Helgarpósturinn - 27.10.1983, Page 6
Þorskfjall?
Ummæli Sverris Hermannssonar iðnaðar-
ráðherra á fundi í Hafnarfirði í síðustu viku
hafa vakið mikla athygli og komið róti á hugi
aðila sem standa að sölu íslensks fisks erlend-
is. Á fundinum bar Sverrir fram þungar ásak-
anir í garð hinna tveggja stóru fyrirtækja sem
selja bróðurpartinn af íslenska fiskaflanum
erlendis — Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna og Sölusamtaka SÍS. Sverrir gagnrýndi
þessi tvö „einokunarfyrirtæki", eins og hann
orðaði það, fyrir að vera „löngu frosin föst í
starfsemi sinni“, þau hefðu eftir sínum
„kunnugleika ekkert aðhafst til að afla nýrra
markaða, varla lyft hendi til að finna markaði
fyrir nýja vöru, til dæmis kúfisk“. Sverrir hélt
því einnig fram að ráðamenn í fyrirtækjunum
tveimur „horfðu upp á það aðgerðalitlir að
Kanadamenn leggi undir sig þennan markað
okkar í Bandaríkjunum með því að halda
verðlagi of háu... allt að 20Vo hærra“. Birgða-
söfnun fyrirtækjanna sé til marks um erfið-
leikana, hún hafi tvöfaldast frá því á sama
tíma í fyrra. Sverrir heimtar umræður um
málið og spyr hvort menn hafi ekki sofið á
verðinum, það sé þörf á nýrri sókn.
Verð þorskblokkarinnar hefur verið tals-
vert til umræðu í fjölmiðlum upp á síðkastið,
en íslensku fyrirtækin á Bandaríkjamarkaði
eru ekki á eitt sátt um verðlagningu. Nýverið
ákvað Iceland Seafood Corporation, dóttur-
fyrirtæki Sambandsins, að lækka verð á 5
punda pakkningum á frystum þorskflökum
úr 1,80 dollurum í 1,70 dollara, eða um liðlega
5,5%. Forráðamenn Coldwater Seafood,
dótturfyrirtækis SH, hafa deilt mjög hart á
þessa ákvörðun og telja hana ótímabæra
eftirgjöf. Þorsteinn Gíslason, forstjóri Cold-
water, segir að lækkunin sé dýr fórn sem ekki
muni skila sér og jafnvel hafa þau áhrif að um
frekari verðlækkun verði að ræða í framtíð-
inni. í sama streng tekur Guðmundur H.
Garðarsson, blaðafulltrúi SH, í harðorðri
greinargerð sem hann sendi frá sér vegna
ummæla ráðherra. Þar segir hann að verð-
lækkanir hrökkvi skammt, Kanadamenn geti
hvort eð er alltaf boðið mun lægra verð á sinni
framleiðslu en íslendingar, auk þess sem allar
verðlækkanir þýði gífurlegt tekjutap fyrir
þjóðina.
Þó munu menn ekki á eitt sáttir um verð-
lagningarmálin innan SH, sem hefur innan
sinna vébanda um 70 fiskvinnslustöðvar um
allt land. í fróðlegri grein í nýju tölublaði Sjá-
varfrétta sem út er að koma segir að innan SH
séu bæði sjónarmiðin á lofti; að lækka verðið
í kjölfar lækkunar Icelandic Seafood eða bíða
átekta og sjá hverju fram vindur.
Guðjón Ólafsson, forstjóri Iceland Seafood,
álítur hins vegar að jafnvel hefði verið ástæða
til að Iækka verðið fyrr. Verðlagsstefna
fslendinga hafi valdið því að hlutdeild okkar
í þorskflakasölu í Bandaríkjunum hafi stór-
minnkað. Óhjákvæmilegt hafi því verið fyrir
Iceland Seafood að hafa frumkvæði að verð-
lækkun, enda þótt venja sé að ákveða verð í
samráði við Coldwater, sem er mun stærra
fyrirtæki.
