Helgarpósturinn - 08.09.1983, Síða 5

Helgarpósturinn - 08.09.1983, Síða 5
-ffefr irínn Fimmtudagur 8. september 1983 aldrei neina sérstaka trú á þessu. Það voru ekki gerðar nógu góðar landfræðilegar mælingar. Við höfðum það aldrei alveg á hreinu hvar við vorum að mæla í það og það skiptið. Það strandaði þarna bátur um sumarið (Bára RE 26) og þá var leitinni bara hætt á meðan. Björgun hf. bjargaði honum. Það fóru einar þrjár vikur af sumrinu í það“. Samstarfssamningur við Varnarliðið Næsta ár, 1972,fékk leitin á sig skipulegra yfirbragð og samstarfið við Bandaríkjamenn var þá einnig fest í sessi. 1. mars gerðu Bergur, Kristinn, Sveinn Eiríksson og Magnús Sigurlásson með sér sam- eignar- og greiðslusamning um „leit og björgun skipsins Het Waperíýeins og segir í fundargerðabók þeirra frá þessum tíma. Kristinn var þá kosinn framkvæmdastjóri leitar- innar. Hann hefur verið það allar götur síðan. Á fundi þeirra fjórmenninga 8. mars var lögð fram starfsáætlun um leitina, gerð í samráði við sér- fræðinga Varnarliðsins. í henni var m.a. gert ráð fyrir að fjórir menn kæmu frá kanadíska landmælinga- fyrirtækinu Berringer Co.og yrðu við leitina og einnig sérfræðingur frá U.S. Navy Laboratories, Roger Johnson (sjá mynd). Sérfræðingar Berringer Co. kortlögðu allt leitar- svæðið á Skeiðarársandi. Meðal tækja sem notuð voru við leitina sumarið 1972 var segulmælir á sleða sem dreginn var af beltabíl frá Varnarliðinu, svokölluðum Snow Cat. Aðeins einn tvíhliða samningur stjórnvalda gerður? Sumrin 1972 og 1973 unnu ýmsir bandarískir sérfræðingar að rann- sóknum og leitinni að Het Wapen á Skeiðarársandi. í fundargerðabók leitarmanna er vísað til samnings sem gerður hafi verið fyrir 17. mars milli fulltrúa íslensku ríkisstjórnar- innar og herstjórnar USA um að- stoð og lán á tækjum og mönnum við leit að gullskipinu. Ekki er ljóst við hvaða samning hér er átt Leitarmenn segjast hafa ritað varnarmáladeild utanríkisráðu- neytisins bréf seint í febrúar og far- ið þar fram á að varnarmáladeild hlutaðist til um, að Varnarliðið héldi áfram þeirri aðstoð sem það hefði veitt árið áður, þ.e. 1971. 1 bréfinu sögðust leitarmenn þurfa tæknilega aðstoð, málmleitartæki, hjálp við skipulagningu leitarinnar og láðs- og lagarfarartæki, sem þeim skildist að væri fáanleg fyrir milligöngu varnarmáladeildar. Samningur sá sem leitarmenn vís- uðu til í fundargerðabók sinni og hefur væntanlega verið gerður í kjölfar þessarar bréflegu beiðnar þeirra, hefur ekki fengist birtur. Eini formlegi samningur íslenskra stjórnvalda og herstjórnar Varnar- liðsins um þessa samvinnu og feng- ist hefur er dagsettur 6. apríl 1972. Sá samningur er gerður af utanrík- isráðuneytinu fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar við Varnarliðið. I honum er aðeins kveðið á um lán Varnarliðsins á beltabílnum Snow Cat til leitar að gömlu hollensku skipi. Á annan búnað er ekki minnst. I samningnum er gert ráð fyrir að Varnarliðið láni ökumenn og aðstoðarmenn með þessum snjóbíl og sjái um vistir handa þeim, en að utanríkisráðuneytið endurgreiði matarkostnað. í fund- argerðabók leitarmanna er minnst á samkomulag, sem Sveinn Eiríksson og Kristinn Guðbrandsson gerðu við fulltrúa Varnarliðsins um vöru- kaup af matvörulager Varnarliðs- ins“. Hvað var verið að fela? Hér er sitthvað athyglisvert á ferðinni. Milliríkjasamningur var gerður um afnot af einum snjóbíl, en raunverulegt framlag Banda- ríkjamanna til leitarinnar varð mun umfangsmeira, bæði þá tvo mánuði sem samningurinn náði til og eins næsta sumar, sumarið 1973. Hvers vegna voru ekki gerðir formlegir skriflegir samningar um alla fyrir- greiðsluna? Hvað var verið að fela? Páll Ásgeir Tryggvason, sendi- herra, var formaður varnarmála- nefndar og yfirmaður varnarmála- deildar