Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 29. september 1983 "^pQsturÍnn Það sem gerir það hinsvegar að verkum að þessi sýning er mun betur heppnuð en margar fyrri gamanleiksýningar Þjóðleikhúss- ins er að leikstjóra tekst að halda uppi verulegum hraða og fjöri út mestalla sýninguna og honum ásamt leikhópnum tekst þannig að yfirvinna að töluverðu leyti bresti leikritsins. Því er einnig ekki að leyna að miðað við gefnar forsendur er leikritið á köflum mjög haganlega saman sett og hlaðið spaugilegum atvikum sem njóta sín vel á svið- inu. Leikararnir þurfa flestir að leika tvö hlutverk, í leiknum og i leiknum í leiknum. Þeim tekst flestum að skilja þar nokkuð vel á milli sem einstaklingum og koma þá fram skemmtilegar andstæður milli þess á sviðinu og fyrir utan það, en myndin af hópnum sem er að leika í Klúðri verður þrátt fyrir þetta fremur dauf. Sviðsetningin er svo sem áður segir hröð og fjörleg og þurfa leik- endurnir á öllu sínu að halda til að halda fullum dampi. Sérstaklega eru annar þáttur og fyrri hluti þriðja þáttar vel unnir, en í lokin leysist leikurinn upp í endaleysu sem hættir að vera skemmtileg. Er það mikill ókostur á gamanleik að detta svona niður rétt í lokin og skemmir heildaráhrifin. Það má vel hlæja nokkuð inni- lega á þessari sýningu, meira en oft áður í Þjóðleikhúsinu, en sýn- ingin skilur að öðru leyti ekkert eftir. .sprengjuna. Var fjallað um þetta efni eftir leiðum absurdleikhúss og trúðleiks. í sviðsetningu þáttarins var ýmislegt hugvitsam- lega gert og verkið á köflum bráð- skemmtilegt og miklu nær að hugur leikaranna fylgdi þarna máli og látbragði en í atriðinu á 'undan. Samt vantaði þarna í kraft og samstillingu, sem einmitt var í sumar einn höfuðstyrkur sýninga Stúdentaleikhússins. Stúdentaleikhúsið á vonandi eftir að sækja frekar í sig veðrið þegar líður á haustið, því það er bráðnauðsynlegur vettvangur fyr- ir leikhópa og tilraunir með form og efni. Þjóðleikhúsið: Skvaldur. Höfundur: Michael Frayn. Þýðandi: Árni Ibsen Leikstjóri: Jill Brook Árnason Leikmynd og búningar: Jón Þórisson. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikendur: Þóra Friðriksdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Sigurður Sigurjónsson, Tinna Gunnlaugs- dóttir, Lilja Guðrún Þorvalds- dóttir, Bessi Bjarnason, Sigríður Þorvaldsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Rúrik Haraldsson. Ef ég hef tekið rétt eftir er það hefð hjá Þjóðleikhúsinu að hefja, leikárið með frumsýningu á gamanleik. Er það í sjálfu sér alls ekki illa til fundið því hreinir gamanleikir eru vissulega eitt af því sem góðu leikhúsi ber skylda til þess að hafa á boðstólum fyrir áhorfendur sína. Hinsvegar er það nú svo að sviðsetningar gamanleikja virðast heldur mistækari en sviðsetningar annarra leikrita. Ekki kann ég skýringu á því, en trúlegt er að um gamanleiksýningar gildi frekar en um aðrar sýningar að þær eru annaðhvort eða, þ.e.a.s. annað- hvort mistakast þær eða heppnast vel. í þessu samhengi má vel velta aðeins fyrir sér hvað góð gaman- Ieiksýning þarf að hafa til að bera. Auðvitað þarf hún að vera fjör- leg, hröð; full með smátrixum og tiktúrum leikaranna, misskilningi og feluleik — salurinn veit meira en þeir á sviðinu o.s.frv. Allt þetta og margt fleira er nauðsynlegt og verður ekki hér reynt að finna alls- herjarformúlu fyrir vel heppnaðri gamansýningu. Eitt er þó víst að nauðsynlegt er til þess að gaman- Sprengjan og tómið Stúdentaleikhúsió: Dagskrá úr verkum Edwards Bond. Leikstjóri og þýðandi: Hávar Sigurjónsson. Sviðsmynd og búningar: Harald- ur Jónsson. Tónlist og flutningur: Einar Melax. Lýsing: Ágúst Pétursson. Leikendur: Guðný Helgadóttir, Soffía Karlsdóttir, Harpa Arnar- dóttir, Ásta Ingólfsdóttir, Erla Rut Harðardóttir, Ásta Arnar- dóttir, Stefán Jónsson, Guðjón Sigvaldason, Sólveig Halldórs- dóttir, Magnús Loftsson, Sjón, Einar Már Sigurðsson, Halldór Ólafsson, Hafliði Helgason. Stúdentaleikhúsið hóf vetrar- starfsemi sína með sýningu