Helgarpósturinn - 15.09.1983, Page 20

Helgarpósturinn - 15.09.1983, Page 20
20 Fimmtudagur 15. september 1983 _Helgar> i .viH- . posturinn Nafn banka eða sparisjóðs gefur til kynna hvar kortið er gefið út og hver sjái um VISA viðskipti þín. Kortið er í raun og veru heimild til reikningsviðskipta erlendis, skv. sérstökum gjaldeyrisreglum Seðlabankans. Nafn þitt er þrykkt á kortið, sem staðfesting þess að þú sért handhafi þess, og öðrum sé ekki heimilt að nota það. Undirskrift þín á bakhlið kortsins er til samanburðar. rr VISA ÍSLAND ViSA 4SH8 8000 0000 123H< Þetta er VISA-númer þitt. Númerið er aðeins tengt þínu nafni. Það er mjög nauðsynlegt að tilgreina VISA-númerið í ölium viðskiptum og bréfaskriftum varðandi VISA viðskipti þín. Þessar tölur gefa til kynna hvenær gildistími VISA-kortsins rennur út. Kortið er ógilt á síðasta degi þess mánaðar sem tiltekinn er á kortinu. Láttu banka þinn eða sparisjóð sjá um endurnýjun kortsins tímanlega. Tölvurákin á hakhlið kortsins er vegna sjálfvirkrar tölvuvinnslu, sem væntanlega verður á öllum VISA viðskiptastöðum í framtíðinni. Undirskrift þín er borin saman við undirskriftina á sölukvittun, þegar sala hefur farið fram. ílrásoguf' k°^bgle9'uma' / Óréttlæti — Þú minntist á alþjóðleg kreditkort til notkunar á ferðum er- lendis. Hvað er að segja um reglur gjaldeyriseftirlitsins þar að lút- andi? „Það verður að segjast eins og er að reglur gjaldeyriseftirlits Seðla- bankans eru fremur óskýrar. Þeim samstarfsaðili Mastercard í Banda- ríkjunum og Access í Bretlandi. Handhafar korta þaðan geta auð- vitað notað þau hér á landi, eins og íslandingar þar. Allir geta sótt um að fá kredit- kort, og eru umsóknir vegnar og metnar. Vitaskuld geta ekki allir búist við jákvæðu svari, — ekki frekar en allir geta búist við að fá lán í banka. Viðskiptaferill um- Þessi saga úr bandarískum veru- leika leiðir hugann að því að einnig hér á landi færist notkun kredit- korta í vöxt. „Nú þegar nota margir íslendingar kreditkort almennt í viðskiptum sínum innan lands sem utan og fer þeim fjölgandiþ segir í kynningarbæklingi annars tveggja kreditkortafyrirtækja sem stafrækt eru í Reykjavík. En hvað er kreditkort? Hver er máttur þessa plasthúðaða bréf- spjalds? Er að notkun þess hagræði — eða getur það ef til vill reynst skaðræðisgripur? Notkun kredit- korta hérlendis á sér í raun aðeins þriggja ára sögu. Kreditkortafyrir- tækin tvö sem um var getið heita Kreditkort h/f og VISA ÍSLAND. Við leituðum til þeirra til að fá svör við áleitnum spurningum. Fyrstur varð fyrir svörum Gunnar Bærings- son framkvæmdastjóri Kreditkorts h/f. — En er ekki hætta notkun? „Ég tel fráleitt að hætta sé á mis- notkun. Það er tekið rithandar- sýnishorn af korthafa og hann kvittar fyrir þar sem hann hefur gert sín viðskipti. Ef kort glatast ber tafarlaust að tilkynna það til réttra aðila. Þá sendum við lista yfir glötuð kort til fyrirtækja. Þannig á að vera hægt að koma í veg fyrir misnotkuný Viðskiptaferill athugaður „Hér á landi er það einkum hinn almenni borgari í daglegu amstri sínu, ef svo má að orði komast, sem færir sér þessa þjónustu í nytý sagði hann. Ferðamönnum og kaupsýslu- mönnum á leið erlendis þykir einnig hagræði að notkun alþjóðlegra kreditkorta, eins og eðlilegt er, þvi að oft er óþægilegt að bera stórar fúlgur á sér þegar verið er á ferð og flugi. Kreditkort h/f er aðili að Eurocard Intertnational, sem hefur samstarf við um 23 þúsund banka og sparisjóði og hundrað þúsund