Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 10

Helgarpósturinn - 23.06.1983, Side 10
10 Fimmtudagur 23. júni 1983 if-jnn Það er ekki vandalaust að ætla sér að verða rithöf- undur í landi þar sem aldrei dregur til stórtíð- inda og ekkert gerist. Að minnsta kosti fannst Olafi það sem var að hugsa um að taka sér skáldanafnið Ólafur Ólyst. Ef maður fer annars að íhuga það, hugsaði Ólafur Ólyst, um hvað er hægt að skrifa þá er auðsætt að bú- ið er þegar að skrifa um allt sem heitið getur skáld- skapur. Þetta auma þjóð- félag hefur þegar farið í pennameðferð hjá öðrum en mér. Nú hef ég fundið upp orðið „pennameð- ferð“ sem er nýyrði í stað skáldskapar, og það bendir til ótvíræðra hæfileika hjá mér. En ekki er hægt að þjóta endalaust fram á rit- völlinn sem hjálpræðis- herskona { ýmsu líki sem er ævinlega sama tóbakið þó, og vilja hjálpa lítil- magnanum. Góðgerðir urðu úr sögunni með fá- tæktinni, og varla er hægt að heimta fátækt á ný bara til þess að ég geti samið sögur um góðhjartaða fé- lagsráðgjafa, félagshyggju- menn, félagsfræðinga, fé- lagasamtök. Ekki get ég heldur haft samúð með lít- ilmagnanum, hana hafa allir rithöfundar haft frá upphafi og auðgast vel á henni sjálfir og ekki er á samúðina bætandi, maður fær ekkert lengur fyrir hana, hún er ekki lengur gróðafyrirtæki rithöfunda. Og í þokkabót eru ekki heldur ,neinir sem maður getur haft samúð með eða andúð á, enda erum við hér allir Islendingar og á hæfilegu millistigi milli góðs og ills sem er ekki frá- sagnarvert. Millistigið er ekki bitastætt til bók- menntaafreka, segi ég. Ekki get ég skrifað sög- ur sem enda á morði, hér eru engin morð framin og ég get ekki heimtað morð- öldu svo ég geti skrifað um morð. Svo fengi ég líka á mig það að ég hafi ekki vit- að hvað ég átti að gera við persónuna, svo ég hafi bara látið myrða hana. Ég færi ekki gagnrýnendum vopn í hendur. Við höfum aldrei farið í stríð, og því hvorki hægt að deila á stríð né föðurlands- ást og kallað hana „ópíum fólksins“ sem er þrælút- slitið. Ég get heldur ekki verið með friðarboðskap hjá vopnlausri þjóð. Það væri eins og að berja tóma tunnu og nóg af slíku tunnusláttarfólki hér. Ég get ekki æst mig út al misskiptum auði því hon- in við og nóg af óréttlæti að taka og samúðarhvetj- andi atburðum, og þótt maður sæti þríhentur all- an sólarhringinn við að skrifa kæmi maður ekki helmingnum á blað og í samúðarmeðferð hjá les- andanum. En bara ef ég léti einhverja konu vera ó- fríða í bók yrði ég ásakað- ur fyrir kvenhatur, léti ég þær vera fagrar fengi ég á mig það að ég sé væminn. Og gagnrýnendur segðu að fagurfræði verksins R ithöfundurinn raunamœddi um hefur verið skipt rétt eftir að vinstristjórnirnar tóku við af afturhaldinu. Ófært yrði að ég gerði grín að tildri og tómu orða- gjálfri forsetans, þá huns- uðu mig allir sem aumt kvikindi, enda er forsetinn hafinn upp fyrir alla gagn- rýni. Og ef ég léti lögregl- una misþyrma unglingi eða drukknum manni til að vekja samúð lesandans, tryði mér enginn og fólk segði að söguna skorti sönnunargögn. Og hvar er’ myndin af lögregluþjónin- um? spyrði það. Nú skrifa ég undir dul- nefninu Ólafur Ólyst en strax kemst upp um hver er á bak við það, hér fréttist allt á augabragði. Það er munur eða hjá stórþjóðun- um. Þar blasa viðfangsefn- skipti meira máli en fegurð eða ljótleiki persónanna. Ef ég léti karlmenn vera fagra væri sagt að þeir ættu að vera myndarlegir en ekki fagrir, svo bæru út- lendingar ætíð lofsorð á fegurð íslenskra kvenna en minntust ekki á karlmenn- ina, og listin ætti að vera trú raunveruleikanum. Ég gæti kannski látið „hins- egin“ ferðamann koma til landsins og vera sífellt að básúna fegurð íslenskra karlmanna. En yrði það ekki vansæmd fyrir þjóð- ina og hver veit nema við fengjum þá yfir okkur kyn- villingaflóð; og mér yrði kennt um það. Ef ég hefði persónu hin- segin, sem altítt er nú í er- lendum bókum og þykir sjálfsagt að hafa að minnsta kosti eina slíka í tveimur fyrstu köflunum, þá yrði hún að vera útlend- ingur og sagan yrði að ger- ast í útlöndum eða á í- mynduðu plani, vegna þess að hér er enginn hins- eginn, og þótt svo væri þætti óviðeigandi að minnast á það nema undir rós og af mikilli vorkunn- semi. Ég yrði líka að láta alltaf