Helgarpósturinn - 27.10.1983, Qupperneq 9
9
J~lelgai----
posturinn
Fimmtudagur 20. október 1983
Ragnheiður í Grjótinu
Ragnheiður Jónsdóttir grafíker opnar sýningu í Gallerí Grjót við Skóla-
vörðustíg á laugardag kl. 14. Ragnheiður sýnir 5 stórar myndir „á palli“
sem er innri hluti gallerísins, en fyrir framan sýna aðrir þeir sem standa að
Grjótinu sin verk. Sýningin verður opin til 3. nóvember.
Bókaforlag
Arnar og Örlygs
Fróðleikur
r
i
fyrirrúmi
Enn um bókaflóðið. Örn og Ör-
lygur gefa út fjölda bóka á þessu
hausti. Mest ber á ýmiss konar frá-
sögnum og fróðleik. Þar má nefna
bók um laxveiði eftir Guðmund
Guðjónsson, sögu fyrstu bílanna á
íslandi eftir Kristin Snæland, bók
um heimsstyrjaldarárin síðari eftir
Tomas Tómasson sagnfræðinema,
þýdda bók um köfun, þýdda bók
um heilsufæði, og æviminningar
Guðlaugs Gíslasonar fyrrv. alþing-
ismanns frá Vestmannaeyjum. Þá
má nefna bækur úr ritröðum sem
bókaforlagið hefur verið að gefa út
svo sem Landið þitt 4. bindi, annað
bindi æviminninga Steindórs Stein-
dórssonar frá Hlöðum. Loks er svo
að geta togarasögu Magnúsar Run-
ólfssonar — sögu gömlu síðutogar-
anna.
Bókaklúbbur Arnar og Örlygs er
sér á báti, nýjar bækur á vegum
klúbbsins eru íslenskir annálar
teknir saman af Anders Hansen,
Ljúffengir lambakjötsréttir eftir
Kristínu Gestsdóttur og loks sú bók
sem telst til hvað mestra tiðinda hjá
bókaforlagi Arnar og Örlygs á
þessu hausti: ný skáldsaga eftir
Jónas Kristjánsson, forstöðumann
Stofnunar Árna Magnússonar..
Sagan heitir Eldmessan og er sögu-
leg skáldsaga.
Hjarta steinsins
Richard Wagner dreymdi um
það, sem hann kallaði Gesamt-
kunstwerk og átti þá við sam-
hæfingu orða, sviðsbúnaðar og
tónlistar til að koma óperuhugsun
sinni til skila. Það var kannski
eitthvað í áttina við þessa sam-
þættingu, sem boðið var í
Norræna húsinu á sunnudaginn
var, myndir, Ijóð og tónar, nema
hvað hér voru a.m. k. þrír andar
að verki fyrir utan hinn mikla ei-
lífa.
Hér var orðið ekki í upphafi,
heldur grjótið. Ágúst Jónsson á
Akureyri sagaði „góðsteinaþ
holufyllingar, í örþunnar sneiðar,
og komu þá furðulegar og litríkar
myndir í ljós. Þeir sem séð hafa
Brennisteinsöldu og Jökulgil við
Landmannalaugar vita hvað átt er
við með litríki. Af þessum sneið-
um tók Ágúst síðan litskyggnur.
Nú kom til skjalanna Kristján
frá Djúpalæk. Hann skoðaði
kynjamyndirnar, þóttist við það
skynja lífið í steininum og orti af
þeirri tilkomu lofsöng í þrjátíu
erindum til skapara allra hluta.
Þetta sá Atli Heimir Sveinsson -
og samdi síðan jafnmargar tón-
myndir við hinar afbrigðilegu
laufabrauðskökur með Ijóð Krist-
jáns til hliðasjónar. Eftir minni
máltilfinningu er nær að kalla
þessa músík tónmyndir en smá-
lög.
í Norræna húsinu sáum við
fyrst stuttljóð Kristjáns á tjaldi,
síðan sneiðmyndina. Svo las -
Sigrún Björnsdóttir ljóðið, en -
Jónas Ingimundarson lék mynd-
brot Atla á flygilinn, ýmist á und-
an, með, en þó einkum á eftir
lestrinum, en myndin sjálf var alla
stund fyrir augum. Svona gekk
þetta hvert á fætur öðru.
Þetta var harla merkileg
klukkustund og áleitin, því að allt
var næstum því jafntært, næstum
því heilög þrenning. Kannski var
eitt og eitt orð örlítið úr samræmi,
en það tekur varla að nefna. Tón-
myndirnar samsvöruðu enn betur
hinum óvæntu innyflum steinsins
og minntu reyndar ögn á Myndir
á sýningu Mússorgskís, þótt allt
væri smágervara. Trúarlegur tónn
gægðist öðru hverju fram í takt
við textann. Flytjendur ljóðs og
lags, Sigrún og Jónas, fóru með
þetta eins og manni fannst í svip-
inn að ætti að gera. En vissulega
vantar enn allan samanburð.
