Helgarpósturinn - 15.09.1983, Síða 14
14
_Helgai------------
posturinn
Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólf-
ur Margeirsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thor-
steinsson
Blaðamenn: Guðlaugur Bergmunds-
son, Kristín Ástgeirsdóttir, Þórhallur
Eyþórsson.
Ljósmyndir: Jim Smart
Útgefandi: Goögá h/f
Framkvæmdastjóri: Guðmundur H.
Jóhannesson
Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen
Skrifstofustjóridngvar Halldórsson
Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir
Lausasöluverð kr. 25
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla
38, Reykjavík, sími 81866. Afgreiðsla
og skrifstofa eru aö Ármúla 38. Símar
81866 og 81741.
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Aukin
áfengis-
neysla
Þaö orö hefur lengi legiö á
íslendingum aö þeir séu drykk-
felldari en aörar þjóöir. Athug-
un á neyslu hreins vínanda á
hvern íbúa hér á landi leiöir þó
í Ijós aö svo er ekki. Viö drekk-
um minna en flestar ef ekki all-
ar nágrannaþjóöirnar. Hiö
slæma oröspor sem fer af
drykkju landsmanna er frekar
afleiöing þess hvernig viö
drekkum. Landsmenn drekka
ekki jafnt og hóflega alla daga
vikunnar. Þeir einskoröa nán-
ast alla áfengisdrykkju viö
helgar og drekka þá mikið í
einu — og oft illa.
Þetta gæti verið aö breytast.
Helgarpósturinn birtir í dag
grein þar sem kemur fram aö
sala Afengis- og tóbaksversl-
unar ríkisins á léttum vínum
hefur margfaldast síöastliöin
10 ár. íslendingar kaupa nú
meira af léttari víntegundum
en sterkum, brenndum vínum.
Viö upphaf síöasta áratugar
einskoröaöist áfengisneyslan
viö sterku drykkina. Nú er aftur
á móti meira selt af léttari vín-
tegundum en þeim sterku.
Þessar upplýsingar koma í Ijós,
séu sölutölur ÁTVR skoöaðar
fyrir árin 1972—1982, eins og
Helgarpósturinn gerir í grein
sinni.
í Ijós kemur t.d. aö áfengis-
neyslan hefur aukist á síöustu
10 árum um næstum 70%, í lítr-
um talið. Vegna þess hve létt-
vínin hafa unniö á í sölu er ekki
um þaö aö ræöa, aö neysla
landsmanna á hreinum vín-
anda hafi vaxið jafn mikiö og
þessi aukna sala á víni viröist
gefa til kynna.
Samt veldur þaö áhyggjum
aö neysla hreins vínanda á
hvern íbúa hefur vaxiö um tæp
12% á þessum tíu árum, þrátt
fyrir stóraukna fræöslu um
skaðsemi áfengis.
í grein Helgarpóstsins kem-
ur fram, aö af þeim 830 milljón-
um króna sem íslenska ríkiö
græöir á einkasölu áfengis hér
á landi á þessu ári, renna aö-
eins 0,05% eöa 440.000 krónur
beint til málaflokka, þar sem
reynt er aö takast á viö áfengis-
vandamáliö. Þessa prósentu
maetti hækka.
Áfengisvandamáliö viröist
ekki vera í neinni rénun hér á
landi, en þaö er óskandi, aö
hinn breytti smekkur íslend-
inga, sem endurspeglast í vín-
sölu ÁTVR siðustu árin, sé
merki um skynsamlegri meö-
ferð áfengis en hér hefur tíök-
ast til skamms tíma.
Vönduð
vinnu-
brögð
Stórfelld aöstoð
bandaríska hersins
T,nl TÍvofttátnsaon Mynat,: Ad Vsn bnndsrsn
Ritstjórn Helgarpóstsins
Grein Hallgríms Thorsteinssonar
í síðasta Helgarpósti er fyrirmynd-
ar dæmi um alvöru rannsóknar-
blaðamennsku. Gullskipið hefur
verið efst á baugi að undanförnu og
þarna var málið skoðað frá algjör-
lega nýju sjónarhorni — án þess að
missa sjónar á staðreyndum. Þetta
er óskagrein fyrir hvaða blaðamann
sem er. Stórfellt samkrull Banda-
ríkjahers og gullleitarmanna var
rækilega undirbyggt með heimild-
um og viðtölum.