afgreiðslustaði víðsvegar um lönd, og það fyrirtæki er aftur á móti sækjanda er athugaður og verður að sjálfsögðu að vera hnökralaus, því að ábyrgðin er okkar ef eitthvað. ber út af. Við ábyrgjumst lánstraust viðskiptavinarins því aðeins að hann samþykki að leggja fram tryggingarvíxil. Engrar annarrar tryggingar er í rauninni hægt að krefjast, þetta eru eins og hver önn- ur lánaviðskipti. Tilhögun er þannig háttað að miðað er við úttektartímabil frá 21. hvers mánaðar til 20. næsta mánað- ar. Greiðslufrestur er fimmtán dag- ar, en eindagi er 5. hvers mánaðar. — Hversu almenn er notkun kreditkorta orðin? „Það eru yfir sex þúsund kort hjá okkur og afgreiðslustaðirnir eru rúmlega sex hundruð í öllum grein- um verslunar og viðskipta, nema bensínstöðvar hafa enn ekki séð sér fært að bjóða upp á þessa þjónustu. Korthafar fá lista yfir þá staði sem þeir geta verslað á, en verslanirnar eru auk þess merktar sérstaklega" — Á kreditkortið eftir að leysa ávísanaheftið af hólmi? „Óhætt er að segja að það sé framtíðin, þótt enn sé ekki svo langt komiðí' iP' \\ I ,\ A Gunnar Bæringsson, framkvæmdastjórí Kreditkorts h/f: mun kreditkortið leysa ávísunarheftið af hólmi“. „í framtíðinni sem mikið ferðast erlendis er sögð heimil notkun á alþjóðlegu kredit- korti, en í raun ríkir óréttlæti á þessu sviði því að svo virðist sem einungis útvaldir fái notið þessaí* — Hver skyldu viðbrögð erlend- is vera við íslenskum kreditkortum, þegar gengið hjá okkur sígur alltaf jafnt og þétt? „Erlendis er framvísað í gjald- miðli hlutaðeigandi lands, en síðan fært yfir í dollara. Við innheimtum svo það sem skuldfært er á okkur. Þar kemur vitaskuld lánstíminn á móti, þannig að verði gengissig eða gengisfelling á tímabilinu þá er það mál korthafans sem í hlut á — nerha hann eigi gjaldeyrisreikningí* — Gerir þetta fyrirkomulag ekki kleift að fylgjast á auðveldari hátt en ella með fjárhagsstöðu einstak- lingsins? „í rauninni er verið að fylgjast með fjárhagsstöðu einstaklingsins í öllum viðskiptum. Aðstaða okkar er lítið frábrugðin aðstöðu bank- anna, nema ef til vill að því leyti að við fáum sundurliðað yfirlit yfir einkaneyslu viðskiptavinanna" Til notkunar erlendis Helgarpósturinn snéri sér einnig til Einars S. Einarssonar fram- kvæmdastjóra VISA ÍSLAND til að grennslast fyrir um starfsemi þess fyrirtækis: „Okkar félag er aðili að VISA INTERNATIONALý sagði Einar. „Það er öflugasta greiðslukorta- fyrirtæki heims, korthafar yfir hundrað milljónir. Fyrirtækið er samstarfsvettvangur fimmtán þús- und banka og sparisjóða í um hundrað og sextíu löndum, með yf- ir áttatíu þúsund útibú eða af- greiðslustaði. VISA ÍSLAND er sameignarfélag fimm banka og þrettán sparisjóða hérlendra, og stendur því um áttatíu prósent af bankakerfinu að baki okkur. Fyrst i stað verða okkar kort einungis til notkunar erlendis, en við höfum hafið undirbúning að því að setja á markaðinn greiðslukort sem geta gilt bæði innanlands sem utan, þótt enn sé ekki hægt að segja um hve- nær það nær fram að ganga. Viðskiptamenn okkar fá kortin hjá sínum bönkum, hver banki á- byrgist sinn viðskiptamann. Vita- skuld fá einungis traustir aðilar uppáskrift fyrir greiðslukortum. Greiðslufrestur hjá okkur er á bil- inu einn til þrír mánuðir. Það getur verið nauðsynlegt að hafa hann rýmilegan á meðan starfsemin er bundin við útlönd því að oft tekur tíma fyrir aðila þar að gera upp sína reikninga og senda þá til okkar"

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.