Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 3
Guðmunda Jónsdóttir Hvað er svona skemmtilegt við að vera sjónvarpsþula? Hún hlær í símann. „Þetta er allt voðalega gaman. Maður vinnur með skemnrtilegu fólki og svo er þetta rólegt og þægilegt starf. Hið eina er að maður er að vissu leyti bundinn“. — Hvernig þá? „Bundinn við að vera í húsi á meðan á útsendingu stendur". — Rólegt og þægilegt starf segirðu, en er það ekki líka erf- itt? „Ég hef að minnsta kosti aldrei fundið fyrir því“. — Hvernig hagið þið undir- búningi fyrir hverja útsend- ingu? „Við mætum klukkutíma fyrir útsendingu og byrjum á því að fara í smink, „að fá á okkur andlit“, eins og við köllum það. Þá er textinn fyrir kvöldið tilbú- inn og maður les hann yfir. Síðan er sest niður í þularklefanum þar sem myndavélin er fyrir okkur og textinn lesinn upphátt. Svo gerir maður sitt besta og reynir að stama ekki“. — Ertu ekkert nervös? „Ég var það kannski þegar ég var að byrja, en það er löngu farið af mér“. — Ekkert erfitt að vera fyrir framan þetta alsjáandi auga sem myndavélin er? „Nei. Það kemst upp í vana og þetta er eins og hver önnur vinna“. —■ Njótiö þið einhverrar leið- sagnar, t.d. í sambandi við framburð á erlendum nöfnum? „Nei. En Ellert Sigurbjörnsson dagskrárritari hefur oft leitað til þýðandans, þegar eitthvað sér- stakt kemur fyrir, eins og t.d. rúss- nesk nöfn, og hann skrifar fram- burðinn inn í sviga fyrir aftan. Ég spyr þýðandann líka, ef ég er ekki viss“. — Nú skiptir framkoma gíf- urlega miklu máli í miðli eins og sjónvarpinu. Eru verðandi þulur settar á einhvers konar framkomunámskeið? „Nei, en þegar maður byrjar er maður tekinn í prufu og látinn lesa texta“. — Þið eruö sem sé ekki sendar á tískuskóla? „Nei, ekkert slíkt“. — Fylgja þessu starfi engin óþægindi, því nú eruð þið þekkt andlit? „Nei. Maður finnur þó stundum fyrir því að fólk lítur á mann, en ég hef ekki orðið fyrir neinum ó- þægindum. Það er kannski einna helst á böllum, en ekkert til að tala um“. — Þið virðist alltaf vera að skipta um föt þessar þulur. Er það kannski sjónvarpið sem borgar brúsann? „Nei, aldeilis ekki“. — Er það þá ekki dýrt spaug að vera sjónvarpsþula? „Nei, það er ekki eins mikið um stóra fataskápa og fólk heldur. Við erum ekki nema fimm eða sex kvöld í mánuði og maður reynir að vera ekki í söntu flíkinni kvöld eftir kvöld“. — Þið skiptið líka oft um hár- greiðstu, er það kannski á valdi förðunarmeistarans? „Nei, þær eiga bara að mála okkur. Ég greiði mér yfirleitt sjálf og ég hef gaman af að breyta til“. — Ætlarðu að halda eitthvað áfram í þessu starfi? „Ég vil halda áfram á meðan ég er ánægð". Guðmunda Jónsdóttir er Reykjavíkurstúlka og eins og þjóð- in veit, starfar hún sem þula í sjónvarpinu. Auk þess er hún hálfu starfi sem setjari á dagblaðinu Tímanum og stundar nám í Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. Annað kvöld, föstudagskvöld heldur bítlaæðið innreið sína á skemmti- staðinn Broadway. Þar hefst þá lofgjörð til þeirra gömlu, góðu daga, ekki ósvipuð