á dag- skrá úr verkum Edwards Bonds. Edward Bond er róttækur ádeilu- höfundur breskur sem hefur i verkum sínum leitast við að af- hjúpa nakinn grimmileika sam- félagsins og hvað eftir annað hef- ur hann hneykslað siðprúða landa sína með því að færa ofbeldi og ruddalegt málfar upp á svið ásamt með ótilhlýðilegum kynferðisleg- um athöfnum. Hávar Sigurjónsson, sem þýðir texta þessarar sýningar og leik- stýrir henni.er nýkominn frá námi í ieikstjórn í Bretlandi og er hér á ferðinni frumraun hans á sviði leikstjórnar hérlendis. Einhverra hluta vegna hefur hann ekki haft næga hörku eða lagni, nema hvors tveggja sé þröf, til þess að ná því sem hægt er að ná út úr leikhópi Stúdentaleikhússins, og berlega hefur sýnt sig í sumar að er þar til staðar. Dagskráin samanstendur af Hurðir og sardínur eftir Gunnlaug Ástgeirsson ' tveimur atriðum. Fyrra atriðið er kafli úr leikriti sem heitir Hafið. Er þar fjallað um tómleika og tilgangsleysi lífs í einangruðu sjávarþorpi. Sá þátt- ur sem sýndur var í Stúdentaleik- húsinu megnaði ekki að standa á eigin fótum og var því eins og úr lausu lofti gripinn. Það held ég að einnig hafi verið tilfinning leikar- anna því heildarsannfæringar- kraftur þeirra var heldur tak- markaður, þó hver leikari útaf fyrir sig gerði skyldu sína. Seinna atriðið var hinsvegar miklu betur heppnað. Var það einþáttungur sem fjallaði um valdið, hermennsku, dauðann og Skvaldur í Þjóðleikhúsinu — leikstjóra tekst að halda uppi verulegum hraða og fjöri, segir Gunnlaugur m.a. í umsögn sinni. leiksýning sé góð en það er að verið sé að gera grín að einhverju tilteknu (og þá fleiru en einu) og að þetta efni eigi sér einhverja lágmarks svörun í lífi og tilveru áhorfendanna. Menn verða með nokkrum hætti að hitta sjálfa sig fyrir eða einhverja sem þeir hafa nokkur kynni af. Það er einmitt á þessu sviði sem einna helst er brestur á sýningu Þjóðleikhússins á leikritinu Skvaldur. „Efni“ þess er í stuttu máli það að leikflokkur er að setja upp leikrit, Klúður, sem er hefðbund- inn misskilningur og feluleikur, sem gengur út á hurðir og sardín- ur. Fyrsti þáttur gerist á æfingu rétt fyrir frumsýningu, annar þáttur á sýningu mánuði seinna baksviðs og þriðji þáttur á sýn- ingu mánuði þar á eftir og eru áhorfendur þá í sporum áhorf- enda. í fyrsta þætti gengur æfing- in meira og minna á afturfótun- um. í öðrum þætti er allt í upp- lausn baksviðs og í þriðja þætti klúðrast sýningin gjörsamlega. Víst er að margt spaugilegt ger- ist á æfingum leikrita og eins er víst að ekki er ævinlega allt með felldu baksviðs. En ég held að þetta efni hafi fremur takmark- aða skírskotun til hins almenna áhorfanda þó það hitti beint í hjarta þeirra sem eru vel að sér innanbúðar í leikhúsi. Það er að koma haust Heldur lítið er að segja um blessað gamla Gufuradíóið, þessa dagana. Mér þykir dag- skráin heldur rislítil og ekkert sér- stakt, sem skarað hefur fram úr. Það er ef til vill komin þreyta i dagskrána, mönnum er ljóst að þeir verða sumir hverjir að víkja fyrir vetrinum. í undanförnum pistlum hér hef ég hrósað nokkr- um dagskrárgerðarmönnum og lastað aðra. Sú skoðun mín hefur ekki breyst nema að ég er enn frekar á því, að Hermann Arason eigi að hætta með Lystauka sinn. Hann virðist haldinn óslökkvandi losta, réttara sagt „útvarpsmál- gefniorðaflaumslosta" og myndi flokkast undir þá tegund útvarps- manna, sem kallast „Míkrjótar", samansett úr Míkrófón Idjót. Mér þykir leitt að halda þessu fram, en Hermann getur að nokkru leyti sjálfum sér um kennt. Hann hefur grafið sína eig- in gröf með því að ofmettast af orðaflaumi. Vonandi hættir hann með vetrardagskránni og hvílir sig og okkur, en kemur svo endur- nærður eftir nokkurn tíma. Og það er komið haust. Nepjan nístir mann á morgnana og útvarpið breytist eins og náttúran. Margs er að sakna, tiltölulega hefur verið mikið af góðum þátt- um í sumar. Þátturinn þeirra Arnar Inga og Ólafs Torfasonar, Sporbrautin,er oftast með ágæt- um. Þeir koma með skemmtileg viðtöl