Helgarpósturinn - 23.06.1983, Síða 14
14
'VJ,
Fimmtudagur 23. júní 1983
■ Helgar'r' v-rA\.~ *,
posturinn
1 milljón sovéskra hermanna er á landamærum Kfna. Verða þeir
fluttir annað?
Utanríkisstefna
Kínverja
á krossgötum
eftir Kristján Guðlaugsson
Blað um þjóðmál listir og menning-
armál.
Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn
Vignir Sigurpálsson
Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Amgríms-
son
Blaðamenn: Guðlaugur Bergmunds-
son, IngólfurMargeirsson, Magdalena
Schram, Þröstur Haraldsson.
Útlit: Kristinn G. Harðarson
Ljósmyndir: Jim Smart
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Guðmundur H.
Jóhannesson
Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen
Dreifingarstjóri: Ingvar Halldórsson
Innheimta: Helma B. Jóhannesdóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir
Lausasöluverð kr. 20
Ritstjórn og auglýsingar eru aö Ármúla
38, Reykjavík, sími 81866. Afgreiðsla
og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar
81866 og 81741.
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Lítíöfé,
en vel nýtt
Þaö er kunnara en aö frá þurfi
að segja aö stór hluti heimsins býr
viö hungur og vanþróun. Biliö milli
ríkra og snauðra þjóða hefur held-
ur aukist en hitt undanfarin ár. Og
það er meira en aö segja þaö aö
mjókka þetta bil - vanþróun er
þjóðfélagsmein sem teygir anga
sína um allt samfélagið.
Ein af ástæðum vanþróunar er
skortur á tæknilegri þekkingu og
tólum sem til þarf aö yrkja jöröina
og draga fisk úr sjó. Víöa liggja
frjósöm landsvæði ónytjuð af
þessum orsökum og fiskur verður
ellidauður meðan fólkið sveltur.
Hinar auðugari þjóðir heims —
og til þeirra teljumst við íslending-
ar — komu sér saman um það fyrir
rúmlega 20 árum að gera átak í
aðstoð við þróunarlöndin. Á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna var
ákveðið að iðnríki heims skyldu
stefna að því að verja einum
hundraðshluta af þjóðartekjum
sínum til þróunaraðstoðar. Síðan
eru liðin mörg ár og efndirnar á
þessu loforði hafa verið upp og
ofan. Sum ríki, þar á meðal þrjú
Norðurlönd, hafa þegar náð þessu
marki, önnur eru vel á veg komin.
íslendingar komast í hvorugan
hópinn. Framlög okkartil þróunar-
aðstoðar hafa að mestu staöið í
stað undanfarin ár og sá staður er
langt fyrir neöan 1% markið. Eins
og fram kemur í samantekt
Helgarpóstsins um íslenska
þróunaraðstoð nemur framlag
Islands til þessa málaflokks uþb.
0,06% af þjóðartekjum. Framlagið
var talsvert stærra í fyrra en það
átti sér þá sérstæðu orsök að einn
armur ríkisins keypti af öðrum
armi gamalt skip, sem lá í reiði-
leysi, til að nota við þróunarað-
stoðina.
Engin teikn eru á lofti um að
þessi blettur verði máður af þjóð-
arsamviskunni í bráð. Eða eins og
Geir Hallgrímsson utanríkisráð-
herra sagði í Alþýðublaðinu í fyrra-
dag: „Þvímiðuráégekkivonáþví
að snögg viðbrigði verði hvað
þetta varðar á næstu árum og þá
sérstaklega vegna þeirra efna-
hagsörðugleika sem við eigum við
að glíma".
Það var einhvern tímann haft
eftir konu sem dvalist hafði um
skeið í Kenýa að henni fyndust
efnahagsörðugleikar íslendinga
hreinir smámunir í samanburði við
það sem menn glímdu við í Afríku.
Ráðamönnum væri hollt að hafa
þennan samanburð í huga þegar
þeir setja saman fjárlög næst.