En það er með þessar spurningar,
sem ósvarað er. Úr því að Alþingi
gat ábyrgst skuldirnar, skyldi sú
stofnun ekki líka sjá metnað sinn í
því að kanna hverskonar fjármála-
og aðrar hagsmunaflækjur dúkka
þarna upp?
En ég vil fyrst og fremst óska
ykkur til hamingju með vönduð
vinnubrögð, kæru kollegar.
Jón Ásgeir Sigurösson, varafor-
maður Blaðamannafélags íslands
Er
ekki
lífið
þess
virði?
Ágæti Helgarpóstur
Það var hressandi að lesa viðtalið
við Steve Ignorant, söngvara Crass
í síðasta Helgarpósti: „Nú þarf að
steyta hnefann“. Það er umhugsun-
arvert hversu mikinn hljómgrunn
Crass á sér í Bretlandi og víðar.
Plötur hennar hafa verið bannaðar
í útvarpi, brotnar í His-masters-
voice plötubúð í Lundúnum. Þær
eru ekki auglýstar — en allt kemur
fyrir ekki; plöturnar renna út eins
og heitar lummur. Þeir Crassfélag-
ar berjast fyrir friði á sinn pönkaða
hátt og þeir ná svo sannarlega til
stórs hóps af fólki. Það er óskandi
að þeim takist að gera þennan hóp
virkan í baráttunni.
Sem betur fer er það ekki svo að
friðarbaráttan sé einangruð við
eina kynslóð eða einn aldurshóp,
þ.e. þann hóp, sem trúir því að
kassagítarinn sé liðin tíð í barátt-
unni. Það sannaðist á eftirminni-
legan hátt hér á íslandi í síðustu
viku. Fjölbreytt og glæsileg dagskrá
friðarvikunnar náði augum og eyr-
um þúsunda íslendinga. Óeigin-
gjarnt framlag fjölda manna sýnir
að friðarhugsjónin er langt yfir það
hafin að koðna niður.í flokkspóli-
tískri lágkúru. Þeir sem leggja frið
og flokkadrætti að jöfnu hafa nú
fengið gott tækifæri til að heyra um
baráttuna vestan hafs og austan. Sú
barátta mótast af lífsvilja en ekki
flokkspólitískum vilja. Starfsstéttir
hópa sig saman um málefnið —
læknar, prestar, lögfræðingar, lista-
menn o.s.frv. Baráttan fyrir kjarn-
orkuafvopnun er sjálfsögð krafa
allra hugsandi manna. Að baki
þessari baráttu stendur fjöldahreyf-
ing, sem dag frá degi magnast í
kröfum sínum. Það kemur að því
að kröfurnar ná eyrum þeirra, sem
sitja á valdastólum með líf okkar í
hendi sér.
Eftir að hafa hlustað á formann
bandarísku læknasamtakanna
Christine Cassell, varð það ljóst að
við megum engan tíma missa. 3
TONN AF TNT Á HVERT
MANNSBARN Á JÖRÐINNI!
Þegar sprengjan er fallin er of seint
fyrir þá, sem trúa því að hún sé eina
trygging fyrir friði í heiminum, að
komast að því að þeir höfðu á
röngu að standa.
Það er vert að hafa í huga að bar-
áttan fyrir friði hefur aldrei verið
vinsæl. Yfirlýstir friðarsinnar er-
lendis sem samvisku sinnar vegna
hafa neitað að gegna herþjónustu,
hafa gjarnan lent í fangelsum eða
verið útilokaðir frá störfum hjá
hinu opinbera. Halldór Laxness
sagði m.a. á friðardagskrá í Þjóð-
leikhúsinu s.l. sunnudag:
„En eftir því sem maður fór í
fleiri staði og hélt lengri og betri
ræður, eftir því var þessi starfsemi
af þeim sem ríkjum ráða í heimin-
um stimpluð sem nokkurs konar
stórglæpur. Og þeir menn sem feng-
ust við að reyna að stilla til friðar í
heiminum og gerðu það að tak-
marki sínu voru brennimerktir sem
glæpamenn. Þetta máttum við allt-
af heyra á eftir okkur og ég er ekki
frá því að það heyrist enn þann dag
í dag“.