á þessum árum. Hann segir í samtali við Helgarpóstinn: „Við í varnarmálanefnd lögðum til að Varnarliðið hjálpaði þeim með þessi tæki og þeir gerðu það. Þetta var rammasamningur um að Varn- arliðið aðstoðaði björgunarmenn á þann hátt sem þeim kæmi best og með þeim tækjum sem tiltæk voru. Svo var það samkomulagsatriði þeirra sem að þessum málum unnu og til þekktu á Keflavíkurflugvelli hvað kom út úr þessu. Það var unn- ið með þessi tæki fleiri mánuði á hverju ári. Þetta hefur örugglega kostað Ameríkumenn stóran skild- ing. Þeir borguðu þetta allt. Bealing aðmíráll hafði sérstakan áhuga á þessu. Bandaríkjamenn hjálpuðu okkur ætíð af velvild og greiðsemi þegar við í varnarmála- deildinni fórum fram á eitthvað, þótt ýmislegt hafi verið utan við varnarsamninginn í strangri merk- ingu. Eins og aðstoðin við leitina að gullskipinu, flutningar á slösuðum eða aðstoðin í Vestmannaeyjagos- inu“. Eyjólfur Konráð Jónsson, lög- fræðingur Gullskipsins hf. og stjórnarmaður, sagði í samtali við Helgarpóstinn að Bealingaðmíráll hefði orðið góður vinur þeirra leit- armanna. „Hann var af hollensk- um ættum og var ennþá æstari þess vegna“, sagði Eyjólfur Konráð. Kristinn Guðbrandsson sagði í samtali við HP að þeim hefði dottið í hug að leita til hersins. „Við könn- uðumst við menn þar og vissum að þeir áttu bestu tækin í þetta. Þeir voru ekkert nema almennilegheitin, vildu allt fyrir okkur gera£ealing er mikill íslandsvinur, og hann fékk áhuga á þessu. Þetta var ekkert vandamál, það þurfti bara að fara í gegnum íslensku ríkisstjórnina með þetta og þá var það allt í lagi. Páll Ásgeir Tryggvason tók vel í þetta og Einar Ágústsson (þáv. utanríkisráð- herra) Iíka“. Einar Ágústsson sendiherra í Kaupmannahöfn sagði í samtali við Helgarpóstinn að hann gæti ekkert ákveðið látið hafa eftir sér um framkvæmdaatriði þessara mála. Hann rámaði í samninginn sem gerður var um snjóbílinn á sínum tíma en enga aðra samninga. „Mið- að við hvað þarna var á ferðinni álít ég að eðlilegur gangur mála hefði verið eftir skriflegum leiðum“, sagði Einar. Eyjólfur Konráð Jóns% son segir Einar hafa skrifað bréf til Varnarliðsins um aðstoð. Eyjólfur Konráð og Kristinn segja báðir, að tveir samningar hafi verið gerðir, annar 1972 hinn 1973. $ 300.000, a.m.k. Hvað sem samningamálum líður varðandi- þessa aðstoð, þá er ljóst að hún hefur kostað stórfé. Dr. Richard S. Williams, sér- fræðingur í jarðfræðideild banda- ríska innanríkisráðuneytisins — enn einn íslandsvinurinn — hefur safnað öllum skýrslum sem tengjast þessu máli. „Ég reikna með að sjó- herinn hafi eytt a.m.k. 300.000 doll- ‘urum í þetta“, segir Williams í sam- tali við HP. „Það var gerð sérstök könnun á vegum háskólans í South Carolina á setlagamyndun og fram- burði ánna á Skeiðarársandi á sögu- legum tímum. Þessi rannsókn var hluti af þessu verkefni sem sjóher- inn hafði fjármagnað, og að því er virtist með talsverðri leynd. Einhver háttsettur maður þarna í herstöð- inni fékk flugu í höfuðið og varð æstur í að fara að leita að þessu gullskipi. Hann útvegaði fé til að sjóherinn gæti flogið yfir sandinn 1972 og tekið infra-rauðar myndir. Sjóher- inn lét útbúa samsettar myndir úr eldri loftmyndum sem flugherinn tók af svæðinu 1944 og 1960. Svo var búin til þriðja samsetningin af gervihnattamyndum frá 1973. Þessi maður (Bealing) hefur sennilega ver ið nógu háttsettur til að hafa að- gang að einhverjum sjóði. Það get- ur líka verið að þetta fé hafi komið frá Office of Naval Research. (Rannsóknaskrifstofu sjóhersins)“, sagði dr. Williams. Helgarpóstinum hefur ekki tek- ist að hafa uppi á John Bealing.að- mírál. Hjá höfuðstöðvum sjóhers- ins í Washington fást ekki uppgefin heimilisföng yfirmanna, sem komnir eruá eftirlaun(Bealing hætti í hernum 1973). Þar