Helgarpósturinn - 15.09.1983, Síða 19

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Síða 19
19 _j~lelgai-;- pústurinn Fimmtudagur 15. september 1983 Ein er sú rokkhljómsveit íslensk sem aðdáend- um íslensku rokk-nýbylgjunnar hefur aldrei þött standa undir nafni. Þessi hljómsveit er Von- brigði. Þeir stukku 16—17 ára upp á svið árið 1981 og fluttu hrátt rokk af svo miklum þunga og krafti að menn hrukku við. Nýr tónn, ferskur kraftur — óhaminn. Þeir endurspegluðu innstu spennu Breiðholtsæskunnar í óði sínum til höf- uðborgarinnar, laginu Ó, Reykjavík, sem varð titillag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík. Von- brigði spruttu út úr steinsteyptum skúmaskotum Breiðholtsins fyrir tveimur árum. Þá höfðu bræðurnir Árni K. gítarleikari og Tóti K. trommumaður spilað með Gunnari Hnífdal Ell- ertssyni, bassa, í eitt ár. Þeir hétu Raflost, Hrúg- aldin og fleiri hljómsveitarnafnalegum nöfnum á þessum tíma og spiluðu einhverja sirkúsmúsík. Pönk fór að blandast tónlistinni og úr varð eins- konar sirkúspönk. Eftir að Johann V. fór að syngja með þeim kölluðu þeir sig Vonbrigði, þeir urðu vonbrigðastrákarnir. Sirkúspönkið er nú löngu horfið og tónlist þeirra er i örri þróun, eins og þeir sem hlustuðu vel heyrðu greinilega á frið- artónleikunum Við krefjumst framtíðar á laug- ardaginn var. Ekki stóðu Vonbrigði undir nafni þar, frekar en fyrri daginn. í vikunni fyrir tón- leikana sendu þeir frá sér aðra hljómplötu sina: Kakófónía. Nafnið hefur ekkert með kakó að gera. Hljómsveitin Vonbrigöi í viötali við HP — Hvað viljið þið kalla ykkar rokk? „Við viijum helst ekkert frasa tónlist okkar voða mikið. Við höf- um sagt að þetta sé svona eins og safn af nýrri nýbylgju, það eru pönkáhrif, fönkáhrif. Annars nær nýbylgjan yfir svo stórt svið... það eru þarna klassísk áhrif líka. — Inspíreruðu aðstæður ungl- inga í Breiðholti tónlist ykkar? „Já, það var að breytast. Við vor- um að þróast í allt aðra átt akkúrat þá, farnir að gera það sem er á Kakófóníu. Það eru nefnilega mörg lög á henni sem við sömdum áður en litla fjögurra laga platan kom út og áður en Rokkið kom út, t.d. Eðli annarra og afskiptasemi, 6ý og Bömmer. En þessi lög hafa þróast mikið, músíkin er í stöðugri þróun. Bömmer hét fyrst Auglýsingar, og hafa kannski bara heyrt Ó, Reykja- vík, ekkert annað“. — Hefur gengið illa að losna út úr þessari mynd sem fólk gerir sér af ykkur, að þið séuð bara grúppan sem spilaði O, Reykjavík? „Það er búið að taka mjög lang- an tíma en þetta er að batna. Ann- ars er Ó, Reykjavík ekkert lélegt lag. Það er mjög gaman að taka það á tónleikum". „Margir ofmetnuðust við mynd- ina og fóru í sama farið og hinar gömlu hljómsveitirnar. Það hefur lítið komið fram af frjóum hljóm- sveitum og svo er orðið erfiðara að standa í þessu, meiri kröfur gerðar núna. Mikið af hljómsveitum hefur hrunið niður og nýju grúppurnar eru margar ekki að segja neitt nýtt. Það varð afturför t.d. bara frá Rokk í Reykjavík og til Músiktilrauna í inu. En þetta kemur aftur. Ég hef grun um það að það séu pælingar í gangi hjá ýmsum tónlistarmönnum sem komu fram 1980—1981, það er farið