Helgarpósturinn - 27.10.1983, Síða 12

Helgarpósturinn - 27.10.1983, Síða 12
r r Blaðamaður Helgarpóstsins tók fyrr í vikunni að sér ó- venjulegt rannsóknarverkefni. Að fara í nýju aerobic-leik- fimina hjá Jónínu Benediktsdóttur og hoppa með. Reyna síð- an að eiga við hanaspjall eftir leikfimitímann, efsvo ólíklega vildi til að kraftar leyfðu. Jónína Benediktsdóttir er, eins og alþjóð kannski veit, sérlegur íþróttakennari hljóðvarpsins og nýskeð einnig sjónvarpsins. Auk þess er hún leikfimikennari við Æfingaskóla Kennaraháskólans, framkvœmdastjóri stórrar œfingastöðvar í Kópavogi og hámenntuð íþrótta- manneskja frá útlöndum. I. „Þú mátt ekki búast við of miklu. Sko... hmmm..ha ég er nebblina stórreykingamaður, ég drekk ofsalega mikið kaffi og mér þykir brennivín líka gott... Ég er ekkert viss um að ég haldi þetta út...“ Máttvana afsakanir, enda ríkir þögn á hin- um enda línunnar. „Þú mætir þá hress og kát- ur með ga!,ann á föstudaginn klukkan fimm“ segir Jónína Benediktsdóttir og leggur á. Hress og kátur? Bara að ég þurfi ekki að standa á höndum, eða fara heljarstökk, og hesturinn.... Ég hugsa með hryllingi til þessa óvinar míns úr Melaskólanum fyrir margt löngu. Nei, þetta eru örlög sem ekki verða umflúin, skipanir að ofan, í Ieikfimi skal ég, þótt það verði mitt síðasta — og það dansleik- fimi sem á mínum áhyggjulausu dögum í skólakerfinu var bara fyrir stelpur og þess konar lýð. Jæja, ég fer nú reyndar endrum og eins í súnd, að minnsta kosti í heita pottinn.og svo fór ég einu sinni í fótbolta í sumar. Kannski það bjargi heiðrinum. Best að minnka við sig reykingarnar á föstudaginn, og sleppa kaffinu... II. „Hún Jónína er að kenna. Viltu ekki bara setjast og bíða?“ Það er broshýr stúlka með spékoppa og í svellfínum æfingabúningi sem verður fyrir svörum í afgreiðslu Æfinga- stöðvarinnar. Og bætir svo alúðlega við: „Það má kannski bjóða þér kaffisopa?“ „Nei takk, ómögulega“ Ég hristi hausinn flóttalega, hafandi þraukað koffínlausar sekúndur mínútur klukkustundir — heilan dag! „Ætli ég fái mér ekki bara epli, ef ég má?“ Ég fæ mér sæti úti í horni, maula eplið kvíðafullur og reyni að láta fara lítið fyrir mér og hagkaupsplastpokanum með þeim fáu ósamstæðu íþróttaplöggum, sem mér hafði lánast að safna saman með erfiðismunum. Ég get ekki varist þeirri tilhugsun að það sé eitt- hvert annarlegt blik í augunum á stúlkunni með spékoppana. Hún heldur kannski að ég sé eitthvað skrítinn, jafnvel hinsegin... Dans- leikfimi. Ég ætti kannski að segja henni að ég sé blaðamaður að vinna rannsóknarverkefni? Nei, nú brosir hún útað eyrum. Henni líst kannski bara vel á mig? Og þarna kentur karl- maður útúr búningsklefanum, og þarna hvorki meira né minna en þrír kynbræður. Nei, þeir eru ábyggilega að fara í vaxtar- ræktarsalinn, eða þá í karate, sjáðu bara hvað þeir eru stæltir og tápmiklir... Við þvílíkar hugsanir er ég að glíma þegar Jónína Benediktsdóttir siglir útúr leikfimi- salnum í kjölfar tuttugu vanfærra kvenna, á síðustu stigum óléttunnar að því ég best fæ séð. Mens sana in corpore sano — ég veit ekki hvað sálinni líður, en tíðarandinn heimtar að musteri hennar, líkaminn, skuli ræktaður undanbragðalaust, hvort sem eiga í hlut barnshafandi konur, gamlingjar, skólabörn eða kyrrsetumenn. III. Það er ekki mikill tími sem mér gefst til að spjalla við Jónínu áður en útí alvöru leik- fiminnar er haldið. Hún er að leita