Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 22

Helgarpósturinn - 22.09.1983, Blaðsíða 22
Hestamenn, eigum fyrirliggjandi pulsugerðarvélar og sútunargræjur Fað er margt málið sem má ræða. við hringborð. En þar sem HP hef- ur ekki sinnt hestamennsku sem skyldi ætla ég að skrifa ofurlítið um þessa dásamlegu íþrótt og ríð hér með á vaðið. Á íslandi hafa alltaf verið til hestamenn. Það var nokkuð góður hópur fólks sem vissi engan unað meiri en éiga glæstan reiðhest og svífa á honum útúr amstri hvers- dagsins. Auðvitað var þessi íþrótt hlunnindi sveitamanna, og uppbót þeirra í fásinni strjálbýlisins. En af hverju skyldu menn til sveita frekar hafa haldið hest en t.d. Pamella Jóns fegurðardrottning sem býr á Hverfisgötunni í Reykjavík? Vegna þess að Pamella er landlaus. Hún á hvorki haga, tún né hesthús, vafa- hrinoboröiö I dag skrifar Sigríöur Halldorsdóttir mál hvort hún þekki hest frá belju ef gengið væri á hana. En hún á reiðstígvéi, silfurpela og hjálm, hestar bita hvort sem er bara gras, svo Pamella slakar sér á einn alhliða dömuvekring. Hún ríður kvöld og kvöld eftir Vesturlandsveginumbg í einum reiðtúrnum kynntist hún bráðmyndarlegum heildsala Jóni Væna sem er nýbúinn að kaupa sér stóð. Jón Væni á að vísu hvorki tún- bleðil né hesthús, en nóga peninga. og leigir holt af grandalausum bónda. Þarmeð er málunum redd- að, stóðið Jóns + gandur Pamellu er rekið á sportbílum uppí holtið, tjaslað upp girðingu og skrifað á spýtu: óviðkomandi banaður af- gangur, enkavegur. Það er ékki mikið mál að vera með hesta, þessar sveitir og holt útum allt land segir Jón Væni og Pamella horfir að- dáunaraugum á Jón, hvað hann hefur hestamennskuna i puttunum maðurinn. borðið. „Heyrðu“ segir Jón Væni, „þú verður að redda þessu fyrir mig, ég kem uppeftir í vor og borga þér það sem þú setur upp“. Bóndinn hefur ekkert á móti nokkrum auka- krónum, gengur uppí holtið, skýtur þann stjörnótta í skurðinum og rek- ur lerkaðar skepnurnar heim í tún hjá sér. Túnið er skárra en holtið þessa fimm mánuði þangaðtil sést í strá uppúr jörðinni. Ekki er fyrr farið að sjást í auða jörð en Jón Væni kemur skrensandi á „Wagónerinum“ með einvalalið nýkrýndra hestamanna með sér að leigja meira holt fyrir strákana vini sína. „Við ætlum semsagt allir að vera með stóð og svo bara seturðupp verðið", segir hann við bóndann. „Heldurðu að hann taki kreditkort?" spyr bankamaðurinn i hópnum og smeygir beisli uppí kvígu sem er að skoða wagónerinn. Alltíeinu rennur upp ljós fyrir bónda.Hann sem aldrei hefur séð aura nema í varningi úr kaupfé- laginu stendur nú þarna með flokk reykvískra peningamanna í hlaðinu hjá sér, í gljáburstuðum reiðstígvél- um veifandi tékkheftum og kredit- kortum i vorblænum. Hann gæti meiraðsegja selt þeim kvíguskratt- ann undir eiria dömuna sem stend- ur þarna og staupar sig úr silfur- pytlu. í einu vetfangi get ég orðið ríkur, ég leigi þeim holtið eins langt og augað eygir, ég leigi þeim túnin, ég sel þeim heyið, slátra beljunum og fer suður og fæ mér tönnur. Bustólpinn brást, hann seldi ekki; á þessu augnabliki eyddi hann jörðinni. Túnið er nú þýfi, holtið útsparkað moldarflag, gömul og ný hey ganga kaupum og sölum, seld Svo er það á jólununt kvöld eitt að Jón og Pamella bjóða vinum og kunningjum í ærískoffí að allt liðið ákveður að fá sér líka hesta. Jón Væni segist redda „hagagöngunni", nýyrði sem hann rakst á í blaði, og notar óspart, hann „leigi holt uppí sveit, svagalega góð aðstaða fyrir hesta“. Þau lyfta glösum í fallegu stofunni þeirra Jóns og Pamellu. Á sömu stundu standa nokkrir hrím- aðir útigangshestar í röð og drúpa höfði, hríðin er látlaus og haginn gaddfreðinn. Lækinn lagði í haust, myrkrið svart og það ýlir í raf- magnslínum. Einn þeirra fór niðr- um ís og lenti í skurði, þar hefur hann staðið í nokkra daga og hlakkar til að drepast. Þetta eru hrossin Vænuhjónanna. Bóndinn sem leigir þeim holtið hringjr og spyr hvort þau hafi hugsað sér að koma klárunum í hús eftir áramót- in „Hús?