að pæla meira aftur, og það verður ekki langt þangað til eitt- hvað gerist“. — Hvað eru menn að meta upp á nýtt? „Menn eru að breyta hjá sér, breyta tónlistinni. Reyna að skapa Krafturinn hefur haldist — „Eitthvað, já það er stór punktur en ekki allt. Við værum örugglega allir á Kleppi ef við hefðum ekki verið í hljómsveit“. — Þegar þið voruð að byrja að spila, voruð þið þá strax öðruvísi en aðrar íslenskar grúppur? „Við vorum ekkert sérstakir.. Við vorum svo streit einhvern veginn. Spiluðum svona venjulegt pönk, smá fönk. Þetta var náttúrlega nýtt hérna á íslandi. Það var svona smá keimur af nýjum stíl. Það var mikil orka í okkur. Við vorum ekki í eins miklum pælingum og núna“. — En hefur krafturinn eitthvað dvínað við þessar pælingar? „Nei, nei, ekkert. Það eina sem hefur haldið velli hjá okkur í mús- ikkinni síðan þá er krafturinn, hitt hefur allt breyst. Krafturinn hefur haldist og svo erum við farnir að hreyfa okkur meira á sviði. Það sýnir bara að við fílum vel það sem við erum að gera núna. Einu sinni fannst okkur miklu skemmtilegra að æfa heldur en spila á hljómleik- um en þetta hefur breyst núna. Við vorum svo sviðshræddir fyrst. Á þessum tveimur árum sem við höf- um starfað höfum við spilað 44 konserta". — Þegar þið voruð að byrja, vissuð þið þá að þið mynduð halda áfram, eða spiluðuð þið bara frá degi til dags? „Við vorum strax ákveðnir í að halda áfram, en við vorum ekkert að hugsa um að koma fram svona fyrst. Það var eiginlega fyrir mistök að við komum fram. Við vórum beðnir um að spila í Bústöðum (Bústaðakirkju) í lok ágúst 1981. Áður hafði Jói verið á gítar, og við spiluðum þá tvo gítara, en á tónleik- unum þurftum við að fá söng og þá tók hann upp heddfón, ha, ha og stakk honum í bassamagnara. Svo stóð hann frammi á gangi og söng. Söng fyrir pabba ha, ha“. — Hvenær urðuð þið nafn í bransanum? „Það var í kringum Rokk í Reykjavík, eða eftir myndina. En þar áður höfðum við verið under- ground hljómsveit. Það var hópur fólks sem sótti mikið tónleika sem þekkti okkur áður en myndin kom. Englaryk var nokkuð vinsæl hljóm- sveit þá líka, en mjög undergröund. Tóti spilaði með þeim á einum hljómleikum, þeim síðustu". — Einu sinni á stórum tónleik- um á Borginni nokkru eftir að myndin kom út, þá neituðuð þið að taka Ó, Reykjavík. Hvers vegna? „Já, það voru miklar deilur um það hvort við ættum að spila það í myndinni eða ekki. Það var orðið gamalt þegar við tókum það upp og við vorum búnir að fá leið á því“. —- Voruð þið þá farnir að gera aðra hluti þegar myndin og platan komu út? Arni þenur gítarinn og Jóhann syngur hátt á „Við krefjumst framtíðar" á laugardaginn var. hitt allt breyst var eiginlega allt annað lag. Kakó- manían var tekin upp í maílok. Núna erum við eiginlega búnir að semja efni á nýja plötu. Þessi er búin að bíða svo lengi. „Margir líta á okkur sem hljóm- sveitina sem spilar Ó, Reykjavík, ennþá. Já, það er litið á okkur enn- þá sem einhverja pönk-grúppu. Það fer náttúrlega eftir því hvað fólkið er upplýst um okkur. Það eru margir sem hafa tekið það inn í hausinn á sér að við séum pönkarar, — Eruð þið að reyna að skapa