Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 6
Bíladella Steingrímur Hermannsson við HP: „Spurn- ing hvort ekki væri rétt að breyta heimildar- ákvæði í lögum um ráðherrabíla“. Núverandi ríkisstjórn verður tíðrætt um að þjóðin þurfi að herða sultarólina — nú sem aldrei fyrr. Skemmst er að minnast orða for- sætisráðherra, Steingríms Hermannssonar, í sjónvarpseinvígi hans og Ásmundar Stefánssonar forseta A.S.Í. að á meðan þjóðin væri að vinna bug á verðbólguvandanum þyrfti hún að leggja hart að sér. í gær, miðvikudag, birti Þjóðviljinn frétt á forsíðu undir fyrirsögninni „Bílakaup Stein- gríms — Kjarabót á krepputímum — 700.000 kr. fríðindi“. Eins og fram kemur í þeirri grein hefur Steingrímur Hermannsson forsætisráð- herra keypt sér nýjan bíl. Vegna fríðinda sinna sem ráðherra — en í þeim felst niðurfelling aðflutningsgjalda — þurfti hann einungis að greiða 500 þúsund krónur fyrir Blazer-jeppa sem venjulegur borgariyrði að greiða fyrir 1200 þúsund krónur. — Fyrir Blazer forsætis- ráðherrans mætti fá átta Skodabifreiðar, segir Þjóðviljinn. „Æsifregn Þjóðviljans kemur mér nú ekki á óvart“, segir Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra í samtali við Helgarpóstinn. „Það er rétt að ég hef orðið fyrstur núverandi ráðherra til að færa mér þessa heimild í nyt, en hins ber að gæta að á öllum málum eru tvær hliðar. Það er annars vegar að ráðherrar geta fengið bíl til afnota sem ríkið eigi, er> hins vegar eiga þeir kost á að fá aðflutningsgjöld felld niður og eru þá bílarnir eign'ráðherranna. Þetta hefur verið misjafnt í gegnum árin, en ég valdi síðari kostinn. Ég ferðast mikið, bæði í sambandi við mitt starf og eins í einkaerind- um, t.d. fer ég oft í fjallaferðir — og þá skemmtilegra að vera ekki á ríkisbíl. Gamli Blazerinn minn var orðinn of dýr í rekstri, við- haldskostnaður á honum var að aukast. Þessi nýi eyðir helmingi minna bensíni. Annars hafa fjölmargir ráðherrar farið þessa leið og ég veit ekki betur en bankastjórar ríkisbankanna njóti sömu fyrirgreiðslu“. Um árabil hefur verið ákvæði í lögum sem heimilar niðurfellingu aðflutningsfjalda á einkabílum ráðherra og starfsmanna í utan- ríkisþjónustunni, en reyndar mun einnig kveðið svo á að ef bílarnir eru seldir innan þriggja ára verði sú upphæð sem gjöldunum nemur að greiðast til baka. „Árið 1970 kom heimild í tollalög um að felld yrðu niður að- flutningsgjöld á bifreiðum ráðherra og sendi- ráðsstarfsmanna", sagði Björn Hafsteinsson deildarstjóri í tolladeild fjármálaráðuneytis- ins, „og hafa vitaskuld margir notfært sér hana. Hins vegar lagði Tómas Árnason fyrr- verandi fjármálaráðherra fram tillögu á sín- um tíma um að lögum yrði breytt, giltu aðeins fyrir starfsmenn í utanríkisþjónustunni, enþá tillögu dagaði einhvers staðar uppi. Það er auðvitað ekki hægt að segja um það svona á stundinni hversu margir hafa fengið felld nið- ur þessi gjöld. Sumir ráðherranna hafa setið í Enn sem komið er ná fundahöld aðeins til stríðsmanna. Það eru fulltrúar hersveita Líbanonstjórnar, kristinna falangista, drúsa og shiíha sem fjalla um ráðstafanir til að - tryggja vopnahléð. Þá fyrst þegar þeim hefur verið komið í kring, eru talin skilyrði fyrir stjórnmálaforingjana að ræða raunverulega friðargerð í marghliða borgarastyrjöld og losa landið við erlenda hersetu, sem fylgt hefur