Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 9
9 LmJ J _________( | JpSsturinn Firnmtuda9ur 22. september 1983 Ég elska jazz Já, ætli þetta séu ekki orð að sönnu hvað undirritaðan áhrærir, en pistill þessi á þó ekki að vera nein ástarjátning, slíka frem ég við önnur tækifæri, heldur ætla ég að greina lítillega frá nýjum flokki hljómplatna frá CBS: 1 Love jazz. Þar má finna fjórtán hljómplötur sem spanna allt frá Kid Ory til Miles Davis. Tvær fyrstu skífurnar eru tileinkaðar meisturum hins klassíska djass: Louis Armstrong og Duke Elling- ton: Louisskífan: Greatest hits (CBS 21058) geyrnir rjómann af hljóðritunum hans fyrir CBS á sjötta áratugnum þegar hann var með stjörnusveitina með Trummy Young, Ed Hall, Billy Kyle, Arwell Shaw og Barett Deems. Þarna er snilldartúlkunin á All of Me (upp- haflega á Ambassador Satch), Black And Blue í öllu sínu veldi (upphaflega á Satch Plays Fats) svo og tíu aðrir ópusar hver öðr- um betri nema sá yngsti: Cabaret frá 1966. Þetta er einstök skífa fyrir þá sem ekkert eiga með Louis — Louis aðdáendurnir eiga þetta allt. Sama má segja um Ell- ington-skífuna: Greatest Hits (CBS 21059). Þar má finna verk frá 1937 (Caravan) til 1959 (Mood Indigo). Þarna eru verk af ýmsum CBS breiðskífum einsog: Elling- ton Uptown, Ellington Indigos ofl. Góð kynning á Ellington. Benny Goodman skífan í flokkn- um nefnist: B.G. Plays Gershwin (CBS 21064). Elstu upptökurnar þar eru með kvartettinum fræga í Carnegie Hall 1938 og tríóinu frá 1937 en þær yngstu með kvintett frá 1958 þar sem Arwell Shaw er á bassa. Einsog þeir er fylgjast með djass vita lék Shaw með Hinum átta stóru á tónleikum í Gamla bí- ói á dögunum, hann kom í stað Slam Stewart, sem er helsjúkur. Slam er þó með á þessari Good- man skífu í sextettupptökum frá 1945, þar er Red Norvo líka. Svo er auðvitað stórhljómsveit Good- mans þarna og Peggy Lee syngur How Long Has This Been Going On? Count Basie á skífu í flokknum: Basie Boogie (CBS 21063). Á ann- arri hliðinni eru upptökur frá 1941-46 ss. One O’CIock Jump og Hob Nail Boogie en á hinni upp- tökur frá 1951 ma. sú hin fræga Little Pony. Ein skífan er með fimm organistum: Bill Doggett, Wild Bill Davis, Marlowe Morris, Sir Charlie Thompson og Dick Hyman, hjá þeim tveimur síðast töldu er píanóið að vísu aðal- hljóðfærið. Sú nefnist: Organ Boogie Woogie (CBS 21079) Ein skífa er í viðbót með Kid Ory And His Creole Jazz Band. Þessi skífa er ólík þeim er að framan eru tald- ar að því leyti, að efnið er ekki samtíningur heldur eru hér endur- útgefnar í heilu lagi tvær gamlar tíu tommu breiðskífur og hefur að geyma upptökur frá 1946 og 50. Þetta er geysigóð skífa bæði fyrir safnara og aðra og er ekki önnur betri „dixiland" skifa á boðstólum í Reykjavík um þessar mundir. Kid Ory fæddist 1886 og er trúlega þekktastur sem básúnu- leikarinn í Hot Five og Seven Louis Armstrongs 1925-27. Þegar áhuginn fyrir New Orleans djassi kviknaði að nýju í Bandaríkjun- um og Evrópu uppúr 1940 var Ory dreginn frammí dagsljósið. Hann hafði þá viðurværi sitt af hænsna- rækt. Ory hafði engu gleymt og fékk til liðs við sig gamla jaxla einsog trompetleikarann Mutt Carey með lék með Ory 1914, Barney Bigard, fyrrum klari- nettuleikara Ellingtons, Buster Wilson píanista, gítaristann Bud Scott, sem var með King Oliver og hrópaði sem frægt er orðið: Oh, play that thing! í Dippermouth blues hljóðrituninni 1923, Ed Garland bassaleikara og Minor Hall trommara. Þetta er rosagóð sveit og gamli góði New Orleans andinn