Helgarpósturinn - 27.10.1983, Side 13

Helgarpósturinn - 27.10.1983, Side 13
 legt í íþróttunum er ekkert sérlega fallegt, sér- staklega hjá börnum þar sem íþróttirnar ýta oft undir það að einhver er niðurlægður eða verður fyrir barðinu á hópnum. Maður sér þetta ekki svo sjaldan og það fer voðalega í taugarnar á mér. Núorðið er ég miklu meira fyrir íþróttir þar sem fólk keppir bara við sjálft sig, þar er að minnsta kosti öruggt að enginn verður útundan. Nei, ég held að ég sé ekki sportidjótí* En íþróttirnar hafa samt lengst af verið í fyrirrúmi í lífi þínu, ekki satt? „Áhuginn á íþróttum vaknaði fyrst þegar ég lærði að synda sex ára gömul heima á Húsavík. Það má segja að næstu árin hafi ég aðallega lifað í vatni, en um leið var sundið mér hvatning til að fara að stunda aðrar íþróttir. Ég vildi helst prófa allar íþróttir. Ég var og er kannski enn mikill strákur í mér og var alltaf úti í fótbolta með strákunum, ég var líka mikið á skíðum, en mest var ég þó í hand- boltanum, líklega vegna þess að hann var efst á dagskrá hjá Völsungi á þeim árum sem ég bjó á Húsavík" Handbolta!? spyr ég forviða. Ég hafði tek- ið eftir því að Jónína er með óvenju smágerð- ar hendur. „Þjálfarinn minn úti í Kanada hrópaði líka alltaf „kraftaverk, kraftaverk" í hvert skipti sem ég greip boltann. Ég er bara svona sterk í puttunum" segir Jónína og tekur upp bolta af gólfinu og hendir honum þéttingsfast í vegginn til að undirstrika orð sín. „Þetta er í ættinni að hafa litlar hendur. Og stóran rass“ bætir hún við. „Ég æfði og þjálfaði með Völsungi frá því ég var ellefu ára og hélt svo áfram eftir að ég kom í Menntaskólann á ísafirði, auk þess sem ég keppti um tíma með meistaraflokki Armanns í Reykjavík. Ég varheldur ekki á því að hætta í handboltanum eftir að ég fór út til náms í Kanada og spilaði í þrjú ár með liði British Colombía í Vancouver. Þetta var ó- gleymanlegur tími, gott fólk og mikil sam- heldni, auk þess sem ég fékk þarna tækifæri til að ferðast um Kanada þvert og endilangt. Eftir þriðja veturinn var mér svo boðið að æfa með kanadíska landsliðinu í Montreal. Við bjuggum úti í sveit og æfðum daglega sex tíma á dag í heilt sumar. Þetta var eiginlega það næsta sem ég hef komist atvinnumennsku í íþróttum, þó launin væri ekki upp á marga fiska. En allt þetta sumar spilaði ég handbolta og hugsaði ekki um annað en handbolta — maður hlýtur að hafa verið orðinn alveg hræðilega leiðinlegur! VI. „Þú ættir að vara þig á að drekka of rnikið!1 Það er einn af kynbræðrum mínum í leik- fiminni, rauðskeggjaður maður um þrítugt, sem mælir þessi orð við mig, þar sem ég tvístíg framan við kaldavatnskranann, reiðubúinn að bæta mér upp allt vökvatap síðasta hálf- tímans og gott betur. „Annars geturðu ekki neitt á eftir!‘ bætir hann við í umvöndunar- tón. Ég stelst nú samt til að renna niður þremur fleytifullum glösum. Spyr þvínæst sakbitinn: hvað ertu búinn að vera Iengi í þessu? „Ekki nema tvær vikur. En þetta er miklu betra en að skokka einn í norðangarranum, eins og maður hefur látið sig hafa hingað til. Nei, mér finnst ekkert óeðlilegt við það að karlmenn séu i þessu. Jú, jú, ég ætla örugg- lega að halda áfram!