Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 22. september 1983 SpSsturínn Klofningur í Sálarrannsóknarfélagi íslands: í tvo mánuði hefur sumarhefti Morguns, tímarits Sálarrann- sóknarfélags íslands legið inni á skrifstofum Sálarrannsóknarfélags íslands. Ástæðan fyrir „frystingu" upplagsins er grein ritstjórans, dr. Þórs Jakobssonar veðurfræð- ings, er nefnist „ritstjórarabb" I umræddri grein færir dr. Þór Jakobsson rök að því að til þess að komast að óyggjandi niðurstöðum í sálarrannsóknum þurfi að beita vísindalegum aðferðum, en þær séu ekki á færi leikmanna. Hann segir: „Sjaldan eru einhlítar skýringar á því sem virðist gerast. Það þarf vant fólk, réttar aðstæður og stundum fágæt og dýr tæki til að gera athuganir. Þar við bætist þörf á sér- þekkingu sálfræðinga, eðlisfræð- inga og annarra lærðra manna til að skera úr um niðurstöður rannsókn- anna. Afleiðing þessa er sú, að almenn- ingur getur ekki stundað sálarrann- sóknir frekar en jarðfræði, án þess að læra tilskilin fræðií* Þessa skoðun telur Guðmundur Einarsson formaður Sálarrann- sóknarfélagsins stangast á við reynslu þeirra sem hafa kynnst dul- rænum fyrirbærum eða orðið vitni að hæfileikum fólks til að ná sam- bandi við framliðna. Bábiljur eða vísindi? Áður en Iengra er haldið er vert að leiða hugann að sagnfræðilegum atriðum svonefndra sálarrann- sókna. Það var fyrir u.þ.b. öld að tveir þekktir Bretar stofnuðu breska Sálarrannsóknarfélagið; þeir Oliver Lodge og Conan Doyle læknir og höfundur Sherlock Holmes-bókanna. Þeir félagar vildu stuðla að rannsóknum á dul- rænum fyrirbærum og safna stað- reyndum um reynslu fólks í þeim efnum, meðal annars gegnum miðla. Hugmyndir þeirra voru í anda náttúruvísinda 19. aldar þar sem sú trú var ríkjandi að hægt væri að finna skynsamlegar skýr- ingar á flestum fyrirbærum náttúr- unnar. Spíritisminn eða sálarrannsóknir Dr. Þór Jakobsson, veðurfræðing- ur og ritstjóri Morguns: „Það hefur verið Ijóst lengi að rannsóknir í dularsálarfræði eða vísindalegum sálarrannsóknum er ekki hægt að. stunda án flókinna og haldgóðra varúðarráðstafana. Almenningur getur ekki stundað sálarrannsóknir frekar en jarðfræði, án þess að læra tilskilin fræði. • „Allt ber að sama brunni. Fúsk leysir engar gátur. Náttúran er flókin, tilveran er fiókin — og miklu flóknari en forsprakka sálarrannsóknarmanna og samtíðar- menn þeirra, efnishyggjumenn 19. aldar, óraði fyrir. Alþýðleg andahyggja, öðrui nafni spíritismi, mun ekki bera frekari árangur. Hún hefur runnið skeið sitt á enda.“ Þessi orð skrifar dr. Þór Jakobsson veðurfræðingur og ritstjóri Morguns í sumarhefti tímarits Sálarrannsóknarfélags íslands. • Grein Þórs gerði það að verkum að stjórn Sálarrannsóknarfélagsins tók þá ákvörðun að ritinu skyldi ekki dreift meðal félagsmanna og áskrifenda fyrr en rit- stjórinn hefði gefið skýringar á orðum sínum. Stjórnin hafði það jafnvel í huga að senda athugasemd til lesenda þess efnis að skoðanir ritstjórans væru ekki skoðanir stjórnarinnar. • Þegar Helgarpósturinn tók að spyrjast fyrir um málið innan Sálarrannsóknar- félagsins, ákvað stjórnin að skjóta á fundi þar sem rætt yrði um ágreininginn. Fundurinn var haldinn s.l. þriðjudag og sátu hann m.a. formaður félagsins Guð- mundur Einarsson verkfræðingur talsmaður hefðbundins spíritisma, og dr. Þór Jakobsson, fulltrúi hinnar nýju stefnu; vísindalegra sálarrannsókna. Niðurstaða fundarins: Upplagi tímaritsins verður sleppt óbreyttu lausu en jafnframt ályktað að félagar Sálarrannsóknarfélagsins verða að setjast á rökstóla og álykta hvort spíritisminn sé að renna sitt skeið á