Við skulum ekki skammast okk-
ar fyrir að krefjast framtíðar fyrir
okkur og ókomnar kynslóðir. Tök-
um niður hauspokann og samein-
umst í stöðugri og virkri baráttu
fyrir kjarnorkuafvopnun allra
þjóða.
ER EKKI LÍFIÐ ÞESS VIRÐI?
Sigrún Valbergsdóttir
Hitler
átti
hug-
mynd-
ina
í sögusagnadálkum Helgarpósts-
ins 8. september síðastliðinn er
meðal annars getið um fyrirhugaða
útgáfu rits um heimsstyrjaldarárin
síðari sem ég hef unnið að undan-
farin misseri. í megindráttum á frá-
sögnin við rök að styðjast. Hinsveg-
ar er af einhverjum ástæðum getið
um eitt efnisatriði bókarinnar og
þar sem um er að ræða nokkurn
misskilning vil ég biðja Helgarpóst-
inn að birta eftirfarandi athuga-
semd.
í meðförum blaðamanns verður
tilvísun í handrit bókarinnar á
þessa leið: „Meðal þess sem TÓmas
mun hafa komist að er það að Þjóð-
verjar höfðu tekið endanlega
ákvörðun um að gera ekki innrás á
ísland, en hingað til hefur verið
haldið að þeir hafi haft tilbúna
áætlun um slíkt, en orðið aðeins á
eftir Bretum". Þessi málsgrein er
nokkuð ruglingsleg og merkingin
óljós en til að leiðrétta hugsanlega
mistúlkun skal þess getið að vissu-
lega lét yfirherstjórn Þjóðverja
semja áætlun um innrás og töku
íslands og fékk sú áætlun dulnefnið
„Ikarus“. Ákvörðun um gerð
Ikarusáætlunarinnar var tekin í
júní 1940, skömmu eftir að Bretar
hernámu ísland (10. maí). Heimild-
ir bera aftur á móti með sér að hug-
myndin að íslandsleiðangri nasista
hafi fæðst í maí og hana hafi sjálfur
Adolf Hitler upphaflega átt. Her-
nám Breta kom í veg fyrir að áætl-
unin kæmist nokkru sinni til fram-
kvæmda en það rann ekki upp fyrir
herstjórn Þjóðverja fyrr en seinna á
árinu 1940, sbr. að Ikarusáætlunin
var samin í júní.
í stuttu máli: a) Undirritaður
komst ekki að' því sem að ofan er
getið heldur vitnar hann meðal
annars í grein Þórs Whitehead:
„ísland, nasistar og Atlantshaf“.
Lesbók Morgunblaðsins 46. árg.
34. tbl. (3. október 1971) b) Sá hluti
málsgreinarinnar þar sem segir „að
Þjóðverjar höfðu tekið endanlega
ákvörðun um að gera ekki innrás í
ísland" er marklaus þar sem tíma-
setningu vantar. c) Síðasti hluti
málsgreinarinnar er einnig byggður
á misskilningi því engum blöðum er
um það að fletta að Þjóðverjar
höfðu undir höndum áætlun um
innrás í ísland.
Með þökk fyrir birtinguna,
Tómas Þór Tomasson
Sumarauki á strönd Benidorm í þrjár vikur. Beint flug
báöar leiðir, möguleiki á að hafa viðkomu í London _
eða Amsterdam á heimleið.
Sérstaklega heppileg ferð fyrir aldraða. Þeim til að- _.
stoðar verður Gréta Halldórs, hjúkrunarfræðingur ’• |
frá Akureyri. ■’
Sértilboð — verð frá 16.670r í íbúðum. .*• I
verð frá 20.910r á hóteli með fullu fæði. Sfc "
Staðgreiðsluafsláttur — barnaafsláttur og hagstæð I
greiðslukjör. ]'í —
I
Notið þetta einstaka tækifæri og njótið þess að fram- J j ■
lengja sumarið... á Spáni * _
FERÐA !
MIÐSTODIN!
AÐALSTRÆTI 9 S. 28133\