Helgarpósturinn - 27.10.1983, Side 3
JHek
ar
sturinn.
Fimmtudagur 20. október 1983
3
Séra Gunnar Kristjánsson: „Friðar-
umræðan hérlendis hefur mótast af
vanþekkingu og lent inni i lágkúru-
legri flokkaumræðu".
Sigríður Ingvarsdóttir: „Líf og land
vill kanna hvað hinir ýmsu friðar-
hópar eiga sameiginlegt".
Friðarráðstefna
í vitnaleiðsluformi
Samtökin Líf og land efna til
mikillar friðarráðstefnu n.k. laug-
ardag 22. okt. á Hótel Borg undir
heitinu „ísland og friðarumræð-
an.“ Af þessu tilefni sneri HP sér til
tveggja stjórnarmeðlima samtak-
anna, séra Gunnars Kristjánssonar
og Sigríðar Ingvarsdóttur, og
spurði þau nánar um ráðstefnuna.
— Líf og land er hlutlaus aðili
sem vill freista þess að kanna hvað
ýmsir friðarhópar eiga sameigin-
legt, og jafnframt að vekja fólk til
umhugsunar um afleiðingar vax-
andi vígbúnaðarkapphlaups og
kjarnorkustríðs, segir Sigríður.
— Tilgangurinn er ennfremur að
kryfja friðarumræðuna í heiminum
á undanförnum árum og ræða frið-
armál á málefnalegum grundvelli
en forðast umræðuna eins og hún
hefur verið hérlendis; að okkar
mati hefur hún mótast af vanþekk-
ingu og lent inni í lágkúrulegri
flokkaumræðu.
Fyrir hádegi verða haldnir fyrir-
lestrar og erindi fræðilegs eðlis um
friðar- og afvopnunarmál, svo og
um afleiðingar kjarnorkustyrjalda.
Eftir hádegi sitja ýmis friðarsam-
tök og fulltrúar stjórnmálaflokk-
anna fyrir svörum í svonefndu
„hearing'-formi eða „vitnaleiðslu-
formi“ þar sem hópur valinkunnra
manna mun spyrja ofangreinda að-
ila spjörunum úr. Þetta form hefur
ekki verið notað áður hérlendis,
segir Gunnar.
— Þá má ekki gleyma, segir Sig-
ríður, — að Geir Hallgrímsson ut-
anríkisráðherra mun halda stutt er-
indi og sitja fyrir svörum spyrla.
— Og fundargestum gefst einnig
tækifæri til að spyrja viðkomandi
um einstök atriði eða málaflokka er
tengjast friðarumræðunni, segir
Gunnar.
— Ráðstefnan verður opnuð
með nýju verki eftir Atla Heimi
Sveinsson, sem nefnist „Dona
Nobis Pacem“ eða „Gefið Oss
Frið“ — sérstætt verk fyrir fjórar
sópranraddir og nokkur hljóðfæri,
segir Sigríður.
— Líf og land hafa áður gefið út
erindi sem haldin hafa verið á ráð-
stefnum samtakanna og ætlunin er
að gera slíkt hið sama nú, segir
Gunnar. — En aðalmarkmið sam-
takanna með þessari ráðstefnu er
að skapa umræðuvettvang fyrir
brýnt mál í samtímanum.
Gallerí og
vinnustofa
Guðbergur Auðunsson hefur
opnað gallerí að Þingholtsstræti
23. Fyrsta sýningin er á eigin verk-
um; 27 collage-myndir, unnar úr
ýmsum plakatsnifsum sem lista-
maðurinn hefur tínt upp á leið sinni
um stórborgir heimsins. Þá eru
einnig þrír tréskúlptúrar á sýning-
unni. Guðbergur sagði við HP að
vinnustofa hans væri einnig til húsa
í þessu húsnæði, þannig að stutt
væri í sýningarsalinn. Sýningin var
opnuð s.l. laugardag og stendur til
30. október. Hún er opin virka daga
kl. 15—18 og 14—18 um helgar.
Guðbergur á vinnustofu/galleríi sínu. Smartmynd
Heldurðu að þú
hafir sjéns í
formannsembættið?
Sigrún Þorsteinsdóttir
„Það hafa allir sjéns. Mér finnst höfum verið að fást við það að
að við íslendingar eigum að nota vinna kraft úr humarafgöngum,
þau tækifæri og það frelsi sem við svona eins konar fiskkraft í súpur
höfum og láta til okkar taka, líka og aðra rétti.
þar sem um er að ræða embætti Einnighefurveriðunniðmeltu-
flokksformanna eða varafor- þykkni sem blandað er í gras-
manna“. \ köggla og stóreykur næringargildi
— Hvers vegna ákvaðstu að kögglanna. Ef þetta heppnast
fara í framboð? verður hægt að draga stórlega úr
„Vegna þess að mér finnst að innflutningi fóðurbætis og spara
rödd hins almenna flokksfélga margar milljónir. Félaginu er
eigi að heyrast. Ég vil taka það ætlað að tengja atvinnulíf og
skýrt fram að ég er ekki að bjóða vísindi og vinna úr því efni sem
mig fram vegna óánægju með hingað til hefur verið hent sem
flokksforystu Sjálfstæðisflokks- úrgangi".
ins, heldur vegna þess að mér — Hvað um önnur áhugamál?
finnst vanta meiri breidd". „Ég er félagi í Samhygð, og
— Er það ekki vegna þess að þú einnig hef ég fengist við leiklist og
viljir auka hlut kvenna í flokks- sungiðí kórum, auk þess auðvitað
forystunni? að vera húsmóðir og móðir“.
„Ég vil að konur, og reyndar allir —Rekast hugmyndir Sam-
landsmenn, komi sínum sjónar- hygðar og Sjálfstæðisflokksins
miðum á framfæri og noti þau ekkert á?
tækifæri sem gefast". „Nei, alls ekki. Samhygð vinnur
— Þarftu ekki að undirbúa þig að frelsi og hamingju einstakl-
fyrir flokksþingið og kynna þig? ingsins og það gerir Sjálfstæðis-
„Ætli ég verði ekki að sjá til þess flokkurinn líka. Samhygð er ekki
að koma mínum skoðunum á' neitt venjulegt félag, það er lífs-
framfæri". máti, sem byggir á reglunni:
— Nú ert þú varabæjarfulltrúi komdu fram við aðra eins og þú
og hefur unnið að bæjarmálum vilt að aðrir komi fram við þig“.
en hvað annað hefur þú fengist — Hvernig hafa viðbrögðin
við? verið við framboði þínu?
„Ég hef unnið að atvinnumál- „Yfirleitt mjög góð. Það hafa
um. Ég er formaður félags sem margir haft samband við mig og
heitir SAR (Sjávarafurðarann- tekið undir að ekki veiti af meiri
sóknir), en það félag vinnur að breidd í forystuna, nýtt framboð
frekari nýtingu sjávarafurða. Við hleypir líka fjöri í kosningarnar“.
Sigrún Þorsteinsdóttir er varabæjarfulltrúi Sjálfstæöis-
flokksins í Vestmannaeyjum. Hún er gift og á 3 börn. Hún
hefur nú ákveðið að bjóða sig fram í embætti formanns eða
varaformanns Sjálfstæðisflokksins á flokksþinginu í
nóvember.