Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 17
t~itíí ~ai-~ ~ ^ posturinn Fimmtudagur 29- september 1983 17 Áfram með væntanlegar jóla- f J bækur. Við heyrum að bóka- J útgáfan Vaka muni gefa út um 30 titla á þessu ári. Meðal bóka sem væntanlegar eru með haustinu má nefna bók með úrvali nær- mynda Helgarpóstsins, auknum og endurskoðuðum, og nýja barnabók eftir Guöna Kolbeinsson sem sló í gegn með fyrstu bók sinni í fyrra. Nýja bókin hefur enn ekki hlotið nafn, en hún verður myndskreytt af Pétri Halldórssyni teiknara. Ármann Kr. Einarsson sendir frá sér unglingabók sem heitir Þegar ástin grípur unglingana og mun hún vera nokkuð frábrugðin fyrri bókum höfundar. Endurminninga- bækur skipa einnig veglegan sess og þar er hægt að taka til samtalsbók við Sigurö Sigurösson íþróttafrétta- mann, sem Vilhelm G. Kristinsson hefur skráð. Bókin heitir einfald- Iega Komiði sæl. Ævisaga Eysteins Jonssonar fyrrum ráðherra eftir Vilhjálm Hjálmarsson bregður nýju Ijósi á pólitíska atburði síðustu áratuga. Loks skal geta amerískrar / metsölubókar sem heitir Mínútu- stjórnun, þar sem kynnt er stjórn- unaraðferð sem hentar bæði smá- um og stórum fyrirtækjum... Ráðstefna Alþýðuflokks-. kvenna sem haldin var síðasta laugardag þótti takast með afbrigðum vel. Þar urðu óheppileg orð ýmissa forystumanna til þess að þjappa konum saman, með þeim árangri að í lokin var sett á fót þver- pólitísk nefnd sem ætlar sér að koma hreyfingu á launamál kvenna. Það sem vakti þó hvað mesta athygli og reiði eftir ráðstefn- una sem sótt var af 170 manns, var að sjónvarpið gat hennar í einni setningu, svona í framhaldi af frétt um 30 manna fund Alþýðuflokks- formannsins á Akranesi. Fjöldi kvenna hringdi í sjónvarpið og kvartaði, með þeim árangri að fréttamenn fóru af stað á sunnu- dagsmorgni og tóku viðtal við Jó- hönnu Siguröardóttur alþingis- mann . Það borgar sig sem sagt að kvarta... Lítið svar 14 Hversvegna viljið þið þá ekki skáld sem er að reyna eitthvað nýtt? Fólk nennir ekki að Iesa ef það veitir enga gleði eða snertir ekki mjúka tóna hjartans. Staðreyndin er að mest seldu jólabækurnar eru abriel HÖGGDEYFAR 75 ÁR í FARARBRODDI 75 ÁRA TRYGGING FYRIR GÆÐUM Bremsuklossar fyrir flestar gerðir. DRÁTTAR- BEISLI fyrir Volvo og fleiri gerðir. Verð kr. 3400,- TRW Stýrisendar og spindilkúlur. BENSINDÆLUR FYRIR Golf Passat 1100—1300 Volvo 144, 244 ' VW 12-13, 1302—15—1600 Vauxhall Viva M. fíenz 200-280 Fiat /25—7—8— 31-32 Simca 1100-/307 Ford Cortina', Taunus, Escort, Ficsta Skoda — C'itroifn G.S. PÓSTSENDUM G3 varahlutir Hamarshöfða 1 simar: 83744 og 36510 - ævisögur. Vegna þess að það eru bókmenntir sem fólk skilur. Þar er sagt hispurslaust frá atburðum úr alvöru lífi. Ekkert hástemmt, merkilegt rugl. Bara passlegt grobb. Bókin mín er skrifuð í fyrstu per- sónu, maðurinn sem segir frá talar ekki menntaskólamálfar, heldur er það venjulegur alþýðumaður sem talar stílleysur og hefur brenglaðar beygingar. DAGURINN ÞEGAR ÓLI BORÐAÐl SÓSUNA MEÐ SKEIÐINNI er bók sem er byggð á sannsögulegum atburðum. Það færist í vöxt að ungu skáldin gefi verk sín út sjáfir eins og ég í þessu tilfelli. Og er það eina vonin að íslenskar bókmenntir nái hylli almennings á ný. Frelsi andans er grundvöllur fyrir listsköpun. „En ég er nú síst einn af þessum feitu körlum á bak við skrifborðið, menntamönnum, sem eru vondir við vesalings alþýðumanninn". Þetta viðurkennir Matthías fús- lega, að hann sé einn af þessum feitu körlum með gömul sjónarmið. Ég kann vel við hreinskilni. Allur skáldskapur minn byggist á því. Annars er ég mjög ánægður með þessa bókmenntagagnrýni. Hún lýsir vel út á hvað mín 10 ára mál- frelsisbarátta hefur gengið. Og þakka ég Matthíasi Viðari kærlega fyrir- Ásgeir Hvítaskáld. Spíritismi V-'l Sumir eru jafnari en aðrir. f 1 Tveir stjórnarandstöðu- S flokkar, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubandalagið, hafa