Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 22. september 1983 fpó^turinn Ingólfur Guðbrandsson er af vestur- skaftfellsku alþýðufólki kominn. Foreldrar hans voru Guðbrandur Guðbrandsson, síð- arbóndi á Prestbakka á Síðu -Brandur á Bakka, eins og hann hét meðal sveitunga sinna — og Guðrún Óðinsdóttir, uppeldis- dóttir sr. Magnúsar Bjarnasonar, prófasts á Prestbakka. Ingólfur fæddist á Kirkjubæjarklaustri 7. mars 1923. Hann stendur því á sextugu. Ingólfur fluttist ársgamall með foreldrum sínum að Breiðabólstað á Síðu. Guðbrandur faðir hans var þar ráðsmaður í fimm ár hjá Snorra Halldórssyni héraðslækni. Þegar Ingólfur var á sjötta ári tóku foreldrar hans við búi af sr. Magnúsi á Prestbakka. Þar ólst Ingólfur upp fram yfir fermingu, Snorri Páll Snorrason, sonur Snorra Hall- dórssonar á Breiðabólstað, nú yfirlæknir á Landspítalanum, þekkti Ingólf í æsku. Snorri varð síðar meir heimilislæknir fjöl- skyldu Ingólfs í Reykjavík. „Ég er nokkrum árum eldri, en við lékum okkur mikið sam- an. Hann var eins og önnur börn, en það kom snemma fram hjá honum að það var ekki bara sveitavinna sem hugur hans stóð til. Hann var íhugull strákur, talaði ekki sérlega mikið og var dálítið dreyminn, en samt ekki einrænn. Hann var strax duglegur að hjálpa föður sínum við bústörfin". Guðbrandur faðir Ingólfs var alþekktur dugnaðarforkur í sveitinni, sagður nokkuð harður við sín vinnuhjú. „Guðbrandur var að ýmsu leyti sérstakur maður“, segir Snorri. „Hann var stálheiðarlegur, mátti ekki vamm sitt vita, og hann hafði öðruvísi viðhorf til margra hluta en fólk átti að venj- ast þarna í sveitinni. Hann lét ekki tíðarand- ann hafa áhrif á sig. Hann gekk t.d. hart fram í því að ekki væri farið illa með skepn- ur. Ef hann þurfti að fara með hest á milli bæja, reið hann ekki hrossinu eins og venja var, heldur gekk með það“. Snorri segir að Guðbrandur hafi haft mikið dálæti á syni sínum. „Ég held að faðir hans hafi snemma fundið að það bjó eitt- hvað meira í stráknum en góður búmaður. Þetta var frekar fátækt heimili, eins og flest sveitaheimili þarna í þá daga en foreldrar Ingólfs gerðu allt sem í þeirra valdi stóð fyrir hann. Þau hlífðu honum frekar við vinnu, þótt strákurinn væri viljugur". Helgi Þorláksson skólastjóri ólst einnig upp á Síðu og þekkti Ingólf í æsku. „Þess varð snemma vart að hann var bráðger og sókndjarfur“, segir Helgi. „Faðir hans, Guðbrandur, var harðger og duglegur en Guðrún móðir hans var aftur mildari. Hún var mjög ásjáleg kona, afar söngelsk og hafði mjög fallega og hreina rödd. Ég held að Ingólfur hafi erft dugnaðinn og harð- fylgnina frá föður sínum og að músíkin sé úr móðurættinni. Þetta voru ákaflega góðar vöggugjafir og honum varð líka vel úr þeim báðum. Ingólfur var líka einn af þeim drengjum sem þráðu snemma að fara til mennta. En það var erfitt um vik, þau voru aldrei efnuð hjónin — áttu t.d. aldrei jörð og mér finnst eins og móðir Ingólfs hefði e.t.v. vel getað hugsað sér annað og betra hlutskipti í lífinu en það að vera gift ráðsmanninum á emb- ættismannaheimilinu þarna eystra, þótt hún léti slíkt ekki uppi. En ég held að Ingólfur hafi orðið fyrir miklum áhrifum af þessum embættis- mannaheimilum, sér í lagi héraðslæknis- heimilinu á Breiðabólstað. Snorri læknir var hámenntaður maður, talaði t.d. frönsku reiprennandi, og það er þarna, sem ég held að hann hafi komist í kynni við umheiminn og þá möguleika sem menntunin bauð upp áý segir Helgi Þorláksson. Upp úr fermingu lá Ieið Ingólfs Guð- brandssonar til Reykjavíkur. í þá daga var það lending margra