var heldur ekk- ert vitað um þátt Bealings eða bandaríska hersins í Ieitinni á Skeiðarársandi, þegar HP spurðist fyrir um þessi mál hjá blaðafulltrúa Varnarmálaráðuneytisins — Penta- gon — í Washington. Hvar fékk aðmírállinn fé? Kristinn Guðbrandsson segir að Bealing hafi haft fullt leyfi til leitar innar frá yfirmönnum sínum og að verkið hafi verið í höndum Rann- Bor beint frá USA Aðstoð Bandaríkjahers var dýrt fyrirtæki, en hver var tilgangurinn? Var þetta æfing fyrir vísindamenn og prófun tækja eða tækifæri fyrir óbreytta hermenn að komast út á land í ævintýri? Kristinn Guð- brandsson sagði HP frá því að her- menn af Keflavíkurflugvelli hefðu hirt netakúlur úr fjörunni á Skeið- arársandi og selt þær á dollar stykk- ið í versluninni í herstöðinni. Við þessu eru engin einhlít svör á þessu stigi málsins. Var Bealing boðinn hlutur í væntanlegum gróða af „Gullskipinu“? Því neita Eyjólfur Liðsforinginn og sérfræðingur U.S.Navy Laboratories Roger Johnson að seglumælingum á Skeiðarársandi við leitina að Gullskipinu. sóknastofnunar sjóhersins (Navy Laboralories). Dr. Richard S. Willi- ams segist ekki hafa neina trú á því aðyfirmenn Bealings hafi vitað um gullskipsævintýrið. Vitað er að Bealing áttigóðan vin hjá Rann- sóknastofnun sjóhersins, sem var nógu háttsettur sjálfur til að geta komist í sjóði hersins. Sá heitir Howard C. Smith. Kenning sem er nokkuð vinsæl meðal íslenskra visindamanna sem hafa tekið þátt í leitinni gengur út á það, að tilgangurinn með þátttöku hersins, eða a.m.k. yfirvarp þátt- tökunnar, hafi verið rannsóknir sjóhersins á nýjustu leitaraðferðum við t.d. sprengjuleit. Slíkur tilgang- ur gengi þó skammt í þá átt að rétt- læta fjármögnun á ítarlegri skýrslu um ferðir hollensks kaupfars frá 17. öld, farm þess, hugsanlegan strand- stað og ásigkomulag flaksins. Ein skýring hefur verið nefnd til viðbót- ar. Hún er sú að fjármögnun hers- ins á leitinni hafi komið eftir eðli- legum leiðum frá sjóminjasafni sjó- hersins. En hafi fjármögnunarletðirnar verið eðlilegar hjá Bealing, virðist engin ástæða hafa verið fyrir þeirri leynd, sem dr. Williams segir að hafi einkennt þetta verkefni sjó- hersins. Leyndin er skiljanlegri hafi Bealingáttá hættu að missa eftir- launin vegna misnotkunar á sjóð- um hérsins. Leyndin sem hvíldi yfir verkefninu hér heima er skiljanleg í Ijósi þess, að á þessum tíma var ný- tekin við völdum ríkisstjórn sem hafði endprskoðun varnarsamn- ingsins á stefnuskrá sinni. Konráð Jónsson og Kristinn Guð- brandsson. Hafi aðstoðin verið veitt sem „goodwill“ gagnvart íslendingum, þá virðist sú góðvild hafa verið dýru verði keypt. Fyrir utan kostnaðinn við rannsóknirnar, sem þegar er minnst á, var flogið sérstaklega frá Bandaríkjunum til Keflavíkur með bor fyrir gullskipsleitina sumarið 1973. Þá er ótalinn kostnaðurinn við flutninga sérfræðinganna til og frá landinu og þyrluflugið í hverri viku út á sand. „...Þeir fundu ekki neitt“ En hver varð árangurinn af hjálp bandaríska hersins? Kristinn Guð- brandsson segir að mælingar hafi útilokað stóran hluta af leitarsvæð- inu. Á einum stað fannst svörun í segulmælingum Bandaríkjamann- anna. Þá héldu menn að Het Wap- en væri loksins fundið. Saga er sögð af því að þyrla hafi þá verið send upp á Bárðarbungu á Vatnajökli til að sækja ís í glösin, svo hægt væri að skála almennilega fyrir skips- fundinum. Sé sú saga sönn, hafa gullskipsmenn verið of bráðlátir, því að þarna fannst ekkert þegar borað var þar árið eftir, 1974. Ekki einu sinni togari. Þetta var gull- skipsmönnum svipað áfall og von- brigðin í síðustu viku. Bandaríkjamennirnir útilokuðu mest allt leitarsvæðið. Þegar þeir luku sínum mælingum átti aðeins eftir að mæla sandinn í farvegi Skeiðarár. Þegar áin breytti um far- 5 veg í fyrravetur