Helgarpósturinn - 15.09.1983, Qupperneq 22
22
Skuggahverfið
eða
Allt fyrir
„Vegna þess hversu landslagi
háttar ætti að geta verið hér dá-
snoturt kaupstaðarkorn" skrifaði
séra Tómas Sæmundsson fyrir
150 árum og sennilegt að allt frá
upphafi hafi bæjarbúum þótt
náttúruumgjörð Reykjavíkur
taka mannaverkunum langt fram.
Jafnvel svo að Jóhannes Kjarval
hundskammaði Knút Ziemsen
borgarstjóra fyrir Hljómskálann
sem hann kvað gjörsamlega eyði-
leggja útsýni til Keilis. Það var
árið 1923. Sennilega hefur engan
órað fyrir því að sextíu árum síðar
yrði í bígerð að draga fyrir sjálfa
Esjuna. Hingaðtil hefur það að-
eins verið á færi skýjanna og allir
Reykvíkingar kannast við þessa
tilfinningu þegar borgin er eins og
illa skafinn grautarpottur á
hvolfi. Og hvað borgin er undra-
skjót að búa sig upp á um leið og
rofar til og umgjörðin á sínum
stað: fjöll, eyjar, sund.
Samt er því ekki að neita að
borgaryfirvöldum hefur orðið
hringboröiö
í dag skrifar Pétur Gunnarsson.
ótrúlega ágengt í þeirri megin-
stefnu sinni að planta niður olíu-
tönkum, öskuhaúgum og hvers-
konar drullufyrirtækjum á
ströndina þar sem útsýni er feg-
urst. Myndarlegt skarð var höggv-
ið í landslagið þegar vöruskemm-
ur fengu að rísa við Kleppsveginn
og taka af útsýni yfir Sundin en í
sárabætur var rispað eitthvað
pírumpár á skúrveggina. Mælsk-
ast um afstöðu milli náttúru-
fegurðar borgarstæðisins og
mannaverka íbúanna er að horfa
út i Viðey á góðum degi og fara
þangað síðan og líta yfir til
borgarinnar nær óbrotna línu af
djönki.
Og nú er komið að Esjunni að
pakka saman. Borgarstjórnar-
meirihlutinn búinn að samþykkja
nýtingarhlutfall við Skúlagötu
sem birtast mun í 7—14 hæða
steinþili og draga fyrir alla strand-
lengjuna frá Útvarpshúsinu að
Snorrabraut. Meðalmaður þyrfti
að standa nálægt gatnamótum
Njálsgötu og Klapparstígs til að
„sigta yfir múrinn" eins og einn
dagblaðsskríbent komst að orði.
Þessar skipulagstillögur brjóta
sennilega allar hugmyndir
nútímafólks um mannabyggð.
Aðstöðuleysi fyrir barnafólk,
hávaði af umferð yfir boðlegum
mörkum, veðravíti sem skapast af
áhrifum háhýsanna á norðan-
vindinn og rústun merkilegra
húsa sem fyrir eru á svæðinu. (Ég
veigra mér við að taka með í upp-
talninguna horrorlýsingu borgar-
læknis af ástandi klóakmála úti-
fyrir Skúlagötuströnd og því
salmonellusamfélagi sem veður
og vindar úða yfir nærliggjandi
byggð).
Hvað í dauðanum býr á bak við
þessar tillögur meirihlutans? Ef
til vill getur að líta vísbendingu
um það í viðtali Morgunblaðsins
við Davíð Oddsson borgarstjóra
og Vilhjálm Vilhjálmsson. for-
mann skipulagsnefndar þann 4.
september sl. Þar segir m.a.:
„Það þarf ákveðinn þéttleika
byggðar til þess að arðbært sé að
byggja upp þessar lóðir..“
Arðbært fyrir hvern? Stærstu
lóðareigendur á umræddum skika
eru Eimskip, Sláturfélagið og
Garðar Gíslason h.f. Eru það
þessir aðilar sem borgarstjóri
ætlar að tryggja hámarksgróða
með lóðanýtingu sem brýtur öll
viðurkennd mörk?
