Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 13
_f~lelgai- pösturinn Fim !9. september 1983 13 sviotaiio: i ison io i hæqt iríendur n ég bíð þess að einhver komi tröppunum, gömlu húsin við ir neðan og vestan sem Davíð Nú opnast dyrnar, Leifur ér inn og Inga Bjarnason leik- gann. Það er hún sem ég ætla í bæ, enda eins gott að trufla imst niður í stofunni, ítalskt ólk kemur á borðið og þá er : til eyrna að Inga sé að stofna conum og spyr hana fyrst um styrk frá velska listaráðinu. Við kölluðum leikhúsið Sagaleikhúsið og það starfar enn. Meðan ég var með settum við upp „Önnu“ sem var byggt á ljóðum eftir Sylviu Plath og verk sem við kölluðum Síðustu freistinguna. Því verki fylgdu mikil ævintýri. Við vorum nefnilega dæmd fyrir slæma meðferð á gull- fiski. Þannig var að dýraverndunarfélagið misskildi sýninguna algjörlega. Leikurinn fjallaði um mengun og við töldum okkur vera að túlka málstað þeirra sem vilja vernda náttúruna, en það dugði ekki til, við fengum áminningu út af blessuðum fiskinum. Þetta varð að mikiu blaðamáli". Þú minnist á höfunda sem teljast orðnir klassískir, það vekur spurninguna hvernig leikrit þú vilt sjá og leikstýra? „Klassísk verk hiklaust, Shakespeare, Strindberg, Ibsen, það eru mínir menn. Hins vegar er líka gaman að taka þátt í nýsköpun. Ég hef leikið í leikritum sem eru svo að segja glóðvolg frá höfundinum, en aldrei sem leik- stjóri. Þegar við förum að fást við nýja leik- ritið hennar Nínu verður það í fyrsta sinn sem ég vinn með höfundi sem leikstjóri og það verður spennandi. Það eru svo sannarlega for- réttindi að fá að vinna með höfundinum og sjá verkið mótast á sviðinu í fyrsta sinn. Ég er þeirrar skoðunar að leikstjórinn eigi að vera höfundinum trúr, halda sig við texta hans, eins og við gerðum við texta Shakespears, jafnvel þótt við dönsuðum með eða gerðum hvers kyns kúnstir". Við vorum komnar þar í sögu þinni að þið voruð dæmd út af illri meðferð á gullfiski, en hvað gerðist svo? „Við skildum að skiptum, ég kom heim og undanfarin 3 ár hef ég unnið hér heima, sett upp sýningar bæði hér í bænum og úti á landi, ég hef kennt og unnið í Þjóðleikhúsinu". Nú telst sá varla maður með mönnum hér á landi sem ekki hefur leikið í kvikmynd, hafa kvikmyndir ekki freistað þín? Myndir: Jim Smarl „Nei. Einhverra hluta vegna heilla þær mig- ekki. Það er formið í leikhúsinu sem ég met svo mikils, samspilið, upplifunin, sú tilfinning þegar verkið smellur saman; þá er gaman. Mér finnst ég þurfa að vinna með fólki, fólki sem mér þykir vænt um. Það sem freistar mín sem leikstjóra er að ég verð að treysta á-sjálfa mig og ég get horft á verkið utan frá. Sem leik ari verður maður að falla inn í heildarmynd- ina, það fylgir því meira öryggisleysi". Fyllist leikstjóri ekki af tómleikatilfinningu þegar frumsýningin er liðin hjá og starfinu lokið? „Nei, ég held að mér líði svipað og málara sem hefur lokið við mynd, það verður ekki meira að gert, hann sér hana í heild, sér kost- ina, en veit líka hvar gallarnir liggja. Ég hef yfirleitt verið svo heppin að vinna með góðan texta, því það er eitt það versta sem kemur fyr- ir leikstjóra að þurfa að vinna á móti sjálfum sér og sinni sannfæringu. Ég vil ekki lenda í því að vinna við eitthvað sem ég trúi ekki á. Auðvitað verður alltaf að fara milliveg, það er ekki hægt að ná fram öllu því sem maður sér fyrir sér þegar hugmyndin um verkið er að mótast, en ef textinn er góður fær maður mik- ið út úr vinnunni“. Áttu þér drauma í sambandi við ieikhúsið? „Ég vil gjarnan fá tækifæri til að mennta mig betur í leikstjórn. Það sem mig dreymir um er að setja upp óperu. Þar