Helgarpósturinn - 27.10.1983, Page 19
19
Bjarnfríður Leósdóttir hefur lengi verið áberandi í þeim hópi innan verkalýðshreyfingarinnar
sem kallaður hefur verið „órólega deildin“. Á nýafstöðu þingi Verkamannasambandsins gerðist
það að Bjarnfríður féll í kjöri til sambandsstjórnarinnar. Hún hefur nú kært kosningarnar til
Alþýðusambandsins. Helgarpósturinn yfirheyrir hana um málið í dag.
Nafn: Bjarnfríöu r L e 6- sd&ttir Staöa: kennari við Fjölbrautask&lann a
Akranesi Fædd: 6 • 8. 1' 324 Heimiii: Stillholt 13 , Akranesi
Heimilishagir: e k k j a , 3 bö: rn uppkomin Áhugamál: \le irkal^ösbaratta. og p&litík
Ég hef alltaf þótt of róttæk
Hvers vegna ertu að kaera, voru þetta ekki
lýðræðislegar kosningar?
„Ég kæri vegna þess að ég tel að það hafi
verið staðið ólöglega að kosningunni. Málið
er þannig vaxið að það var aldrei kannað
hverjir hefðu atkvæðisrétt á þinginu. Kosn-
ingin fór þannig fram að seðlar voru lagðir
á borðin með nöfnum þeirra sem stungið var
upp á. Síðan var kosið og kjörnefnd tók við
seðlunum og fór að telja. Þegar úrslit voru
kynnt var ég meðal þeirra sem voru kosin.
Síðan gerðist það að Halldór Björnsson til-
kynnti, eftir að góð stund var liðin, að kassi
hefði fundist með 22 atkvæðaseðlum undir
borði og þeir ákváðu að telja aftur. Þegar ný
úrsiit komu var ég fallin, en Guðmundur
Hallvarðsson var inni. Ég verð að segja að
mér finnst þessi atkvæði sem „fundust"
hafa fallið mjög í sama farveg. Þessi vinnu-
brögð finnst mér vera forkastanleg og ólög-
leg og ég lít svo á að ég eigi sæti í sambands-
stjórninni þar til úrskurður kemur frá
Alþýðusambandinu.
Það hefur verið haft eftir þér að verka-
lýðsforystan hafi verið að reyna að bola þér
út úr verkalýðshreyfingunni. Hvað áttu við
með því?
Verkalýðsforystan héfur unnið að því
leynt og Ijóst að koma mér í burtu og þar eru
að verki bæði pólitískir andstæðingar mínir
og samherjar úr mínurn flokki, Alþýðu-
bandaiaginu. Ástæðan er sú að ég hef alltaf
staðið uppi í hárinu á þeim. Þeim finnst ég
of róttæk. Mér finnst verkalýðshreyfingin
hafa staðið sig illa í því að verja kjör verka-
fólks gegnum árin. Eg hef hvað eftir annað
gagnrýnt forystuna fyrir slæleg vinnubrögð
og óheilindi. Ég get nefnt sem dæmi þá
ályktun sem lögð var fram á þinginu i Vest-
mannaeyjum. Hún var illa unnin, allt of veik
og nánast andstæð hagsmunum verkafólks.
Ég hef ekkert setið á minni skoðun, ég sagði
t.d. við Guðmund J. að hann bæri kápuna
á báðum öxlum, hann þættist vera róttækur
þegar honum þætti það við eiga. Þaö er tek-
ist á um það innan verkalýðshreyfingarinnar
hvort atvinnurekendum og ríkisstjórninni
verði sagt stríð á hendur. Ég tel að þessi
ríkisstjórn og borgarastéttin vilji knésetja
verkalýðshreyfinguna og koma verkafólki
aftur niður á öreigastig, þeir þola ekki hve
verkafólk hefur nálgast þá í lífskjörum.
Verkalýðshreyfingin hefur að mínum dómi
hvergi nærri staðið sig nógu vel gegn þeim
árásum sem verkafólk hefur orðið fyrir með
afnámi samningsréttar og mestu kjaraskerð-
ingum sem um getur.
Þú gagnrýnir forystuna, en hvað hefðir þú
viljað gera?
Ég hefði viljað hrinda ólögum rikis-
stjórnarinnar með afli verkalýðshreyfingar-
innar. Engin verkalýðshreyfing á að þola
skerðingu á lýðréttindum sem gerð er til að
.Texti: Kristín Ástgeirsdóttir
knésetja hana. Verkalýðshreyfingin á sterk
vopn í sínum fórum. Ég vil að kjaraskerð-
ingin verði sótt til baka. Ég vil líka að
konurnar fari að taka sín mál í eigin hendur,
en láti ekki karlana um að semja fyrir sig.
Kjör kvenna núna eru eins og þau voru áður
en Iögin um iaunajafnrétti voru sett fyrir
tveimur áratugum!
Konurnar, vel á minnst. Það var ininnst á
„systrafélög" í fréttum af þinginu í Vest-
mannaeyjum. Hvað voru konurnar að
bralla?
Við ræddum töluvert saman, bæði launa-
kjörin og félagslega stöðu kvenna. Við vor-
um jafnvel með vangaveltur um það að gera
byltingu í Verkamannasambandinu og taka
stjórnina yfir. Ég var beðin að fara t fram-
boð á móti þeim Guðmundi J. og Karli
Steinari, en ég áleit það vita vonlaust, af því
að ég treysti ekki á styrk kvennanna, þvi
miður. Konur hafa oft haft tækifæri tii að
standa saman að sínum málum innan ASÍ
en þær hafa ekki notað þau tækifæri. Ég
minnist t.d. Akranessverkfallsins fyrir
nokkrum árum þegar við vorum að berjast
fyrir breytingum á samkomulaginu um
tekjutryggingar til kvenna i frystihúsunum.