Um langt skeið hefur skipulag
utsýnið
miðbæjarins verið eins og í fjala-
ketti. Engu líkara en ósýnileg
hönd riti undir allar skipulagstil-
Iögur: „auk þess legg ég til að mið-
bærinn verði lagður í eyði“. Lóða-
söfnurum og húsabröskurum hef-
ur verið leyft að ná undirtökum í
miðbænum. Til dæmis er einn
maður svo ólánsamur að „eiga“
mest alla frumbyggð Reykjavíkur:
Grjótaþorpið, og neitar að láta
hreyfa þar spítu nema hann fái
borgað helst upp íMorgunblaðs.
topp. Hann „á“ elsta hús Reykja-
víkur, Aðalstræti 10 eitthvað á
þriðja hundrað ára gamalt. Fyrir
bragðið er þar augnstunginn leik-
tækjasalur, dimmur, óvistlegur og
öldungis ómögulegur til starfsem-
innar. í öllum öðrum höfuðborg-
um yrði húsið friðlýst og Ieyft að
bera vitni þeim tíma sem það
heyrir til. En það er til marks um
ástandið að þeir eru til sem prísa
sig sæla yfir því glópaláni að hús-
ið skuli ekki fyrir löngu hafa verið
rifið og afhent húsakirkjugarðin-
um i Árbæ. Eru borgarbúar að
gefast upp í baráttunni gegn
úrbanisma gróðans? Suðurgata 7,
glæsilegt ófúið timburhús frá
elstu tíð Reykjavíkur hvarf hljóð-
laust eins og barnatönn og beðið
eftir blokk nieð álbryddingum í
staðinn. Og jafnvel þegar fólki
ofbýður svo gersamlega að það
binst samtökum til að hrinda frá
einhverri skipulagsvá, þá jórtra
borgaryfirvöld á tillögunni og
draga hana síðan upp áratug síð-
ar. Þessu ófremdarástandi mun
ekki linna fyrr en búið er að taka
miðbæinn úr sambandi við
gróðaspekúlasjónir braskara og
tryggja honum lífsskilyrði á hans
eigin forsendum.
Vonarglætu má ef til vill eygja í
því að jafnvel talsmenn þess
stjórnmálaflokks sem lengst allra
hefur farið með borgarstjórn,
viðurkenna að miðbærinn er ekki
hægt og að „andlit borgarinnar
þegar komið er af sjó, getur engan
veginn talist annað en óhrjálegt"
(borgarstjóri í M.bl. 4. sept.). All-
ir eru sammála um að taka þessi
geymslu og ruslaport og skipu-
Ieggja í þeirra stað íbúðabyggð.
Ágreiningurinn er aðeins um það
hvort vinna skuli út frá hagsmun-
um Reykjavíkur og íbúanna eða
eigendum lóðanna. í stað þess að
fela skipulag miðbæjarins þjón-
ustuglöðum arkitektum í verk-
efnaleit, væri ákjósanlegt að
heildarskipulagið væri á ábyrgð
eins hlutlauss aðila og unnt er.
Það er athyglisvert að borgar-
stjórnarmeirihlutinn og málgagn
hans hafa gersamlega hundsað til-
lögu Borgarskipulags Reykjavík-
ur um íbúabyggð á umræddu
Skúlagötusvæði. Vönduð og ítar-
leg tillaga sem nær yfir allt svæðið
og gerir ráð fyrir að haldið sé í
merkilegar og nýtilegar byggingar
á borð við Völundarhús og Kveld-
úlfsskála og hæð byggðar haldið
við fjögurra hæða hámark. í þess-
ari tillögu er tekist á við umferðar-
hávaða, brugðist við veðri, já tek-
ið á klóakkmálinu og jafnvel gert
ráð fyrir að íbúarnir fjölgi sér,
afkvæmin Ieiki sér og gangi í
skóla. Þess í stað hengir meiri-
hlutinn hatt sinn á tillögur að
Skuggahverfi sem á engan sinn
líka í gervallri borginni, að því er
virðist til að þóknast gullleitar-
mönnum sem sjá í miðbænum sitt
gullskip en er eins víst að upp-
skæru ryðkláf ef áform þeirra
næðu fram að ganga.
Fimmtudagur 15. september 1983
Jpústurinn
/wnuwn€t/i
Síðast sagðist ég ætla að leggja mig
fram við að lífga ykkur upp í brauð-
stritinu eftir föngum með elskulegum
afþreyingarsögum með farsæium
endi, náttúrlega í tengslum við mat.
Hér kemur sú fyrsta. Verði ykkur að
góðu!
