Helgarpósturinn - 08.09.1983, Side 14
14
_Helgai---------
pösturinn
Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólf-
ur Margeirsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thor-
steinsson
Blaðamenn: Guðlaugur Bergmunds-
son, Kristin Ástgeirsdóttir, Þórhallur
Eyþórsson.
Ljósmyndir: Jim Smart
Útgefandi: Goðgá h/f
Framkvæmdastjóri: Guðmundur H.
Jóhannesson
Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen
SkrifstofustjóriJngvar Halldórsson
Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir
Lausasöluverð kr. 25
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla
38, Reykjavík, sími 81866. Afgreiðsla
og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar
81866 og 81741.
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Skrefið
stigið
til fulls
Helgarpósturinn var stofnaöur
snemma árs 1979 i þeim tilgangi aö
efla sjálfstæöa fjölmiölun á íslandi
og veita þeim straumum sem sterk-
astir hafa verið i vestrænni blaöa-
mennsku í auknum mæli inní
staönaöa og stiröa flokksblaða-
mennsku hérlendis. Þetta hefur
veriö meginmarkmiö blaösins frá
upphafi. Rekstrarform Helgarpósts-
ins hefur hins vegar tekiö allnokkr:
um breytingum frá þessum tíma. í
upphafi var blaðiö helgarútgáfa Al-
þýöublaösins þótt ætíö nyti þaö ó-
skoraðs ritstjórnarlegs sjálfstæöis.
Áriö 1981 varö sú breyting á aö
stofnað var sérstakt hlutafélag, Vit-
aösgjafi h.f., um útgáfu blaðsins
meö aöild starfsmanna þess, Al-
þýöublaösins og nokkurravelunn-
ara og áhugamanna. Núna, 1. sept-
ember 1983, er svo skrefið stigiö til
fulls til rekstrarlegs sjálfstæöis. Viö
útgáfu Helgarpóstsins hefur nú tek-
iö hlutafélagiö Goögá h.f. sem er al-
gjörlega eign starfsmanna blaös-
ins. Helgarpósturinn telur aö nú sé
þetta blaö eina raunverulega vígi ó-
háörar blaðamennsku í landinu, —
óháö hagsmunum stjórnmála-
flokka, sterkra fjármagnsaöila og
ríkisvalds. Helgarpósturinn er aöe-
ins háöur lesendum sínum. Blaöíö
bindur vonir viö að þeir muni áfram
og í auknum mæli styöja eina sjálf-
stæöa aflið í íslenskri fjölmiölun.
Gullskipið
Gullskipið reyndist vera togari.
Þessi frétt var ekki aðeins mikiö
áfall fyrir leitarmenn heldur alla þá
sem fylgst höföu meö leitinni og
lagt henni liö. Helgarpósturinn
birtir í dag upplýsingar sem varpa
Ijósi á stórfellda aðstoð banda-
ríska hersins viö gullskipsleitar-
menn. Sú aðstoö stóö í þrjú ár
samfellt og fól m.a. í sér flutninga
á hprmönnum og vistum, tækni-
aðstoð viö mælingar og kortagerö
og lán á stórvirkum vinnuvélum og
farartækjum. Kostnaöur Banda-
ríkjahers er talinn nema á annan
tug milljóna króna. Meö allri virð-
ingufyrir þrautseigju og dugnaöi
leitarmanna, hlýtur sú spurning
aö vakna, hvernig slíkt samstarf
getur fariö fram án vitneskju
almennings.
Aðild íslensku ríkisstjórnarinnar
að gullskipsævintýrinu hlýtur
einnig aö vera mönnum umhugs-
unarefni. Ekki síst á þessum síð-
ustu og verstu tímum þegar gengi
krónunnar er aö renna út I sand-
inn.
Menntun
til
hvers?
Helgarpósturinn hefur að
undanförnu fjallað um mennta-
stefnuna hér á landi og m.a. auglýst
eftir stefnu stjórnmálaafla. Mig
langar að leggja eftirfarandi orð í
belg.