vera gott veður í bókum mínum, fólk fær nóg af rigningunni í raunveru- leikanum. Enginn fer að lesa um þáð sem hann hef ur daglega fyrir augunum. Hefði ég sífellt góðviðri þætti fólki loftslagið vera heldur kynlegt í bókum mínum. Hvar er þetta góðviðri? spyrði það áfjáð í að flytjast í góðviðrispara- dísina. Best væri ég léti rigningu vera fyrir hádegi, þurrviðri fram að kaffi, rok síðdegis, snjókomu eftir kvöldmat en óljóst veðurfar alla nóttina. Fólk fengi þannig næga fjöl- breytni í veðurfari og svei- mér mig langaði til að láta persónurnar skipta um kyn samkvæmt því: karl- maður fyrir hádegi, kona fram að kaffi, viðrini síð- degis, umskiptingur eftir kvöldmat en tvítóla alla nóttina. Þannig er fólk í raun og veru, en útgefand- inn mundi segja: Þetta er allt í lagi ef þú færð lesand- ann til að fallast á þetta. Heldurðu að nokkur ís- lenskur lesandi frnni sig í slíkum persónum? Veistu ekki að íslenskur lesandi krefst sannleikans af lista- verkum? Og hann verður að „finna sig“ í persónun- um. Hvað get ég þá gert í málinu? spurði Ólafur Ó- lyst sig og svaraði: Hættu bara við að vera rithöfund- ur. Og Ölafur hætti að kalla sig Ólyst og fór fram og hitti föður sinn og sagði við hann á ganginum: Pabbi, ég held ég hætti við að gerast rithöfundur. Svona-nú, sagði faðir hans, taktu engar skyndiá- kvarðanir. Ég ætla minnsta kosti að kaupa handa þér skrifborðið, síð- an geturðu gert þetta upp við þig sitjandi við það. Jæja, sagði Olafur. Eina hættan hér fyrir rithöfund er sú, sagði faðir hans, að fólk er svo ein- staklega tillitssamt að það færi ekki að kaupa eftir þig bækur og hnýsast í það sem þú skrifar, sem er auð- vitað þitt einkamál. Skáld- skapurinn er það. Fólk hér fær alveg nóg af sjálfu sér, bækur eru ekki á það bæt- andi með sínum eilífu fé,- lags- og fjölskylduvanda- málum. En það er mál til komið, Ólafur minn, að Svava og Jakobína, Guð- bergur og Tór verði ekki eilíf hjól undir taðvagni ís- lenskra nútímabók- mennta, því enginn þorir að nefna eitt þeirra stakt án þess að öll nafnarunan fylgi, af ótta við að annars kunni taðvagnshjólin að kæra fyrir Jafnréttisráði, því þarna eru tvær konur og tveir karlmenn og þá jafnréttinu fullnægt í bók- menntasmekknum. Guðbergur Bergsson hefur skrifað nokkrar smásögur fyrir Helgarpóstinn, sem birtast munu á ncestu vikum. vettvaiphi Askorun á Sigurð A. Magnússon Fyrir nokkrum dögum barst mér í hendur eintak af Helgarpóstinum sem hefur að geyma grein Sigurðar A. Magnússonar, með fyrírsögn- inni „Hræðslubandalag meðal- jóna“, þar sem Sigurður vegur ó- maklega að mér, Þorgeiri Ástvalds- syni og fleirum. Hann segir að Þorgeir sé „þjóð- kunnur orðinn fyrir andlega ör- birgð, aulafyndni, yfirlæti, hug- myndafátækt og almennt menning- arleysi". Reyndar segja þessar glós- ur* mest um hugarfar Sigurðar sjálfs, og ekki efnislega svara verð- ar. Það er gamalkunn og margnotuð aðferð að sá rógi þar sem ætla má að jarðvegur sé frjór fyrir slíkt ill- gresi, í þeirri von að illgresið, sem því miður sprettur oft ótrúlega hratt, kæfi þann gróður sem fyrir er. Sigurður segist hafa þá vitneskju borðleggjandi að Þorgeir hafi „orð- ið ber að vítaverðri hlutdrægni gagnvart innlendum hljómplötu- fyrirtækjum og nánast komið fram sem útbreiðsiu-og auglýsingastjóri fyrir Steinar Berg og fyrirtæki hans“. Einnig lætur hann að því liggja að ég sé með útvarpsráð á mála! Þarna er hann að setja mig í þá stöðu að ef ég ber ekki af mér á- burðinn, skuli hann sannur reynast. Jarðveginn telur hann sig hafa. Er ekki vondi kapitalistinn sem beitir öllum hugsanlegum bola- brögðum til að koma á framfæri tónlist sem fyrirtæki mitt gefur út? Maður sem svífst einskis til að gera Þorgeir (og þá væntanlega annað dagskrárgerðarfólk) og útvarpsráð að „undirtyllum“? Greinilegt er að Sigurður telur að leiðin til að upp- hefja sjálfan sig, sé að troða á þeim sem í kringum hann eru. Nema þá að greinin beri vitni um andlega ör- birgð, aulafyndni, yfirlæti, hug- myndafátækt og almennt menning- arleysi hans sjálfs, þ.e. ómerkilegt bragð til að selja Helgarpóstinum greinar sínar. Sigurði til glöggvunar skal ég upplýsa hann um að trúlega fer rúmlega helmingur allrar hljóm- Framhald á 23. síðu

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.