„She’s a maniac, maniac", gjálfrar Micael
Sambello í hátölurum Óðals, „and she’s dancing
like she has never danced before". Hann er að
syngja um hvernig venjuleg Öskubuska eins og hún
breytist í maníska, ómótstæðilega diskódrottningu
á laugardagskvöldum við flöktandi Ijós og takt-
fasta tónlist. Við sömu aðstæður eru það aðeins
innyflin sem umturnast í henni — 22ja ára gamalli
bankameyju, einhleypri, siðprúðri og jafnréttis-
sinnaðri, sem borgar sitt vín sjálf, og heldur því
ævinlega út af Óðali enn kjaraskertari en hún var
þegar hún fór inn.
Hún horfir glaseygð út í lofjtið frá hornsæti sínu
á Irish-coffee-barnum þar semfólk úr öllum launa-
stigum hins opna, íslenska þjóðfélags getur sam-
einast í ástarsorgum og flottræfilshætti. Hvers
vegna fer hún eiginlega i Óðal á hverju laugardags-
kvöldi? Hvers vegna rígheldur hún í þá von að þar
geti hún fundið þá manngerð sem hana dreymir
um? Hingað til hafa aðeins rövlandi, ælandi, urr-
andi og/eða bítandi menn hellt sér yfir hana ýmist
með gorgeir eða vandamál, allt eftir stigi ölvunar-
innar. Slíka menn snýr hún af sér. Þeir leita ekki til
hennar sem persónu, heldur nafnlauss næturgagns
eða félagsráðgjafa, í besta falli; til hennar sem telur
sig þó þekkja greiðustu leiðina að hjarta manns-
ins...
Klukkan er að verða hálf þrjú. Á hún að drífa sig
heim eða kaupá fyrir lokpn þriðja glasið af Irish
coffee fyrir upphæð sem samsvarar visitölubótum
á næstu mánaðarlaun? Nú eru góð ráð dýr. En þar
sem hún er enn í æstu skapi eftir klíp í rassinn frá
miðaldra listmálara sem hafði kallað hana Manet-
gellu og hrópað yfir allan barinn að hann vildi fá
að mála þennan maníska barm — La blonde aux
seins nus — og það strax í nótt, ákveður hún að
reyna að drekkja vonbrigðunum með einu glasinu
til, þótt hún viti vel að svo mikið kaffi er slæmt
svona rétt fyrir svefninn.
Rétt fyrir svefninn. Rétt fyrir svefninn. Hana
langar ekkert til að fara að sofa. „It’s a Saturday
night and she’s dancing like she has never danced
before..!1 Hún finnur hvernig undarleg ólga brýst
fram í brjósti hennar, öflug elfur tilfinninga sem
vill út og það strax.
Hún stendur skyndilega á fætur, en gætir þess að
lagfæra um leið augun sem glóa af hugaræsingi og
brjóstin sem bylgjast af heitri þrá. Hún ryður sér
hvatskeytislega allt að því ókvenlega braut að barn-
um. Eftir nokkrar stimpingar nær hún Ioks
augnaráði afgreiðslustúlkunnar.
„Einn Irish coffee, takk“, segir hún andstutt —
bíður, borgar og tekur að olnbogá sig i gegnum
tviskýþyrsta þvöguna, enda vantar klukkuna tvær
mínútur í barlokunartíma. Hún reynir að halda
glasinu stöðugu með báðum höndum, en má sín
einskis gegn ofurölvi, kjaraskertum múgnum sem
vill fá taugameðalið sitt rétt fyrir lokun. Hún er
klemmd upp að barborðinu og getur því ekki leng-
ur haft hemii á írska kaffinu í glasinu og sér til
skelfingar finnur hún dýrmæta rjómafroðuna lulla
niður á milli fingranna.
Lýtur þá ekki eitthvað sem líkist mannshöfði
niður að henni og viðkvæmnisleg tunga byrjar að
sleikja rjómann varfærnislega af fingrurp hennar.
Á augabragði hríslast um hana sterkur straumur
sem endar í 90% máttleysi, rétt eins og þegar hún
fékk rafstraum fimm ára gömúl við það að pota
prjóni úr Andrésblaðamöppu inn í rafmagnsinn-
stungu.
Hún neytir þeirra 10% krafta sem hún hefur i
svip yflr að ráða til að líta upp og beint í þessi
fagurbláu, samnorrænu augu, þar að auki greind-
arleg og blíð. Fyrir neðan þau greinir hún í móðu
beint nef og fagurskapaðar varir með dálitla
rjómafroðu í munnvikunum.
„Ertu svangur?“ spyr hún umsyifaláust og reynir
af veikum mætti að stara sem fastast í fjallavatns-
blá augun á holdtekinni karlmannsímynd sinni.
