Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 21
21
~lpústurinn.
Fimmtudagur 29. september 1983
Eftir Þórhall Eyþórsson
myndir: Jim Smart
vegar hægt að koma sjónarmiðum
á framfæri. Þetta er mikilvægt hlut-
verk forsetans og sýnir að mörgu
leyti hversu þjóðfélagið er opið.
Það ber vott um mikið lýðræði að
auðvelt sé að ná tali af þjóðhöfð-
ingjanum, en hjá okkur er það fyrst
og fremst unnt vegna þess hve fá-
menn við erum. Við lifum í svo
miklu nábýli þótt landið sé stórt.
Með stærri þjóðum er þetta aftur á
móti enginn hægðarleikur, eins og
kunnugt er.
Hinsvegar ber að ítreka, að for-
setinn getur ekki beitt sér í mörgum
þeirra mála sem berast embættinu.
Hann getur aðeins vakið athygli á
að tiltekinn aðili hafi leitað til hans
með tiltekið erindi. Að sjálfsögðu
ráðast lyktir af því hversu brýnt
málefnið er og hvernig því er hátt-
að.
Það má ef til vill segja að fólk sé
á vissan hátt að „áfrýja“ sínum
málum þegar það fer með þau á
fund forsetans. Til dæmis er ekki
óalgengt að leitað sé til forseta út af
sakamálum, og komið til hans með
náðunarbeiðni af ýmsu tagi. Forseti
getur komið slíkri beiðni á fram-
færi við dómsvaldið — en hann
náðar ekki neinn upp á sitt eins-
dæmi. Þar virðist á ferðinni út-
breiddur misskilningur.
„Mér þj;kir afar vænt um ef fólk fer af fundi mínum léttara í skapi en það kemur'
forseti Islands.
segir Vigdís Finnbogadóttir,
Annars er það titt að fólk komi
hingað af því að það veit ekki hvert
það á að snúa sér, veit til að
mynda ekki undir hvaða ráðuneyti
það málefni heyrir sem það vill fá
úrlausn á.
Við erum ekki vön að gera neina
sérstakar ráðstafanir vegna viðtals-
tíma, en höfum eðlilega þann hátt-
inn á að fá uppgefið nafn og erindi,
eins og þú hefur orðið var við. Og
hingað til hafa skýringar eins og
„upplýsingaleit" og „persónulegt
mál“ verið teknar góðar og gildar".
— Færist í vöxt að fólk snúi sér
til forsetans?
„Það hefur vafalaust ætíð verið
mikið um það, en það virðist aukast
enn. Ætti það að vera til marks um
að þjóðfélagið verður opnara með
hverjum degi.
— Er forseti sálusorgari þjóðar-
innar?
„Því get ég ekki svarað. En mér
þykir afar vænt um ef fólk fer létt-
ara í skapi af mínum fundi en það
kemur“.
Þá er komið að kveðjum. Og þeg-
ar ég held á brott er ég ekki í vafa
um að Vigdís Finnbogadóttir, for-
-seti íslands;hefur lög að mæla. Það
er að nálgast hádegi og óvenjulega
bjart yfir Reykjavík.
Við tökum til starfa föstudaginn 30.
september og önnumst öll innlend og
erlend bankaviðskipti.
Bankastjórn og starfsfólk býÖur ykkur
velkomin í bankann til að hefja við-
skipti og þiggja kaffisopa.
Sverrir
útibússtjóri
Una
féhirðir
Liija
innlán
Helga
gjaldeyrir
Leifur
fulltrúl
útlán
íris
innlán
Oddrún
gjaldkeri
BÍNAÐARBANKI ISLANDS