Helgarpósturinn - 15.09.1983, Qupperneq 5
l~lel ’ ~ ' ' \ ~
LjS^tl irinn Fimmtudagur 15. september 1983
Umboðsmennirnir
í verðlista sölubúða ATVR getur
að líta 461 tegund áfengis. Vínteg-
undirnar sem boðið er upp á eru
reyndar nokkru færri, vegna þess
að margar tegundir eru seldar í
fleiri en einni flöskustærð og hver
víntegundgetur haft fleiri en eitt af-
brigðf. Lettvínstegundir eru 176,
millisterkt vín er til af 64 gerðum og
í sterkum vínum hafa kaupendur úr
221 tegund að velja.
„Hér þykir bæði gott úrval og
gott verð, ef við miðum t.d. við
einkasölur frændþjóða okkur á
Norðurlöndum", segir Jón Kjart-
ansson, forstjóri ÁTVR, í samtali
við Helgarpóstinn. „Hér var á ferð
franskur prófessor fyrir nokkru og
honum kom úrvalið á óvart, sér-
staklega hvað hér var mikið af góð-
um vínum“, sagði Jón. „Staðreynd-
in er sú að hér er ekkert vont vín í
gangi“.
Einn umboðsmaður áfengis sem
HP ræddi við kvað skýringuna á
þessu vera þá, að íslenskir umboðs-
menn hefðu leitað uppi öll bestu
vínin og þau sem best seldust er-
lendis. Þannig væri t.d. lítið hér um
ódýrari og lítt þekktari vín. Jón
Kjartansson sagði hins vegar að
umboðsmannakerfið hefði engin á-
hrif haft á úrvalið. Það væri ATVR
sem réði því hvaða tegundir væru
seldar, og í því efni hefði ÁTVR
haft hliðsjón af innkaupum norsku
ríkiseinkasölunnar, og notið sér-
fræðiþekkingar hennar.
Umboðsmannakerfið hefur sætt
nokkurri gagnrýni.
„Þegar ég tók við stjórn hjá
ÁTVR fyrir 26 árum sá ég enga á-
stæðu fyrir þessu kerfi“, segir Jón
Kjartansson. „Ég hafði samband
við framleiðendurna og þeir sögðu
þá að innkaupsverðið myndi ekkert
lækka þótt ATVR keypti beint frá
verksmiðjunum", sagði Jón
Það er stefna framleiðendanna
að hafa umboðsmenn; þeir vilja
hafa „sína“ menn á staðnum“, segir
einn umboðsmaður í samtali við
HP.
Lítið umstang
Nú eru starfandi um 60 umboðs-
fyrirtæki fyrir vin á íslandi. Fæst
þessarra fyrirtækja flytja inn veru-
legt magn, sum hver aðeins eina
víntegund. Nokkur stærstu umboð-
in eru: J.P. Guðjónsson (Smirnoff
vodka, Geisweiler rauðvín), G.
Helgason og Melsted (Martini), Al-
bert Guðmundsson, heildverslun
(White Horse viskí, Cinzano), Rolf
Johansen og Co. (Black & White
viskí, Valpolicella rauðvín,
Dubonnet) og Karl K. Karlsson
(Haig viskí, Kenderman og Paul
Masson hvítvín). Af öðrum um-
boðsfyrirtækjum mætti nefna Glo-
bus hf, Bifreiðar og landbúnaðar-
vélar, Pólaris hf., Marco hf, Nathan
og Olsen, Svein Björnsson og Co,
Þorvald Guðmundsson, HÓtel
Holti og Jón Hjaltason i Óðali.
Umboðsmannakerfið virkar á
einfaldan hátt: ÁTVR sér um
birgðahald og pantanir. Einkasalan
sendir umboðunum pantanirnar og
þau senda þær áfram til framleið-
enda. Framleiðendur sjá um að
koma víninu með fyrstu ferð til
landsins, þar sem ÁTVR tekur við
því. Þetta kostar ekki mikið um-
stang af hálfu umboðsmannanna.
