Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 8
8 sýiiiii;|;irs:(lir Kjarvalsstaöir: Septem-hópurinn heldur áfram aö sýna verk sín í vesturhluta hússins. í austurhlutanum er sýnd vefjalist frá Finnlandi og eru fulltrúar þeirrar listar þrjár konur. Sýningarnar standa til 9. október og eru opnar daglega kl. 14—22. Listmunahúsið: Ragnar Kjartansson myndhöggvari sýnir smámyndir i tilefni sextugs afmælis síns. Góö gjöf þaö. Sýning- unni lýkur á sunnudag. Hún er opin kl. 10—18 virka daga og 14—18 um helgar. Gallerí Lækjartorg: Sigrún Ó. Ólsen og Georg Frey sýna glermyndir, grafík og eggtempera. Sýningunni lýkur á sunnudag og hún er opin kl. 14—18 daglega nema fimmtudaga og sunnudaga kl. 14—22. Djúpiö: Dagur Sigurðarson sýnir myndverk til sunnudagskvöids. Þá lýkur ballinu. Opiö kl. 11—23.30. Höggmyndasafn Einars Jónssonar: Safnahúsiö er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.30—16, en höggmyndagarðurinn daglega kl. 11—18. Gallerí Langbrók: Ásrún Kristjánsdóttir og Elísabet Haraldsdóttir sýna silkiþrykk og leir- list til 9. október. Sýningin er opin virka daga kl. 12—18 og 14—18 um helgar. Verslanahöllin, Laugavegi 26: Sigþrúður Pálsdóttir sýnir myndverk á 2. hæö hússins. Sýningunni lýkur á föstudagskvöld. Opið kl. 14—19 og 20—22. Listasafn ASÍ: Vetrarmynd, samsýning fjögurra lista- manna. Sýningunni lýkur á sunnu- dagskvöld. Opiö kl. 15—20 virka daga og 14—22 um helgar. Ljósmyndaskálinn, Týsgötu 8: Nýr sýningarsalur fyrir Ijósmyndir opnar á laugardag. Sýndar verða myndir frá Reykjavíkurhöfn og eru flestar þeirra eftir Magnús Ólafsson. Sýningin stendur til 28. október og er opin alla daga nema sunnudaga kl. 14—18. Norræna húsið: Danski listmálarinn Henri Clausen sýnir i kjallara og lýkur sýningu hans á mánudag. Opið kl. 14—19. I kaffi- stofu sýnir Ingunn Benediktsdóttir glerlist og í anddyri sýnir Kristján Jón Guðnason teikningar. Þeim sýning- um lýkur á sunnudag. Ásgrímssafn: íslensk list eins og hún gerist hvað best. Opiö sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—16. Mokka: Valgarður Gunnarsson sýnir málverk. Góð verk, góður staður, gott kaffi. Gallerí Grjót: Samsýning 7 listamanna, aðstand- enda gallerisins. Sýndir eru margvis- legir munir: skúlptúr, keramik, skart- gripir, grafik, malverk, þriviðar mynd- ir, föt og margt fleira. Opið virka daga kl. 12—18. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar: Stórbrotin verk. Opiö daglega kl. 14—17. Lokað mánudaga. leikluis Þjóðleikhúsiö: Skvaldur eftir Michael Frayn. Sýning- ar á föstudag, laugardag og sunnu- dag kl. 20. Hláturinn lengir lifiö. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Hart í bak eftir Jökul Jakobsson. Laugardagur: Úr lífi ánamaðkanna eftir Enquist. Sunnudagur: Úr lifi ánamaðkanna. Stúdentaleikhúsið: Dagskrá um Edward Bond, breskt , leikskáld. Sýningar i Félagsstofnun stúdenta á fimmtudag og laugardag, kl. 20,30. Sýningum fer að Ijúka. , Leikfélag Kópavogs: Söngleikurinn Gúmmi-Tarsan verður frumsýndur á laugardag, 1. okt. en hann er gerður upp úr samnefndri bók Ole Lund Kirkegaard og þýddur af Jóni Hjartarsyni. Um 20 manns koma fram í sýningunni, en leikstjóri er Andrés