“ segir Jónalveggáttaður í miðju kafi í ljósúm. „Hvurnig hús?“ „Hesthús" sagði bóndinn, „það eru alltaf byljir, það sér ekki stingandi strá uppí holtinu, hest- arnir hafa ekkert að bíta“. Pamellu verður svo um að neðri vörin fer að titra»útaf Stardöst 16 vetra, glas- eygum með hósta, kr. 45000 á hæstbjóðanda auðvitað, bændur slátra kúnum því tannlæknastéttin eða módelsamtökin eru orðin hey- laus. Holtið sem hefur verið að gróa upp síðan sauðkind fækkaði er nú gróðurlaust fen og leggur úr því hrossahlandslykt á hlýjum dögurn. Mófuglinn flýr, blómin dauð, berin horfin. Og hálf þjóðin farin að hata eftirlætisskepnu sína, hestinn yndislega sem er orðinn landeyð- ingarvopn í höndum jarðleysingja sem vantar stöðutákn. Þessir jarð- vöðlar ösla um landið undir yfir- skini „sportsins“. Fyrst skal eyða Suðvesturlandi, síðan færa sig, leigja og kaupa jarðaparta og jarðir að beita á þangað til ekkert verðurkvikt eftir nema sjálfala horbykkjur og með- aljónar með kúrekakomplex. Landlausir stóð „bændur“ eyði- leggja meira land á þremur mánuð- um en tíu ára kuldatímabil. Allt mjálm um sumarleysi, uppblástur, kalin tún, rok og rigningu, er furðu- legt þegar ekki þarf að fara langt út- fyrir borgarmörkin til að sjá hvern- ig einhverjir aular sem flokka sig með hestamönnum hafa farið með landið á þessu sumri. Fimmtudagur 22. september 1983 Jp&sturinn Ljúf mun stundin er lambið étég, lifi sauðféð í drottins náð.... Nú stendur yfir hátið sauðfénaðarins, göngurn - ar, sláturtíð hafin og brátt gefst háttvirtum neyt- endúm kostur á að kaupa á spiunkunýju verði ný- slátraða villibráð með háfjallabragði; og blóð og mör: mörg húsmóðirin mun áreiðanlega raula glaðhlakkalega fyrir munni sér eftirfarandi ljóðlín- ur við sláturgerðina: Hræri ég með hönd i blóði, hræri ég i erg og gríö, likt og afi minn, Ari fróði, ávallt gerði í sláturtíð. Sauðfjárspekúlantar Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins hafa nú lengi deilt um hvort sé betra: kjöt af háfættu fé eða lágfættu. Fyrir skömmu stóðu þeir fyrir bragðkönnun, þar sem hvorutveggja féð var milli tannanna á starfsmönn- um stofnunarinnar. Spennandi verður að heyra niðurstöðurnar. — Háfætta féð er hinn uppruna- legi, íslenski sauðfjárstofn, sem Bjartur í Sumar- húsum og hans iíkar hafa verið í sálufélagi við í meira en þúsund ár. Bjartur átti við háfættu sauð- kindina þegar hann mælti hin eftirminnilegu orð: „Þar sem sauðkindin lifir, þar lifir maðurinn... uppá vissan hátt, þá er maðurinn og sauðkindin eitt“. Því má gera ráð fyrir að þjóðernissinnaðir landbúnaðarpólitíkusar berjist fyrir vexti og við- gangi háfættu rollunnar. Sálufróður maður hefur leitt rökum að því í ágætri grein’ að tilbeiðsla Bjarts á sauðkindinni hafi í raun ekki verið í ætt við tilfinningasamband, heldur blætisdýrkun: tilbeiðsla á hlutkenndri vinnuafurð, sem myndi um síðir mala honum gull og gera hann efnalega sjálfstæðan En eigi að síður kom þessi rolludýrkun Bjarts i veg fyrir að hann gæti elskað Rósu konu sína eftir þartilgerðum brautum. Enda neri þessi ófullnægða kona eigin- manni sínum því um nasirað hann tæki sauðkind- ina langt fram yfir mannssálina og tryði aukin heldurá hundinn. Hún hefndi sín með því aðdrepa og cta óvin sinn, gimbur nokkra sem átti að