‘ Og áfram er haldið framan við stóra spegil- inn. „Við skulum reyna að ná púlsinum aftur upp“ hrópar Jónína og aftur er hoppað fram aftur sundur og saman, ýmist með hendur á lofti eða he^dur með síðum. Eftir því sem þreytan sækir á rifjast betur upp fyrir mér varnaðarorð Jónínu frá því áður en tíminn hófst: „Aerobic-leikfimin er alls ekki fyrir hvern sem er og það er ekki fyrir hvern sem er að kenna hana heldur. Ég mundi til dæmis aldrei fara til kennara sem hefði ekki einhverja þekkingu á hjálp í viðlögum. Maður getur aldrei vitað í hvernig ástandi nemandinn er, og ef kennarinn veit ekki hvað hann á að taka til bragðs ef eitthvað fer úrskeiðis, þá er ekki von á góðu. Við tökum púlsinn á fólki til að vita hvernig það bregst við þessari stífu keyrslu. Eins reyni ég að fylgjast mjög vel með fólkinu, vita hvort ég sé einhver merki þess að það sé að ofreyna sig, til dæmis ef einhver hvítnar upp, svitnar óeðlilega mikið eða verður stjarf- ur. í flestum tilvikum er þetta bara leikfimi fyrir ungt fólkí* Er ég að verða miðaldra? Þetta er kannski ekkert fyrir mig? Altént er ég að örmagnast. Nokkur afbötun þó í því að nú líða andvörp og stunur um salinn, nokkrar stúlknanna meira að segja sestar flötum beinum, stein- hættar. Tíminn er líka að verða búinn. Þetta var ekki svo slæmt. Ég er jafnvel að hugsa um að fara aftur. VII. Hvað heldurðu að ami að mér á morgun? Verð ég ekki nær dauða en lífi? spyr ég Jónínu eftir tímann, sjænaður úr gufu og nuddpotti. Við sitjum í hálfrökkri i barnaherbergi Æfingastöðvarinnar. Henni hefur ekki enn gefist tóm til að fara úr bláröndótta æfinga- gallanum. „Þú verður sennilega með talsverða strengi svona um kvöldmatarleytið á morgun, sér- staklega í kálfunum. Þér hættir nefnilega alltof mikið til að hlaupa bara á tánum. Maður verður að láta hælana nema við gólf í hverju skrefi. Annars held ég að þér ætti ekki að verða meint af!‘ Hvaða einkunn fæ ég þá fyrir frammistöð- una? „Ég held að þú sért farinn að eldast svolítið. Þú áttir svolítið erfitt með að tileinka þér sumar hreyfingarnar. Þegar maður er ungur á maður mjög auðvelt með að læra nýjar hreyf- ingar, en það eldist því miður af manni. Það er margt í þessari leikfimi sem er mjög góður mælikvarði á það hversu gott fólk á með að tileinka sér hreyfingar. Mér sýnist þú vera mjög mótaður." Ég reyni að bera í bætifláka og segi henni að ég hafi alltaf verið hálfgerður spýtukall og leikfimitossi. „Annars var ég mjög hissa, ég hélt að þú mundir aldrei endast út tímann...!' O, ég hafði það af með því að svína á sum- um æfingunum.... En er ekki þjálfað af fullmiklum ákafa, ef hætta er á að fólk ofkeyri sig í öllum hama- gangnum? Ég held persónulega að aðalatriðið í allri þjálfun sé að fólk læri að hlusta á líkamann. Líkaminn lætur alltaf vita á einn hátt eða ann- an þegar honum er nóg boðið. Ég er ekkert að skammast út í fólk þó það hætti í miðjum klíðum eða hlífi sér í sumum æfingum. Það þýðir ekkert að misþyrma likamanum eða misbjóða honum. Slíkt segir alltaf til sín seinna!