Náttúran býr yfir miklum undr-
um, ekki síst í hinu smæsta eða
því sem í fyrstu virðist hvað óað-
gengilegast. Hið harða getur
geymt í sér viðkvæma kviku. Ef
Hallgrímur Pétursson hefði verið
viðstaddur þessa stund, er ekki al-
veg víst, að hann hefði eftir það
notað hina hefðbundnu sam-
líkingu við steininn í 46. passíu-
sálmi:
Steini harðara er hjartað það,
sem heyrir um Jesú pínu,
gefur sig þó þar ekki að,
ann meir gjálífi sínu.
son (okkar Gulli) með nokkur góð
númer
23.10 Danslög. „Svo dansa þau hjón-
in...“
01.10 Á næturvaktinni. Óli Þóröar eins
og skip í nóttinni.
21.15 Á sveitalínunni. Hilda Torfa upp-
tekin.
22.00 Kisa litla. Anna G. Bjamason les
smásögu eftir sig.
23.05 Danslög......svo listavel".
24.00 Listapopp. Endurtekiö.
22.35 Kotra. Rúvak. Signý Pálsdóttir.
, Makalaus þáttur.
'23.00 Jazz. Jón Múii og Haarlem-strák-
arnir.
Laugardagur
22. október
9.30 Óskalög sjúklinga. Nú er Hamra-
borg í Kópavogi.
11.20 Hrimgrund. Vetrarútvarp barn-
anna.
14 00 Listalff. Sigmar.
15.10 Listapopp. Erlendir listamenn
syngja og leika.
16.20 islenskt mál. Það er málið.
16.30 Nýjustu fréttir af Njálu. „Von er a
fréttatilkynningu frá RLR um morö-
in siöar í dag..." Einar Karl Haralds-
son talar beint frá Bergþórshvoli.
18.00 Þankará hverfisknæpunni. Stefán
Jón Hafstein og irski barþjónninn
kætast i Philly.
19.00 Enn á tali. Bíöa? For the salesman
to come around?
20.40 Fyrir minnihlutann. Árni Björns-
son sér um þátt kúgaðra.
Sunnudagur
23. október
10.25 Út og suður. Hlustendur fá reisu-,
passan.
13.30 Vikan sem var. Makalaust
skemmtilegur þáttur.
14.15 Byron lávarður. Grieg on Byron
Kristján Árnason þýddi og sér um
þáttinn. Lesarar meö honum.
15.151 dægurlandi. Svavar Gests er
Boogie Woogie Bugle Boy.
16.20 Saga kennaramenntunar á ís-
landl, ágrip. Hverjir kenndu kenn-
urunum? Lýöur Björnsson.
18.00 Út um hvippinn og hvappinn. Þrá-
inn á móti prestinum.
19.35 Samtal á sunnudegi. Hver er
hræddur viö Áslaugu Ragnars?
20.00 Útvarp unga fólksins. Lög þess og
regla.
Ilíóill If* ★ ★ ★ framúrskarandf
★ ★ ★ ág»t
★ ★ góð
★ þolanleg
Q lóleg
Austurbæjarbíó: *
Lífsháski (Deathtrap)
Sjá umsögn í Listapósti.
Bíóhöllin: • • •
í Heljargreipum (Split I mage) Leikar-
ar: Míchael O’Keefe, Karen Allen, Pet-
er Fonda, James Woods, Brian
Dennehy. Leikstjóri: Ted Kotcheff
(First Blood) Sjá umsögn i Lista-
pósti.
Flóttinn (Pursuit): Fyrrverandi
hermaður í úrvalssveit Bandaríkja-
hers i Víetnam rænir flugvél af mikilli
útsjónarsemi. Mynd full spennu og
jafnframt kímni. Leikarar: Robert
Duvall, Treat Williams (HAIR) og
Kathryn Harold.
Dvergarnir (GNOME-MOBILE): Walt
Disney-mynd meö krökkunum sem
léku i Mary Poppins.
Glaumur og gleði í Las Vegas (One
from ther heart). Heimsfræg mynd
Francis Ford Coppola. Mynd sem öll
er tekin I stúdiói. Aðalhlutverk: Fred-
eric Forrest, Teri Garr, Nastassia
Kinski, Raul Julia. Leikstjóri: Francis
Ford Coppola. ***
Upp með fjörið. (Sneakers) Ný spreng-
hlægileg grínmynd. Leikendur: Carl
Marotte, Charlaine Woodward, Michael
Donaghue. Leikstjóri: Daryl Duke.