vera sálufélagi hennar meðan Bjartur bóndi var á fjalli: Hún át og át leingi, nieð sötnu græðginni, einsog hón ætlaði aldrei að seðjast. Það var hennar fyrsli hamingjudagur í hjónabandinu. (Sjálfstætt fólk, bls. 86) ' Þetta var jafnframt hennar síðasti hamingjudag- ur, þvi fyrir þessa einu fullnægjustund galt hún með lífi sínu. Bændur ættu að láta þessa sögu verða sér víti til varnaðar, sauðfjárdýrkun er best í hóft. Þeir ættu frekar að taka undir hinn hrásiagalega íslensku- fræöingahúmor í kvæðinu Síðasta lambið scm vitnað var til hér að framan; síðasta erindið hljóðar svo: Gripinn fögnuði flæ ég búkinn, flestar luppirnar sker ég af, hristi úr görnunum heitan kúkinn, hluta lambið sem drottinn gaf. Pott á hlóðir hreykinn set ég, hlakka yfir felldri bráð. Ljúf mun stundin er lambiö ét ég. f Lifi sauðféð i drottins náð. / En þó að nýja Iambakjötið fari nú að streyma á inarkaðinn, er ærið magn eftir af því gamla, a verði sem hefur heldur sett ofan, og því mun þjóðhags- lega rétt að sþæna það i sig fyrst. Hér á eftir fara tvær auðveldar lambakjötsuppskriftir fyrir þá sem viljá reyna að ganga á kjötfjallið. Kjötbakstur (Lambapaté) Kjötbakstur þessi er ódýr hátíðamatur. Hann er . borinn fram kaldur ásamt berjasósu, hrásalati og brauði. Sem forréttur nægir hann handa 14—16 manns, en mettar 6—8 sem aðalréttur. Afgangur, ef einhver verður, er að sjálfsögðu eðalálegg. 500 g fínhakkað lambakjöt 300 g svinahakk 1 Vi tsk salt u.þ.b. 2 kryddmál nýmalaður,svartur pipar u.þ.b 1 tsk þurkað timjan 2 inarin hvítlauksrif 2 msk. hveiti 2 dl rjómi 3 egg 1. Hrærið kryddum og hvítlauk saman við kjöt- farsið. Bætið eggjunum.út í einu í senn, þá hveiti og að lokum rjóma. 2. Hellið farsinu í smurt form (u.þ.b. 1 Vi 1), setjið álpappír yfir og bakið í vatnsbaði í ofninum við 175 gr.C í u.þ.b. klukkutíma. (Stingiö prjóni í baksturinn; hann er tilbúinn ef safinn sem út vellur er tær.) Látið baksturinn kólna í forminu. Berjasósa Setjið 2 dl af vínberja- eða bláberjahlaupi í pott og hitið. Hrærið saman við /i dl af sítrónusafa og u.þ.b. 1 kryddmáli af grófmöluðum, svörtum pip- ar. Kælið sósuna áður en hún er borin fram. Lambabógur í dillsósu Nýtt dill fer afskaplega vel með iambakjöti og nú er að neyta færis meðan það fæst, kaupa og frysta, því það er sorglega sjaldan á boðstólum. í þennan rétt má að sjálfsögðu nota þurrkað dill, en ólíkt er það nú náttúruminna. Þessi ágæti réttur er handa 5—6 manns og nýtur sin vel með soðnum kartöfl- um. 1 lambsbógur, u.þ.b. 1 Vi kg Vi flaska hvítvín (fremur þurrt) 1 litill laukur salt nokkur piparkorn 1 msk. hveiti Va I rjómi nýtt dill eftir smekk 1. Skerið kjötið frá beininu. Saxið laukinn og sjóð- ið ásamt beininu í hvitvíni, salti og pipar í u.þ.b. klukkutíma. 2. Skerið kjötið í bita og brúnið í potti upp úr smjöri. Hellið soðinu út í og látið sjóða í hálf- tíma. Hrærið þá rjómanum saman við og saltið sósuna frekar, ef vill. Látið suðuna koma upp og þykkið sósuna með hræru af 2,msk. af smjöri og 1 msk hveiti. Sjóðið i svo sem 2 mín. til viðbótar og rétt áður en þið berið réttinn fram, skellið þið i hann dágóðum slatta af söxuðu nýju dilli. ' »- Þolinmæði við þíðu . ' Það krefst þolinmæði að gera frosið kjöt vel meyrt. Þess vegna verður maöur að sjá fyrir laraba- kjötslöngun með 5—7 daga fyrirvara, m.ö.o. að' láta kjötið þiðna á neðstu rim í ísskáprfum í nokkra daga og láta það síðan hvíla á borði við stofuhita síðasta sólarþringinn áður en það er matreitt. •Sjá grein Vésteins Ólasonar, Aá éla <ivin 'inn, i Sjöfíu grcinar liclKuAur .lakohi Bcncdiklssyni, Rvík 1977.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.