farið í fundaherferð um landið í kjölfar funda Steingríms Hermannssonar forsætisráðhera. Fundir Steingrínts hafa verið auglýstir mjög vel í útvarpinu og almenningur borgar brúsann, þ.e. forsætisráðuneytið. A—flokkarnir verða hins vegar sjálfir að greiða allan kostnað af fundahöldum sínum og auglýsing- um þar aðlútandi.... Nú fer i hönd hin hefðbundna f J uppskeruhátíð bókaút- S gefenda. Sitthvað bendir nú til að þessi vertíðarhefð sé að rask- ast. Bæði er að flest bókaforlög munu trúlega fækka útgáfutitlum og ekki síður hitt að ljóst þykir að hinn eiginlegi stórmarkaður íslenskrarbókaútgáfu er að taka á sig mynd hinna svokölluðu bóka- klúbba. Þeir gerast æ umsvifameiri og þótt ekki séu allir þeirra tilbúnir aðgefa uppfjöldaklúbbfélagaer altalað meðal höfunda að eina raun hæfa leiðin til að fá eitthvað fyrir sinn snúð í ritstörfum sé að selja einhverjum klúbbum afurðina. Sem dæmi um stærð klúbbanna heyrum við að væntanleg bók hjá bókaklúbbi Arnar og Örlygs, íslenskir annálar 1400 til 1449 eftir Anders Hansen blaðamann, sé prentuð í um 10.000 eintökum, en það er fjórföld meðalsala bókar nú. Hinir klúbbarnir tveir, AB og Veröld, eru áreiðanlega ekki með lægri upplög... BílasalaGuðfinnshefurverið f'J á höttunum eftir nýrri lóð undir fyrirtækið. Til stóð að byggja í Stórholtinu, en vegna mót- mæla íbúa var hætt við það. Þá komu skipulagsnefndarmenn auga á lóð Ármúlaskóla, en umhverfis skólann er landrými sem ætlað er til framtiðarbygginga. Kennarar og nemendur skólans sem fengu veður af þessum hugmyndum mótmæltu og fyrir skömmu skrifaði Ragnhild- ur Helgadóttir menntamálaráð- herra bréf þar sem hún mótmælti einnig þessum hugmyndum. Málið virðist nú dottið upp fyrir og bíla- sölumenn verða að hefja leitina að nýju... sögðust myndu láta vita af sér á óyggjandi hátt að handan, en ekkert hefur til þeirra heyrst. Ef menn trúa á eilíft líf, þá trúa þeir því, spíritisminn sannfærir menn. ekki um andlegt Iíf eftir dauðannþ Skoðanir fólks eru því skiptar, en eftir stendur að áhugi er mikill hér á landi á dulrænum fyrirbærum. Það sýnir sú staðreynd að í Sálar- rannsóknarfélaginu eru um 4000 manns, þar af um 1000 í Reykjavík. Eftir nokkrar vtkur setjast menn enn við að ræða um stöðu spírit - ismans hér á landi.þetta vinsæla en umdeilda efni og þá kemur væntan- lega í ljós hvort eitthvert líf er að finna meðal arftaka Einars H. Kvarans, Indriða miðils og Harald- ar Níelssonar, eða hvort það verða vísindin sem fara með sigur af hólmi og efla alla dáð. Auglýsing um iimlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóös C f lokkur 1973 Hinn 3. október hefst innlausn happdrættisskuldabréfa ríkissjóðs í C flokki 1973, (litur: gulur). Hvert skuldabréf, sem upphaflega var að nafnverði gkr. 1.000, nú kr. 10,00, verður innleyst með verðbótum samkvæmt breytingum, sem orðið hafa á vísitölu framfærslukostnaðar frá útgáfudegi á árinu 1973 til gjalddaga í ár. Innlausnarverð hvers skuldabréfs er kr. 559,80 Til leiðbeiningar fyrir handhafa happdrættisskuldabréfanna viljum vér benda á, að bréfin eru eingöngu innieyst í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnar- stræti 10, Reykjavík. Þeir handhafar skuldabréfa, sem ekki geta sjálfir komið í afgreiðslu Seðla- bankans, geta snúið sér til banka, bankaútibúa eða sparisjóða hvar sem er á landinu, sem sjá um innheimtu þeirra úr hendi Seðlabankans. Eftir gjalddaga greiðast engar verðbætur vegna hækkunar vísitölu framfærslukostnaðar. Skuldabréfin fymast á 10 árum, talið frá gjalddaga hinn 1. október 1983 Reykjavík, september 1983. SEÐLABANKI ÍSLANDS VARAH1UT1R í ALLA JAPANSKA BÍLA Honda, Mazda, Mitsubishi, Toyota og Datsun NP VARAHLUTIR Ármúla 22 — 105 Reykjavík. Sími 31919 Draupnisgötu 2, 600 Akureyri. Sími 26303. Hvergi hagstæðara verð.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.