Umboðslaun þeirra eru breytileg
eftir tegundum, allt frá 3% upp i
10% af verksmiðjuverðinu. Jón
Kjartansson segir að álagning
ÁTVR sé um 100% á léttum vínum
en mörg hundruð prósent á sterk-
um.
„Það þýðir ekkert að standa i
þessu nema maður selji eitthvert
magn“, segir Rolf Johansen í sam-
tali við HP. „Innkaupsverð á viskí-
kassa er kannski £24. ÁTVR leggur
800—1200% á. Maður verður að
selja í þúsundum. Annars er viskíið
frekar „prestige“ atriði hjá mér
heldur en spurning um peningaþ
segir Rolf.
5
„Þetta er arðbær innflutningur
ef menn ná góðum markaði, annars
ekki“, segir Ingi Björn Albertsson,
framkvæmdastjóri Alberts Guð-
mundssonar, heildsölu. „Það er
reynt að stunda þá markaðsstarf-
semi sem hægt er en það er litið
svigrúm vegna auglýsingabannsins.
En það verður að sinna þessu vel ef
menn ætla að halda markaðshlut-
deild sinni, reyna að tryggja það að
vínið sé selt, tala við barþjóna, vera
með kynningar o.s.frví1, segir Ingi
Björn.
Eins og í Arabalöndum
Hjá umboðs- og heildverslun
Karls K. Karlssonar varð Ingvar
Karlsson fyrir svörum:
„Það má segja að vínumboð sé
eins og hvert annað umboð, nema
e.t.v. að því leyti að vínin eru hent-
ugri fyrir þá sem hafa lítinn eða
engan lager. Þannig er mái með
vexti að framleiðendurnir úti eru að
langmestu leyti einkafyrirtæki og
vilja því auðvitað skipta við einka-
fyrirtæki hér, vilja fá sem greiðastar
upplýsingar um það sem selst.
Reyndar er það svo að í Ríkinu
hérna er mjög gott úrval, þótt því sé
ekki að neita að æskilegt væri að
geta kynnt vöruna betur. Ég er
sannfærður um að auglýsingar
hefðu ekki aukna drykkju í för með
sér, á hinn bóginn myndi fólk geta
gert sér betri grein fyrir úrvalinu.
Áuglýsingarnar myndu dreifa söl-
unni á milli tegunda".
Júlíus P. Guðjónsson sem rekur
eigið heildsölufyrirtæki tók í sama
streng. „Það er agnúi á yfirvaldinu
í sambandi við kynningu á vör-
unni“, sagði hann. „Ég tel að algert
auglýsingabann á áfengi og tóbaki
sé ekki til hagsbóta fyrir neytendur,
það hefur helst þau áhrif að neyslan
verður einhæfari. Einnig skýtur
skökku við að það rignir yfir okkur
áfengisauglýsingum í erlendum
blöðum og tímaritum og er því
vandséð hvers vegna íslenskum um-
boðsaðilum er gert ókleift að aug-
lýsa sína vöru. Nema farið yrði út í
að banna sölu á þessum erlendu
Framhald á 11. síðu
„Við bíðum eftir bjórnúm“, máli um að frjáls bjórinnflutning- annað eftirspurninni ef til kæmi.
sagði Rolf Johansen við blaða- ur myndi hafa geysileg áhrif — og Það er ekkert leyndarmál að ef
mann Helgarpóstsins, um leið og er ugglaust hægt að gefa þeim rétt sala á bjór yrði leyfð í dag gætum
hann hallaði sér makindalega aft- í því. Voru þeir ekki í vafa um að við byrjað framleiðslu á morgun.
