Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 11
fJústurinrL. Fimmtudagur 22. september 1983 11 Sýning Dags í Djúpinu — er bara „svona eins og hún er“, segir Guðberg- ur m.a. í umsögn sinni. Dagur í Djúpinu í riti sínu LÍArte (Listin) segir ítalski listfræðingurinn Dino Formaggio „að list sé allt það sem mennirnir kalla list“, og hann bætir því við að þetta sé kannski eina gilda og trúlega skilgreining- in sem við höfum um hugtakið list. Síðan fer hann inn á óljósari og flóknar brautir. Wittgenstein segir í Heimspeki- athugunum sínum að „Allt sé rétt og ekkert rétt. Við slíkar aðstæð- ur býr sá sem reynir í fagurfræði að finna skilgreiningar sem falla að hugmyndum okkar“. Athugasemd Wittgensteins er iíklega endurómur af hugmynd- um Heraklítos „að vera er bæði að vera og vera ekki“. En út frá þeim hugmyndum gekk André Breton í fræðum sínum um súr- realismann, að því er ég best fæ séð. Allt er endurómur af ómi upprunans sem er óþekktur. Hvað sem því líður þá stendur sá sem fjallar um myndlist, og ef- laust líka sá sem brýtur heilann um íslenskar bókmenntir, and- spænis ofansögðu. Vandi listgagnrýnandans eykst enn þá meir, vegna þess að megin- hrifnum-umsögnum“ einhvers sem hefur verið úti. Yfirleitt er listin aðeins handbragð, Iærdóm- ur úr myndlistarskólum, en hún skírskotar ekki til neins, í henni er ekkert að finna, hvorki fortið, framtíð né samtíð. Hún er áþekk list barnsins, aðeins með lyndis- einkunn. Börn geta slampast á að gera góð myndverk, en þau geta ekki unnið markvisst. í þeim er engin hefð, enginn leikur við menningararfinn, engar rofnar hefðir, engin andleg vélráð, vél. Halda mætti að hið mannlæga nýja málverk Ieitaði til eldri ís- lenskra málara eftir stuðningi, lærdómi, þekkingu, samhengi, eins og til málaralistar Jóhanns Briem. Lengi var von mín að Listasafnið héldi yfirlitssýningu á verkum hans, ungum til leiðbein- ingar vegna hinnar rísandi stefnu í málverkinu, og úr því við eigum jafn ágætan málara sem á ýmis- legt skylt við nýju stefnuna. Nei. Úr öllu samhengi skal menningin rísa. Enginn dirfist að gera sér grein fyrir neinu, allir hræddir, gjammandieðatístaskelfdir: „Já, þetta er bara ekki sem verst, já þorri sýninganna sem hér eru haldnar er ekki í eiginlegri merk- ingu sýning á myndlistarverkum, heldur er um að ræða (eða hægt að sjá) afar athyglisvert þjóðfé - lagslegteöa uppeldislegt og and- legt fyrirbrigði. Til þess að fjalla um það af einhverju viti þarf gagnrýnandinn að fá ríkulegan tíma, gott pláss i blaði, og helst einhverja greiðslu. En hún er æv- inlega aukaatriði hjá öllum sem um andleg mál fjalla. Gagnrýn- andinn ætti þess vegna að forðast að stunda tilsögn, nema hann beiti beinlínis kenningum sínum eða komi hugmyndum á fram- færi, og einnig er æskilegt að hann gefi ekki myndverkunum einkunnir. Slíkt hef ég reynt að forðast en tekið þá stefnu að setja unnin verk í félagslegt samhengi, tengja þau hefðum eða stefnum, enda er ekkert listaverk einstakt þótt einstakt sé, og listaverk er lika það sem vaknar í huga áhorf- andans við að leiða það sjónum. Listin leitar gjarna út fyrir sjálfa sig með því að hverfa inn að eigin kjarna. íslensk list er afar erfið viður- eignar, vegna þess að hún dregur ekki anda sinn úr hefðum, andi hennar rís heldur ekki upp gegn hefðum. Hún er það sem hægt er að kalla niðursokkin í sjálfa sig og eins og út á þekju, svo við grípum til hugtaka úr bók Rubert de Ven- tós. Yngri listamenn leita ekki til eldri listamanna, þeir eiga ekki heldur greiðan aðgang að lifandi list samtímans, heldur aðeins að bókum, blöðum eða „yfir-sig- bara ágætt; erð’etta alveg nýtt? Má koma við’að? Dagur Sigurðarson sem er stundum Thoroddsen (hann hag- ar æltarseglinu dálítið eftir vindi) sýnir um þessar mundir í Djúpinu og siglir í sínum