svífur yfir vötnunum. Það er einsog horfið sé hálfa öld aftur i tímann utan hvað hljóðritunar- tæknin er hin ágætasta. Þeir leika klassíkina: Tiger Rag, Buck- et Got A Hole In It og Bill Baley. Helen Andrews syngur Farewell To Storyville (margir muna það úr bíómynd með Ory Armstrong, Billy Holliday ofl: New Orleans) og Bud Scott syngur dúett með henni í Joshua Fit De Battle of Jericho. Svo spilar bandið: The' World’s Jazz Crazy, Lawdy So Am I og Kid Ory syngur tvö lög á kreola-frönsku: EhLa Bas og Creole Bo Bo. Það er gaman að heyra gamla manninn syngja á þessari annarri þjóðtungu djass- ins. Hljóðfæraleikurinn er allur í hinum ljúfforna stíl: titrríkur trompetinn, mjúkkreólsk klari- nettan og rennandi þungavigtar- básúna. Rýþminn er fastur sem klettur og á stundum smella bassastrengirnir á gripbrettinu einsog vera ber þegar Ed Garland úr Kneppard og Oliver böndunum slær hann. Á upptökunum frá 1951 er eng- inn eftir frá ’46 utan Ory sjálfur og Minor Hall. Teddy Buckner er á trompet, Joe Darensbourg á klarinett, Loyd Glenn, píanó, Julian Davidson, gítar, Marty Corb, bassa og söngkonan er Lee Sapphire. Efnisskráin hefur samt ekkert breyst. Klassík einsog Savoy Blues, Mahogany Hall Stomp og At Georgia Camp Meeting. Ory syngur Creole Song, Sapphire The Glory of Love og Go Back Where You Stayed Last Night, svo leikur bandið Blues for Jimmy (Noon að sjálfsögðu) og Yaaka Hula Hick- ley Dula. Bandið er skipað yngri mönnum og ber þess merki. Hinn „sanni“ New Orleans andi er horfinn og sveiflan hefur sett mark sitt á „dixíið". Þetta er sú tónlist sem ber í sér bæði svíng & trad og þó fjörug sé og skemmti- leg nálgast hún á engan hátt 46 bandið. Þar er rótarsafinn ó- mengaður. Þetta er einsog þegar bandið hans Björns R. Einarsson- ar var að leika bíbopp í sjónvarp- inu sl. laugardagskvöld. Þar var boppið svingmettað. Samt var gott að þetta skyldi fest á mynd okkur til yndisauka. Ég mæli eindregið með Kid Ory við alla þá sem hafa gaman af tradinu og í næsta pistli mun ég halda áfram að fjalla um þessa hjómplöturöð. hann býr sko ekki i stórum helli. Minnið er hellir. 14.00 Ég var njósnari. Segir Martha McKenna. Ég er njósnari. Segi ég. 14.30 Á frívaktinni. Magga Guðmunds er óskakona sjómannsins: fidele au poste. Óskalög 19.00 Kvöldfréttir. Eða af sláttartíöni Ijós- vakans. 20.40 Aldarminning Parísarklerks. Hvers? Þeir voru svo margir klerk- arnir i Paris fyrir öld. Gisli Brynjólfs- son fyrrum prófastur segir frá. 21.05 Sitthvað um haustið. Gísli Helga- son rifjar upp tiu ára gamlan þátt. Laugardagur 24. september 8.20 Morguntónleikar. Það er nú það. Hvort á ég að sofa eða vaka? Hvort verð ég heima eöa fyrir austan? Liszt og fleiri góðir menn. 10.25 Óskalög sjúklinga. Ætlar Albert ekki aö bjóða þá út lika? 11.20 Sumarsnældan. Sigga Eyþórs syngur og ieikur fyrir börnin. 13.40 Iþróttaþáttur. Hermann fimmeyr- ingur Gunnarsson kímnifréttamaö- ur flytur. 16.20 Franz Kafka — maðurinn. Super- man — the movie. Keld Gall Jör- gensen er ekki galinn. Hann er Dani og býr hér. Dagskráin er eftir hann og hana flytja Svavar Sig- mundsson og Pétur Gunnarsson. 19.35 Óskastund. Séra Heimir Steinsson á sér margar óskastundir. Hann er lika óskabarn þjóöarinnar. Alveg eins og Jónas og ég. 20.30 Sumarvaka. Og komið haust. Árni Oddson vísnaspjallar vöggur hans. 24.00 Listapopp. Gunnar Salvarsson fer með þulur. Sunnudagur 25. september 10.25 Út og suður. Halldór Ármannsson fer með Friðrik Pál í vatnsleit til Afriku. Búrúrúrúdí. Þeir finna bara heitt vatn. Þaö er svo heitt i Afriku. 