Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 16
16 Fimmtudagur 29. september 1983 J-leli Jielgai---- posturing Viötal: Guölaugur Bergmundsson Ali Forouzesh er íransk- ur kvikmyndagerðarmaö- ur í útlegð. „Ef ég sný heim núna, á ég á hættu að vera tekinn af lífi,“ segir hann. Ali Forouzesh stund- aði nám í Ijósmyndun, heimspeki og kvik- myndagerð í Englandi á árunum 1974-80. Þá sneri hann heim til íran og hóf að starfa við kvik- myndagerð. Hann neyddist hins vegar til að flýja land árið 1982. Ali Forouzesh er staddur á íslandi og hann var fyrst beðinn að greina frá ástæðunum fyrir flótta sínum frá íran. „Ég fór frá íran af ýmsum persónulegum ástæðum. Ég fór þaðan vegna þess að ég gat ekki drukkið, ég gat ekki lesið þær bæk- ur sem mig langaði til að lesa, og ekki síst fór ég frá íran vegna þess að líf mitt var í hættu.“ — Hvers vegna varstu í lífs- hættu? Var það vegna kvikmyndar- innar sem þú varst að gera? „Ég held það. Byltingin í íran breytti engu um málfrelsi og tján- ingarfrelsi almennt. Myndin var byggð á sannsögu- legum atburðum og fjallaði um blaðamann sem hafði verið í fangelsi á valdatíma keisarans vegna skrifa sinna. En nýju vald- höfunum var ekkert um þetta efni gefið. Þegar ég sneri aftur til Iran rikti þar eins konar „vor frelsisins" og ég fékk leyfi stjórnvalda til að gera myndina. Þá gerðist það að banda- ríska sendiráðið var hernumið og nýir menn tóku við stjórnar- taumunum, og þeir voru kreddu- fyllri en hinir. Þeir brennimerktu Mynd: Jim Smart högnuðust á henni. Stjórnvöld að- stoðuðu meira að segja við að koma bönnuðum kvikmyndum til útlanda, svona til að sýna á sér lýð- ræðisandlit. En nú er allt breyttí* — Hefur Khomeini-stjórnin engar reglur sem menn þekkja og geta unnið eftir? „Nei. — Sérðu fram á að skapandi kvikmyndagerð komist aftur á laggirnar í Iran á næstu árum? „Nei. Ég sé ekki hvernig það má verða þegar maður þarf að fara í felur til að tala við vini sína. Menn eru tortryggnir gagnvart öllum, jafnvel eigin skyldmennum" í felum — Geturðu sagt mér frá því hvernig þú flúðir frá íran? „Það tekur heila kvikmynd að segja frá því, og allri þeirri spennu sem var flóttanum samfaraí1 — Geturðu samt ekki sagt mér frá því í stórum dráttum? „Ég talaði við vini mína, sem þekktu fólk í borg við tyrknesku landamærin. Ég fór til Tabriz og var þar í felum þar til milligöngumaður kom og fór með mig til landamæra- bæjarins. Þar sem stuðningsmenn stjórnvalda eru í 'nverju þropi, þurfti ég að halda til fjalla snemma á morgnana og fela mig þar fram á kvöld. Þannig gekk það í nokkra daga þar til sendiboði kom og við fórum á hestum upp í fjöllin. Þegar við komum til landamæranna var tunglið komið upp og við áttum á hættu að vera séðir af landamæra- vörðunum. Við þurftum því að fela okkur í sólarhring. Ég komst loks- ins til Tyrklands, en þar þurfti ég líka að fela mig fyrir yfirvöldum. Er ég var á leiðinni til næsta bæjar, var ég rændur aleigunni af þremur mönnum. Þeir voru samt svo elsku- legir að leyfa mér að halda vega- bréfinu og gáfu mér jafnframt þúsund lírur. Ég komst svo að end- ingu til Ankara" — Hvað tók þessi ferð langan tíma? „Einn mánuð. Ég man að ég átti að hringja til fjölskyldu minnar og láta vita að ég væri heill á húfi í Ankara. Ég fór í kringum 20. febrú- ar og hringdi þann 20. mars. En „Líf mitt var í hættu“ segir Ali Forouzesh, landflótta íranskur kvik- myndageröarmaöur, sem nú dvelur á íslandi sem vestræna njósnara alla þá er töluðu um lýðræði að vestrænni fyrirmyndí* — Veittu stjórnvöld þér einhvern fjárhagslegan stuðning við gerð myndarinnar í upphafi? „Nei. Klerkarnir höfðu í upphafi ekki náð undirtökunum í valdabarátt- unni. Valddreifingin var mikil eins og gerist í sérhverri byltingu, en valdið komst smám saman á