að skónum sínum, og svo er kona í símanum sem líka keppir um hylli hennar. Mér tekst þó loks að leggja fyrir hana brennandi spurningu: á hverju á ég von? Hvers eðlis er hún þessi aerobic-leikfimi sem ég ætla að fara að prufa á sjálfum mér? ^Aerobic hefur verið þýtt á íslensku sem loft- háðar æfingar, æfingar sem krefjast mikils súrefnis og nýta vel það súrefni sem maður andar að sér við áreynsluna. Þetta er nú hálf- gert tískuorð þessa dagana, aerobic, og í raun og veru má segja að margar gamalkunnar tegundir líkamsræktar séu líka aerobic, til dæmis skokk og hjólreiðar. Aerobic-Ieikfimin miðar helst við að styrkja öndunar- og blóð- rásarkerfið og auka þolið. Þessi leikfimi sem ég er með hérna á eftir er ekki aerobic nema upp að vissu marki, því ég læt fólkið líka gera ýmsar an-aerobic-æfing- ar, þótt aerobic-leikfimin sé undirstaðan. Eg skipti þessu í þrennt eða fernt. Fyrst er löng upphitun, þar sem við reynum að teygja svo- lítið á skrokknum, síðan er aerobic-þátturinn sem ég nota um leið til að gera ýmsar styrktar- æfingar fyrir handleggina, og þvínæst reyni ég að fara skipulega yfir kviðvöðvana, fæturna og bakið. Þannig að þetta er í raun allsherjarþjálfun, þótt við notum nafnið aerobic. En þú getur verið viss um að það er keyrt á fullu allan tímann, við reynum að fá púlsinn upp í svona 150 slög á mínútu“ — Hvað er hann venjulega, spyr ég og sýp hveljur. „Svona 70 slögý svarar Jónína og er horfin inn í leikfimisalinn. IV. „Það er undarlegt með íslenska karlmenn, það er eins og þeim sé fyrirmunað að dansa fyrr en á fimmta glasiý segir Jónína við mig um leið og hún bjástrar við að fá músík út úr tröllauknu ferðasegulbandstæki. Stendur heima. Hlutföllin eru karlkyninu heldur betur í óhag. Félagar mínir í leik- fiminni eru þetta tuttugu og fimm stúlkur á mismunandi stigum kynþroskans, ein roskin kona, grönn og spengileg, og auk mín þrír karlmenn. Og skyndilega er allt komið á fleygiferð í stóra speglinum í öðrum enda salarins. Jónína valsar um, tekur þátt í æfingunum af lífi og sál, án þess þó að líta eitt augnablik af nemendunum. O-hægri o-vinstri o-tvisvar hægri o-vinstri o-ég berst hetjulegri baráttu við þyngdarlögmálið og forðast að líta mynd mína í speglinum. Skokka, hrópar Jónína, og það er svissað yfir í vinsælt diskólag, Beat It er sungið með mjóróma negraröddu, keyra, ekki stoppa, ekki stoppa milli laga. Það er orðið vel heitt í salnum, svitinn tekinn að renna niðurí augnkrókana svo svíður í augun, stelpurnar í kringum mig orðnar rauðar og heitar í framan. Sparka fram löppunum, hrópar Jónína og svo allir fram, samtaka, klapp, og allir klappa saman lófunum svo tek- ur undir i salnum, utan eitt einmanalegt blaðamannsklapp sem heyrist einu taktbili of seint. Klapp klapp. Under the moonlight, the serious moonlight, kyrjar meistari Bowie, ekki að gefast upp fyrr en í fulla hnefana, þótt illa gangi að hemja Iíkamann. Jónína enda- sendist um salinn með hvatningarópum, sundur saman sundur saman og loks... Allir fram að fá sér vatn. V. Notum vatnspásuna til að fræðast örlítið nánar um Jónínu Benediktsdóttur. Ertu algjört sportidjót, Jónína? spyr ég ill- kvittnislega. „Nei, nei, alls ekki“ Jónína lætur spurning- una ekki slá sig út af laginu. „Veistu það, stundum fara íþróttir mjög í taugarnar á mér. Það er ekki hægt að þræta fyrir það að ýmis-

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.