enda. • „Spíritisminn hér á landi hefur ekki borið árangur vísindalega séð“, segir dr. Þór Jakobsson við Helgarpóstinn. „Langt í frá að spíritisminn sé að gefa upp andann. Reynsla fólks ber vott um annað,“ segir Guðmundur Einarsson. Gœði og verð sem koma á óvart! skutu fljótlega upp kolli hér á landi, þar má nefna menn eins og Einar Kvaran rithöfund sem ritaði og ræddi um spíritisma á fyrstu ára- tugum þessarar aldar. Hann fléttaði fræðunum inn í sumar skáldsagna sinna og stundaði rannsóknir sjálf- ur, t.d. var hann um skeið gest- komandi að Bessastöðum til að reyna að ná sambandi við Appolóníu Schwartsskopf sem lést þar á bae með dularfullum hætti á 18. öld. Ýmsir fleiri hafa lagt hinum dulrænu fræðum lið svo sem prófessor Haraldur Níelsson, dr. Helgi Pjeturs, ásamt miðlum, og huglæknum, að ógleymdum þeim sem hafa skráð heilu bækurnar samkvæmt skipun að handan. Spíritisminn tengdist mjög trúar- umræðum hér á landi, meðan sálar- rannsóknir erlendis tengdust æ meir vísindalegum rannsóknum. Þar með er komið að kjarna máls- ins og þeim skiptu skoðunum sem komið hafa upp á yfirborðið í kjöl - farhins nýja Morguns. Er sú starf- semi sem fram fer innan Sálarrann- sóknarfélagsins byggð á bábiljum og trú eða byggir hún á óyggjandi reynslu fólks? Hvar liggja mörkin milli vísinda og trúar? Spíritismi og sálarrann sóknir tvennt ólíkt Það er ekki aðeins grein dr. Þórs Jakobssonar í síðasta hefti Morguns, sem bendir til þess, að spíritisminn, og þá einkum í formi miðilsfunda sé kominn undir smá- sjá þeirra manna hérlendis sem vilja koma gagnrýnum viðhorfum á framfæri. Ritið í heild er fullt af efni sem Ieynt og ljóst er í andstöðu við ríkjandi hugmyndir innan félagsins og hluta þess starfs sem þar hefur verið unnið. Fyrst er að nefna langa ritgerð eftir dr. Matthías Jónasson þar sem hann kannar „heimildir að hand- an!‘ Annars vegar fjallar hann um drauma Hermanns Jónassonar sem dreymdi veturinn 1892-93 að Ketill í Mörk, sem er ein af sögupersónum Njálu, kæmi til sín að „leiðrétta" Njálu. Frásögnin var skráð um 20 árum síðar. Hins vegar gerir Matthías mjög ýtarlegan saman- burð á ritverki Guðrúnar Sigurðar- dóttur miðils um Ragnheiði biskupsdóttur og á skáldsögu Guðmundar Kambans, Skálholti. Þegar ritverk Guðrúnar kom út fyr- ir 10 árum vakti það mikla athygli og umræður, varð metsölubók, en síðan hefur fátt um það heyrst. Að sögn aðstandenda verksins vildi Ragnheiður koma því á framfæri við nútímamenn að hún hefði svar- ið rangan eið hér forðum og því túlkað sitt mál gegnum Guðrúnu (reyndar eru frásagnarmenn í bók- inni fleiri). Á sínum tíma var bent á Guðmundur Einarsson verkfræð- ingur: „Ummæli Þórs Jakobssonar stangast á við reynslu þeirra sem kynnst hafa dulrænum fyrirbærum eða orðið vitni að hæfileikum fólks til að ná sambandi við framliðna.“ tengsl við bók Kambans, en í ritgerð sinni tínir Matthías til fjölda dæma um sömu efnistök, orðalag, atburðarás og sjónarhorn í þessum tveimur verkum, skáldsögu og „heimild að handan!* Hann dregur ekki neinar frekari ályktanir aðrar en þær að bækurnar séu mjög skyldar, hverjar sem skýringarnar kunna að vera. í Morgni er einnig að finna viðtal við dr. Erlend Haraldsson (áður birt i HP), sem manna mest hefur fengist við dularsálarfræði á Islandi. Þar segir m.a.: „Hér á íslandi hefur löngum verið sett samasemmerki milli sálarrann- sókna og spíritisma, en það er á misskilningi byggt.“ I þriðja lagi má svo nefna stutta grein eftir dr. Jakob Jónsson þar sem hann segir m.a.: Sem sagt — sálarrannsóknir hafa opnað leiðir í

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.