og framsetning eða kynn- ingar þeirra eru svolítið öðruvísi en gengur og gerist í svona sam- settum þáttum. Þeir reyna að vera eins óformlegir og þeim er unnt; þó hættir Erni Inga heldur til þess að vera tilgerðarlegur og hann skortir nokkuð á að vera afslapp - aður eða ófeiminn fyrir framan hljóðnemann. Sá þáttur mætti gjarnan halda áfram. Sömuleiðis hafa þættir Eggerts Þórs Bern- harðssonar Skruggur verið ágætir og fróðlegir. Dagskrá síðustu helgar Um síðustu helgi hlustaði ég frekar lítið á útvarpið. Þó heyrði ég megnið af þætti þeirra Ragn- heiðar Davíðsdóttur og Tryggva Jakobssonar. Hann var ágætur, en svolítið saknaði ég ferskleika í gerð hans. Kynningar voru allt að þvi viðvaningslegar og vandræða- legar á köflum. Svo heyrði ég frá- sögnina um hjálparstarf Orku- stofnunarmanna til hitaveitu í Afríku, í þættinum Út og suður. Það fannst mér skemmtileg frá- sögn, en einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni, að frekari framkvæmdir hefðu runnið út í sandinn. Þáttur Ninu Bjarkar Árnadóttur um danska skáld- konu, sem ég man ekki í svipinn hvað heitir, var eins og þættir eiga að vera. Nína Björk hefur svo seiðandi dreymna rödd, að það er ekki hægt annað en að hlusta á hana. Svo tókst Þráni Bertelssyni vel upp í spjalli sínu. Um kvöldið lét ég mig dreyma ástardrauma í baði á meðan Baldur Pálmason las söguna Heita strauma eða kalda? Ég man ekki hvort var, sagan var ágæt og þýðing Margrétar Fjólu Guðmundsdótt- ur góð. Á undan las Steingrímur Sigurðsson úr bók sinni Spegill samtíðar um meistara Kjarval. Það var með eindæmum skemm- tileg frásögn, en svolítið þótti mér tónlistin í lok frásagnarinnar koma eins og skrattinn úr sauðar- leggnum. Tónlistarflutningur í útvarpi Meirihluti dagskrár útvarpsins er tónlist af ýmsu tagi. Margir bölsótast út í sígildu tónlistina, aðrir hallmæla poppinu og svo eru hinir, sem fordæma jazzinn. Mig skortir vit til slíkra hluta, enda verður hver að fá að hafa sinn smekk í friði. En þó verð ég að játa að mér þykja syrpustjórar Útvarpsins heldur um of einhæfir í tónlistarvali sínu. Þar má t.d. nefna Jón Axel Ólafsson. Hann virðist hafa tilhneigingu til þess að breyta útvarpinu i diskótek. En í hans þáttum heyrist nær ein- göngu sú tegund tónlistar, sem heyrist á diskótekum. Þeir syrpu- menn mættu leggja meiri rækt við íslenska tónlist og í rauninni er það útvarpinu til hneisu, hversu lítinn aðgang íslenskir tónlistar- menn fá að því. Reyndar hefur þetta aðeins breyst með komu núveranda tónlistarstjóra í sitt háa embætti, en betur má ef duga skal. Útvarpið þyrfti að vera meira hvetjandi fyrir tónlistarmenn. Þá á ég ekki einungis við flytjendur sígildrar tónlistar, heldur einnig við flytjendur léttrar tónlistar. Víða erlendis tíðkast að hafa beinar úrsendingar frá ýmsum tónleikum. Slíkt er nú hægt hér á landi, aðeins þarf viljann til þess að framkvæma það og líklega þarf tæknideildin meiri mann- skap. Útvarpið þyrfti að beita sér oftar fyrir danslagakeppni. Slík íþrótt virðist auka andagift laga- smiða og veita þeim tækifæri á að koma lagasmíðum sínum á fram- færi. Leikrit Nú á fimmtudaginn var, þann 23. sept., hófst vetrarstarf leik- listardeildar Útvarpsins með flutningi leikritsins Nashyrn- ingarnir eftir Unesco. Leikstjóri var Hrafn Gunnlaugsson. Leikrit- ið var bráðskemmtilegt og vel úr garði gert. Notkun hljóðeffekta var skemmtileg. í byrjun hélt maður, að um klaufaskap væri að ræða þegar öskur nashyrning- anna heyrðust. Þá voru þau blönduð mannsópum, en síðar kom í ljós, að þetta var ofur eðli- legt. Leikritið minnti að sumu leyti á annað leikrit, sem flutt var fyrir mörgum árum og heitir Hrafnar herra Walsers, en það sagði frá því, að maður nokkur breytti óæskilegum frændum sín- um í hrafna, ef þeir þóknuðust honum ekki. Galdurinn var fólg- inn í því að koma viðkomandi úr jafnvægi, þá var breytingin fram- kvæmanleg. Um boðskap Nashyrninganna verða menn mér færari að fjalla;

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.