Þá stóð aðeins eitt verkakvennafélag með
okkur og við vorum í andstöðu við Verka-
mannasambandið og ASÍ. Ég get nefnt
annað dæmi. Þeir taxtar sem miðað er við
þegar t.d. fæðingarorlof, tryggingar, bónus
og laun fyrir nætur-, eftir- og helgidaga-
vinnu eru ákveðin, eru fyrir neðan lág-
markslaun. Herdts Ólafsdóttir á Akranesi
kom með tillögu um að engir viðmiðunar-
taxtar væru fyrir néðan lágmarkslaun, er sú
tillaga var feild. Þetta kemur verst niður á
konunum, en þær stóðu ekki saman. Það
kom framáþinginu í Eyjum að47% af tekj-
um verkakvenna eru fyrir dagvinnu, 28%
fyrir eftir- og næturvinnu og 25% eru
bónus. Hlutfallið hjá körlunum er enn
lægra eða 41% fyrir dagvinnu. Þetta sýnir
okkur betur en margt annað hve langt við
eigum í land með að fólk geti lifað af dag-
vinnu. Þarna hefur verkalýðshreyfingin
ekki staðið sig nógu vel. Ég get nefnt eitt
dæmi til viðbótar um samstöðuleysi kvenna
en það er við kosningar til miðstjórnar ASÍ:
konurnar gætu náð svo miklu fram ef þær
stæðu saman. Ég var felld úr miðstjórninni
á sínum tírna, þeir hafa lengi verið að stugga
við mér. Eftir kosningarnar um daginn
sagði Karl Steinar við mig: Nú er búið að
fella þig, helvitið þitt".
Það hefur verið talað um „órólegu
deildina" innan ASÍ og þú ert talin til henn-
ar. Hafa þessi mótmæli ykkar og andspyrja
við forystuna haft eitthvað að segja?
Ég tel það lífsnauðsyn fyrir verkalýðs-
hreyfinguna að innan hennar sé til afl scm
gagnrýnir og kemur fram með önnur
sjónarmið. „Orólega deildin" varð til 1976
og var undanfari sóistöðusamninganna
1977 sem eru bestu samningar sem verka-
lýðshreyfingin hefur gert. En síðan hefur
allt verið gert til að halda okkur utan dyra og
ég endurtek það að þar eru mínir menn ekki
betri en hinir. Ég tel að með öllu því makki
sem átt hefur sér stað innan verkalýðsforyst-
unnar hafi íhaldið nú tryggt sér tögl og
hagldir innan ASÍ. Þótt Björn Þórhallsson
sé gáfaður maður og góður, þá er hann
ihald. Með íhaldinu færist verkalýðshreyf-
ingin ekki í átt til sósíalisma og ég ieyfi mér
að vera óánægð með það.
Hvers vegna er kennari við Fjölbrauta-
skólann á kafi í verkalýðsmálum?
Ég er sprottin upp úr jarðvegi verkafólks
og sósíalisma og ég ákvað að bjóða fram
krafta minaí þágu verkafólks. Mér finnst að
það þurfi að lagfæra kjör þeirra sem verst
eru settir og þar vil ég vinna. Ég hef oft verið
gagnrýnd fyrir að vera að skipta mér af
verkalýðsbarúttunni af því að ég vinn ekki
sem verkakona. Ég vil bara benda á t.d. Karl
Steinar Guðnason og Karvel Pálmason sem
báðir eru kennarar og verkalýðsforingjar
um leið. Hannibal Valdimarsson var líka
kennari. Mér finnst ekkert mæla gegn því að
fólk leggi þeim málstað lið sem það trúir á.
Þú segir að þínir menn i Alþýðubandalag-
inu hafi unnið gegn þér, gildir það lika um
starf þitt innan flokksins?
Já. Það er búið að bola mér þar út líka.
Það er nefnilega ekki nóg með að skoðanir
mínar þyki óþægilegar heldur gildir það líka
að konur eiga að vera ungar og fallegartil að
vera gjaldgengar í pólitik. Það skarst oft í
odda milli min og flokksforystunnar meðan
Alþýðubandalagið sat í síðustu ríkisstjórn.
Ég var algjörlega á móti því að Alþýðu-
bandalagið ætti hlut að því að skerða kjara-
samninga, Það ætti að vera verkalýðsflokk-
ur og verja kjör verkafólks. Að mínum dómi
var Alþýðubandalagið allt of lengi í ríkis-
stjórninni.
Þú bíður úrskurðar Alþýðusambandsins
um það hvort þú situr í stjórn Verkamanna-
sambandsins eða ekki, ef svo fcr að þú ert
úti, ætlarðu að halda áfram baráttu þinni og
mótmælum gegn forystunni?
Eg held áfram á rneðan mér er stætt. Ef
enginn vill njóta krafta minna í verkalýðs-
hreyfingunni eða stjórnmálum verð ég að
sætta mig við það, en ég ætla að ganga göt-
una á enda og láta feila mig þar sem það er
hægt. Ég hef hreina samvisku, en mér líður
óneitanlega illa vegna þess sem gerst hefur.
Ef ég get ekki haldið áfram að starfa á opin-
berum vettvangi þá er eins gott að hætta. Ég
veit að það er veikleiki minn að mig skortir
hyggindi. Ég er óvægin og minn málflutn-
ingur kallar á andsvör, en ég biðst ekki
vægðar.
_Myndir: Árni Árnason___________________