11.00 Messa. Hallgrimskirkja var það heillin. 13.30 Sporbraut. Ólafur Torfason og Örn Ingi, okkar menn fyrir noröan segja sögur og fleira. 15.15 Kaffitíminn. Austurrisk skemmti- hljómsveit leikur fyrir vínarbrauðin. 16.25 Falleg vorgræn vera. Það er ég i vestinu mínu. Hafiöi ekki séð það? Nína Björk Árnadóttir tekur saman þátt um dönsku raunsæisskáld- konuna Suzanne Brögger. Kristin Bjarnadóttir les með henni. En lekkert." 18.00 Það var og. Þráinn Bertelsson er með vænni mönnum i útvarpi. Hann er svo hlýlegur í röddinni. Er það ekki? 19.50 Fingurnæmar nætur. Jóhann Árel- ius nagar neglurnar yfir eigin Ijóða- lestri eigin Ijóða. 23.00 Djass. Nú er Múlinn kominn i Har- lem. Fyrsti þáttur. Kemst hann lif- andi frá ósköpunum? Ilíóill ★ ★ ★ ★ framúr*karand! ★ ★ ★ úg*t ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Bíóhöllin: Laumuspil (They All Laughed). Bandarísk kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Audrey Hepburn, Ben Gazzarra, John Ritter. Leikstjóri: Peter Bogdanovic. Létt grínmynd um kynduga náunga sem stofna leynifélag til aö komast að þvi hvort eiginkonurnar haldi fram hjá þeim. Slikt getur aldrei gengið grin- laust. Get Crazy. — Sjá umsögn í Lista- pósti. * Svartskeggur. Disney-mynd fyrir bróðurpart fjölskyldunnar. Utangarðsdrengir. (The Outsiders). Bandarisk. Árgerö 1983. Handrit: Kathleen Knutsen Rowell eftir bók S.E. Hinton. Kvikmyndataka: Stephen H. Burum. Tónlist: Carm- en Coppola (faðir leikstjórans). Leikendur: C. Thomas Howell, Ralph Macchio, Matt Dillon o.fl. Leikstjóri: Francis Ford Coppola. Þetta er spennandi strákasaga meö slagsmálum, sorg, hetjudáðum og dauða. Og svo auðvitaö stelpum, þeim miklu örlagavöldum. *** — LÝÓ. Allt á floti. (Take this Job and Shove it). Bandarisk kvikmynd. Árgerð 1982. Aðaihlutverk: Robert Heys, Barbara Hershey, David Keith, Art Carney, Eddie Albert. Leikstjóri: Gus Trikonis. Þessi grínmynd fjallar um bjórbrugg- ara og lögmál frjálsrar samkeppni hið vestra. Sú göldrótta. (Bedknotes and Broomsticks) Walt Disney mynd. Aðalhlutverk: Angela Lansbury og Roddy McDowell. Leikstjóri: Robert Stevenson. í þessari er einn sá mesti kappleikur sem sést hefur lengi. Myndin er bæöi leikin og teiknuð. Bekkjarklikan. (National Lampoons Class Reunion). Bandarísk, árgerð 1983. Leikendur: Gerrit Graham, Stephen Furst, Fred McCarren. Leikstjóri: Michael Miller. Þessi mynd er framhald Delta klík- unnar sem sýnd var hér fyrir nokkrum árum. Nú á klikan 10 ára afmæli og taka þá hinir fyndnustu hlutir að ger- ast. Regnboginn: Beastmaster. Ny bandarísk kvik- mynd. Leikendur: Marc Singer, Tanya Roberts, Rip Torn. Leikstjóri: Don Coscarelli. Ekta ævintýramynd. Galdrar. Æöstu- prestar. Hraustur ungur maöur, leik- inn af hinum karlmannlega Marc Singer, fæðist úr beljukviði, en er með arnaraugu. Æðstuprestar....? Fólkið sem gleymdist. Gamall banda- rískur reyfari með syni Johns heitins Wayne, Patrick, í aöahlutverki. Ævintýralegur leiðangur á norður- hjara eða suðurhjara. Hinir hugdjörfu (The Big Red One). Bandarískur vestri æöi forn. Svo forn að slikar hetjur sem Lee Marvin og Mark Hamill eru ungir og sprækir. Annar dans (Andra dansen). Sænsk kvikmynd, árgerð 1982. Handrit: Lars Lundholm. Leikend- ur: Kim Anderzon, Lisa Hugoson, Sigurður Sigurjónsson, Tommy Johnson. Leikstjóri: Lárus Ýmir Óskarsson. * * * i myndinni ríkir sterk Ijóöræn skynjun og umfram allt er hún uppfull af skemmtilegheitum. Lárus Ýmir sýnir umtalsverðan listrænan