„Já, takk“, svarar puttasleikirinn feimnislega og
roðnar. „En eiginlega langaði mig bara til að sýna
þér að atlot karlmanna geta verið með öðrum hætti
en þau sem dólgurinn sýndi þér áðan. Ég er nefni-
lega búinn að fylgjast með þér í allt kvöld — og
þegar hann kleip þig fyrirvarð ég mig fyrir kyn
mitt“.
Eins og fyrir tiimæli æðri máttarvalda opnast
þeim braut í gegnum ýlfrandi þvöguna og þau vita
ekki fyrr til en þau standa úti á Austurvelli, hvort
í sinni yfirhöfn. Líkt og í leiðslu ganga þau hönd
í hönd án þess að mæla orð af vör eftir löggu-
skrýddu Austurstrætinu og taka síðan stefnu á
Þingholtin. Nýbyrjaður máni marar í skýjum, það
er rómantískur rigningarúði í lofti, en samt greina
þau stjörnuhrap í fjarska.
Fimm mínútum síðar sitja þau í stofunni á
kjallaraíbúðinni hennar við Bergstaðastræti og
skála í kældu, heimabrugguðu hvítvíni. Hún horfir
á hann tindrandi augum og segir með umhyggju í
röddinni:
„Þú ert svangur. Brátt muntu finna að hvílíku
lostæti gera má þýsku kartöflurnar sem allir kvarta
undan. Þú mátt lesa uppskriftina meðan ég hef
matinn til, en það tekur enga stund því hann bíður
tilbúinn í ofninum — eftir þér. Ég sá fyrir að ástin
berði að dyrum í nótt“.
Hún réttir honum handskrifað blað og dansar
síðan frarn í eldhús: „She’s dancing like she has
never danced before". Hann Ies:
Ofnbakaðar kartöflur
“Nægir sem aðalréttur handa 4 ásamt velútilátnu,
nýju brauði, annars sem meðlæti handa 6 ásamt
naumt skömmtuðu kjöti.
U.þ.b. 700 g kartöflur
Vi laukur, saxaður
u.þ.b. 2 msk. smjör eða smjörlíki
3 msk hveiti
2 dl sýrður rjómi
1 Vz dl rifinn ostur, gjarnan stcrkur
1 dl mjólk
2 msk söxuð steinselja
1 tsk salt
ögn af paprikudufti og nýmöluðum pipar
4 harðsoðin egg, í sneiðum
2 tómatar, niðursneiddir
Wi dl ný brauðmylsna (1 brauðsneið)
1. Sjóðið kartöflurnar í saltvatni í u.þ.b. 10 mín.,
afhýðið þær stðan og skerið i sneiðar.
2. Á meðan kartöflurnar eru að sjóða steiki^ þið
saxaðan laukinn í 1 rnsk af feiti þar til hann er
orðinn meyr. Minnkið hitann og hrærið hveitinu
saman við, þá sýrðum rjóma, rifnum osti,
mjólk, steinselju, salti, paprikudufti og pipar.
Hrærið í þar til osturinn er bráðnaður. Setjið nú
kartöflurnar út í sósuna.
3. Smyrjid grunnt, eldfast fat og setjið helming
kartöflugumsins þar í, raðið eggja- og tómat-
sneiðum yfir og skellið hinum helmingi gumsins
yfir þær.
4. Bræðið 1—2 msk af smjöri, blandið brauð-
mylsnunni saman við og setjið yfir kartöflurn-
ar. Bakið við 180 gr. hita í 45—50 mín. — Fallegt
er að skreyta tilbúinn réttinn með því að raða yf-
ir hann miðjan tómat- og eggjabátum til skiptis
(1 tómatur, 1 egg) svo að þeir myndi blóm, og
stinga e.t.v. steinseljukvisti í miðjuna.
Að vörmu spori kemur hún syngjandi sæl og
glöð inn í stofuna með rjúkandi kartöflurétt og
ilmandi brauð og meðan þau gæða sér á krásunum,
ræða þau frjálslega um stjörnumerki sín, lífsskoð-
anir og illt atlæti í bernsku, svo eðlilega að ertgu er
líkara en þau hafi þekkst í öðru lífi. Hún er rétt
byrjuð að segja honum frá draumum sínum og
framtíðaráætlunum, þegar hann grípur um hönd
hennar og segir:
„Ég er þinn Ödipus. Þú ert mín Jócasta. Ég vil
búa til nýja goðsögu og sleikja pottana þína að ei-
lífu“.