Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Blaðsíða 13
_}~lelgai-- posturinn. Fimmti september 1983 isMKum aidsDlhiíu irati neigarpóstsviðtaiið Hristjónssðn lornbókasali viðiai: Pórhaiiur Egpórssðn Myndír: Jíin Smarl „Jú jú. Ég var tvö ár á Vikunni, fyrir meira en tuttugu árum. Svo var ég viðloðandi Vísi og Moggann, hef öðru hverju skrifað fyrir þá um fag sem ég lærði úti í Kaupmannahöfn á sínum tíma, milliríkjaviðskipti og þess hátt- ar“ — Skrifaðirðu ekki palladóma í Vikuna? „Jú, flesta á þeim árum. En einnig komu þar við sögu Sverrir Kristjánsson, Helgi Sæm og fleiri góðir menn. Annars var það leyndar- mál hverjir skrifuðu. Dómarnir þóttu stund- um ansi illskeyttir. En einu sinni tók átján yfir. Þá var sagt frá Guðmundi blinda í Víði. Allt var það satt og rétt og mesta hól. En mynd af honum fylgdi með þar sem hann var að bera kassa, og sást að vantaði á hann fingur sem hann hafði reyndar misst í sögunarvél. Fólk varð alveg hoppandi. — Og einhvern tima skrifaði ónefndur útvarpsmaður um yfir- mann sinn Vilhjálm Þ. útvarpsstjóra. Voru þau skrif svo rætin að annar þurfti að taka á sig sökina til að höfundi yrði vært á vinnustað — og varð ég til þess. Hygg ég að ekki hafi ég verið hafður í hávegum í þeirri fjölskyldu síð- an, sem vonlegt er... Þessir dálkar hétu „í aldarspegliþ og voru ekki með ólíku sniði og Nærmyndirnar ykkar á Helgarpóstinum, um- fjöllunin ef til vill á heldur sögulegra basís. Og þegar öllu er á botninn hvolft er fæstum svo leitt sem þeir láta að vera á milli tannanna á fjölmiðlum. En auðvitað hefur allt sín tak- mörk“ Lögbók frá 1709 — Ófátt hefur verið hægt að grufla í Kaup- mannahöfn þegar þú varst þar, ímynda ég mér? „Ætli ekki það! Við konan mín, Nína Björk Árnadóttir, vorum þrjú ár í Kaupmannahöfn. Þar komst ég yfir margt eigulegt. Sjáðu til dæmis þessar skyssur eftir Kjarval, og þessa hérna eftir Jón Stefánsson, það eru lómarnir sem nú eru á Bessastöðum: hún hét reyndar „Sumarnótt við Þjórsá", frá hendi lista- mannsins!1 — Bragi rís á fætur, tekur mynd- irnar ofan af vegg og sýnir mér. Hann talar eins og sá sem vitið hefur þegar hann útskýrir fyrir mér myndirnar og segir frá hvar og með hvaða hætti hann hafi eignast þær. „I Kaupmannahöfn eignaðist ég lögbók frá 1709“ heldur hann áfram. „Hún kostaði fimmtán krónur, en færi fyrir tugi þúsunda í dag. í Danaveldi var lengi hægt að hafa upp á ýmsu merkilegu, íslendingar hafa verið þarna öldum saman; þarna fór nær allt há- skólanám þeirra fram til ársins 1918 að þeir misstu Garðstyrkinn, og auðvitað lengur. En núna er Daninn búinn að komast að því að ís- lendingar kaupa allt sem íslenskt er — og fær- ir sér það í nyt“ Brjóstmynd í öskutunnu —Skyldi ekki maður sem verslar með bæk- ur kynnast mörgum rithöfundi? „Jú, mikil ósköp. Jökull Jakobsson var giftur systur minni og þekkti ég hann því vel. Og ég hef líka orðið ágætlega kunnugur ýms- um öðrum skáldum og rithöfundum. Kemur mér þá í hug ein. saga. í gamla daga var í Naustinu á miðvikudags- kvöldum starfræktur svokallaður Lista- mannaklúbbur sem Jón Leifs og fleiri gengust fyrir. Þá voru miðvikudagarnir „þurrir" eins og sagt er, en klúbburinn fékk undanþágu fyr- ir léttum vínum, og fór ég stundum. Einu sinni bauð Sigurjón Ólafsson myndhöggvari heim til sín á Laugarnestanga eftir eitt slíkt fundarkvöld. Sagðist hann hafa hent frumgerðinni að brjóstmynd sinni af Sigurði Nordal út í ösku- tunnu — orðinn leiður á henni. „Sá sem fyrst- ur finnur tunnurnar“, sagði hann, „má eiga hana!‘ Náttmyrkur grúfði yfir, svo að óhægt var um vik að finna tunnurnar. Við Hannes Pétursson þustum út, en ég varð hlutskarpari, fann tunnurnar og hausinn á undan Hannesi. Þetta var mikill kjörgripur og var síðar falað- ur af mér af ættingjum Nordals!