í samantekt Helgarpóstisns er
rætt við ýmsa sem afskipti hafa af
þróunaraðstoð íslendinga. í máli
þeirra kemur fram að þeim litlu
fjármunum sem við verjum til að-
stoðar við þróunarlönd sé yfirleitt
skynsamlega varið. Á það einkum
við einhliða aðstoð íslendinga á
sviði fiskveiði pg jarðhita, en einn-
ig þátttöku íslendinga í sam-
norræmum þróunarverkefnum í
Afríku. Norðurlandaþjóðirnar hafa
yfirleitt einskorðað aðstoð sína við
ráðgjöf og kennslu en forðast að
veita beina fjárhagsaðstoð sem
heimamenn eru látnir um að nýta.
Niðurstaðan verður því sú að
framlag íslendinga sé skammar
lega lágt, en þeir smáaurar sem úr
er að moða nýtast þó bærilega.
„Ertu amerískur vinur?“ Það er
lítill maður í snjáðum maó-galla
með unggæðislegan skegghýjung á
hökunni, sem þannig ávarpar mig á
marmarabrúnni fyrir utan Hlið
hins himneska friðar í hjarta Pek-
ingborgar. Og þegar ég segi honum
að ég sé frá hrjóstrugri eldfjallaeyju
í Norðurhöfum, hváir hann eins og
honum hafi misheyrst og endurtek-
ur spurningu sína. Ég skýri málið
fyrir honum af stakri þolinmæði.
Hann er sjöundi Kínverjinn sem
spyr mig hvort ég sé Ameríkani
þennan sólbjarta októberdag. Mér
verður hugsað til Maó formanns.
Fyrir 15 árum horfði hann út yfir
milljónhöfðað mannhaf rauðra
varðliða, hér á þessum sama stað.og
fordæmdi bandaríska heimsvalda-
stefnu í Víetnam. Nú er ekkert eftir,
sem minnir á það, nema risavaxið
málverkið yfir aðalhliði keisara-
borgarinnar og grafhýsið á miðju
torgi hins himneska friðar. Amerík-
anar eru vinir kínverskrar alþýðu og
bandarískir geimfarar koma í heim-
sókn í Æskulýðshöllina til að segja
kínverskum ungmennum frá ævin-
týrum sínum úti í himingeimnum.
Én hversu lengi varir hinn himneski
friður milli Kyrrahafsstórveldanna
tveggja? Eru friðrof í vændum?
Ekki er það að finna í viðmóti al-
mennings til Bandaríkjamanna.
Litli maðurinn kveður mig bros-
andi og hverfur glaður inn í iðandi
mannþröngina á torginu. Hann
hefur altént fengið nokkur not fyrir
takmarkaða enskukunnáttu sína í
dag. Ég fer inn um Hlið hins himn-
eska friðar, inn í hina fornu keisara-
höll, sem nú er orðin að safni og
velti fyrir mér sögulegum forsend-
um kínverskrar utanríkispólitíkur.
„Mesta glapræði í
stjórnmálum vorra
tíma“
Þremur mánuðum síðar sat ég
veislu herra Wang Bing Nan, for-
seta Vináttusamtaka við erlendar
þjóðir. Gamli maðurinn spjallaði
um heima og geima og innti mig eft-
ir heilsufari mínu og högum í Pek-
ing. Hann spurði margs, en svaraði
fáu, enda þjálfaður diplómat. Ég
minntist á þátttöku hans í Varsjár-
viðræðunum, en hann hló við og
sagði „það var fyrir löngu.
Nú verðum við að horfa fram á við“
Varsjárviðræðurnar voru einu
stjórnmálatengsl Bandaríkjanna
og Kína, eftir að John Leighton
Stuart, þáverandi sendiherra
Bandaríkjanna í Kína, var kallaður
heim sumarið 1949. Wang Bing
Nan hafði verið sendiherra Kína í
Póllandi og það féll í hans hlut að
stjórna viðræðunefnd hins nýstofn-
aða Alþýðulýðveldis. Á þeim árum
Iitu Bandaríkjamenn á Kína sem
hjáleigu Sovétríkjanna. Forsetar
Republikanaflokksins studdu ríkis-
stjórn Chiang Kai-chek á Taiwan og
litu á það sem þungamiðjuna í ut-
anríkisstefnu Iandsins gagnvart
Hu Yao Bang:
Ný diplómatísk stórsókn í
austantjaldslöndunum.