ur á bak í umfangsmiklum for- áfengisneyslan myndi gerbreytast, Viðmyndumeinfaldlegahættaað
stjórastólnum og teygaði gúlsopa einkum á kostnað hinna léttari þynna pilsnerinn okkar með vatni
af hinum gullna gersafa. Alllangt vína, en það mætti hæglega ráða eins og við gerum núna og tappa
er um liðið síðan Rolf tryggði sér af þeirri þróun sem orðið hefði í honum óblönduðum — 4‘/2%
umboðið fyrir Heinekenbjcjrnum Frihöfninni eftir að þar var farið sterkum — á flöskur!
hollenska. Honum finnst betra að að selja bjór — hann væri frekar Náttúrlega yrði þetta ein stór
hafa vaðið fyrir neðan sig, efbjór- keyptur en léttvín. Annar hand- bomba til að byrja með, við
innflutningur yrði einhvern tíma leggur væri svo aftur á móti hvort myndum verða að brugga nótt og
leyfður. bjórinnflutningur yrði nokkru dag til að anna eftirspurn, vanda-
En fleirum én Rolf Johansen sinni leyfður hér á landi. Um slíkt mál myndu koma upp með að út-
hefur þótt ráðlegra að hafa allan vildi enginn spá. „Það verður að vega nægilegt magn af umbúðum
varaá. Þau bjórumboðsem akkur bíða og vona..!‘ og þar fram eftir götunum. Allir
er í hafa þegar verið klófest. Að myndu rjúka upp til handa og
einungis séu nefndar fáeinar „...að aldrei verði“, sagði hins fóta að prófa — en þegar nýja-
þekktustu bjórtegundirnar þá er vegar Ragnar Birgisson forstjóri brumiðfæriafyrðiástandiðaftur
heildverslun Karls K. Karlssonar Sanitas, og bætti við: „Ef bjór eðlilegt, jafnvel betra en áður.
með Carlsberg, Sveinn Björnsson verður einhvern tíma leyfður á ís- Sanna dæmin í þcim löndum þar
&co. hefur tryggt sér Tuborg, og landiá vitaskuldaðeinskorðasöl- sem bjórsalan er leyfileg að þar
„bjór eins og Bæjaraland“ — una við íslenska framleiðslu, dettur salan á sterkum drykkjum
Löwenbráu — er í höndum Skorra bæði í því skyni að spara gjaldeyri niður og áfengisvandamálið er
h.f. og eins til að hlúa að og byggja minna. Auðvitað myndum við
Þeir umboðsaðilar sem Helgar- upp íslenska iðnaðinn, ekki síst miða við að salan yrði á vegum
pósturinn náði tali af voru á einu þar sem við gætum auðveldiega ÁTVR“.
ALNO SÝNINGARELDHÚS ERU Á ÍSAFIRÐI HJÁ JAKOBI ÓLAFSSYNI — Á AKRANESI HJÁ MÁLNINGARÞJÓNUSTUNNI — OG Á HVOLSVELLI HJÁ BYGGINGARFÉLAGINU ÁS H.F.
nmO ELDHÚSINNRÉTTINCAR
VESTUÞÝSK
FRAMLEIDSLA
í SÉRFLOKKI
HVAR OC HVERNIG SEM LITID ER A MALIN.
(^) ivíYMtaAMórr
HLI10 eldhúsinnréttincar Háþróuð þýsk gæðavara
RLflO eldhúsinnréttincar Fjölmargar gerðir og litir (60-70 TEG..!)
RLÍID eldhúsinnréttingar Verðið mjög viðráðanlegt
FILnO eldhúsinnréttingar Hægt er að semja um þægilega
greiðsluskilmála.
Höfum í okkar þjónustu tvo innahúsarkitekta, sem standa
yður ávallt til boða, þegar um er að ræða val og skipulagn-
ingu á nýjum eldhúsinnréttingum — eða breytingar á þeim
gömlu — allar leiðbeiningar eru að sjálfsögðu án allra skuld-
bindinga.
nino eldhús
Grensásvegi 8 (áöur Axminster) simi 84448