þroska, fyrir utan tæknilegt vald á miðlimum. — ÁÞ Rauðliðar (Reds) Bandarísk, árgerð 1981. Handrit: Trevor Griffith, Warr- en Beatty. Aöalhlutverk: Warren Beatty, Diane Keaton, Jack Nichol- son, Maureen Stapleton. ...Beatty hefur óneitanlega unnið verulegt leikstjórnarafrek með vold- ugum sviðsetningum á viöamikilli sögu. Eftirminnilegastur er þó leikur Jack Nicholsons i hlutverki leikrita- skáldsins Eugene O’Neill sem verður vinur Reeds og elskhugi Bryants og ekki sist stórbrotin myndataka Vittorio Storaro." * * * - ÁÞ. Tónabíó: Svarti folinn (The Black Stallion). — Sjá umsögn i Listapósti. Austurbæjarbíó: Firefox (Eldrebbi). — Sjá umsögn i Listapósti.’ Bíóbær: Polyester. Bandarísk kvikmynd. Leikendur: Divine, Tab Hunter. Leikstjóri: John Waters. Ilmandi gamanmynd um offitu og sambúðarvandamál i hjónabandi. Fyrsta mynd sinnar tegundar. Komið og finnið alla góðu heimilislyktina. Háskólabíó: Tess. — Sjá umsögn i Listapósti’ * * Laugarásbíó: The Thing. Nýleg bandarisk kvik- mynd. Aðalhlutverk: Kurt Russell, A. Wilford Brimley, T.K. Carter. Leikstjóri: John Carpenter. Frækilegur leiöangur til Suöurheim- skautslandsins. Þeir eru ekki einir. Þaö er annar. Auk hans kemur við sögu isaldarskrimsl sem fer hund úr hundi. E.T. (Geimálfurinn). Bandarísk kvik- mynd, árgerð 1982. Leikendur: Henry Thomas og fleiri. Leikstjóri: Steven Spielberg. Æðisleg ævintýramynd um geim- álf* * ‘ Stjörnubíó: *** Gandhi. Bresk-indversk kvikmynd. Árgerð 1983. Handrit: John Briley. Leikendur: Ben Kingsley, Candice Bergen, Edward Fox, John Gielgud, Trevor Howard, John Mills, Martin Sheen. Leikstjóri: Richard Atten- borough. „Prýðiskvikmynd sem er löng, en ekki leiöinleg. Merkilegur hluti sam- timasögunnar, sem er fegrun, ekki lygi. Óvægin sjálfsgagnrýni Breta, sem gerir þeim mögulegt að líöa bet- ur á eftir, eins og katólikka, sem er ný- búinn að skrifta." — LÝÓ. Tootsie. Bandarísk kvikmynd, ár- gerð 1983. Leikendur: Dustin Hoff- man, Jessica Lange, Terry Garr, Charles Durning. Leikstjóri: Sidney Pollack. Dustin Hoffman fer á kostum í aðalhlutverkinu og sýnir afburða- takta sem gamanleikari. Tootsie er ó- svikin skemmtimynd. Maður hlær oft og hefur litiö gleðitár i auga þegar upp er staðið. * * * — LÝÓ Nýja bíó: *** Poltergeist. Bandarísk, árgerö 1982. Handrit Steven Spielberg, Michael Grais, Mark Victor. Leik- stjóri: Tobe Hooper. Aðalhlutverk: Jobeth Williams, Craig T. Nelson, Beatrice Straight. ...þeir keyra hryllinginn áfram meö sívaxandi þunga og yfirburða tækni, sem iauslega dregnar persónur og nokkurvæmni náekkiaðeyðileggja." — AÞ. viMmriVir Norræna húsið: Á sunnudag kl. 17 verður haldinn aðalfundur Reykjavíkurdeildar Norrænu félaganna. Menningarmiðstöðin Gerðuberg: Sunnudaginn 25. sept. verður dag- skrá með sögum, söngvum og leikj- um sem tengjast frumsköginum. Dagskráin verður unnin sem mest af krökkum. Skemmtunin hefst kl. 15. Aðgangur ókeypis. Meðan börnin dveljast í frumskógar- sælunni munu félagar úr Kvennaleik- húsinu flytja Ijóðabálkinn ,,Fugl ótt- ans", eftir Ninu Björk Árnadóttur. Við flautuleik Guðrúnar Birgisdóttur. Dagskráin er flutt kl. 15.30 og kl. 16.30. Lesarar eru Sólveig Halldórs- dóttir, Anna Eiriksdóttir og Inga Bjarnasorr. Sjálfstæðishúsið, Akranesi: Bahá’iar standa fyrir almennri kvöid- vöku á laugardagskvöld kl. 21. Sýnt veröur leikritið Jóölif eftir Odd Björns- son, lesið verður uþp og flutt tónlist, auk almennra umræðna og kaffiveit- inga. Ókeypis aðgangur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.