rokkhátiðinni sem hvað mestra vinsælda naut í fyrra. Þessir gam- alkunnu rokkarar voru að leggja síðustu hönd á efnisskrána í vikunni undir leiðsögn „afa“ bítlaæðisins á íslandi, Gunnars Þórðarsonar, lengst t.h. Smartmynd. •Vl Samtökin Lif og land efna f' 1 til mikillar friðarráðstefnu á Hótel Borg þ. 22. október Mun ráðstefnan hefjast að morgni dags og standa til kvölds. Fyrirlestr- ar verða fluttir, þá verða vitnaleiðsl- ur og loks pallborðsumræður. Ráð- stefnan mun opna með flutningi nýs verks eftir Atla Heimi Sveins- son, sem hann hefur samið sérstak- lega fyrir ráðstefnuna og ber verkið heitið „Dona nobis pacem" sem er latneska og þýðir „Gef Oss Frið“. Er það fyrir fjóra sóprana, píanó og tónband... Vi íslenska revían naut vinsælda 'f'j í Gamla bíói s.l. vetur og nú S eru æfingar hafnar aftur á henni hjá Revíuleikhúsinu, en sýn- ingar hefjast uppúr mánaðamótun- um. Ef vel gengur og Ieikhúsið fær umbeðinn skerf á næstu fjárlögum hyggjast Revíuleikhúsmenn ekki láta deigan síga. Ýmis ný verk eru í athugun og er þar efst á blaði nýtt leikrit eftir Jónas Árnason. Er þar á ferðinni revíufarsi um okkar sam- tíð og ef við þekkjum höfundinn rétt verða á gríninu ýmsir broddar... Þá er Revíuleikhúsfólk að 'f' I vinna að undirbúningi þátta- y gerðar fyrir Stundina okkar í sjónvarpinu í samvinnu við Þór- unni Sigurðardóttur. Verða það stutt atriði uppúr íslenskum þulum, þ.á.m. eftir Theódóru Thorodd- sen... í sjónvarpinu eru menn 'j' 1 komnir af stað með undir- / búning ýmissa þátta vetrar- dagskrár. Af föstum þáttum frá því í fyrra er ljóst að hinn ágæti þáttur Glugginn hefur göngu sína að nýju og er gert ráð fyrir að umsjónar- menn verði hinir sömu, — Áslaug Ragnars og Sveinbjörn I. Baldvins- son... jín^fl irinn Fimmtudagur 22. september 1983 Stuðmenn sitja fyrir Svipmyndir sem halda til gegnt Þjóðleikhúsinu, hafa stækkað við sig. Efri hæð hússins hefur verið tekin í gagnið og í næstu viku opnar Ijósmyndastofan þar portrett- stúdíó. Eins og orðið gefur til kynna verða teknar andlitsmyndir af viðskiptavinunum og leggja Svipmyndir einkum áherslu á svart- hvítar myndir þar sem reynt verður að leggja rækt við persónuleika fyrirsætanna. Einnig verður hægt að fá andlitsmyndir í lit. Fyrstu viðskiptavinir Sigurgeirs Sigurjóns- sonar ljósmyndara og eiganda Svipmynda voru Stuðmenn. Tveim- ur vikum fyrir opnun sátu þeir fyr- ir. Meðfylgjandi mynd sýnir Egil Ólafsson. Þá er nú verið að vinna að gerð nýs leikrits eftir Andrés Indriðason. Þar er í aðalhlutverki átta ára strákur — sonur Sigurðar Skúlasonar leikara — en verkið sjálft mun hins vegar ekki síður við hæfi fullorðinna en barna. Það er Lárus Ýinir Óskars- son, Leikstjóri Annars dans sem tekið hefur við leikstjórn verksins en upptöku stjórnar höfundurinn, Andrés Indriðason... STRAUM LOKUR ut out LAIMDSINS BESTA ÚRVAL STRAUMLOKUR OG SPENNUSTILLAR í nær allar gerðir bifreiða og vinnutækja á mjög hagstæðu verði HABERG h£ Skeifunni 5a. sími 84788.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.