‘ VIII. Við tökum aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið i Kanada. „Þjálfarinn þarna úti í Montreal var kapítuli út af fyrir sig. Hann var Rúmeni, pólitískur flóttamaður og hafði þjálfað karla- landslið Rúmena fyrir ólympíuleikana í Montreal. Þjálfunin hjá honum var oft líkust martröð. Sjálfur reykti hann tvo pakka á dag, var búinn að tæma flösku af áfengi fyrir kvöldmat og kunni auk þess ekki að grípa bolta. En kröfurnar sem hann gerði til okkar voru hreint óskaplegar. Eitt sinn skipaði hann mér að láta klippa á mér hárið. Hann áleit víst að það þvældist fyrir mér, sagðist ekki hafa þörf fyrir neinar dúkkur. Svona eru þær oft aðferðirnar, sem eru notaðar við þálfun fyrir austan tjald, byggðar á járnaga og yfirgangi. Svo var það veturinn eftir að ég meiddist á hné í keppni í Mexíkó og gat ekki spilað meira. Eftir það yrti þjálfarinn ekki á mig. Ég lagðist auðvitað í algjört þunglyndi út af hnénu!‘ Ertu þá hætt öllum afskiptum af keppnis- íþróttum? „Auðvitað finnst rhér alltaf gaman að vita hvað er að gerast. En ég hef breyst mikið síðan þá. Ég var alveg brjáluð keppnismanneskja, en nú finnst mér ég ekki þurfa neitt á þessari samkeppni að halda lengur. Á sínum tíma fannst mér það ægilegt stórslys þegar ég meiddi mig í hnénu, en svo lærði ég smátt og smátt að líta fólk öðrum augum, og nú þykir mér yfirleitt flest fallegra í fari fólks en ein- hver útblásin stjörnudýrkun" IX. Nú ertu í vinnu út um allan bæ, hér í Æfingastöðinni, í Æfingaskólanum, útvarpinu og nú síðast sjónvarpinu. Er þetta ekki fullmikið fyrir eina manneskju? „Ég veit ekki. Ég vakna yfirleitt klukkan svona sjö á morgnana og er að fram til klukk- an ellefu á kvöldin, svo það er ekki tími til að sinna mörgu öðru. Hins vegar hef ég alltaf verið aksjón-kona og leiðist allt dútl og slugs, bæði í leikfiminni og mannlífinu. Ég læt það oft fara í taugarnar á mér hvað fólk er seint í svifum. Mér finnst að það gæti þá alveg eins setið kyrrt. Það eru margir sem kvarta yfir því hvað ég er hröð í útvarpinu!' Útvarpið, vel á minnst, færðu mikil við- brögð á morgunleikfimina þar? „Já, ég fæ mörg bréf, sérstaklega frá kon- um sem vilja spyrja mig persónulegra hluta..!‘ Ha?! Eru Islendingar orðnir svona langt leiddir í hnýsninni? „Nei, ekki persónulegra hluta um mig — um sig,“ leiðréttir Jónína hlæjandi. „Það eru yfirleitt mjög elskuleg bréf. Svo fæ ég stund- um ljóð í pósti. Neikvæðu krítikina fæ ég bara í Velvakanda!1 Nú segirðu að fólk kvarti yfir því hvað þú ferð geyst. Heldurðu að fólk skilji almennt leiðbeiningarnar? „Nei, ég er viss um að það skilur ekkert hvað ég er að fara. Það er ekki auðvelt að vera með leikfimiþátt í útvarpi. Kannski svolítil tímaskekkja, skemmtileg tímaskekkja. X. „Mér þykir mjög gaman að kenna krökk- um!‘ Þarna sé ég mér leik á borði til að ná mér niðri á hinum hataða leikfimihesti Melaskól- ans.... „Það er nú hægt að nota þessi gömlu hjálpartæki á ýmsa vegu“ segir Jónína og vill ekki alveg taka undir kröfu mína um að þeim verði hent út í ystu myrkur. „Til dæmis er hægt að nota þau til að þróa með börnum hugmyndir um hvað er undir, yfir, í gegn, upp, niður, út, suður, austur, vestur og svo fram- vegis. Leikfimikennslan er náttúrlega alveg tilvalinn vettvangur til að rækta með börnum tilfinningu fyrir svona hlutum, að reyna að ná góðu sambandi milli hreyfiþroska og vits- munaþroska barnsins. En auðvitað er lögð alltof mikil áhersla á þessi tæki í sambandi við próf og einkunnagjöf!