Helgarpósturinn - 29.09.1983, Blaðsíða 2
„Þetta er ekki vísinda- heldur
fræðsluráðstefna. Við viljum vekja
athygli fólks á því sem verður fleir-
um að fjðrtjóni á íslandi en margir
gera sér grein fyrir“.
Þetta sagði Jóhann Axelsson
prófessor í samtali við Helgarpóst-
inn, og ráðstefnan sem hér um ræð-
ir ber yfirskriftina „Að halda lífi í
kulda“, og verður haldin um helg-
ina.
Ráðstefnan er haldin fyrir for-
göngu norrænu samstarfsnefndar-
innar um heilsufarsrannsóknir á
„Vekjum fólktil umhugsunar um veð-
urfarsskilyrðin sem við búum við“
segir Jóhann Axelsson prófessor
Fimmtudagur 29. september 1983 jlplfísturinn
norðurslóð.en auk þess stendur að
henni fjöldi íslenskra stofnana,
félagasamtaka og áhugamanna um
vandamál sem koma upp við mik-
inn kulda.
Fjöldi innlendra og erlendra vís-
indamanna taka þátt í ráðstefnunni
og munu 15—20 fyrirlesarar flytja
lengri eða skemmri innlegg um efni
eins og hvernig halda megi lífi í
miklum kulda og hvernig megi
Jóhann Axelsson prófessor á sæti í
undirbúningsnefnd ráðstefnunnar um
hvernig eigi að halda lífi í kulda. Hann
er að vísu ekkr mjög kuldalegur á
þessari mynd, enda heitt i veðri.
koma í veg fyrir kuldaskemmdir og
hvernig skuli fara með þær. Einnig
verður fjallað um vinnu í kulda,
köfun, slysavarnir, björgunarþjón-
ustu og almannavarnir.
Aðspurður um hvort þeir væru
að búa almenning á íslandi undir
komandi ísöld, sagði Jóhann
Axelsson að svo væri nú ekki.
„Við álítum að það sé nógu slæmt
eins og það er“, sagði hann enn-
fremur.
Jóhann benti einnig á að það
væri ekki aðeins kuldastigið sem
réði úrslitum, heldur kæmi vind-
hraðinn þar við sögu og ekki síður
rakastigið.
„Markmiðið er að vekja fólk hér
til umhugsunar um þau veðurfars-
skilyrði sem við búum við og að hve
miklu leyti þau eru hættuleg. Því
meira vit sem fólk hefur á hvaða að-
stæður eru hættulegar, þeim mun
betra“, sagði Jóhann Axelsson
prófessor.
Ráðstefnan verður haldin í húsi
Slysavarnafélagsins að Granda-
garði og hefst hún kl. 8 árdegis á
laugardag.
Er sambúðin
erfið?
Um næstu mánaðamót hefjast
námskeið í Reykjavík undir heitinu
SAMSKIPTI OG FJÖLSKYLDU-
LIF. Námskeiðin eru fyrst sinnar
tegundar hér á landi. Markmið
námskeiðanna er að miðla þekk-
ingu til fólks sem eykur á sjálfsvit-
und og sjálfsöryggi. í því sambandi
eru teknir fyrir ákveðnir þættir er
varða einstaklinginn sjálfan, bak-
grunn hans og fjölskyldu.
Bretlandi geri það. Þess vegna buðu
Flugleiðir og Sonic World hópi
bresks sölufólks, 26 manns, að
koma hingað og kynna sér hvað það
er að selja. Þessi mynd var tekin í
hófi fyrir hópinn um s.l. helgi og
má á henni sjá þann gamalreynda
ferðafrömuð, Úlfar Jacobsen, t.h. í
hópi forsvarsmanna Sonic World
og íslensks starfsmanns skrifstof-
unnar hér, Auðar Jacobsen (önnur
f.v.), sem reyndar er lika dóttir
Úlfars. Annar hópur kemur í svip-
aða ferð hingað í dag, fimmtudag,!
boði Flugleiða og Sonic World.
Smartmynd
íbúasamtök
norðan
Hverfisgötu
boða til fundar
Ibúar á svæði sem markast af
Ingólfsstræti, Skúlagötu, Snorra-
braut og Hverfisgötu hyggjast bind-
ast samtökum. Undirbúningsnefnd
hoðar til stofnfundar í Þjóðleik-
húskjallaranum n.k. laugardag, 1.
okt. kl. 14.30. Til þessa fundar er
boðið öllum er búa á ofangreindu
svæði svo og öllum er.starfa á svæð-
Það var handaganguf í snyrtiöskj-
unum í Stúdió Fjólu fyrir nokkrum
dögum þegar þar var haldin kynn-
ing á nýjum hár- og snyrtivörum frá
hinu þekkta Molton Brown fyrir-
tæki í Bretlandi. Molton Brown var
upphaflega eitt viðurkenndasta
hárgreiðslustúdíó Bretlands, en hóf
fyrir nokkrum árum framleiðslu á
hársnyrtivörum og skyldum hlutum
sem mótaðir eru af því viðhorfi að
hármeðferð skuli vera sem náttúru-
legust og m.a. tekið mið af gömlum
grasauppskriftum. Molton Brown
heldur síðar á árinu alþjóðlega
kynningu á þessum nýju vörum sín-
um, en það var umboðsaðili fyrir-
tækisins á íslandi, Lista-Kiljan s.f.
sem fékk leyfi til forskots hérlendis
á dögunum. Smartmynd
Sonic World heitir bresk ferðaskrif-
stofa sem hefur sérhæft sig í ferð-
um til íslands og Grænlands s.l. tvö
ár og komu á vegum hennar hvorki
meira né minna en 200 manns til
íslands í sumar. Aðstandendur
ferðaskrifstofunnar eru alvanir að
stunda ferðamannaþjónustu við
Island, því hún var stofnuð á grunni
söluskrifstofu Flugleiða í Glasgow
sem lokað var á sínum tíma. Þar
störfuðu eigendur hennar og í
Glasgow eru aðalbækistöðvarnar.
En þótt eigendur þekki ísland út og
inn er ekki þar með sagt að allir þeir
sem selja ferðir á hennar vegum í
Kuldaráðstefna
um helgina:
eldvarnarmálning
l Slippfélagið íReykjavíkhf
Má/ningarverksmiðjan Dugguvogi
Símar 33433og33414
Eldsnöggt breiöist lítill logi út, fái hann að-
stæður sem honum henta.
Fldvarnarrnfílninniinni Pr aofjaA aA takmarka.
þessar aðstæður. Við hita bólgnar hún upp og
verður frauðkennd og þykk.
Þannig einangrar hún gegn hita, tefur útbreiðslu elds í
brennanleg efni og á stáli minnkar hún hættu á ofhitnun
þess, og þar með skemmdum.
Við þetta vinnst dýrmætur tími sem getur skipt sköpum við
björgun verðmæta.
Kveikirðu á því?
Hempels eldvarnarmálning er viðurkennd af Det Norske
Veritas.