Sigurvinsson. Leikmynd og búninga hannaði Karl Aspelund, en Lárus Björnsson sér um lýsingu. Tónlistina semur Kjartan Ólafsson. L.R. Austurbæjarbíó: Forsetahcimsóknin eftir Régo og Bruneau. Miönætursýning á laugar- dag kl. 23.30. Fimmtudagur 29. september 1983 hlelgai-----' . pósturinn Gallerí Langbrok: Mjúkt á móti hörðu Ásrún Kristjánsdóttir og Elísa- bet Haraldsdóttir myndlistarmenn sýna í Gallerí Langbrók um þessar mundir. „Mínar myndir eru silkiþrykk og þær eru unnar á dúk. Myndir unnar með þessari aðferð hafa aldrei verið sýndar áður hér á landi“, sagði Ás- rún í samtali við Helgarpóstinn, og bætti við að aðeins væri eitt eintak af hverri mynd. Ásrún sagði einnig að hún væri að reyna að ná fram hreyfingu og streymi í myndunum, sem væru fígúratívar, en þó væri hægt að Ásrún Kristjánsdóttir og Elísabet Haraldsdóttir hampa verkum sínum í Langbrók. leggja hvaða skilning sem væri í titl- ana. „Myndirnar jaðra við að vera með súrrealískum keim“, sagði hún. Elísabet Haraldsdóttir sýnir myndverk úr steinleir, og eru það bæði svokallaðar veggmyndir og frístandandi myndir. Ásrún og Elísabet menntuðust báðar í MHÍ á árunum 1967—71, en héldu þá utan. Ásrún nam í text- íldeild Konstfackskólans í Stokk- hólmi og Elísabet í keramik- og skúlptúrdeild listaskóla í Vínar- borg. Listakonurnar hafa tekið þátt í fjölda sýninga heima og erlendis og núna leggja þær báða sali Lang- brókar undir sig. Sýningin stendur til 9. október. Meðallög Big Country — The Crossing Fyrir nokkrum árum var allvin- sæl í Bretlandi hljómsveit er nefnd var The Skids. Hljómsveit þessi hætti störfum á árinu 1980, eða þar um bil og aðalforsprakkar hennar, þeir Richard Jobson, söngvari, og Stuart Adamson, gít- arleikari, hurfu af sjónarsviðinu og hafa litlar sögur farið af þeim síðan. Hvað orðið hefur um Job- son veit ég ekki, en Adamson hélt heim til Skotlands og hefur starf- að þar síðan með ýmsum minni- háttar númerum. Það er að segja þangað til fyrir skömmu, því nú hefur hann snúið við blaðinu, er hann nú með nýja hljómsveit og hefur hún þegar áunnið sér nokkrar vinsældir í Bretlandi. Big Country heitir hún og þeir hafa nú sent frá sér stóra plötu, er þeir nefna The Crossing. Tónlist Big Country er undir áhrifum frá ýmisskonar tónlistar- stefnum. Dálítið finnst mér þeir stundum minna mig á U2, en það getur verið vegna þess að þeir not- ast við sama hljóðupptökustjóra. Mikið eru einnig áberandi áhrif úr skoskri þjóðlagatónlist og gætir þeirra áhrifa bæði í textum og ekki síður í gítarleiknum en hann hljómar stundum eins og þar sé sekkjapípusveit á ferðinni. Það er Adamson sem er aðalgítarleikar- inn og hann sér einnig um söng- inn, með sinni lítið eitt hásu en ágætis rödd. Hinir meðlimir Big Country eru allir ágætir hljóð- færaleikarar, þó dálítið standi þeir nú í skugganum af Adamson. The Crossing kemur mér fyrir heyrnir sem ágætis, og nokkuð kraftmikil, poppplata, frá hljóm- sveit sem er til alls líkleg í framtíð- inni. Tom Tom Club — Close To The Bone Tom Tom Club er einskonar útibú frá hljómsveitinni Talking Heads, þ.e.a.s. hljómsveit þessi er hugarfóstur þeirra hjóna Tinu Weimouth, bassaleikara, og Cris Frantz, trommuleikara. Þegar