Menntastefnan hverju sinni hlýt-
ur að miðast við það að bua þegna
samfélagsins sem best út með þá
vitneskju sem samfélagið hefur yfir
að ráða á hverjum tíma, hún verður
að gera það kleift að hægt sé að
miðla þessari vitneskju á hvern
þann máta sem samfélagið hefur
besta reynslu af og hún verður að
taka tillit til þess að einstaklingarnir
sem samfélagið mynda hafa ekki
allir sömu hæfileika — þeir liggja á
mismunandi sviðum þannig að
sami námsvegurinn hentar ekki öll-
um. Áríðandi er í þessu sambandi
að sú stefna sem rekin er í mennta-
málum leitist við að nýta hin mis-
munandi hæfileikasvið manna til
hins ýtrasta og geri þeim öllum jafn
hátt undir höfði. Einnig er ákaflega
mikilvægt að menntastefnan tryggi
það að allir hafi jafnan rétt til að
stunda það nám sem hugur stendur
til og hver og einn reynist hafa hæfi-
leika til a.m.k. á meðan við teljum
okkur búa í lýðræðisþjóðfélagi.
í Helgarpóstinum 25. ágúst er sá
skilningur lagður í orðið mennta-
stefna að þar sé um að ræða með-
vitaða pólitíska ákvörðun um það
hvers konar menntun beri að veita.
Ég er þeirrar skoðunar að pólitík, í
þeim skilningi að um sé að ræða
ákvörðun stjórnvalda um hvers
konar menntun sé veitt, eigi lítið að
koma nærri stefnumótun í mennta-
málum — slíka stefnumótun tel ég
miklu betur komna í höndum
skólamanna, þeirra sem hafa það
starf með höndum að mennta fólk.
Hlutverk stjórnvalda í þessum efn-
um er fyrst og fremst að sjá til þess
að nægilegu fjármagni sé veitt úr
ríkiskassanum til menntamála til að
skólar geti staðið undir nafni. Mín
skoðun er sú að sjaidan sé of miklu
fé veitt til menntamála, menntun er
fjárfesting sem mælist ekki á
mælistiku veraldlegra gæða en
skilar sér hins vegar ávallt þúsund-
falt aftur til baka í mannlegu lífi þ.e.
sé um menntun að ræða en ekki ein-
göngu skólagöngu sem getur stund-
um verið bæði tímasóun og
peningaeyðsla. Það er hlutverk
skólamanna að tryggja að skóla-
ganga sé menntun og geri þeir það
þá er það einfaldlega hlutverk
stjórnvalda að verða við óskum
þeirra (skólamanna) af fremsta
megni. Séu hins vegar ástæður til að
ætla að skólamenn séu ekki vanda
sínum vaxnir þá er það hlutverk
stjórnvalda að fara í saumana á
málum og setja undir lekann eftir
bestu getu. Einnig er það hlutverk
stjórnvalda að vera vakandi fyrir
nýjum möguleikum í menntamál-
um og vinna úr þeim í samráði við
skólamenn.
Tilgangur menntunar er í mínum
huga fyrst og fremst sá að auka
þekkingu og skilning manna á
þeirri veröld sem við byggjum og
okkur sjálfum í þeirri veröld, að
auðga vitundarlíf hvers og eins, fyr-
ir utan það grundvallaratriði vita-
skuld að kenna mönnum það nauð-
synlegasta sem þarf til að lifa af í
hverju samfélagi. Þess vegna er
menntun aldrei til ónýtis, jafnvel
þótt hún skili sér ekki aftur í bein-
hörðum peningum. Hér eru á ferð-
inni gæði sem seint verða Sett á
vogarskálar, mannleg verðmæti
sem eru meðal þess dýrmætasta
sem sérhvert samfélag á. Það að
mennta, að miðla þekkingu frá
einni kynslóð til annarrar, er í reynd
lífæð hvers samfélags, það sem
tryggir órofa samhengi og áfram-
hald samfélagsins og í þeim skiln-
ingi hefur menntunin fylgt mannin-
um frá upphafi hans sem félags-
veru. Því betur menntir sem þegnar
samfélags eru því meiri lífsmögu-
leika hefur samfélagið.
Þess vegna er það út í hött að
örvænta þótt skólar Iandsins þenj-
ist út — á meðan þeir mennta sitt
fólk erum við vel stödd. Við erum
hins vegar hrapallega stödd ef
skólarnir hafa ekki aöstöðu t.d.
sökum skorts á fjármagnj,eins og
er tilfellið með Háskóla íslands, til
þess að sinna sínu hlutverki. Þá er
ástæða til að örvænta. Það þjónar
engum tilgangi að útskrifa illa
menntað fólk og getur verið bein-
línis skaðlegt þar sem menn eru þá
illa hæfir á sínum starfsvettvangi
hver sem hann er.
