Ef ég ætlaði að gera listaverk, myndi ég teikna fallegar myndir handa fólki að horfa á“ Hún er ekki bara einföld alþýðu- kona. Hún er vitringur, sjáandi. Sjálfsmyndir hennar sýna alveg sér- staka innsýn og heiðarleika. Hún teiknar allar hrukkur og hrörnun ellinnar og innibyrgð reiði og þján- ingar lífs hennar brjótast fram eins og gos. En myndirnar eru líka fullar af hæðni og fyndni, og efni þeirra er ekki smáborgaralegt og einstak- lingsbundið, heldur almennt og al- þjóðlegt. Þær fjalla um stjórnmál, mannréttindi, jafnréttisbaráttu og mannleg samskipti yfirleitt. Stund- um skrifar hún skýringar með myndunum: Til dæmis er mynd sem heitir „Ég Gulliver“. Á mynd- inni liggur hún og smáverur binda hana niður og í hári hennar er hreiður með eggjum. „Jé minn, allt sem hún gæti gert ef það væru ekki svona margir kraftar sem héldu henni niðri: Kynlíf, barneignir, ó- merkilegar venjur, græðgi. Sam- viskan skríður upp úr sápuhylkinu og segir henni hvað hún sé heimsk og léleg. Hún lítur niður á sjálfa sig og sér að það er satt. Fuglarnir byggja hreiður í hári hennar, annars myndi hún ganga burt“ En það má heldur ekki gleymast áð verk hennar eru frábær myndlist án orða. Gagnrýnendur eru í erfiðleikum með að greina list hennar. Þeir geta ekki kallað hana alþýðulist, (naiv- isma) til þess eru myndir hennar of tilfinningaríkar (expressive). Don Lambert, sem er framkvæmda- stjóri Iistastofnunar í Topeka, Kansas, og hefur átt mestan þátt í að kynna list Elizabethar, segir að hún sé einskonar milliliður milli Grandma Moses og Edvard Munch. Annar listfræðingur, Graham Beal, líkir henni við Chagall. Lucy Lipp- ard, frægur gagnrýnandi og höf- undur bóka um list, segir: „Ég held, að ég hafi ekki séð neitt í nútímalist, sem ég hef hrifist svo afí‘ Aðeins tvær af myndum hennar hafa verið gefnar út á prenti. Elizabeth Layton er núna 73 ára. Hún hefur ekki breytt um lifnaðar- hætti, þótt hún sé nú orðin víðfræg um Bandaríkin. Hún teiknar enn til að halda heilsu. Verk hennar eru notuð við kennslu í listlækningum (Art Ther- apy) í mörgum háskólum í Banda- ríkjunum, sem dæmi um þann undramátt, sem listin hefur á þann, sem iðkar hana af einlægni og lítil- læti. SJOKVAKI* Föstudagur . 24. júní 20.40 A döfinnl. Það er það helst að Hróðmar er aö fara í fríið og við kveðjum klökk. Bless. 20.50 Stelnl og Olli i sauðalitunum. Húrra. 21.15 Meö kveöju frá íslandi. Coldwater Seafood Corporation. Nei þetta er satt. Þetta er framhald myndarinn- ar Fagur fiskur úr sjð. 21.35 Undralyfiö kallókain. Gerð eftir skáldsögu Karin Boye en hún er sænsk. Þessi mynd gerist i framtið- inni. Leo Kall efnafræðingur finnur upp lyf sem fær fólk til að afhjúpa leyndustu hugsanir sínar. Þú getur huggaö þig við þessa Helga min. Laugardagur , 25. iúní 17.00 Iþróttir. Já Hróomar missir af þeim. 20.35 íbliöu og stríðu. Eru ekki allir meö þennan nýja Löður-þátt á hreinu? 21.00 Loretta Lynn. Þetta er ein skærasta kántrýstjarnavestanhafs. HallLjörn horfir á hana þessa. Er það ekki? Já kondi Kántrýbæ. Tralalalæ. 21.55 The Rake’s Progress. Bresk bíó- mynd frá 1945 með Rex Harrison og Lilli Palmer i aðalhlutverkum. Sunnudagur 26. júní 18.00 Upp upp min sál. 18.10 Svo eru það teiknlmyndirnar allar og það í siöasta sinn. Ida, Dúfubær, Palli póstur og Sú kemur tið. 20.35 Sjónvarp næstu viku. Aha 20.50 Kóramót í Namur. En það er i Bel- glu. Það eru 26 kórar sem koma fram í þættinum víðs vegar úr heim- inum og m.a. Hamrahliðarkórinn sem varð 15 ára um daginn. 21.30 Þróunin. Lokaþátturinn heitir Regnið. lÍTVAKP Föstudagur 24. júní 8.30 Ungir pennar.Dómhildur Sigurðar- dóttir stjórnar þættinum sem kemur beint frá Akureyri. Þar er nú gott að vera. 11.05 Ég man þá tíö. Já. Þaö var alltaf svolitið erfitt að fá silfrið Hermann. Kannski var það vegna þess aö enginn bauð mér upp það árið og ég varð að dansa við vinkonurnar. 11.35 Félög aldraðra. Erindi sem Sigurö- ur Magnússon flytur. 14.20 Á frivaktinni. Ég er ekki a frívakt. 17.15 Upptaktur. Guðm. Ben. 19.50 Viö stokkinn. Góða nótt, unga fólk. 20.00 Lög unga fólksins. Já fyrir þau sem ennþá haldavöku sinni.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.