Talking Heads tóku sér frí, eftir útkomu plötunnar Re- main In Light, varð Tom Tom Club til, í sólinni og afslöppun- inni á Bahamaeyjum. Öllum á óvart sendu þau frá sér tvær bráð- skemmtilegar litlar plötur, sem innihéldu lögin Genius Of Love og Woedy Rappinghood. Á eftir fylgdi svo stór plata, sem satt að segja var nú ekki eins góð og litlu plöturnar gáfu til kynna að hún hefði getað orðið. Þó að gengi Tom Tom Club hafi verið nokkuð gott, var það þó Talking Heads sem hafði allan forgang i tónlistarflutningi þeirra hjóna og í fyrra var farið að vinna að nýrri plötu þeirrar sveitar, sem svo leit dagsins Ijós fyrr í sumar. Auk þess gaf Tina sér tíma til að ala barn og einhversstaðar fundu þau sér tíma til að gera nýja Tom Tom Club plötu, sem nú er nýút- komin og ber nafnið Close To The Bone. í stuttu máli má segja að plata þessi sé í beinu framhaldi af hinni fyrri en synd væri þó að segja að þau hefðu- tekið stórt skref á þróunarbrautinni. Nýju plötunni svipar i flestu til hinnar fyrri en nær þó hvergi að rísa jafn hátt og hún gerði þar sem best lét. Þau spila létt fönk, með ýmiss- konar ívafi, svo sem úr raggae tónlist. Söngurinn er frekar barnalegur og helst væri hægt að ímynda sér lög þessi sem einskon- ar barnalög fyrir fullorðna, ef eitthvað því um líkt er til. Öll eru lögin frekar jöfn að gæðum og ekkert eitt eða tvö skera sig úr. Það mætti segja að Close To The Bone rísi aldrei upp fyrir meðal- lag. Stevie Nicks — Wild Heart Það hefur oft sannast að ekki er nóg að smala saman fjölda færra stúdíómúsíkanta til þess að úr verði góð plata. Til þess höf- um við mörg dæmi en eitt það nýj- asta er plata söngkonunnar Stevie Nicks, sem líklega er þekktust fyr- ir að kyrja með Fleetwood Mac flokknum. Reyndar lék hún þenn- an smáleik fyrir tveimur árum þegar út kom platan Bella Donna, sem seldist óhemjuvel en var að sama skapi dauð og Ieiðinleg tón- listarlega séð. Og menn/konur henda ekki svo auðveldlega frá sér formúlum sem mala gull, jafnvel þó nóg sé af því fyrir. Meðlimir Fleetwood Mac hefðu t.d. getað sest í helgan stein fyrir nokkrum árum, án þess að þurfa nokkurn tíma framar að hafa áhyggjur af peningum, nema bara til þess að eyða þeim. Nú er ég enginn Fleetwood Mac hatari og hef ekkert á móti því að þau haldi áfram að gefa út plötur, því hingað til hafa þær reynst mér ágætlega til afþreyingarhlustun- ar. í hljómsveitinni eru þrír ágætir lagahöfundar, sem einnig eru ágætir söngkraftar. Þetta gefur plötum þeirra vissa fjölbreytni. Þegar hinsvegar þau eru ein á báti, með heilar stórar plötur, verður útkoman dálítið önnur. Stevie Nicks er t.d. ekkert sérlega skemmtileg söngkona þegar mað- ur þarf að hlusta á tíu lög í röð með henni. Þá vantar líka fjöl- breytnina í lagasmíðarnar. Þessu megna ekki tíu eða tuttugu bestu stúdíómúsíkantar Bandaríkj- anna að bjarga. Það er líka annað sem kemur til með þá og það er að þeir verða aldrei betri en þær út- setningar sem lagðar eru fyrir þá. Það er meira að segja vafasamt að nefna suma þeirra músíkanta, nær væri að kalla þá tónlistariðn- aðarmenn. Nicks er greinilega ekki sú manneskja að henni auðn- ist að blása lífi í tónlistina og ár- angurinn verður frekar þreytulegt fullorðinsrokk, sem í besta falli rennur inn um annað eyrað og út um hitt. SJÓNVAIM’ Föstudagur 30. september 20.40 Á döfinni. Framsækinn listvið- burðaþáttur og nýjar hljómplötur. Birna Hrólfsdóttir kynnir. 