var strax farið að mæla í gamla farveginum. Þá kom skipsskrokkur fram á tækjunum. En eins og 1974 breyttist fögnuður- inn í sár vonbrigði í síðustu viku. Het Wapen van Amsterdam er ó- fundið enn. Þreifað á Hollendingum Enn er eftir að mæla í núverandi farvegi Skeiðarár. Væntanlega verð- ur byrjað á því næsta vor með appa- rati, sem Kristinn Guðbrandsson segir að sé „bíll, bátur og flugvél, allt í senn“. Gullskipið h.f. tók 12 milljón króna erlent lán í dollurum í vor. Lánið er afborgunarlaust í þrjú ár, og með einfaldri ríkisábyrgð. Það þýðir að verði lánið ekki greitt að þremur árum liðnum getur bankinn gengið í skrokk á Gullskipinu eftir greiðslu, gengið á eigur hlutafélags- ins, áður en ríkisábyrgðin verður virk og skattgreiðendur fara að borga brúsann. Það er svo annað mál hvað Gullskipið hf. á af eign- um. Flest tækin sem notuð voru við uppgröftinn í sumar eru eign Björg- unar hf. Gullskipið hf. átti minnst af þeim. Hvað sem því líður segjast Gullskipsmenn vona, að aldrei komi til þess að ríkissjóður þurfi að greiða svo mikið sem einseyring fyr- ir þá. Og þeir segjast vafalítið verða búnir að finna skipið eftir þrjú ár. Að ósk gullskipsmanna hefur ríkisstjórnin nú farið fram á form- legar viðræður við Hollendinga um Gullskipið. Eyjólfur Konráð Jóns- son, lögfræðingur Gullskipsins hf„ segir einingu um það hjá ríkisvald- inu að Hollendingar geti fengið skipið gegn því að greiða leitar- og björgunarkostnað. Hann segir að það sé síðan gullskipsmanna að semja við Hollendinga um þá greiðslu. „Við höfum gert þeim til- boð“, segir Eyjólfur Konráð. „Þrjár milljónir sterlingsþunda fyrir kostnað við leit og björgun. Þeir hafa ekki mótmælt því að þetta sé líkleg upphæð. Ef flakið er heillegt, eins og menn vona nú, þá fengist sæmilega uppi borinn kostnaður- inn. Þá er spurningin sú, hvort eitt- hvert verðmæti er í farminum. Þetta gæti verið mikill peningur og þar myndu gullskipsmenn, ríkið og landeigendur fá sinn hagnað. En fyrst er líklega að finna skip- ið, finna það örugglega, og finna það í heilu lagi, en mjög skiptar skoðanir eru um ástand þess. Birgir ísleifur Gunnarsson mælti fyrir frumvarpinu um ríkisábyrgðina á láni gullskipsmanna á Alþingi í vet- ur og sagði þái„...Síðastliðin 22 ár hefur verið unnið að leit skipsins og varið til þess miklum verðmætum og vinnu. 28. júlí 1982 fannst skip- ið loks..“ Snarpar umræður urðu um frumvarpið á þingi og margir lögð- ust gegn ríkisábyrgð. Margir þing- menn geta nú sagt: „Hvað sagði ég ekki!“ Þeirra á meðal eru Olafur Jóhannesson, Tómas Árnason, Eiður Guðnason, Sighvatur Björg- vinsson og Kjartan Jóhannsson. Kjartan sagði 4. mars í þingræðu: „Ekki hefur það verið sannað með óyggjandi hætti, að þeir viðar- spænir eða annað, sem hefur fund- ist þarna, séu akkúrat úr þessu skipi' (Het Wapen)“. Kjartan lagði fram breytingatillögu um ábyrgð fyrir þriggja milljóna króna láni til frek- ari rannsóknaborana. Sighvatur Björgvinsson sagðist aldrei hafa heyrt aðra eins dómadags vitleysu og þetta frumvarp. „Tryggingin sem á að veita þeim, sem á að leggja þetta fé fram, ef ekkert finnst, er skipið sem ekki fannst. Af hverju tóku menn bara ekki veð í loftköst- ulum og skýjaborgum?" Það vekur athygli nú, að þegar mál gullskipsmanna var fyrst lagt fram á Alþingi, sem breytingatil- laga við fjárlög, skömmu fyrir jól, höfðu engar niðurstöður borist frá erlendum visindastofnunum um aldur og hugsanlegan uppruna þeirra sýna sem send voru frá Skeiðarársandi til greiningar í fyrra. Og Eyjólfur Konráð JÓnsson seg- ir: „Við fengum náttúrlega aldrei neitt alveg konkret nema þessi sýni, sem lofuðu svo góðu. Við verðum í engum vandræðum með að ná pen- ingum. Þetta er orðið mjög lítið svæði..“

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.