eðlisdúr. Hann mun, líklega, ekki hafa sýnt síðan hann sýndi í sölum Mals og menn- ingar fyrir ótal árum ásamt Völ- undi Björnssyni, en eftir þeirri sýningu að dæma gætu þeir hafa verið forfeður nýja málverksins, hefðu þeir haldið áfram á braut sinni. En allar brautir hér eru rofnar, menningarsamhengið vantar; Dagur grípur samt ekki til þess að mála eins og barn. Til þess hann gæti það yrði hann að losna við kynhvötina eða öllu heldur við ástarþörfina. Vegna hennar er tæknin sem hann notar fremur klíningur en málning, stíllinn bernskur, putum beitt fremur en fingrum eða allri hendinni. Mál- verk Dags stefna hvorki fram né aftur. Engin líkindi eru fyrir að hann stefni að „barnamálverki" og jafn ólíklegt að hann stefni að stíl ellihrumleikans, einslags „karlægri kúnst“. List hans er bara „svona eins og hún er“, og ekkert er meira um það að segja. Þeir sem þekkja Dag og list hans finna jafnan til hlýju, og um leið verða þeir örlítið áttavilltir í því á hvaða aldursskeiði þeir eru, jafnvel snarruglaðir í tímanum, og þeir skilja hvað það er erfitt að hafa ekki notið ástar í bernsku og þurfa því að þreifa sig áfram í list- inni — já, hvað er hún annað en það? Sólin var vitni Út er komin ný bók eftir meistara morðgátunnar, Agöthu Christie, og nefnist hún „Sólin var vitni“ í þýð- ingu Magnúsar Rafnssonar, sem einnig þýddi bókina eftir Agöthu í sama flokki, „Morð er leikur einn.“ Bókin „Sólin var vitni“ gerist á eyju, þar sem hótelgestir njóta sum- ars og sólar, grunlausir um hið illa sem vofir yfir þeim. Fræg leikkona er myrt á óhugnanlegan hátt, og lögreglan, sem stendur ráðþrota gagnvart glæpnum, þiggur það með þökkum þegar einn gestanna, leyni- lögrelgumaðurinn Hercule Poirot, býður fram aðstoð sína. Útgefandi er bókaútgáfan Hag- all, Bárugötu 11, Reykjavík. Sími: 17450. .. SÍM116620 Hart í bak eftir Jökul Jakobsson Tónlist: Eggert Þorleifsson Lýsing: Daníel Williamsson Leikmynd: Steinþór Sigurðs- son Leikmynd: Hallmar Sigurðs- son 6. sýn. í kvöld kl. 20.30. Græn kort gilda. 7. sýn. föstudag kl. 20.30. Hvít kort gilda. 8. sýn. sunnudag kl. 20.30. Appelsínugul kort gilda. 9. sýn. miðvikudag kl. 20.30. Brún kort gilda. Úr lífi ánamaðkanna laugardag kl. 20.30. Aðgangskort Næst síðasti söludagur að- gangskorta. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR ÞJOÐLESKHUSI-B SKVALDUR Frumsýning föstudag kl. 20 2. sýning laugardag kl. 20 3. sýning sunnudag kl. 20 Aðgangskort: Sala stendur yfir. Miðasala 13.15—20. Sími 1-1200 BOND Dagskrá úr verkum Edward Bond Þýöing og leikstjórn: Hávar Sigurjónson Lýsing: Agúst Pétursson Tónlist: Einar Melax Frumsýning laugard. 24.9. kl. 20.30 2. sýning sunnud. 25.9. kl. 20.30 3. svninq briöiud. 27.9. kl. 20.30 Ath. Fáar sýningar Sýningar í Félagsstofnun Stúdenta v/Hringbraut. Veitingar. Ath.: Nýtt símanúmer 17017. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Tímapantanir 13010 GEYSIR Bílaleiga Car rental BORGARTÚNI 24 - 105 REYKJAVÍK, ICELAND - TEL. 11015 Leigjum út nýja Opel Kadett, Mazda 323 og Daihatsu-bíla. Sækjumog sendum.Símsvari allan sólarhringinn, kredit- kortaþjónusta. Byggung Kópavogi B.S.F. Byggung Kópavogi auglýsir nýj- an byggingaflokk í raðhúsum viö Helgubraut í Kópavogi. Skilmálar liggja frammi á skrifstofu félagsins aö Hamraborg 1, 3. hæö. Opið klukkan 10—12 og 13.30—15.30. Umsóknar- frestur er til 28. september. Stjórnin kassettur Gœöi og vezö sem koma á óvart! PRJÚNAGARN - ÚTSAUIVIUR - SMYRNA Parið á ströndinni ásamt mörgum ísaumsmyndum fyrir- liygjandi n Sjón er söyu ríkari Póstsendum daglega Mikið úrval af prjónagarni Tugir tegunda Hundruð lita Með haustinu bendum við sérstaklega á mohairgarn fyrir grófa prjóna og ullargarn H0F - INGOLFSSTRÆTI 1 (GEGNT GAMLA BÍÓII. SÍMI1B7M. ÍA

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.