20.50 Skonrokk. Konur enn á ferö. Edda Andrésdóttir æskulýðsleiðtogi úr Kópavoginum. Hún er með hress- ara móti. 21.15 Fagur fiskur úr sjó. Aflameöferð um borð i fiskiskipum. Henni mun víst sums staðar vera ábótavant. Mottó: magnið skiptir máli, ekki gæðin. Ingvi Hrafn ætlar svo að stjórna umræöum á eftir. Vonandi bera þær einhvern árangur. Þarfa- þing svona þáttur. 22.15 Blekkingunni léttir (Burning an lllusion). Bresk biómynd, árgerö 1981. Leikendur: Cassie MacFar- lane, Victor Romero. Handrit og leikstjórn: Menelik Shabazz. Enn og aftur falla molar af borði kvik-. myndahátiðar. Hér er þaö hlutskipti blökkumanna f Bretlandi. Sögu- hetjan er ung stúlka og hún lærir af biturri reynslu aö gera sér engar gyllivonir um framtiöina. Þá vitum við það.Erekki bomban likaá leið- inni? Laugardagur 1. október 17.00 iþróttir. Nú riða hetjur með veggj- um. Það er erfitt að þola jafn niöur- lægjandi tap. Hvað segir Ingólfur Hannesson um það? 18.55 Enska knattspyrnan. Bjarni Felix- son er lukkutröl! sumra. Þeirra sem vinna í getraununum. Ef ég fæ 12 rétta, gef ég Bjarna eitt prósent. 20.35 Tilhugalif. Maður gat nú verið slappur. Var maður kannski slapp- ari en þessi? 21.05 Bugsy Malone. Bresk biómynd, ár- ■ gerð 1976. Leikendur: Scott Baio, Florence Dugger, Jodie Foster. Leikstjóri: Alan Parker. Börn leika glæpamenn i söngva- og gleöi- mynd. Frábær léttleiki og fint fjör fyrir alla fjölskylduna. 22.35 Sjöunda innsiglið (Sjunde insegl- et). Sænsk bíómynd, árgerð 1956. Leikendur: Maxvon Sydow, Gunnar Björnstrand, Bengt Ekerot, Bibi Anderson, Nils Poppe. Leikstjóri: Ingmar Bergman. Meistaraverk Bergmans um heimspekileg vandamál samtimans. Krossriddari á heimleið veltir fyrir sér áleitnum spurningum um tilveru guða og manna, um dauöann og fleira. Innri viddum kastað á torgið, eins og koll- eginn myndi segja. Sunnudagur 2. október 18.00 Hugvekja. Björgvin F. Magnússon hringir bjöllunni. Fyrir hvað stendur F— ið? 18.10 Stundin okkar. Loksins, loksins, loksins aftur. Ása Helga Ragnars- dóttir og Þorsteinn Marelsson kæta okkur öll, konur og fjöll. 20.40 Sjónvarp næstu viku. Magnús Bjarnfreðsson fjölmiðlakóngur seg- ir frá nýjustu undrum veraldar. ís- lenska sjónvarpið starfar enn. 20.55 Flugskirteini 1,2 og 3. Árni John- sen og sjónvarpið hafa gert mynd um handhafa þriggja fyrstu flug- skirteinanna. Svo er náttúrlega brugöið upp svipmyndum úr sögu flugsins. Glæsileg saga, landinu til sóma. 22.05 Wagner. Heldur Wagner áfram að syngja i karlakórnum Svartþröst- um? Þeirri spurningu veröur vænt- anlega svarað í kvöld. Eitthvað er þetta nú byltingum blandið, en það er bara betra. Ein bylting á dag kemur meltingunni i lag. IÍTVAKI’ Föstudagur 30. september 8.25 Morgunorð. í tima töluð. Anna Guömundsdóttir gerir sitt besta, en hvers virði erorðið í dag? Eyris, ekki meir. 8.40 Tónbiliö. Andartakið milli tifs og druna bombunnar. Tónlistardeildin

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.