Mynd i anda Porkys. Alla stráka dreymir
um aö fara á kvennafar en þaö gengur
hinsvegar ekki slysalaust fyrir sig.
Bíóhöllin:
Get Crazy (Vertu klikk). Bandarísk
kvikmynd, árgerð 1983. Leikendur:
Malcolm McDowell, Anna Björns-
dóttir, Allen Goorwitz. Leikstjóri:
Allan Arkush. *
Söguþráöurinn og útfærslan á hon-
um er kvikmyndalegt rugl. Ágúst
Guömundsson og Stuömenn gætu
kennt aðstandendum Get Crazy ým-
islegt um- það hvernig kvikmynda á
rokk og gleði.
— GA
Utangarðsdrengir. (The Outsiders).
Bandarísk. Árgerð 1983. Handrit:
Kathleen Knutsen Rowell eftir bók
S.E. Hinton. Kvikmyndataka:
Stephen H. Burum. Tónlist: Carm-
en Coppola (faðir leikstjórans).
Leikendur: C. Thomas Howell,
Ralph Macchio, Matt Dillon o.fl.
Leikstjóri: Francis Ford Coppola.
Þetta er spennandi strákasaga meö
slagsmáium, sorg, hetjudáðum og
dauöa. Og svo auðvitað stelpum,
þeim miklu örlagavöldum. ***
— LÝÓ.
Regnboginn:
Gullæði Chaplins. Höföar til allra.
Frábær gamanmynd.*"*
Hundalif: Meiri Chaplin. • • •
Leikur dauðans (Bruce Lee's Game
Of Death). Síöasta karatemynd Bruce
Lee’s. Meöal leikara má telja Bruce
Lee og Gig Young.
Flakkararnir: Fjörug mynd um ferða-
lag manns og hunds. Aöalhlutverk I
höndum Tim Conwoy og Wil Geer.
Svefninn langi: • •
Mynd um Marlow einkaspæjara.
Aöalhlutverk: Robert Mitchum, Sarah
Miles og James Stewart.
Tess.Mynd Romans Polanski meö
leikurunum Nastassia Kinski og Pet-
er Firth.***
Stjörnubíó: •
Á örlagastundu — The Killing Hour.
Bandarísk. Árgerð 1982. Leikstjóri:
Armand Mastroianni. Aðalhlutverk:
Elizabeth Kemp, Perry King, Nor-
man Parker.
Frambærilegur miölungsþriller,
stundum fáránlegur, stundum snotur-
lega • samansettur, um stúlku meö
„ósjálfráöa teiknihæfileika” og leit að
óöum morðingja meö stjörnukom-
plexa. Mastroianni leikstjóri hefur
gert fleiri svona barnapíuhrollvekjur
og þessi er líklega sú skásta.
— ÁÞ.
Gandhi. Bresk-indversk kvikmynd.
Árgerð 1983. Handrit: John Briley.
Leikendur: Ben Kingsley, Candice
Bergen, Edward Fox, John Gielgud,
Trevor Howard, John Milis, Martin
Sheen. Leikstjóri: Richard Atten-
borough. ***
„Prýöiskvikmynd sem er löng, en
ekki leiðinleg. Merkilegur hluti sam-
tímasögunnar, sem er fegrun, ekki
lygi. Óvægin sjálfsgagnrýni Breta,
sem gerir þeim mögulegt aö líða bet-
Ur á eftir, eins og katólikka, sem er ný-
búinn að skrifta.”
— LÝÓ.
Laugarásbíó:
The Antagonist:
Ný mynd um 1000 Gyöinga sem ætla
sér aö berjast gegn 5000 rómversk-
um hermönnum í fjallavirkinu
Masada. Leikstjóri: Boris Sagal.
Leikarar: Peter O’Toole , Peter
Strauss, David Warner og Anthony
Quayle.
Hafnarfjarðarbíó:
Svörtu tígrisdýrin (Good guys wear
black): Amerisk spennumynd meö
leikurum eins og Chuck Norris.
Háskólabíó: *
„Þegar vonin ein er eftir”:
Sjá umsögn I Listapósti.
Nýja bíó
Nýtt líf • • •
íslensk. Árgerð 1983. Handrit og
leikstjórn: Þráinn Bertelsson. Aðal-
leikarar: Eggert Þorleifsson og Karl
Ágúst Úlfsson.