Asíu að stöðva útbreiðslu komm-
únismans. Varsjárviðræðurnar
héldu áfram, þrátt fyrir Kóreustríð-
ið, en í janúarmánuði árið 1956 var
þeim skyndilega hætt, vegna átaka
á Formósusundi. Ef til vill hafa
Bandaríkjamenn álitið, að and-
staða kínverskra valdhafa við
stefnubreytingar í Kreml eftír
dauða Stalíns, myndi leiða til þess
að kommúnistar glötuðu völdum
sínum á meginlandi Kína. John
Foster Dulles hélt því fram, að Maó
myndi missa tökin á landinu, þegar
Sovétmenn hættu að veita honum
efnahags- og hernaðaraðstoð.
Hann var andvígur hernaðarlegum
afskiptum Bandaríkjanna í Kína
eins og Truman forseti og Eisen-
hower eftirmaður hans. En ef borg-
arastyrjöld brytist út í hinu víð-
lenda og fjölmenna ríki, viríist hon-
um ekkert þvi til fyrirstöðu, að
Bandaríkin vopnuðu og styddu heri
Þjóðernissinna á Taiwan til innrás-
ar. Löngu síðar skrifaði John F.
Kennedy um slit Varsjárviðræðn-
anna: „Tækifærið sem við létum
okkur ganga úr greipum árið 1955
er mesta glapræði í stjórnmálum
vorra tíma. Því þá höfðum við
möguleika til að ræða við þá og
byrja að leysa vandamálin."
En þegar Kennedy komst til
valda, árið 1960, höfðu stjórnmála-
legar forsendur breyst verulega.
Bandaríkin voru að dragast inn í
Víetnam-styrjöldina. Kína stefndi
hraðbyri inn i einangrun á vettvangi
alþjóðastjórnmála.
Veitingahúsin
starfrækt
í skotgröfunum
Það er dálitið kaldhæðið, að
Richard M. Nixon skyldi verða til
þess að koma aftur á stjórnmála-
samskiptum Kína og Bandaríkj-
anna. Árið 1965, þegar ríkisstjórn
Lyndon B. Johnsons boðaði slökun
í samskiptum Kína og Bandaríkj-
anna, lýsti hann því yfir, að „ósigur
Bandaríkjanna í Víetnam þýddi sig-
ur kínverskra kommúnista". Sjö ár-
um seinna skrifaði hann undir sam-
eiginlega yfirlýsingu ríkjanna
tveggja í Peking og tók síðar upp
stjórnmálasamband við Kína.
Á tímum Menningarbyltingar-
innar í Kína (1966-1977) urðu veru-
legar breytingar á utanríkisstefnu
Kínverja. í stað þess að beina spjót-
um sínum að bandarískri heims-
valdastefnu, tóku kínverskir leið-
togar að tala æ meira um sovéska
sósíalheimsvaldastefnu. Nýju keis-
ararnir í Kreml voru nú ógnun við
heimsfriðinn og kínverskir valdhaf-
ar óttuðust að Sovétríkin myndu
leggja Kína undir sig í leifturstríði.
Sumarið 1976 skoðaði ég neðan-
jarðarborgina sem grafin hafði ver-
ið að fyrirmælum Maó formanns,
til að verjast yfirvofandi innrás sov-
éska hersins. Þeir sem sýndu mér
völundarhúsin og útlistuðu fyrir
mér hernaðarlega þýðingu hennar,
ef til innrásar kæmi, sögðu að kín-
verskir valdhafar óttuðust að vest-
urveldin myndu horfa aðgerðarlaus
á, ef Sovétríkin réðust inn í Kína.