í kjölfar innanlandsátakanna. Fyrst komu Sýrlendingar til að rétta hlut kristinna maroníta, sem fóru halloka fyrir Palestínumönnum og vinstrisinnuðum Bandarískur ofursti úr friðargæsluliðinu í Líbanon ræðir við liðsforingja úr Líbanons- her í Souk el-Gharb I eitthundrað sjötugasta og níunda skipti á áratug hefur verið gert vopnahlé í sundur- tættu Líbanon. Fulltrúar helstu stríðandi aðila eru að byrja að ræða, hvernig koma eigi á eftirliti með að vopnahléð sé haldið, en það tók þá sólarhring að koma sér saman um, hvar sest skyldi niður til viðræðna. Samkomulagið í Líbanon veitir Assad tangarhald á Bandaríkjastjórn Líbönum. Svo komu ísraelsmenn í fyrra, til að hjálpa falangistum, helsta stjórnmála- flokki maroníta, að ganga milli bols og höfuðs á Palestínumönnum. Síðan hefur svo drifið að til höfuðborgarinnar Beirut herlið frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Ítalíu og Bretlandi, sem á að reyna að gæta þess að einhver einkaherinn sópi ekki á brott ríkis- stjórnarnefnunni, sem þar var komið á laggir. Um Ieið og ísraelsher hörfaði úr Chouf- fjöllum austan og sunnan Beirut suður fyrir ána Awali, var Israei ekki lengur í aðstöðu til að hafa úrslitaáhrif á valdabaráttuna í Líbanon. Að sama skapi jókst bolmagn Sýr- lendinga, og Assad Sýrlandsforseti er einmitt maðurinn til að notfæra sér slíka aðstöðu út í <CS?.r. í þrjár vikur barðist her stjórnar Amins Gemayels við varðsveitir drúsa um yfirráðin yfir úthverfum Beirut. Sýrlendingar sáu drús- um fyrir þungum vopnum, sem gerðu þeim fært að gersigra falangistalið, sem komið hafði til fjallahéraðanna í kjölfar ísraelshers, en var nú upprætt af mikilli grimmd, þegar Israelsmenn hurfu á bak og burt. Það sem mestum tíðindum sætir eftir síð- ustu lotu borgarastríðsins er þó ekki sigrar drúsa í fjöllunum, heldur að Líbanonsher skyldi vera fær um að standast snúning bæði þeim og Amal, varðsveitum shiíta. Herinn er ekki árs gamall og skipaður liðsmönnum af mismunandi trúflokkum, eins og vera ber hjái stjórn sem gerir tilkali til að koma fram fyriri hönd allra Líbana. í þriggja vikna bardögum um bæinn Souk el-Gharb hélt Líbanonsher; hlut sínum í stað þess að leysast upp eins og andstæðingar hans höfðu gert ráð fyrir. Bakhjarl Líbanonshers i átökunum voru hersveitirnar í og umhverfis Beirut frá Banda- ríkjunum og þrem Vestur-Evrópulöndum. Fimmtudagur 29. september 1983 _f~lelgai- , pósturinn fleiri en einni stjórn, þannig að fræðilegur möguleiki er að menn hafi fengið niðurfell- ingu gjaldanna í hæsta lagi tvisvar síðan 1970. Þess ber þó að gæta að ráðherrar sem sátu í stjórninni 1978 til 79 færðu sér þessa heimild ekki í nyt. Hins vegar má þess geta að heimild- in gildir í eitt ár, að ég held, eftir að menn eru jhættir að vera ráðherrar“. Tíminn birtir í dag, fimmtudag, upplýsingar um það hversu margir ráðherrar hafa notfært sér þá heimild að kaupa bifreið án þess að greiða af henni aðflutningsgjöld. Upplýsing- arnar ná aftur til ársins 1970. Hafa verður í huga að allmargir þeirra ráðherra sem hér um ræðir hafa fært sér heimildina í nyt eftir að ráðherratíð þeirra var lokið. Árið 1970 nýttu þessir sér ákvæðið: Emil Jónsson, 1. apríl Magnús Jónsson, 27. apríl Eggert G. Þorsteinsson, 16. apríl Ingólfur Jónsson, 29. júní Jóhann Hafstein, 6. nóvember Bjarni Benediktsson (dánarbú) 