„Nýtt líf getur á engan hátt talist
tímamótaverk í íslenskri kvikmynda-
gerö og ekki hægt aö koma auga á
faglegar framfarir i henni. Þaö er hins
vegar sjálfgefiö aö þegar uppskeran
er jafn ágæt skemmtun og Nýtt lif er,
þá er varla mikið aö útsæðinu. Þó er
ekki nokkur vafi á aö Eggert Þorleifs-
son og Karl Ágúst Úlfsson halda Nýju
lifi algjörlega uppi. innan um góöu;
brandarana eru nefnilega ansi margir
gamlir og þreyttir, sem þeir tveir
bjarga meö frábærri tímasetningu og
markvissu látbragöi.”
—GA.
Bíóbær:
Bermúdaþríhyrningurinn. Dulræn
fyrirbrigði.
Ástareldur. Þetta segir meira en nóg.
Tónabíó: **
Svarti folinn (The Black Stallion).
Bandarísk, árgerð 1980. Leikendur:
Kelly Reno, Teri Carr, Mickey
Rooney. Leikstjóri: Caroll Ballard.
Þetta er nokkuö skemmtileg mynd.
Strákurinn er góður, sömuleiðis hest-
urinn og Mickey Rooney. Helst mætti
finnaaöeinhvers konartaugaveiklun,
sem gætir I klippingunni.
— LÝÓ
Hvell-Geiri (Flash Gordon); * •
Ævintýramynd þar sem The Queen
sjá um alla tónlist. Endursýnd.
Aðalhlutverk: Max Von Sydow.
tónlist
Gamla bíó:
Óperan sýnir óperuna „La Traviata”
um þessar mundir. 2. sýning er á
laugardag 22. okt. kl. 20.00 og 3. sýn-
ing er á þriðjudag 25. okt. kl. 20.00.
Háskólabíó:
Sinfóníuhljómsveit íslands heldur
áskriftartónleika I kvöld, 20. okt. kl.
20.30. Einleikari er Pascal Rogé,
píanó. Hljómsveitarstj. er Jean-Pierre
Jacquillat.
Tónleikaferð:
„Hálft í hvoru” eru enn á ferö um
landiö aö kynna nýju plötuna sina.
Fimmtud. 20. okt.: Reyöarfirði.
Föstud. 21. okt.: Egilsstööum. Laug-
ard. 22. okt.: Borgarfiröi eystra.
Sunnud. 23. okt.: Kirkjubæjar-
klaustri.
Gerðuberg:
Hvers vegna og hvað getum við
gert? Áhugahópur um stöðu og kjör
kvenna á vinnumarkaönum gengst
fyrir ráöstefnu um þau mál í Gerðu-
bergi, laugardaginn 22. október n.k.
Ráöstefnan hefst kl. 9.30 og er gert
ráö fyrir aö henni Ijúki kl. 18.00. Ráö-
stefnan er öllum opin.
Sýningarsalir:
Ljósmyndaskálinn:
Ljósmyndaskálinn heitir nýr sýningar-
staöur I Reykjavík, aö Týsgötu 8 viö
Óðinstorg. Nú stendur þar yfir sýning
er fjallar um „fæöingu” Reykjavíkur-
hafnar á árunum upp úr aldamótun-
um siöustu. Opið er milli kl. 14 og 18
virka daga, en frá kl. 10—14 á laugar-
dögum.
Leikfélag
Akureyrar:
Frumsýnir „My fair Lady” föstudag
kl. 20.30. Leikstjóri: Þórhildur Þor-
leifsdóttir. Hljóöstjórn: Roar Kvam.
Leikmynd: Jón Þóriss. Búningar: Una
Collis. Leikendur: Arnar JÓnsson,
Ragnheiöur Steinþórsdóttir, og Þrá-
inn Karlsson.
Hótel Esja:
Fundur til skemmtunar veröur hald-
inn I F.i.R. aö Hótel Esju, Skálafelli, 9.
hæö, sunnud. 23. okt. kl. 14.00. Eftir-
taldir höfundar lesa úr verkum sinum:
Ágúst Vigfússon, Ármann Kr. Einars-
son, Eðvarö Ingólfsson, Hugrún,
Ævar R. Kvaran, Jón frá Pálmholti,
Kjartan Ólafsson, Ragnar Þorsteins-
son, Siguröur Gunnarsson. Félagar
fjölmenniö, takiö meö ykkur gesti og
mætið stundvíslega.
Fundur:
Þróunarsamvinnustofnun íslands
(Þ.S.S.i.) efnir I samvinnu við Blaða-
mannafélag islands til námsstefnu
um Cabo Verde-eyjar og þróunar-
samstarf islendinga, laugardaginn
22. okt. n.k. I Bprgartúni 6. Þátttaka
tilkynnist Þ.S.S.Í., Rauðarárstíg 25,
sími 25133 við allra fyrstu hentugleika
— og i slðasta lagi fimmtudaginn 20.
þ.m.