Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 19
HUNDAÆÐI
i Vesturbænum
Tveir valinkunnir góðborgarar Vesturbæjarins í hundaæði: Haraldur B. Kaaber
klæðskeri og Jónatan Waage hæstaréttardómari
Hundaæði hefur gripið um
sig í Vesturbænum! Ýmsir heið-
virðir og velmetnir borgarar
hafa breyst í urrandi, slefandi og
geltandi óargadýr,. hlaupa um
göturnar, rífa girðingar og tré
upp með rótum og bíta saklausa
vegfarendur eða sitja um bíla
sem aka um á 30 kílómetra
hraða. „Ástandið er óskaplegt,
Þessi mynd var tekin á
Framnesveginum í gær.
loftið er rafmagnað“, segir yfir-
maður hundaeftirlitsdeildar
lögreglunnar. „Hundabannið
sýnir sig ekki hafa virkað“, segir
Davíð Oddsson borgarstjóri,
„hundahald með skilmálum er
hugsanlegt“.
Ekki er vitað hvað valdið hef-
ur hundaæðinu. Grunur leikur
þó á að lögreglumenn séu smit-
valdar. Flokkur sérþjálfaðra
lögreglumanna hefur nefnilega
sinnt skyldustörfum undan-
farna mánuði og aflífað kjöltu-
rakka í Vesturbænum. Víst þyk-
ir að einhverjir þeirra hafi orðið
fyrir biti þegar þeir hafa flogist
á við hundana og haldið þeim
10—12 saman áður en þeir
(hundarnir) hafa verið aflífaðir
með vélbyssu.
,,Algjör firra
að við höfum
valdið æðinu“
— segir Þórillur
Hámundarson yfir-
maður hundaeftir-
litsdeildar lögregl-
unnar
„Það er algjör firra og hrein-
asta lygi að við lögreglumenn
höfum valdið hundaæðinu. Það
er meira að segja svo langt geng-
ið að menn hafa ásakað okkur
um að bíta vegfarendur og því
haldið fram að sumir okkar hafi
breyst í loðin óargadýr“. Þetta
segir Þórillur Hámundarson yf-
irmaður hundaeftirlitsdeildar
lögreglunnar við blaðakonu
Aðalblaðsins.
„Helst mætti segja mér að
hundaæðið sé upprunnið hjá
ákveðnum aðilum í Vesturbæn-
um, en meira færðu ekki upp úr
mei nerna að þú gefir mér ban- ^þyí er meira að scgja haldið fram að við höfum breyst í loðin óargadýr, scgir Þórill-
ana“, sagði Þ að lokum. ur Hámundarson lögreglumaður við blaðakonu Aðalblaðsins.
Ekki hundi
út sigandi
Aðalblaðið snerí sér til nokkurra valinkunnra
Vesturbæinga og innti pá frétta af hunda-
æði meðal íbúa Vesturbæjarins.
Grrrummm!
segir Jón Sigurösson
— Þetta er della og hyste-
ria, segir Jón Sigurðsson
Vesturgötu 8c. Eg er nú
hræddur um pað, Grrumm!
Urrdanbíttann!
segir Sigurlaug Karls-
dóttir
*
— Urrdanbíttann! segir
Sigurlaug Karisdóttir
Brekkustíg 116. Ég hef
aldrei séð hund i Vestur-
bænum, aldrei heyrt gelt,
aldrei verið bitin. Ég skelli
nú skollaeyrum við svona
fréttum!
Farnir í hundana!
segir Gunnar Har-
aldsson
— Það má segja að lög-
reglan sé farin í hundana,
ekki við, segir Gunnar Har-
aldsson Framnesvegi 54b.
Þeir vaða hér um öll stræti
með aflífunartól, ekki við.
Þeir voru bitnir, ekki við.
Áttu annars hundakek?
Maður verður hungraður af
svona viötölum!
Hef ekki veriö bitinn!
segir Sámur Ólafsson
— Ég hef ekki veriö bitinn.
Aftur á móti hef ég.. ver..
vo.. ivo.. vof.. voff, voff,
voff, voff, voff, voff, urrrrrrr!
VOFF!...
Gróf beinið
segir Höröur Úlfsson
— Ég hefhaldið mig inni
við eftir að fregnir um
hundaæðið fóru áð berast.
Ég pori ekki lengur í búðir.
En á nóttunni læðist ég
stundum út og gæði mér á
beininu sem ég grófí garð-
inum i fyrri viku.