Helgarpósturinn - 15.09.1983, Side 2
Eldhressar ballettstúlkur
Mitt í líkamsræktaræðinu hafa þrjár hressar stúlkur opnað nýtt dans-stúdió að Hverfisgötu 105, er nefnist
Jazz-sporið. Þetta eru kennararnir Ásta Ólafsdóttir,Jenný Ólafsdóttir og Sólveig Róbertsdóttir, en fyrir fram-
an þær sitja tveir nemar Anna og Kristín. Þessi nýja vakning er í nýju húsnæði þar sem þær stúlkurnar bjóða
uppá námskeið í almennri leikfimi, jazzdansi og jazzballett, jafnt fyrir byrjendur og unga sem aldna. Fólki
gefst ennfremur kostur á gufubaði og nuddpotti til afslöppunar og í sama húsnæði er einnig snyrtistofa og
fáanlegir tímar í Ijósabekki með mjög góðum afslætti hjá þeim stúlkum.
Fjársjóös-
leitarmenn
taka
vitlausan
lykil
Ibúarnir 45 í þorpsnefnunni
Cowesby í Norður-Jórvíkurskíri á
Englandi komust ekki inn í kirkj-
una sína á dögunum. Það er talið að
kappsamir fjársjóðsleitarmenn
hafi tekið eina lykilinn að kirkjunni
í þeirri trú að hann væri sá sem þeir
leituðu að, nefnilega lykill að gull-
kistu mikilli. Dagblað á svæðinu
stóð fyrir leitinni og verðlaunin
voru andvirði fimm þúsund
sterlingspunda.
Kirkjan í Cowesby hefur aðeins
tvennar dyr. Aðrar þeirra liggja inn
í skrúðhúsið og er þeim læst innan
frá. Lykillinn að aðaldyrunum er að
öllu jöfnu falinn undir steini fyrir
framan kirkjuna, og það er sá lykill
sem hefur horfið.
Fjársjóðsleitarmenn söfnuðust
hundruðum saman fyrir framan
ritstjórnarskrifstofur Bergmáls
Norðursins, héraðsblaðs nokkurs í
Darlington, aðfaranótt þriðjudags,
og biðu eftir að blaðið kæmi glóð-
volgt úr prentsmiðjunni. í því tölu-
blaði voru nefnilega síðustu vís-
bendingarnar um hvar fjársjóðinn
góða væri að finna.
Löngu áður en dagur reis flæddu
lykilveiðimenn inn í Norður-Jórvík-
urskíri. Margir þeirra höfðu log-
andi vasaljós og gerðu íbúum
Cowesby ónæði. Um kl. 5.45 fannst
svo rétti lykillinn, þar sem hann var
grafinn um 15 sentímetra niður í
jörðina í rjóðri í Boltbyskógi
nokkra kílómetra frá Cowesby.
Hitt skilja menn ekki hvernig
nokkur gat farið lyklavillt. Kirkju-
Iykillinn er nefnilega tuttugu sentí-
metra langur, ryðgaður og hann
hefur verið soðinn saman í miðj-
unni. Kirkjuvörðurinn Sir John
Cameron hefur hvatt handhafa til
að skila lyklinum.
Það gæti nefnilega skipt íbúana
miklu máli að fá hann aftur. Guðs-
þjónustur hafa ekki verið haldnar í
Cowesby í eitt ár vegna þess að þar
er enginn prestur. En það stendur til
bóta og þó að aðeins fimm manns
láti sjá sig alla jafna í kirkju á
sunnudögum, vilja aðrir íbúar að
kirkjan sé opin svo þeir geti Iaumast
þar inn til að biðjast fyrir.
Kannski verður þetta atvik til
þess að glæða trúaráhuga Cowesby-
manna. Voru þetta forlögin? Við
sjáum hvað setur.
Alheims-
magnarinn
Eðlisfræðingar í Palo Alto í Kali-
forníu hafa fundið krókaleið til
þess að senda radíóboð til kafbáta
neðansjávar, nefnilega um Van All-
en geislabeltið, sem er í tugþúsund
kílómetra fjarlægð frá jörðu.
Radíóboðin koma ekki einasta til
jarðar aftur, heldur hefur styrkur
þeirra aukist til muna í geislabelt-
inu.
Vísindamenn sendu útvarps-
bylgjur með mjög lágri tíðni til seg-
ulhvolfsins, þar sem belti hlaðinna
einda streyma í átt að segulsviðum
jarðar. Boðin fylgdu eftir lögun
segulbeltanna til jarðar og voru
numin um hálfan hnöttinn, sums
staðar allt að þúsund sinnum sterk-
ari en þau voru er þau voru send
upp. Eðlisfræðingarnir komust að
því að boðin styrktust með því að
safna í sig orku frá elektrónum í
geislabeltinu.
Brosmildir japanir
Þessir tveir broshýru japanir eru kokkar og sáu um bragðgóðar veitingar er blaðamönnum og öðrum gestum
var nýlega boðið upp á í Kristalsal Flugleiða. Hófið var haldið í sambandi við kynningu á nýrri kynslóð Cor-
olla-bíla frá Toyota.
Fimmtudagur 15. september 1983 þJf^SÝUrínn
Útvarpsbylgjur með mjög lágri
tíðni geta ferðast um langan veg og
farið niður í vatn og eru þær notað-
ar til þess að koma boðum til kaf-
báta og til þess að leiðbeina skipum
á siglingu. Bylgjur þessar eru nú
sendar með gífurlegum fjölda
tækja um allan heim, en að sögn
vísindamannsins Joseph B. Reagan
þyrfti aðeins örfáa senda ef hægt
væri að magna bylgjurnar í segul-
hvolfinu.
„Við skiljum hins vegar ekki fylli-
lega hvers vegna sumar bylgjurnar
magnast upp en aðrar ekki. Næsta
skref er að koma senditæki um
borð í gervihnött og fylgjast með á-
hrifum beinna boðsendinga inn í
geislabeltinþ sagði Joseph B. Reag-
an.
íbúasamtök Þingholtanna:
Skipulag við Skúlagötu
verði kynnt nánar
Stuðningsyfiriýsing hefur verið
send borgarstjóranum í Reykjavík,
Davíð Oddssyni, og borgarráði
Reykjavíkur, einnig borgarstjórn
Reykjavíkur.
Stjórn íbúasamtaka Þingholtanna
styður tilmæli eitthundrað og
fimmtíu íbúa í Skuggahverfi og ná-
grenni, um að skipulag við Skúla-
götu verði kynnt nánar, áður en nýt-
ingargráða svæðisins verður ákveð-
in endanlega.
, ÓDÝRT
ISLÁTRIÐ
RAKAKA-OG lUiltllA DÍMV- (Mi
MiAKSXYRTiSTOFA BARAAIÍUVPLXGAR
Laugavegi 28 l’UMAXVTT • STIUÍ’I li
Símf26850 GTAASSIÍOI • UTAXUi