Reagan skiptir um öryggismála-
ráðunaut þegar viðsjár vaxa
I annað skipti á kjörtímabilinu hefur Ron-
ald Reagan skipt um nánasta samstarfs-
mann sinn og ráðgjafa um samskipti Banda-
ríkjanna og umheimsins. Fornvinur forset-
ans, William P. Clark, hefur látið af for-
mennsku í Þjóðaröryggisráðinu, þeirri deild
forsetaembættisins sem vinnur fyrir forset-
ann tillögur um aðgerðir á alþjóðavettvangi,
byggðar á álitsgerð frá utanríkisráðuneyti,
landvarnaráðuneyti og Ieyniþjónustu. í stað
hans kemur í Hvíta húsið Robert McFar-
lane, sem verið hefur fulltrúi Bandaríkja-
stjórnar í löndunum fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
Clark tekur við innanríkisráðherraem-
bættinu af James G. Watt, sem ekki var orð-
ið vært í því starfi. Hafði Watt ekki aðeins
William Clark í skrifstofu sinni í Hvíta hús-
inu daginn sem Reagan ákvað að flytja hann
þaðan í innanríkisráðuneytið.
fengið upp á móti sér umhverfisverndar-
menn um öll Bandaríkin og bændur í vestur-
fylkjum, þar á ofan var hann orðinn-
| hneykslunarhella fyrir afkáralegar yfirlýs-
ingar. Síðast tókst honum að móðga með
einni setningu konur, svertingja, gyðinga og
fatlaða, þegar hann lýsti samsetningu sér-
fræðinganefndar til að fjalla um kolagröft
með því fyrirkomulagi að ryðja jarðvegi of-
an af kolalögum á stórum svæðum.
Watt hefur verið átrúnaðargoð hægri
arms Repúblíkanaflokksins, og skipun
Clarks í stað hans gerir þann stuðnings-
mannahóp ánægðan. Hins vegar er Clark
líklegur til að framkvæma svipaða stefnu og
fyrirrennari hans á liprari hátt, en hún felst
í því að láta landsvæði í ríkiseign atvinnu-
rekstri í té til hagnýtingar, sérstaklega með
námugreftri og skógarhöggi.
En Reagan slær með mannaskiptunum
aðra flugu í sama höggi. Rígur hefur löng-
um ríkt milli utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna og öryggismálaráðgjafa forsetans.
Upp á síðkastið hefur þess gætt í vaxandi
mæli, að í það horf sækti hjá Clark og
George P. Shultzutanríkisráðherra. Einkum
fára sögur af að Shultz hafi mislíkað, þegar
Clark fór nýlega til Rómar að honum for-
spurðum, til að eiga þar fund með McFar-
lane og Weinberger landvarnaráðherra.
Gekk svo langt að gefnar voru út yfirlýsing-
ar til fjölmiðla, til að reyna að gera sem
minnst úr þessum árekstri ráðherra og for-
setaráðgjafa.
Þegar Clark tók við formennsku í Þjóðar-
öryggisráðinu, reynslulaus með öllu í al-
þjóðamálum og nýbúinn að gera sig beran
að vanþekkingu á því sviði fyrir utanríkis-
málanefnd Öldungadeildarinnar, var Mc-
Fimmtudagur 20. október 1983
_f~lelnai-
, pðsturinn
Eins og alkunna er hafa kanadískir fisk-
framleiðendur verið í geysimikilli sókn á
Bandaríkjamarkaði síðustu árin. Þeir hafa
boðið mun lægra verð en íslendingar, en hins
vegar hefur íslenski fiskurinnjrótt öllu betri til
manneldis en sá kanadíski. I greininni í Sjá-
varfréttum koma fram ýmsar fróðlegar tölur
sem árétta það að Islendingar hafi farið
halloka á markaðnum.
Sala þorskflaka á Bandaríkjamarkaði hef-
ur aukist mjög á síðustu árum og var í fyrra
komin upp í um 169 milljónir punda, sem er
metsala. Hins vegar hefur hlutur Islendinga í
markaðnum minnkað jafnt og þétt, var 67
milljón pund árið 1978, eða um 51,5% af
heildarsölunni, en ekki nema 44 milljónir
punda í fyrra, eða um 26% af heildarsölunni.
Sókn Kanadamanna á þorskmarkaðnum
mun þó ekki hafa verið án skakkafalla, því
stöðugt berast fréttir af rekstrarerfiðleikum
kanadísku fyrirtækjanna. Til dæmis munu
tvö stærstu fyrirtækin, Caribou og Fisheries
Products, ramba á barmi gjaldþrots. Heyrst
hefur að Kanadamenn hyggist bregðast við
þessu með því að samræma starfsemi
kanadísku fyrirtækjanna á Bandaríkjamark-
aði, jafnvel með aðstoð ríkisvaldsins. Það er
því ekki ástæða til að ætla annað en Kanada-
menn geti haldið áfram að bjóða upp á sama
lága verðið á sínum afurðum, eða 1,20—1,30
dollara fyrir fimm punda pakka af þorskflök-
um, og jafnvel Iækkað ef í hart fer — „enda
er kanadíska ríkið reiðubúið að halda þessu
uppi í atvinnubótaskyni, eins óréttlátt og það
er nú gagnvart smáþjóð eins og okkur íslend-
ingurn", voru ummæli eins af viðmælendum
Helgarpóstsins innan fiskiðnaðarins.