úr sveitum að fara í Kennaraskóla íslands, ekki endilega vegna kennaramenntunarinnar heldur allt eins vegna þess, að menntaskólanám var mun lengra og þar með dýrara. Ingólfur inn- ritaðist í Kennaraskólann 1940. í Reykjavík dvaldist hann hjá föðurbróður sínum Þor- finni Guðbrandssyni. Þorfinnur er afi Óm- ars Ragnarssonar fréttamanns. „Ég passaði Ómar Ragnarsson þegar hann var í vögguý segir Ingólfur. Kennaraprófi Iauk Ingólfur 1943 með hæstu einkunn í sínum bekk. Helga Magnúsdóttir kennari var í sama bekk, og hún man vel eftir honum. „Hann var mjög sterkur nemandi. Hann lagði sig alltaf allan fram. Mér fannst það einkenna hann þá og allar götur síðan, að það var eins og hann gæti ekki annað en gert sitt allra besta í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var al- gjör toppur,“ segir Helga. Ingólfur giftist Ingu Þorgeirsdóttur kenn- ara árið sem hann útskrifaðist úrKennara- skólanum. Móðir Ingu, Vilborg Jónsdóttir ■ húsfreyja, var einnig kennari en faðir henn- ar, Þorgeir Þorsteinsson, var bóndi á Hlemmiskeiði á Skeiðum. Kennarahjónin ungu bjuggu fyrst í einu herbergi í húsi sem nú er horfið, á Lauga- mýrarbletti 33, beint á móti Laugarnesbæn- Þessar vikurnar er íslenska sólarlandavertíðin að renna sitt skeið. Verulegur hluti hinna íslensku ferðalanga verja sumarleyfi sínu á vegum manns sem vel má nefna ferðaskrifstofukóng íslands, — hinn íslenska Spies. Ferðamálafrömuður af hugsjón eða hygginn kaupsýslumaður? Einn mesti tónlist- armaður landsins eða aðeins góður amatör? Höfðinglegur og Ijúfur í lund eða skap- mikill og smámunasamur? Viljasterkur en samt veiklundaður... góður heimilisfaðir en samt glaumsins maður. Mörgum er hann ráðgáta. Víst er að til eru fleiri en ein og fleiri en tvær hliðar á þessum jöfri íslenskra ferða- og söngmála. Sitt sýnist hverjum. Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri ferðaskrifstofunnar Útsýn og stjórnandi Pólýfón- kórsins er í Nærmynd Helgarpóstsins í dag. um gamla. Þá var Ingólfur tvítugur. Sama ár, 1943, byrjaði hann að kenna í Laugar- nesskóla. Hann kenndi aðallega söng, en líka flest annað sem til féll í barna- og gagn- fræðaskólanum. Hann var samfellt við kennslu 1943-1949, var við tónlistar- og mál- aranámí London 1949-1951, en kom aftur til starfa í Laugarnesskóla veturna 1952 og 1953. Nemendum Ingólfs ber saman um að hann hafi verið mjög góður kennari. „Hann var nokkuð strangur, hélt uppi aga, en mað- ur lærði hjá honum — maður kannski þorði ekki annað. Hann gat verið beittur og hæð- inn ef maður var ólesinn, en hann var líka góður við mann þegar maður kunni sína lexíuý segir einn nemenda hans. Samstarfsmenn Ingólfs Guðbrandssonar síðar meir tala einnig um hann sem harðan húsbónda, sem gerir miklar kröfur. Þannig segir Kristinn Sigmundsson söngvari, sem hóf feril sinn í Pólyfónkórnum, að æfingar kórsins séu erfiðar. „Hann er kröfuharður húsbóndi, mjög skapmikill, og lætur í sér heyra ef honum líkar eitthvað illa. En hann hrósar fólki líka ef vel gengur. Hann er geysilega ósérhlífinn, þannig að mörgum finnst stundum nóg um,“ segir Kristinn. Ingólfur var vel liðinn af samkennurum sínum í Laugarnesskóla. Einn þeirra, Krist- inn Gís'lason, segir: „Hann var afburða góð- ur kennari. Hann hafði sterka stjórn en samt jákvæða — krakkarnir urðu ekki bældir hjá honum. Dugnaður var einkenn- andi fyrir hann, ódrepandi dugnaður og á- hugi á því sem hann var að gera í það og það skiptið. Mönnum þótti stundum ganga tölu- eftir Hallgrím Thorsteinsson Mynd: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.