Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 20
20 Fimmtudagur 22. september 1983 ~^rf(^sturínn Ofbeldi meðal unglinga — færist það í vöxt? Tíðindalaust á Hallærisplaninu um miðnætti á föstudagskvöldi. Reyndar eru tveir strákar að brýna klærnar hvor á öðrum í mynni Fischerssunds. En þetta er meinlaust tusk, engin pönkarabelti sjáanleg og engin hnúajárn. Hvar gerast glæpasögurnar sem blöðin hafa verið uppfull af upp á síðkastið? Hverjir standa að ofbeldisverkunum sem kveður svo rammt að um þessar mundir að fleiri en ein- ungis gamlar konur hugsa sig um tvisvar áður en þeir hætta sér út fyrir hússins dyr að kvöldlagi? „Þetta er eins og það hefur alltaf veriðþ segja krakkarnir á Plan- inu, „sumir eru eitthvað brjálaðir, en flestir eru bara venjulegirþ En þessir þrír fimmtán ára sem börðu strákinn fyrir utan Sigtún með stálgaddabelti? Eða þessir sjö leðurklæddu piltar sem réðust vopnaðir hnúajárnum á vegfarendur í miðborg- inni með þeim afleiðingum að fórnarlömbin lentu á slysadeildinni? Eru þetta und- antekningar — eða skyldu þeir hafa rétt fyrir sér sem segja að unga fólkið verði sífellt ofbeldishneigðara? Kjaftshögg í veruieikanum Helgi Daníelsson lögreglumaður hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins var spurður að því hvort hann teldi ofbeídi vera að færast í vöxt meðal unglinga: „Krakkar og unglingar koma sjaldan til lögreglunnar ef þeir verða fyrir árásum, líkamsmeiðing- um eða öðru ofbeidi;* sagði hann „þeir hreinlega þora það ekki af ótta við hefndaraðgerðir. Afbrot unglinga eru mest megnis þjófnað- ir; unglinga vantar peninga og þeir nota þá einkum í leiktæki, leigubíla og skyndibitastaði. það er eftirtekt- arvert að flestir unglingar sem lenda í afbrotum hafa svipaðan fé- lagslegan bakgrunn, þeir koma frá heimilum sem félagsleg vandamál ríkja á. Þar er oft um að ræða á- fengisvandamál, skilnaði og al- mennt rótleysi. Árásarhneigð unglinga er ekkert undarleg í sjálfu sér, unglingarnir liggja yfir kvikmyndum og vídeó- um þar sem ofbeldið er í hverjum ramma. Slagsmál í kvikmyndum rugla einnig skyn unglinganna: eitt kjaftshögg á tjaldi kemur lítils hátt- ar ólagi á greiðslu hetjunnar, en sams konar högg í veruleikanum sendir fórnarlambið beint inn á gjörgæsludeild. Reyndar á þetta ekki aðeins við um unglinga, heldur ruglar sjón- varpsefni krakka snemma í ríminu. T.d. er Tommi og Jenni hrikalegasta ofbeldi sem maður sér á skjánum. Fullorðið fólk verður fyrir miklum áhrifum af auglýsingum, hvað þá börn og unglingar af ofbeldismynd- um á borð við Tomma og JennaJ* sagði Helgi Daníelsson að lokum. Mörgum unglingum líður illa Helgarpósturinn sneri sér einnig til Álfheiðar Steinþórsdóttur sál- fræðings og innti hana álits. „Það eru alltaf einstök atvik sem hreyfa við fólki og beina athygli þess að vandamálinu;* sagði Álf- heiður. Auðvitað eru slík atvik ekki lýsandi fyrir heildina, heldur und- antekningar sem ekki á að alhæfa út frá. Flestir unglingar eru auðvit- að ósköp ver.julegt fólk, ,en þessir sem fremja ofbeldisverkin eru til- tölulega fáir. Ekkert vafamál er að hvort heldur er um að ræða unglinga eða aðra sem ganga um og fremja skemmdarverk og misþyrma vegfarendum — þar er eitthvað mikið að. Þeir þarfnast hjálpar sem þeir vita sjaldnast hvernig þeir eiga að leita sér. Þegar fullorðnir eiga við erfiðleika að stríða þá geta þeir oftast leitað hennar upp á