Stefnan í menntamálum verður
því að tryggja að þannig sé búið í
haginn að hver skóli geti sinnt sínu
hlutverki og hafi til þess nauðsyn-
legt fjármagn. Þar situr á stjórn-
völdum. Við verðum einnig að búa
svo í haginnjOg sýna í því efni fyrir-
hyggju,að um sem flestar mennt-
unarleiðir sé að velja og að á milli
þeirra sé eitthvert samræmi. Þar sit-
ur á samvinnu stjórnvalda og skóla-
manna. Jafnframt verðum við að
tryggja að hver skóli hafi nauðsyn-
legan sveigjanleika til að móta sitt
starf sem mest sjálfstætt og þar sit-
ur enn á samvinnu stjórnvalda og
skólamanna. Að lokum verðum við
að tryggja að við viðunandi að-
stæður fullnægi skólar ýtrustu
gæðakröfum. Þar situr á skóla-
mönnum.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
Þjóðfélag
á fölskum
forsend-
um
Ágæti Helgarpóstur
í tilefni af umfjöllun blaðsins um
verðtryggingamál um síðustu helgi
langar mig að vekja athygli á
nokkrum staðreyndum sem mönn-
um sést stundum yfir þegar ágæti
verðtrygginga lána er dæmt út frá
einstökum „slysatilfellum“.
Ég er einn af þeim sem verða að
greiða af verðtryggðum skamm-
tímalánum. Á tilkynningu sem ég
fékk frá banka í gær má vel lesa rót
allra þeirra vandamála sem hellast
yfir lántakendur nú sökum þess að
afborganir hækka miklu meira en
launin sem þær verður að greiða af.
Ég get því ósköp vei skilið fólk
sem vill afnema þessa tegund lána
og taka upp gömlu „ódýru“ lánin
sem menn áttu kost á á síðasta ára-
tug.
Sennilega er þó gott fyrir okkur
að rifja upp hverskojiar aðstæður
það skapaði þegar vextir voru lægri
en verðbólgustig og sem næst öll
lán óverðtryggð.
Þetta lánakerfi hafði nefnilega í
för með sér svo mikinn tilflutning á
fjármagni á milli þjóðfélagshópa
að með ólíkindum má telja.
Reiknað hefur verið út að á síð-
asta áratug hafi verðmæti rúmlega
fimmtán þúsund meðalstórra íbúða
færst í hendur lántakenda. Þegar
þeir endurgreiddu lánin hafði verð-
mæti þeirra minnkað um þetta
verðmæti. Það svarar til verðs
þriggja íbúða af hverjum fjórum
sem voru byggðar á þessu tímabili.
Ef við einföldum þetta dæmi að-
eins og göngum út frá því að helm-
ingur þjóðarinnar hafi tekið lán hjá
hinum helmingnum jafngildir þessi
tilflutningur því að hver fjögurra
manna fjölskylda sem tók lán hafi
fengið 120 þúsund krónur á ári í
gjöf frá annarri sem Iét lánið af
hendi.
Þetta fé fór að sjálfsögðu ekki
allt til húsbygginga heldur til ýmis-
legra annarra þarfa. Samt hefur
miklum hluta þessa fjár verið dreift
til þeirra sem byggja og kaupa fast-
eignir.
Hið opinbera húsnæðislánakerfi
er ágætt dæmi um hvernig óverð-
tryggð langtímalán með neikvæð-
um 'raunvöxtum verða að beinum
styrkjum til þeirra sem þau fá. Tæp-
lega þrír áratugir eru liðnir frá því
að farið var að veita fé úr ríkissjóði
til húsnæðislána með þeim góða á-
setningi að byggja upp sterkan
lánasjóð sem gæti stutt húsbyggj-
endur með myndarlegum lánum.
Ef allt það fé sem runnið hefur til
þessa kerfis hefði haldið verðgildi
sínu væru lán Húsnæðisstofnunar
ríkisins nú miklu hærri en raun ber
vitni.
Fjármagninu hefur hinsvegar
verið deilt niður á lántakendur sem
hálfgildings styrkjum.
Til þess að leysa lánamál hús-
byggjenda þarf því nánast að byrja
frá grunni því segja má að starf
Framhald á 11. síðu
Frá
Tónlistarskóla
Kópavogs
Innritun fer fram 8. — 10. sept. aö báöum
dögum meðtöldum kl. 9 — 12 og 16 — 18.
Innritaö verður á sama tíma í forskóladeildir.
Nemendur eru beönir aö láta stundaskrár
fylgja umsóknum. Athygli skal vakin á því
að m.a. veröur kennt á kontrabassa, óbó,
fagott, horn og básúnu.
Nánari uplýsingar á skrifstofu skólans
Hamraborg 11 2. hæö símar 41066 og
45585.
Skólastjóri.