Eins og fram kom í máli Sverris Hermanns-
sonar munu SH og Sölusamtök SÍS nú liggja
með óhemju miklar birgðir af óseldum fiski.
Birgðaaukningin mun vera hvorki meira né
minna en 80% miðað við sama tima í fyrra. í
yfirlýsingu sinni segir Guðmundur H.
Garðarsson að SH og fyrirtæki þess hafi ætíð
sóst eftir hæsta mögulega verði fyrir afurðir
sínar og því séu sveiflur í birgðastöðunni gðli-
legar. Einnig átelur-hann ráðherra harkalega
fyrir að staðhæfa opinberjega um birgðastöð-
una og telur að það muni veikja stöðu
íslenskra fiskseljenda gagnvart kaupendum
og samkeppnisaðilum erlendis. í sama streng
IIVIIMLEIMID
VFIRSVINI
Farlane gerður staðgengill hans, en hann
hefur langa reynslu í utanríkismáium allt frá
velmektardögum Henry Kissingers. Slíkur
fagmaður er líklegur til að geta lægt öldur í
samskiptum utanríkisráðuneytis og forseta-'
embættis.
Þar að auki er ekki vanþörf á reyndum
manni með mikla sérþekkingu við hlið
Reagans eins og komið er samskiptum
Bandaríkjamanna og Sovétríkjanna. Margt
bendir til að ráðandi öfl í Sovétstjórninni
hafi komist að þeirri niðurstöðu, að nú sé
málum svo komið að ekki sé neins ávinnings
að vænta frá sovésku sjónarmiði af samn-
ingaviðræðum við Bandaríkin, og því kjósi
þau að láta hart mæta hörðu.
Sovéska herstjórnin tók að sér að réttlæta
árásina á kóresku farþegaþotuna við Shaka-
lineyju, en það athæfi vakti um allan heim
viðbjóð og vantraust á Sovétríkjunum. Eftir
dúk og disk hélt Ogarkoff, yfirforingi her-
ráðsins, fréttamannafund í Moskvu, þar
sem hann bætti gráu ofan á svart með þvi að
lýsa árásinni á farþegaflugvélina sem sjálf-
sögðum hlut frá sovésku sjónarmiði.
Andrópoff flokksleiðtogi lét líða hartnær
mánuð, áður en hann lét frá sér heyra um
eftirköst flugvélarmálsins.
Síðan hafa Gromiko utanríkisráðherra og
hershöfðingjar einkum haft orðið fyrir Sov-
étstjórninni á alþjóðavettvangi. Beinist mál-
flutningur þeirra einkum að því að útmála
gagnráðstafanir Sovétríkjanna, verði tekið
að koma fyrir í Vestur-Evrópu meðaldræg-
um kjarnorkueldflaugum, eins og til hefur
staðið í fjögur ár, náist ekki samkomulag
um takmörkun meðaldrægra kjarnorkueld-
flauga í viðræðum risaveldanna í Genf. Sov-
étmenn boða tvenns konar gagnaðgerðir. í
fyrsta lagi segjast þeir munu fjölga kjarn-
orkuvopnum sínum í öðrum Austur-Ev-
rópulöndum. Kúlíkoff marskálkur, yfir-
maður herafla Varsjárbandalagsins, skýrði
svo frá í síðustu viku, að ekki yrði látið við
þetta sitja, heldur sovésk kjarnorkuvopn
höfð til taks undan ströndum Bandaríkj-
anna, svo nálægt að þau nái skotmörkum í
Bandaríkjunum á sama tíma og tæki Pers-
tóku ýmsir viðmælendur Helgarpóstsins úr
röðum fiskframleiðenda.
Y msar ástæður aðrar en sölutregða og hátt
verðlag munu liggja að baki birgðasöfnun-
inni. Mikill hluti birgðanna mun vera karfi,
sem erfitt mun vera að koma á markað um
þessar mundir. Eitthvað af birgðunum mun
vera skreið og fiskur á Sovétmarkað, sem
væntanlega mun verða skipað út innan tíðar.
Önnur ástæða er sú að hverfandi lítill fiskur er
verkaður í skreið og saltfisk eins og stendur og
því fer mun meira magn í frystingu nú en áður.