eigin spýtur, en krökkunum er ekki Ijóst hvert þeir geta snúið sér. Sagt er að það sjáist fyrst á unglingunum á hvaða stigi þjóðfélagið er á hverjum tíma, því að þeir eru svo næmir. Það er alvarlegt mál ef hópur veður um með ofbeldi, — og það vekur spurninguna: af hverju gerist slíkt? — Mörgum unglingum líður mjög illa, og geta margar ástæður Iegið til þess: Það er ósamkomulag heima eða í skólanum, eða þeir hafa kannski dottið út úr skóla og eru vansælir yfir vinnunni; þetta eru oft kraftmiklir krakkar sem vantar út- rás, þeim þykir þjóðfélagið leiðin- legt og ekki gefa þeim færi á að njóta sin. Krökkum sem þannig er ástatt um hefur kannski liðið illa ár- um saman en því hefur ekki verið • gefinn gaumur. Þegar krakkar eru á aldrinum svona níu til ellefu ára geta þeir verið fremur þægir og ró- legir, jafnvel þótt þeim líði ekki vel. En þetta breytist þegar kemur á unglingsárin. Þá brýst vanlíðan þeirra út. Þeir verða sveiflukennd- ari í skapi, stærri og sterkari og gera uppreisn gegn öllu og öllum. Marg- ir krakkar hafa upplifað leiðinlegt og ófullnægjandi fjölskyldulíf, þeim líkar ekki það sem þau hafa orðið vitni að i fjölskyldunni og langar ekki til að verða fullorðin. Það er ekki endilega víst að tengslin innan fjölskyldunnar séu farsæl þrátt fyrir efnaleg gæði. Á ungl- ingsárum finnst þvi mörgum þeir hafa verið sviknir og það brýst út i heift“ Ennfremur sagði Álfheiður Steinþórsdóttir: „Foreldrarnir verða oft undrandi á því hvernig krakkarnir breytast á unglingsárunum. Margir reyna að nota gömlu aðferðirnar og þvinga krakkana til að láta að vilja sínum þá kemur fram togstreita, eins kon- ar valdabarátta. Unglingarnir kom- ast í andstöðu, læra ekki að leysa á- greining sem skapast, hins vegar læra þeir hvernig tilfinning það er að tapa og að fá vilja sinum aðeins framgengt með þvingunum. Annað úrræði foreldra — og ekki betra — er að vera of afskiptalausir um hag krakkanna, þannig að krökkunum finnst þau ekki skipta miklu máli. Líklega er þörfin fyrir stöðugleika í fjölskyldulífi og tengslum aldrei jafn sterk og á unglingsárunum. Foreldrar verða að vera til taks og reiðubúnir til samvinnu. Umfram allt á ekki að stilla unglingum upp sem sérstökum þjóðflokki. Ungl- ingarnir í dag eru niðurstaðan af uppeldi undanfarinna ára. Ef við erum ekki ánægð með þá skulum við líta í eigin barm hver og einn og hugsa um hvað við getum gert til að lifa með þeim í sátt. Það þýðir ekki bara að líta á foreldrana eða finna einn eða tvo syndaseli. Börn og unglingar eru á ábyrgð allra — þau verða foreldrar næstu kynslóðarí1 Tónlistin aggresíf Oddur Ólafsson unglingafulltrúi hjá Félagsmálastofnun Reykjavík- urborgar sagði í samtali við Helgar- póstinn um hugsanlegar orsakir aukins ofbeldis á meðal unglinga: „Unglingar hafa minni mögu- leika á atvinnu en áður, sérstaklega hefur atvinnuleysið verið slæmt í sumar. Uppgjöf í skólanámi er orð- in algengari en var fyrir fáum árum. Neysla vímuefna virðist fara vax- andi, vímuefnin eru mörg og notk- un þeirra færist æ neðar í aldri. Tónlistin sem er í tísku á meðal unglinga er mjög „aggresíf“ í eðli sínu og markar vitaskuld spor í hegðunarmynstur unglinga. Sem dæmi má nefna stemmninguna sem ríkti í Höllinni á samkomunni „Við krefjumst framtíðar“ — og var ekki beinlínis friðsamleg.." Texti: Þórhallur Eyþórsson Myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.