Helgarpósturinn - 15.09.1983, Page 12
• 11
12
Fimmtudagur 15. september 1983 ,rjnn
r
Vestur á Sólvöllum er síðasta ágústkvöldið fagurt — en
napurt. Ylurinn er aftur á móti í tvílyftu steinhúsi Braga
Kristjónssonar fornbókasala. Nína Björk býður mig vel-
kominn, sama gera synirnir þrír: Ari Gísli, Valgarður og
Ragnar ísleifur — allir á besta aldri, sex til sextán ára.
Hundurinn Sókrates myndi eflaust fara um mig fögrum
orðum ef hann mætti mæla, en lætur sér nægja að dilla
rófunni kankvíslega. Loks birtist Bragi sjálfur, heilsar
notalega og leiðir mig til stofu. Það er enginn asi. Hann
gefur sér góðan tíma til að sýna mér myndir á veggjum,
bækur í hillum; hvergi of mikið af neinu — en nóg. Ofor-
varandis erum við niðursokknir í hrókasamræður.
íslenskrar menningar á okkar öld. Hann eign-
aðist marga bókina, en honum var líka gefið
margt, það var heiður að gefa Nordal. Margir
kunnu vel við sig undir pilsfaldi hans. þegar ég
hafði safnað saman bókunum hans bað ég
hann að árita þær og hann bauð mér fyrsta
sérrístaupið — áritaði bækurnar og leiddi mig
inn í Nordalsbergið. Þar glitraði nú á margt“
— Manstu eftir fleirum?
„Þarna voru þeir Torfi Hjartarson tollstjóri
og Sveinn og Pétur Benediktssynir. Gat orðið
heitt í kolunum ef þeim Ienti saman við aðra,
Engeyjardrengjunum, því að þeir voru skap-
menn. Rauk þá prísinn upp úr öllu valdi“
Handskrifað í einu eintaki
— Hvernig eignaðistu fyrstu bækurnar?
„Maður keypti fyrir kaupið sitt á sumrum
á meðan maður var unglingur í skóla. Um
tvítugt átti ég þegar orðið myndarlegt bóka-
safn — auðvitað alls konar blandaðir ávextir.
Á seinni árum hef ég ekki safnað mörgu nema
handritum íslenskra skálda frá öllum tímum;*
— Þar kennir líkast til margra grasa?
„Satt er það. Ég get til að mynda nefnt eitt.
1913 til 14 var gefið út í Menntaskólanum í
Reykjavík rit sem hét Snegju-Halli, hand-
skrifað í einu eintaki. Efnið er eftir menn sem
síðar urðu þjóðkunnir — Jón;Helgason próf-
essor í Kaupmannahöfn-, Lárus Jóhannesson
hæstaréttarlögmann, séra Hálfdán Helgason,
Jónas Sveinsson lækni og fleiri. Ég eignaðist
þetta blað fimmtíu og fjögur — eina eintakið
eins og ég sagði. Þarna getur að líta fyrsta
kveðskap Jóns Helgasonar, hann hefur þá
verið eitthvað fjórtán ára. Þetta er til dæmis
ekki amalegur kveðskapur!
Hreinferdug er historijan sanna
hvar fortalt skal nuu einn smuula fraa
sorglig blijfur endalykt illra manna
ætijd hittir refsivöndur þaa
herrann ætijd hreinferdugur blijfar
hann er lijkasem einn slaattumann
hver í burtu heila grased hijfar
hvorki roos nje jasmijn skaanar hann.“
— Höfundur Tannlækniskvæðis lifandi
kominn!
„Já, og hann teiknaði myndir líka, níðings-
legar myndir, skal ég segja þér, svo sem af
skólabræðrum sínum á koppnum. En þær eru
listilega gerðar og mjög skemmtiiegar, sem
auðvitað er.
Einu sinni þegar karlinn var á landinu og
sat á Landsbókasafninu þá kom ég til hans og
spurði hann um blaðið. „Er þetta til“ spyr ég.
„Nei, það er löngu búið að brenna það“ segir
hann, „og hann Morten Ottesen kastaði ösk-
unni í sjóinn“ „En ef til væriþ spyr ég áfram.
„Þá eru tvö blöð á Islandi sem ég vildi sjá
brennd á báli — Morgunblaðið og Sneglu-
Halli“ var svarið.
Seinna, ég var þá blaðamaður á Vikunni,
sagði ég lítillega frá þessu í grein sem ég skrif-
aði og sendi Jóni. En hann hefur aldrei á það
minnst.“ '
Víxil dags sem Laxness
skrifaöi uppá
— Fleira sjaldgæft í-þinni kistu?
„Handrit á ég eftir alla mögulega karla og
kerlingar á þessari öld og frá fyrri tíð, en þó
hvorki eftir Þórberg né Kiljan. Hins vegar á ég
prófarkir með leiðréttingum beggja. Ég á
skrifuð kvæði allra þekktari ljóðskálda — og
ég hef líka keypt af þeim víxla, reyndar víxla
sem þeir voru búnir að borga, skilurðu. Til að
mynda á ég víxil Dags Sigurðarsonar sem
Halldór Laxness skrifaði upp á fyrir hann.