er að finna fullkom- inn samruna margra listgreina. Ég sá Madarne Butterfly í uppsetningu Ken Russel úti á Ítalíu í sumar, þar sem Kristján Jóhannsson söng annað aðalhlutverkið. Þetta var stórkostleg sýning. Hver einn og einasti maður lék á svið- inu. Sýningin sýndi hvernig hægt er að setja upp óperu á nýjan hátt“. Framtíð þín er ekki bara kvennalcikhús, hvað er annað á döfinni hjá þér? „Ég er aðstoðarleikstjóri hjá Oddi Björns- syni í nýju leikriti hans'sem v'erður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í haust. Ég leik í Súkkulaði handa Silju sem verður tekið upp að nýju pg eins er ég í smáhlutverki í Línu langsokk. Ég kenni líka fóstrunemum leikræna tjáningu, svo það er nóg að gera. Mér finnst það forrétt- indi að fá að vinna í leikhúsi, að geta unnið með öðru fólki. Leikhúsið getur gert fólki líf- ið bærilegra, kveikt nýjar hugsanir og tilfinn- ingar. Það hefur hlutverki að gegna, kannski aldrei stærra en nú á erfiðleikatímum, og þess vegna er gott að vera þar“. Leikkona, leikstjóri, með son á unglings- aldri og gift. Er ekki stundum erfitt að samræma öll þessi hlutverk? „Það skapar alltaf togstreitu að berjast á mörgum vígstöðvum í einu, en einhvern veg- inn gengur það, þetta er það sem við konur höfum löngum búið við, að þjóna mörgum herrum. Ég hef alltaf barist fyrir því að vera sjálfstæður einsaklingur og standa fyrir mínu, en hin hlutverkin toga líka í mig. Þetta sumar hefur reyndar verið mjög merkilegt fyrir mig, það hefur fært mér nýja reynslu. Það byrjaði með því að ég las Öskubusku- komplexinn eftir Collette Dowling, en sú bók fjallar einmitt um þessa togstreitu margra kvenna. Þar fann ég ótrúiega margt líkt með skyldum. Síðan fór ég í kvennaferð til Parísar með hópi af hressum konum og það var aldeil- is frábært. Svo hámaði ég í mig andlegt fóður með 100 konum á kvennaráðstefnu að Búðum á Snæfellsnesi í byrjun september og þar sýndi Kvennaleikhúsið forleik að því sem koma skal. Nú er komið að því að stofna Kvenna- leikhúsið formlega. Ég hef kynnst mörgum konum í sumar sem mér fannst ég eiga margt sameiginlegt með og það er bæði hollt og nauðsynlegt eftir að hafa hrærst í listamanna- kreðsum árum saman". Hvernær er að vænta fyrstu frumsýningar kvennaleikhússins? „Ætli það verði fyrr en i febrúar eða mars. Fyrst er að vinna alla undirbúningsvinnuna áður en kemur að hinni stóru stund frumsýn- ingarinnar". Það er mín tilfinning að leikhúsið sé aftur að hverfa til hins hefðbundna forms, eftir timabil tilrauna og frjálsra leikhópa, þó að vissulega lifi margir þeirra, einkum erlendis. Menn setjast niður og semja stofudrama í anda gömlu meistaranna, óperur hafa aldrei verið vinsælli, fólk sækir greinilega i allt hið gamla og gróna. Það er kannski kreppuein- kenni og andsvar við ógnum sem að okkur steðja þegar menn leita til hins fegursta sem menn hafa skapað í orðum og tónum. Hvað viltu segja um þetta? „Það kann að vera nokkuð til í þessu. Það er nú einu sinni svo að tíminn sigtar úr það sem vel er gert, þau verk sem hafa eitthvað að segja eða gefa okkur, hvort sem þau eru eftir Shake- speare eða Mozart, lifa áfram. Hvað varðar leikhúsið þá gefur það auga leið að hópvinna leikara, eða leikara og höfundar getur aldrei orðið annað en málamiðlun og menn verða þreyttir á slíku til lengdar. Það getur ekki hver sem er sest niður og skrifað gott leikrit, það er á færi mjög fárra og það eru þessir fáu sem við horfum til og bíðum eftir, Ég held að það sé mjög eðlilegt að leita aftur til hins klassíska, meðan þar er að finna sannleika sem kemur okkur við.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.