ykkur einhverja ímynd? „Nei ekkert frekar. Það sem skiptir máli er bara að ímyndin sé sönn, engar blekkingar. Við erum farnir að gera skemmtilegri hluti, miklu frjórri hluti, farnir að nota hljóðfærin betur og meiri pælingar í byggingu á Iögunum. — Hvers vegna er rokksenan í Reykjavík svona miklu daufari núna. Hvers vegna datt þetta niður um mitt ár í fyrra? vetur. Músíktilraunir voru alveg vonlausar. En þar var þó alla vega reynt að gera eitthvað". — Afhverju hefur þetta versnað? „Margir hafa bara gefist upp. Þetta fer svo mikið eftir fólkinu. Það virðist vera svo lítið til af fólki sem hefur einhverja ánægju af skapandi tónlist. Það eru svo marg- ir sem eru farnir að pæla í þunga- rokki, tónlist sem var sko 1969. Þetta ber a„. keitii af uppgjöf, upp- gjöf almennings bara yfirleitt í líf- sér sérstöðu. Það er einmitt það sem þarf“. — Hvernig unnuð þið þessa plötu, unnuð þið hana hratt? „Já 25—30 tíma í stúdíói. Kannski of hratt. Næsta plata tekur líklega lengri tíma, ef við ákveðum að eyða svo miklum tíma, það verð- ur flóknari músík. Við förum fljót- lega aftur í stúdíó, vonandi i sept- ember-október og þá aftur í Hljóð- rita“. — Hver pródúseraði Kakó- maníu? „Sigurður Bjóla og Kjartan Kjartansson sem pródúseraði litlu plötuna". — En hvað skeður á næstunni hjá ykkur? „Við erum til dæmis að velta fyrir okkur að spila í Svíþjóð í október, á rokkhátíð gegn eiturlyfjum: Rock mod Rus. En það er ekki búið að á- kveða þetta“. — Eruð þið harðir á móti eitur- lyfjum? „Ja, okkur finnst allavega að eiturlyf eigi ekki að þurfa. Annars er kerfið svo sterkt virkar svo sterkt, á fólk að það þarf að vera hægt að flýja. Því meiri þreyta sem er hjá fólki gagnvart kerfinu, því meiri eiturlyfjaneysla, þvi meiri uppgjöf. Það er miklu nær að vera aktívur á móti einhverju eða með einhverju heldur en að detta niður í eiturlyf". — Ekki lifa menn á því að spila rokk eins og þið gerið og gefa út plötur? „Ekki ennþá, við höfum aldrei lifað á þessu, frekar eytt pening í þetta. Við ætlum að lifa á þessu ef það er hægt en við hættum ekkert þó að við lifum ekki á þessu. Við erum ekki að þessu fyrir peninga. Þeir hafa alltaf verið aukaatriði. Aðalatriðið er ánægjan. Við höfum aldrei pælt í því að lifa á þessu. Það eru margir sem pæla bara í því. Svo sjá þeir að það er ekki hægt, þá hætta þeir“. — Hvað með tækifæri til að spila opinberlega, hefur þeim fækkað eða fjölgað? „Þeim hefur alltaf fækkað á sumrin en þetta lagast örugglega í vetur. Til dæmis í NEFS, Safarí, Borgin, félagsmiðstöðvar, skólar. Þar sem vínsala er, er leiðinlegt að spila til lengdar. Þar er alltaf sama fólkið. Sama fólkið á Safarí, sama fólkið á Borginni. Það er oft sem fólk fer ekki á þessa staði með þeim tilgangi að hlusta á músík. Það stendur þarna með glasið í hendinni og dillar tánni í takt við tónlistina. Búið. Þetta er mesti gallinrr við ís- lendinga. Við viljum að fólk standi nálægt sviðinu og hreyfi sig, að það sé ekki svona hrætt. Það vantar stemmningu í hljómleika á íslandi. Það er leiðinlegt að spila fyrir fólk sem stendur bara kjurt“.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.