Auk þess hef ég safnað fyrstu bókum höf-
unda — frumútgáfumí1
Palladómar í Vikunni
— Þú varst blaðamaður á Vikunni. Þá var
Vikan önnur...?
„Ég var farinn að snudda í þessu bókasýsli
hérna í þorpinu langt innan við tvítugt. Það
má segja að ég hafi átt nokkra guðfeður sem
kveiktu í mér áhugann. Þar er einkum að'
nefna þá Sigurð Benediktsson uppboðshald-
ara og Helga Tryggvason bókbindara. Helgi
var mikilvirkur í miðlun á bókum í uppundir
fimmtíu ár, átti ógrynni bóka og tímarita sem
hann geymdi á skólapiltaloftinu á Bessastöð-
um. Hann var kunnugur öllum þessum körl-
um sem voru aðsópsmiklir á bókamarkaðin-
um í þá daga. Mér hafði auðvitað dvalist löng-
um stundum í fornbókabúðum inn á Hverfis-
götu, en fyrir alvöru byrjaði þetta þegar ég fór
að vinna við uppboðin hjá Sigurði Benedikts-
syni á árunum fimmtíu og fjögur og fimm.
Óhætt er að fullyrða að á okkar öld hafi —
auk Sigurðar Benediktssonar og Helga
Tryggvasonar — fjórir bókasafnarar orðið
þekktastir hér á landi. Ég hafði kynni af þeim
öllum, utan Benedikt Þórarinssyni, kaup-
manni og brennivínssala. „Engir timburmenn
af mínu víni,“ auglýsti hann — þetta var fyrir
bannið og mína tíð, sjáðu til — og hann safn-
aði öllu prenti um íslendinga sem hann með
nokkru móti gat komist yfir hérlendis sem er-
lendis. Það gaf hann allt í Háskólabókasafn-
ið. Hinir voru kallaðir Þorsteinarnir þrír —
allt mjög ötulir bókasafnarar. Einn var Þorst-
einn gamli Þorsteinsson sýslumaður Dala-
manna. Hann safnaði gömlu íslensku prenti
frá Hólum og Skálholti, Hrappsey og Viðey,
Beitistöðum og víðar að.
Gúmmístimpill
Ég átti töluverð samskipti við hann. ekki
var örgrannt um að hann væri aðgætinn og í-
heldinn á bækur. Því var hann kallaður Dala-
kútur. Get ég sagt þér einasögu af því. Árbók
Ferðafélagsins var torfengin orðin í uppruna-
legu útgáfunni. Þorsteinn hafði skrifað eina
bók um Dalasýslu og var aukinheldur heið-
ursfélagi í Ferðafélaginu. Ég vissi að hann átti
aukaeintak af frumútgáfu Árbókarinnar —
sem ég girntist. Kem ég til hans með tvær
gamlar bækur fágætar og vil skipta, en hann
segir mér að koma seinna. Þegar ég finn karl-
inn næst þá er hann með tvo stóra pakka á
borðinu hjá sér. „Þarna er þetta“, segir karl.
Ég þakka fyrir og ætla að gægjast í pakkana
og sé óðara að þar er endurútgáfa en ekki
frumútgáfan. Það var auðfundið því að ekk-
ert þrykk var í pappírnum. „Það á að standa
ef þetta er önnur útgáfaý segir karl og tvístíg-
ur. En það var enginn vafi, þetta var endurút-
gáfan. Ártalið sem stipmlað hafði verið á með*
gúmmístimpli hafði karlinn þurrkað út. Við
gerðum gott úr þessu. — Álit samtíðarinnar á
Þorsteini kemur skýrt fram í eftirfarandi vísu
Guðmundar Böðvarssonar um hann látinn.
Fallega Þorsteinn flugið tók,
fór um himna kliður.
Lykla-Pétur Lífsins bók
lokaði í skyndi niður.
Mér reyndist Þorsteinn ávallt hinn ljúfasti
fræðari og miðlari, en hann var stríðinn
spaugari og smáhrekkjóttur.
Hinir Þorsteinarnir voru ekki jafnatgangs-
samir.
Þorsteinn M. Jónsson skólastjóri á Akur-
eyri safnaði öllum textaútgáfum á íslendinga-
sögunum gefnum út erlendis, þúsundum
binda sem Árnastofnunin keypti. Loks var
Þorsteinn Jósefsson blaðamaður og ljós-
myndari sem átti mikið og fallegt bókasafn;’
Nordal bauð fyrsta staupið
— Viltu ekki segja mér af bókauppboðun-
um sem þú gast um?
„Það var oft ansi fjörugt á uppboðunum,
sem haldin voru í Sjálfstæðishúsinu og Þjóð- •
leikhúskjallaranum. Margt skrafað og skegg-
rætt, það var spenna í loftinu. Það mætti
nefna mörg nöfn. Stundum kom Sigurður
Nordal, þessi kosmópólítanski ægishjálmur
„Fra vasaDro
upp f GuðPr