fárra hendur, og allt breyttist." Ekki hlutlaus „Ég hringdi í forstöðumann kvikmyndadeildar menningar- málaráðuneytisins og hann sagði mér að myndin væri höll undir hug- myndafræði sósíalista og andsnúin stefnu þeirra um hlutleysi. Það var opinbera ástæðan." — Opinbera ástæðan segirðu, var kannski eitthvað annað að baki? „Raunverulega ástæðan er sú, að þeir eru uppfullir af kreddum. Þeir Iáta sem þeir séu ekki á móti lýð- ræði, en lýðræðishugmyndin er andsnúin kreddum þeirraí* — Hversu langt várstu kominn með myndina, þegar hún var stöðvuð? „Hún var á byrjunarstigi. Við vorum við tökur úti á landi og þar var það fólkið sem stoppaði okkur. Þetta gerðist þegar gíslamálið var í algleymingi, og fólkið kom til okkar og spurði hvort við værum amerískir njósnarar" — Af hverju hélt það að þið væruð njósnarar? „Ég leit ekki ekki eins út og þorpsbúarnir. Ég var þeim fram- andi, ég var í gallabuxum, og þeir komu til mín og sögðu að ég ætti engan rétt á því að kvikmynda þarna. Við fórum því aftur til Teheran og hófum að leita að öðr- um tökustað. Við fundum hann en í þetta sinn voru það yfirvöld sem stöðvuðu kvikmyndatökuna. Síðan komu þeir á skrifstofuna mína og sneru öllu við“ — Þú hefur þá ekki byrjað aft- ur? „Ég gerði nýja kvikmynd. Heil- brigðisráðuneytið tilkynnti að það hefði í hyggju að gera kvikmynd um eiturlyfjaneyslu og ég settist því niður og skrifaði handrit. Ég fór með það í ráðuneytið og þar leist mönnum vel á það. Ég fékk dálitla peninga hjá þeim og gerði myndina, sem var um hálftíma löng. Það átti að sýna hana í sjónvarpinu, en aldrei varð þó af því. Þeir vildu að ég klippti burt atriði úr henni. — Hvers vegna? „Ég lít svo á að efnalegar ástæð- ur fyrir eiturlyfjaneyslu séu aðrar í íran en annars staðar. Fólki er hald- ið föngnu í ákveðnum kringum- stæðum og eiturlyfin eru ódýr undankomuleið og á það var minnst í myndinni. En það líkaði þeim ekki. Ég Ienti í deilum við stjórn sjónvarpsins og þeir sögðu þá við mig að ég væri rauðliði" Kreddur valdhafa — Er staða þín sem kvikmynda- gerðarmanns svipuð stöðu kvik- myndagerðarmanna, sem starfa í íran? „Ég Iít ekki svo á að kvikmynda- gerð sé enn við lýði í íran. Það eru til menn sem taka kvikmyndir en þær eru annað hvort áróðursmynd- ir eða gerðar með blessun stjórn- valda. Kvikmyndaiðnaður er ekki lengur til í Iandinu. Það er ekki hægt að fjalla um neitt sem er á móti kreddum valdhafa. Auk þess er engu fé veitt til kvikmyndagerð- arl‘ — Var ekki nokkur uppgangur í íranskri kvikmyndagerð allra síð- ustu valdaár keisarans? „Jú, en þetta er ekki spurning um að taka keisarann fram yfir það sem á eftir kom. Síðustu valdhafar fylgdu ákveðnum reglum og þú varðst að fylgja þeim, en hafðir svigrúm innan þeirra. Það var jafn- vel hægt að gera kvikmynd and- snúna stjórnvöldum, en slíkar myndir fengust bara ekki sýndar. Kvikmyndagerðarmönnum var ekki gert mein, því að stjórnvöldin trúðu á listina, svo fremi sem þau þetta tilheyrir fortíðinni. Ég hef öllu meiri áhyggjur af framtíðinni!1 Ali Forouzesh hélt til Spánar frá Tyrklandi og fékk þar hæli sem pólitiskur flóttamaður. Á Spáni var hins vegar enga atvinnu að hafa og því hélt hann til Sviss, þar sem vinur hans rekur fyrirtæki. Ali fékk vinnu hjá vini sínum, en svissnesk yfirvöld veittu honum ekki atvinnuleyfi. Ali var spurður hvort ísland væri lokaáfangastaður hans í bili. „Nei. Hér er ekkert rými fyrir untanaðkomandi mann með mína starfsmenntun. Ég ætla því að leita þangað sem tækifærin eru fleiri, eins og í Kanada, til þess að geta „selt“ hæfileika mína, ef ég má komast svo að orði. Ég vonaðist til að geta unnið mér fyrir farinu hér, en mér var meinað það af yfirvöld- um!‘ kassettur Gœði og verð sem koma á óvart!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.