* Hvernig er þitt draumafyrirkomulag á leik- fimikennslu í skólum landsins? „Ég er nú reyndar ekki búin að kenna nemt stutt og það er spurning hvað draumarnir og góðu hugmyndirnar endast manni lengi í svona starfi. En ég held að samkeppnin sé alveg nógu mikil hjá börnum þótt ekki sé alltaf verið að ýta undir hana með allskonar keppnisíþróttum. Krakkar þurfa hvort sem er alltaf að berjast fyrir sínu plássi meðal félag- anna. Það þurfa ekki allir að læra handbolta, og það þurfa ekki allir að læra fótbolta. Ég tel að það væri mjög æskilegt að kennarar hefðu færri nemendur í hverjum tíma og þannig meira svigrúm til að láta krakkana velja sér eftir áhuga og upplagi. En aðalatriðið held ég sé að íþróttakennarar geri sér ljóst að þeirra hlutverk er fyrst og fremst að vekja áhuga, að skilja þarfir nemendanna og hvetja þá áfram — ekki síst á þessum tímum þegar jafnvel börn eru orðin kyrrsetufólk. Ýmislegt hefur verið að þokast í áttina á þessu sviði, en ég held því miður að það sé ekki von á neinum stórbreytingum fyrr en íþróttakennaranámið hér á landi verður tekið fastari tökum. Það er til dæmis alveg sorgleg staðreynd að ekki skuli vera meira samráð milli íþróttakennaraskólans á Laugarvatni og vísindamanna, lækna og lífeðlisfræðinga, innan Háskólans. Verklega menntunin er að mörgu leyti ágæt, en bóklega námið situr á hakanum!* XI. Segðu mér, Jónína, hvað gerirðu þegar þú átt frí? „Ég á ekkert frí, svarar hún um hæl, eins og spurninginsé vart svaraverð. „Á morgun er ég íbeinni útsendingu í sjónvarpinu.og svo er eg með leikfimisýningar í Broadway og Holly- wood um helgina..!‘ En ef þú ættir frí? „Detta í það!“ svarar hún og glottir stríðnislega. „Nei, ætli ég mundi ekki bara vera heima hjá mér, hlusta á góða tónlist, borða góðan mat...“ Ertu þá ekki andsnúin áfengisdrykkju, eins og margir mundu telja hæfa konu í þinni stöðu? „Ég er fanatisk á eiturlyf og sígarettur, en hófleg léttvínsdrykkja held ég að ætti ekki að skaða neitt að marki!‘ Ferðu nokkurn tíma út að skemmta þér? „Jú....jú..!‘ svarar Jónína með semingi. Svo rekur hún upp mikla hlátursroku: „Það er bara svo langt síðan ég hef farið. Ég sakna þess alveg óskaplega að geta ekki farið á þægilegt kaffihús og hlustað á þægilega tón- list. Og ég sakna þess líka að geta ekki farið á góða rokktónleika. Það er víst heilmargt sem maður fer á mis við þegar maður býr á íslandi" XII. Þegar við komum aftur fram í anddyri Æfingastöðvarinnar situr þar hópur stúlkna, eftirlegukindur úr aerobic-tímanum áðan. Laglegar stúlkur með roða í kinnum pg væntanlega öndunar- og blóðrásarkerfi í toppstandi. En hvað um það, þær eru að reykja — allar með tölu. „Það er sorglegt að sjá til ykkar stelpur, svælandi sígarettur!' gellur við í Jonínu. „Ég er viss um að það er ekki ein ykkar sem ekki reykir!“ „Jú, við þekkjum eina stelpu sem reykir ekki,“ andmæla þær allar í kór. „Jæja, hún hefur þá ekki látið sjá sig hérna ennþá" segir Jónína og hlammar sér niður i stúlknagerið. Ég geng út í hauströkkrið. Kannski ég ætti bara að skella mér aftur. Svo kveiki ég mér í sígarettu. Ji

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.