Við verðum að leita bandamanna
gegn Kremlarherrunum, sagði far-
arstjórinn minn seinna, þegar við
ræddum um heimsástandið. Aug-
ljóslega átti hann við Bandaríkja-
menn. Nú hafa veitingastaðir og
verslanir verið opnaðar í neðan-
jarðargöngunum og enginn talar
um yfirvofandi alþýðustríð gegn
sovéskum árásaröflum.
Hræðslubandalagið
í rauninni eru allar breytingar í
stjórnmálum háðar breyttum að-
stæðum. Stefnumótun kommún-
ískra valdhafa í Peking lagar sig eft-
ir aðstæðum í alþjóðastjórnmál-
um. En auðvitað verður að klæða
sérhverja stefnubreytingu í marx-
ískan búning og styðja hana fræði-
legum rökum upp úr kokkabókum
Marx, Leníns og Maós, annars
gætu einhverjir farið að tala um
hentistefnu. Og auðvitað er skýr-
ingin á því, hvers vegna Bandaríkin
og Kína tóku upp stjórnmálasam-
skipti eftir nálega aldarfjórðungs
fjandskap, fólgin í sameiginlegum
hagsmunum. Eftir að Sovétríkin
höfðu kramið vorið í Prag undir
hæl sínum og veitt Indverjum um-
talsverðan hernaðar- og fjárhags-
stuðning í Bangla Desh stríðinu ár-
ið 1971, var ljóst að Kreml hugðist
ekki sitja aðgerðarlaus í málefnum
Asíu. Nixon stefndi að því að draga
land sitt út úr hernaðarátökunum í
Víetnam „með heiðri" eins og hann
orðaði það. Tómarúmið sem skap-
aðist við það varð ekki fyllt með
elliærum einræðisherra á Taiwan,
né heldur bandamönnum Banda
ríkjamanna í Japan. Japanir höfðu
engan her og andstaða annarra
Asíuríkja gegn umsvifum þeirra í
álfunni var alltof sterk til þess að
Bandaríkjamenn gætu reitt sig á
þá. Nixon hlaut að vera ljóst, að
eina mótvægið við sovéskri drottn-
un í Asíu var Kína. Þess vegna lýsti
hann því yfir í Peking-viðræðun-
um, að „ekkert ríki er óskeikult og
allir ættu að viðurkenna mistök sín,
í þágu allra aðila. Bandaríkin við-
urkenna rétt þjóðanna í Indó-Kína
til sjálfræðis og sjálfstjórnar“
Skömmu seinna undirrituðu Kín-
verjar og Japanir sams konar sátt-
mála. Hræðslubandalagið gegn
sovéskri íhlutun í Austur-Asiu var
orðið að veruleika.
Allt er hey
í harðindum
Þetta á ekki síður við um stjórn-
málin. Þegar Þjóðfrelsisfylking
Suður-Víetnam tók Saigon höfðu
tveir aðilar beðið ósigur. Bandarík-
in höfðu misst fótfestu sína í Indó-
kína. Kínverjar höfðu glatað trausti
stjórnarinnar í Hanoi. Sovétmenn
hreiðruðu um sig í Da Nang og kúb-
anskir ráðgjafar fóru að venja kom-
ur sínar á hóruhúsin í Saigon. Þess
vegna tóku kínverskir valdhafar að
efla ógnarstjórn Pol Pots í Kampút-
seu, í von um að sporna mætti við
útþenslu sovéskra áhrifa á Indó-
Kínaskaganum. Það breytti litlu
þótt Rauðu Khmerarnir slátruðu í-
búum Pnom Pehn, það er allt hey í
harðindum. í rauninni má segja, að
sameiginlegt skipbrot Kínverja og
Bandaríkjamanna í Indó-Kína hafi
skapað þíðuna í samskiptum þess-
ara ríkja. En hræðslubandalagið
gegn sovéskri útþenslustefnu hefur
síður en svo leyst vandamálin sem
orsökuðu kalda stríðið milli Kín-
verja og Bandaríkjamanna á sjötta
áratugnum. Taiwan-deilan og
Kóreudeilan eru enn óleystar. Við-
Vilmundur Gylfason
Vilmundur Gylfason alþingis-
maður er fallinn í valinn, langt
fyrir aldur fram. Helgarpósturinn
kveður góðan félaga og samherja,
sem átti mikinn þátt í tilurð þessa
blaðs fyrir liðlega fjórum árum.