* Þekki bransann — Hvernig gerast svo kaupin? „Skemmst er frá því að segja að ég hef verið með búðina í sex ár, fyrst á Skólavörðustígn- um, en ég flutti á Hverfisgötuna fyrir tveimur árum. Ég tíndi til ýmislegt sem ég átti i fórum mínum. Ég þekkti flesta í bransanum — og byrjaði einfaldlega að kaupa og selja. Það er mikil og góð samvinna á milli okkar sem fáumst við þetta, en vitanlega samkeppni líka. Annars erum við ekki margir í þessu, þótt svo kunni að virðast í fljótu bragði, heldur eru þetta mest fullorðnir menn og hafa aðeins opið hluta úr degi. Ég sá fljótt að lítið púður var í að bíða eftir fólki og fór ég þess vegna að útbúa katalóga á tveggja mánaða fresti eða svo, en það hafði ekki tíðkast áður. Er þessi tilhögun einkum til hagræðis fyrir þá bókamenn sem búa úti á Iandi, en því fer fjarri að allir kúnnarnir séu héðan úr höfuð- staðnum!1 — Hverjir kaupa hvað? „Drottinn minn! Breiddin er mikil. Ég hef á boðstólum allt frá vasabrotsbókum upp í Guðbrandsbiblíu. Óvænlegt væri að setja sig í og hátíðlegar stellingar. Kúnnarnir eru alls konar fólk og á öllum aldri: einstaklingar, fyr- irtæki, sjúkrahús, elliheimili, Pétur og Páll. En til eru þeir líka sem fjárfesta í bókum. Slíkt er bæði vandasamt og varasamt, en ekki er að neita að nokkrir kunna á því lagið. Bókasafnarar eru margir, þótt ekki sé það með sama móti og var. í þann tíð voru til menn sem söfnuðu í sannleika öllu. Núna tak- marka safnarar sig fremur við einstaka flokka!1 — Hvaðan ætli hún berist einkum varan — bækurnar, meina ég? „Bækurnar berast hvaðanæva að, oft í stór- um stömpum við breytingar á högum fólks, við dauðsföll og þess háttar. En einnig berst mikið frá útlöndum, íslendingabyggðum í Vesturheimi, Danmörku, já jafnvel frá Aust- ur-Evrópu. Ennfremur eru híbýli sumra þann- ig að þau bjóða ekki upp á bækur og neyðast þeir til að losa sig við ef eitthvað berst upp í hendurnar á þeim. Alkunna er að bókin á í samkeppni við myndina. Reyfarar og ýmislegt léttmeti eiga í vök að verjast fyrir afþreyingar- efni í sjónvarpi og vídeói. Hins vegar er því vitanlega svo farið um marga fræði, taktu eft- ir því, að henni verða ekki gerð skil nema í rit- uðu máli — og verður því ekki um neina sam- keppni að ræða. Ég nefni sem dæmi ætt- fræðina. Áhugi íslendinga á sjálfum sér er með ólíkindum mikill: hugsaðu þér kennara- töl, apótekaratöl, héraðslýsingar og hvað þetta nú heitir — allt selst grimmt!* Búðin samkomustaður — Ég man eftir að mikill bókasafnari var eitt sinn spurður að því í sjónvarpsþætti hvort hann læsi bækurnar sínar. Kvað hann nei við, sér nægði fyllilega upplestur í útvarpi. — Er bókasöfnun eins og hver önnur söfnunarár- átta? „Þetta hefur verið hann Páll heitinn á Aðal- bóli. Hann byrjaði nokkuð seint að safna, svo að hann hafði lítinn tíma aflögu til lestrar. En hann var gagnmerkur maður og kom saman ótrúlega góðu safni. — En auðvitað er þetta eins misjafnt og mennirnir, Og víst er að sumir hafa bókstaflega orðið helteknir af óviðráð- anlegri, óútskýranlegri söfnunarfýsn, og á lít- ið sammerkt með lestraráhuga. Það eru meira að segja til ungir menn um tvítugt sem eru þegar orðnir manískir. Én mér finnst of mikið gert úr þessum þætti — kjölfræðinni. Orðið bókasafnari hefur fengið neikvæða merkingu, sem það á alls ekki skilið. Á vissum tíma dags er búðin hjá mér samkomustaður skemmtilegra manna og kvenna, þá er margt spjallað og bornar saman bækur. Eins konar klúbbstemmning, má segja. Og fæst þessa fólks skiptir útlit bók- anna öllu máli, heldur varðar mestu að undir- staðan sé réttileg fundin!' W

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.