11. nóvember. Gylfi Þ. Gíslason, 19. nóvember Auður Auðuns, 2. desember. Árið 1971 Magnús Kjartansson, 1. október Magnús Torfi Ólafsson, 19. október Hannibal Valdimarsson, 4. nóvember Árið 1972 Halldór E. Sigurðsson, 5. janúar Einar Ágústsson, 5. janúar Ólafur Jóhannesson, 6. janúar Árið 1973 Björn Jónsson, 29. nóvember Árið 1974 Lúðvík Jósepsson, 6. maí Vilhjálmur Hjálmarsson, 11. nóvember Árið 1975 Gunnar Thoroddsen, 8. janúar Matthías Á. Mathiesen, 23. janúar Halldór E. Sigurðsson, 27. maí Magnús Torfi Ólafsson, 4. júní (sem fyrrver- andi ráðherra) Magnús Kjartansson, 17. júlí (sem fyrrver- andi ráðherra) Lúðvík Jósepsson, 2. ágúst (sem fyrrverandi ráðherra) Ólafur Jóhannesson, 7. nóvember. Árið 1976 Geir Hallgrímsson, 18. mars Einar Ágústsson, 23. júlí isvsivii Fwn VFIRSVIM ERUEND Þær tóku ekki þátt í bardögunum öðru vísi en að svara árásum á sig, en það var stundum gert með fallbyssum herskipa úti fyrir strönd- inni og flugvélum af flugvélamóðurskipum. Vopnahléi var loks komið á fyrir milli- göngu Roberts McFarlane, fulltrúa Reagans Bandaríkjaforseta, og Bandars bin Sultans prins frá Saudi-Arabíu. Sýrlandsstjórn réð mestu um vopnahlésskilmálana, og fékk því meðal annars til leiðar komið að stjórn Shafiq al-Wazzans forsætisráðherra í Beirut baðst lausnar og er reiðubúin að víkja fyrir nýrri : stjórn, sem samkomulag kann að nást um í viðræðum leiðtoga trúflokkanna. Assad Sýrlandsforseti er nú í sterkri að- stöðu til að knýja á um markmiðin sem hann hefur lýst yfir að fyrir Sýrlendingum vaki gagnvart nágrannaríkinu. Þau eru að ísraels- her yfirgefi Líbanon skilmálalaust og að i Líbanon sitji stjórn sem taki afstöðu með öðr- umArabarií jum gagnvart ísrael. Ekki er þó þar með sagt að Assad hafi algerlega frjálsar hendur að efna til nýrra átaka í Líbanon, bjóði honum svo við að horfa. Drúsar þáðu aðstoð Sýrlendinga í ný- afstöðnum bardögum, en eru ekki undir þá gefnir. Þar að auki geta endurnýjuð átök drúsa og kristinna manna haft óheppileg áhrif í Sýrlandi. Þar í landi byggja báðir trú- flokkar, og fregnir hafa borist af að bardag- arnir í Líbanon undarfarnar vikur hafi valdið viðsjám meðal trúbræðra ófriðaraðila í Sýr- landi. A.nnað sem stuðla kann að málamiðlun í Líbanon er breytt viðhorf kristinna maroníta. Drottnunaraðstaða þeirra í landinu hefur byggst á samkomulagi sem gert var við sjálf- stæðistöku og veitti maronítum forseta- embættið, vegna þess að þeir töldust fjöl- mennasti trúflokkurinn í manntali frá 1933. Síðan hefur ekkert manntal verið tekið í land- inu, en talið er víst að nú séu shiítar fjöl- mennastir. Herskái armurinn í Falangista- • flokki maroníta, sá sem Bashir Gemayel veitti forustu, vildi leita allra bragða til að halda í forréttindi maroníta, og gekk í því skyni til liðs við innrásarher ísraelsmanna í fyrra. Bashir var myrtur skömmu eftir að hann hlaut Matthías Bjarnason, 21. september Árið 1977 Vilhjálmur Hjálmarsson, 16. desember Árið 1978 Gunnar Thoroddsen, 12. júlí Halldór E. Sigurðsson, 2. ágúst Matthías Á. Mathiesen, 3. ágúst Matthías Bjarnason, 6. desember (sem fyrr- verandi ráðherra) Árið 1979 Ólafur Jóhannesson, 20. febrúar Einar Ágústsson, 14. mars (sem fyrrverandi ráðherra) Geir Hallgrímsson, 20. mars (sem fyrrverandi ráðherra) Eins og sjá má á þessum lista er ekkert ný- mæli að ráðherrar fái felld niður aðflutnings- gjöld á bílum. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur notfært sér heimild sem hann á fullan rétt á samkvæmt lögum. Hitt er annar handleggur að forsætisráðherra hefði varla getað valið sér óhentugri tíma fyrir bíla- kaupin. Á sama tíma og forsvarsmenn ríkis- stjórnarinnar ferðast um landið þvert og endi- langt og spyrja: „Hvað er ríkisstjórnin að gera fyrir þig?“ og boða þjóðinni að leggja hart að sér í glímunni við skuldasúpu, greiðsluhalla og tekjutap þá er einfaldlega klaufalegt að gefa slíkan höggstað á sér. Á fundum með al- menningi mun forsætisráðherra veitast örð- ugt að útskýra hversu eðlilegt það var hjá rík- issjóði að gefa honum 700 þúsund króna af- slátt í nýjum bíl, þegar hann verður jafnframt að útskýra kjaraskerðjngu launþega. Hætt er við að mörgum þyki þetta „eins og blaut tuska í andlitið“, eins og kemur fram í Þjóðviljanum í dag í samtali við öryrkja sem hefur aðeins rúmlega átta þúsund krónur á mánuði í ör- orkubætur. Með hliðsjón af slíkum dæmum verkar niðurfelling aðfíutningsgjalda á bílum hálaunamanna á ráðherrastól sem fá 60 til 70 þúsund krónur í grunnlaun á mánuði fyrir ut- an alls konar aukagreiðslur og risnu sem al- gerlega óþarft bruðl. „Annað mál er það hvort ekki væri rétt að breyta lögum um þessa ráðherrabíla. Það kynni að vera“, sagði Steingrímur Hermanns- son forsætisráðherra að lokum. forsetakjör, og við tók bróðir hans Amin, sem er úr þeim hópi maroníta sem telur koma til greina að endurskoða í samráði við aðra trú- flokka samkomulagið gamla um valdaskipt- ingu í Líbanon. Þar á ofan eru herskáir maronítar illa leikn- ir eftir að hafa sett traust sitt á ísraelsher. í skjóli hans tóku liðsveitir falangista að þjarma að drúsum í fjöllunum, en ísraels- menn yfirgáfu fjalllendið án samráðs við bandamenn sína og skildu þá eftir ber- skjaldaða fyrir hefnd drúsa. Nú blasir við að ísrael hefur einvörðungu haft skömm og skaða af herferðinni til Líbanons, og þetta kemur skýrt á daginn einmitt þegar verið er að mynda nýja stjórn í landinu eftir að Menachem Begin lagðist í þunglyndi og afsal- aði sér völdum. JVIestu skiptir þó fyrir framvindu mála á þessum slóðum, að Reagan Bandaríkjaforseti hefur tekið á land sitt nýjar skuldbindingar. Hann hefur gert það að stefnumiði Banda- ríkjanna að halda Amin Gemayel við völd í Líbanon og beitt í því skyni hervaldi. En framtíð stjórnar Gemayels veltur fyrst og fremst á því, hversu honum tekst að semja við skjólstæðinga Sýrlands meðal stríðandi afla í Líbanon. Bandaríkjastjórn mun því fyrr eða síðar komast í þá aðstöðu, að verða að velja á milli gömlu skjólstæðinga sinna í ísrael og hinna nýju í Beirut. Og það er Assad sem ræður mestu um hvenær og á hvern hátt Bandaríkin verða sett í klípuna. Eins og til að sýna til hvers hann er vís, hef- ur Assad einmitt þessa dagana verið að þjarma að Palestínumönnum úr Fatah, sam- tökum fylgismanna Jassirs Arafats. Þúsund manna lið Fatah var rekið ásamt konum og börnum úr Bekaa-dal, og fylgdu sýrlenskar hersveitir hópnum upp í fjöll í Líbanon nor.ðaustanverðu. Þar var Palestínumönnum skipað að leggja niður vopn. Þegar þeir neit- uðu var tekið fyrir aðdrætti þeirra á mat og vatni, og héldu Sýrlendingar fólkinu í svelti þegar síðast fréttist.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.