Vilmundur sagði stundum í
gamni að hann væri „guðfaðir“
Helgarpóstsins og hann mátti
eiga það með rentu. Vilmundur
átti frumkvæðið að því að hóa
þeim hóp saman, sem síðar skóp
fyrsta tölublað Helgarpóstsins.
í þann tíma var Helgarpóstur-
inn hluti af pólitískri útgáfu-
starfsemi, þótt óflokksbundinn
væri. Það kom líka fyrir að sitt-
hvað birtist í blaðinu sem ekki féll
þeim í geð sem sjá alla hluti með
flokkspólitískum gleraugum. Á
slíkum stundum átti Helgarpóst-
urinn hauk í horni þar sem Vil-
mundur var.
Vilmundur sat i fyrstu blað-
stjórn Helgarpóstsins og síðar var
hann í hópi þeirra sem stofnuðu
hlutafélagið Vitaðsgjafa utan um
útgáfu Helgarpóstsins. Það segir
sína sögu um drengskap Vil-
mundar í öllum viðskiptum við
blaðið, að aldrei reyndi hann að
beita aðstöðu sinni til að hafa á-
hrif á ritstjórnarstefnu þess.
Fremur má segja.að hann hafi á
stundum goldið þessarar aðstöðu
sinnar, en þess varð aldrei vart að
hann erfði það við blaðið eða
starfsmenn þess.
Vilmundur var mikill aðdáandi
frjálsrar fjölmiðlunar í besta
skilningi þess orðs. Hann var þess
vegna stundum býsna harðorður í
garð íslenskrar fjölmiðlunar og
sakaði hana um lágkúru og flatn-
eskju. Slíkt er kannski ekki að
undra, því fyrirmyndir hans voru
virtustu fjölmiðlar vesturálfu,
stórblöðin og útvarpsstöðvarnar,
sem ekki þurfa að skýla getuleysi
sínu bak við peningaleysi, póli-
tíska fjarstýringu eða lítt áþreif-
anlegar hlutleysisreglur.
Það hefur mikið vatn til sjávar
runnið síðan leiðir Vilmundar
Gylfasonar og Helgarpóstsins
lágu fyrst saman og þó er aðeins
tæpur hálfur áratugur síðan.
Þessi ár hafa verið mikill umróta-
tími í íslensku þjóðlífi og þáttur
Vilmundar þar í er ekki lítill.
Hann kom eins og hvirfilvindur
inn í lognmolluna. Hann knúði
þjóð sína til að hugsa, sýndi fram
á ný gildi og svipti hulunni af nýj-
um sjónarmiðum. Oft hafði hann
ekki árangur sem erfiði. En lund-
in var kappsfull. Hann gagnrýndi
hart og var hart gagnrýndur.
Hann var óvæginn og það bauð
heim óvægnum andsvörum. Og
skrápurinn var ekki eins þykkur
og hann vildi. Því innst inni hafði
ljóðræn listamannslund búið um
sig í viðkvæmri sál og strengjum
hennar lét áreiðanlega betur að
skipa Ijóðahörpu en að skjóta
örvum. Því brustu þeir er minnst
varði.
En íslensk stjórnmál verða
aldrei söm eftir viðkomu Vil-
mundar á þeim vettvangi, þótt
stutt væri. Og tilkomuminni
verða þau án hans.
Helgarpósturinn harmar góð-
an dreng og sendir Valgerði og
börnunum, foreldrum og bræðr-
um dýpstu samúðarkverjur.
—Ritstj.