„Það er auðvitað skiljanlegt að ráðherra
skuli vekja máls á þessu núna, þótt aðferðin sé
svolítið vafasöm", sagði áhrifamaður í fisk-
iðnaði við Helgarpóstinn. „Bankarnir hljóta
að vera alveg að sligast undan öllum þeim
afurðalánum sem bundin eru í þessum óseldu
birgðum".
Tíminn segir frá því á miðvikudaginn að
-engin greiðsla hafi enn komið fyrir afurðalán
að upphæð sjö milljarðar króna. Ástæðan er
einföld: lánin voru veitt út á fisk sem ekki hef-
ur enn tekist að selja.
í framhaldi af þessu vaknar áleitin spurn-
ing: Ráðgerður þorskafli íslendinga á síðustu
vertíð var mun minni en raun varð á, allt að
100 þúsund tonnum. Ef allur þessi þorskur
hefði komið upp úr sjónum, lægi hann þá
ekki í frystiklefum á íslandi og í Bandaríkjun-
um núna? Og þá sætum við Islendingar fyrst
uppi með þorskfjall sem gæti risið undir
nafni...
Kjarninn í gagnrýni Sverris Hermannssonar
er þó ummæli hans um að stóru fisksölufyrir-
tækin séu „löngu frosin föst í starfsemi sinni“
og hafi ekkert aðhafst til að afla nýrra mark-
aða fyrir nýja vöru.
„Því er ekki að neita að það er talsverð
stöðnun í afurðasölumálunum hjá okkur“,
sagði áðurnefndur fiskframleiðandi. „Eink-
um hjá Sölumiðstöðinni. Mér hefur fundist
að það leiki talsvert frískari vindar hjá Sam-
bandinu“.
Nýjar fisktegundir? Nýjar vörur? Nýir
markaðir? Allt virðist þó bera að þeim sama
brunni að tímabært sé fyrir íslendinga að Ieita
.nýrra leiða í fiskveiðum, fiskverkun og fisk-
sölu.
hing-2 eldflaug frá Vestur-Þýskalandi að
hæfa mark í Rússlandi.
í öðru lagi beitir Gromiko utanríkisráð-
herra Vestur-pýskalands sérstökum þrýst-
ingi. Eftir árangurslausan fund með Gen-
scher, utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands,
í Vínarborg, þar sem rætt var um leiðir til að
koma samningaviðræðunum í Genf á rek-
spöl, hélt Gromiko til Austur-Berlínar. Þar
ræddi hann við Honnecker, forseta og
flokksforingja, og birtu þeir síðan yfirlýs-
ingu, þar sem boðað er að sambúð þýsku
ríkjanna hljóti að hraka, verði tekið að
koma meðaldrægu, bandarísku kjarnorku-
eldflaugunum fyrir í Vestur-Þýskalandi.
Skýrasta vísbendingin um hvert Sovét-
ríkin stefna kom þó fram í fyrradag í ræðu
Tíkonoffs, forsætisráðherra Sovétríkjanna,
á árlegri ráðstefnu COMECON, efnahags-
bandalags Sovétríkjanna og fylgiríkja
þeirra. Brýndi Tíkonoff fyrir fundarmönn-
um, að COMECON yrði að búa sem mest að
sínu og halda viðskiptum við Vesturlönd í
lágmarki. Er hér greinilega um að ræða frá-
hvarf frá fyrri stefnu Sovétmanna, sem var
fólgin í því að reyna að bæta framleiðni í
iðnaði sínum með því að kaupa háþróaða
tækni frá vestrænum ríkjum og Japan.
Tíkonoff bætti því við, að Austur-Evrópu-
ríkin yrðu að laga sig að sovéskum markaði,
og til að auka aðstreymi hráefna frá Sovét-
ríkjunum yrðu þau að reiða fram fjármagn
til að efla þar námugröft og aðra hráefna-
öflun.
Allt ber þetta að sama brunni. Sovéska
herstjórnin og þeir öldunganna í Kreml, sem
mest óttast breytingar af hálfu nýs flokks-
foringja, af því þá yrðu þeir fyrstir til að
verða að víkja fyrir nýjum mönnum, hafa
náð höndum saman. Til að framlengja setu
sína á valdastólum útmála þeir utanaðkom-
andi ógnun, en skortur þeirra á hæfni til að
greina á milli hættu og eigin hugarburðar
kom best í ljós í árásinni á kóresku flugvél
ina.
Nýr öryggismálaráðunautur Bandaríkja-
forseta getur því fengið erfið verkefni við að
fást.