Helgarpósturinn - 27.10.1983, Síða 23
jj'ésturinn^ Fimmtudagur 20. október 1983
23
Nærmynd
Framhald af bls. 5
„Hilmar er raungóður maður, en
hann ætti að vera búinn að fá
Nóbelsverðlaunin fyrir lygi. Hann
er fæddur Ieikari og lygari, þótt
hann meini ekkert slæmt með því í
sjálfu sér“, segir einn gamall kunn-
ingi Hilmars.
Kona um þrítugt sem hefur búið
með Hilmari í sumar segir við HP:
„Hilmar er besta og versta
manneskja sem ég þekki. Það góða
við hann er að hann þekkir fóik og
skilur það. Hann veit hvað er að
vera manneskja og þess vegna elska
ég hann. Hann er hlýjasta
manneskja sem ég þekki. En hann
er ennfremur mesti lygari og leikari
sem ég þekki. Þegar hann er fullur
er hann harður viðskiptamaður og
mikill bisnessrefur"
Hilmar Helgason' hefur mikið
verið bendlaður við kvenfólk. Lilli
Berndsen segir eftifarandi um kven-
semi Hilmars: „Hilmar er að kom-
ast á þann aldur að hann heldur að
hann sé kvennamaður. Hann held-
ur því einnig fram að kvenfólk hafi
sprengt hann. Svoleiðis tal er nátt-
úrlega tómt kjaftæði. Kvenfólk
sprengir mann ekkert, nema að
maður vilji það sjálfur. Svo er
Hilmar eins og sumir; halda að þeir
frikki við hvern sopa. En þetta er nú
bara tímaspursmál hjá honum
Hilmari mínum, fólk hefur ákveðið
þol og hann líka þótt hans sé
óvenjulega mikið. Þetta fyllerí end-
ist ekki til eilífðar; hann brotnar
líka. En eins og er verður engu tauti
við hann komið, við alkóhólistarnir
erum þannig; við heyrum bara
ekkert, erum alveg heyrnarlausir.
Nema þegar við viljum heyra. En þá
heyrum við líka vel.“
Fornvinur Hilmars segir við HP:
„Hilmar er snillingur í að gera
kvenfólk hrifið af sér. Hann dáleið-
ir og heilaþvær stélpurnar svo þær
verða alveg kolruglaðar, hann notar
sölumennskuhæfileika sína einnig
á ástarsviðinu" Vinkona Hilmars
segir við HP: „Konur leita á
Hilmar. Hann hefur sjálfur skapað
þessa ímynd. Hann á peninga, er
þekkt andlit og hann hefur þetta
sérstaka viðmót sem gerir að fólk
treystir honum og opnar sig fyrir
honum. Kvenmenn falla fyrir slík-
um manni. En hann er enginn
stjörnufoli, heldur þráir bliðu og að
vera elskaður. En hann viðurkennir
aldrei að hann þurfi á öðrum að
halda"
Einn Freeportfaranna tekur und-
ir þessi orð: „Hilmar er mjög Iokað-
ur maður sem á fáa vini. Hann
byrgir allt inni með sér en á auðvelt
með að leiðbeina og hjálpa öðrum.
Þess vegna er hann verstur sjálfum
sérí‘
Guðmundur J. Guðmundsson
segir um áfengisneyslu Hilmars:
„Eg ætla ekki að fara að halda
neinar siðferðispredikanir. Ég tek
bara manninn eins og hann er. En
Hilmar er auðvitað búinn að þver-
brjóta öll náttúrulögmál og á að
vera dauður úr brennivínsdrykkju
fyrir löngu. En þegar Hilmar er
orðinn þreyttur á að selja blóma-
fræfla og er búinn að gera Krísuvík
heimsfræga og leggja frá sér flösk-
una, þá ætla ég að gripa hann í
verkalýðshreyfinguna. Mig hefur
lengi langað í þennan mann. Verka-
lýðshreyfingin er stútfull af leiðin-
legum fjöldaframleiddum, stöðluð-
um mönnum sem hrærast um í
lognmollu. Okkur vantar þessa
sjaldgæfu menn, eins og Hilmar er,
hlaðnir ægilegum sprengikrafti“
Óvirkur alkóhólisti sem þekkir
vel til Hilmars segir: „Mér finnst
sárgrætilegast að horfa á Hilmar
halda áfram drykkju dag eftir dag
og öllum er sama. Manninum líður
síður en svo vel eins og ástatt er fyrir
honum í dag. Hann þarf hjálp og
það skjótt“ Vilhjálmur Svan segir
við HP: „Brennivín hefur alltaf ver-
ið eldsneyti Hilmars. Hann hefur
alltaf þurft á því að halda í öllum
sínum framkvæmdum þegar til
lengdar lætur. Það er hans ógæfa.
Eiginlega er hann best geymdur í
búri sem hugmyndabanki. I raun og
veru er hann fárveikur alkóhólisti.
Og þeir sem kalla sig góða vini hans
og eru að hjálpa honum að drekka
eru sjúkari en hann. Því getur þú
skilað til hans með vinarkveðju."
Maður sem starfaði lengi með
Hilmari í SÁÁ segir: „Hilmar er
skólabókardæmi um allt sem okkur
er kennt að varast. Hann hellir sér
út í alls kyns framkvæmdir rétt eftir
meðferð, í stað þess að taka því
rólega og átta sig á hlutunum. Hann
hefur greinilega farið á hundavaði
gegnum meðferðina og hann vildi
gleypa heiminn þegar hann sneri til
hins nýja lífs. Alls staðar vill hann
gerast einvaldur. Hann veit enn ekki
hvað lítillæti og auðmýkt er. Eigin-
lega er Hilmar Helgason víti til
varnaðar fyrir aðra alkóhólista!‘
Gamall vinur Hilmars sem ekki
vill láta nafns síns getið segir við
HP: „Það mun aldrei gleymast
hvað Hilmar hefur gert í málefnum
áfengissjúklinga hérlendis. En það
sorglega er að þótt hann geti hjálp-
að öðrum, hefur hann ekki tök á að
hjálpa sjálfum sér. Hann er sjálfum
sér verstur. Hvað Hilmar Helgason
er að sanna fyrir heiminum, veit ég
ekki. En eitt veit ég; hann er hel-
sjúkur alkóhólisti og innst inni
skammast hann sín að geta ekki
hætt drykkju. En hann er of ein-
strengingslegur til að viðurkenna
það fyrir sjálfum sér og öðrum.“
Hvað er Hilmar Helgason að
sanna fyrir sjálfum sér og heimin-
um? Hann segir við greinarhöfund:
„Móðir mín fór frá mér þegar ég
var 7 ára. Ég byrjaði að drekka
þegar ég var tólf. Síðar á ævinni
komst ég að raun um að unglinga-
drykkja mín var öskur á blíðu. Ætli
allt mitt brambolt gegnum lífið sé
ekki öskur á athygli?"
En hvaða framtíð bíður Hilmars
Helgasonar? Hvað ætlar hann að
taka sér fyrir hendur, þegar rennur
af honum? Hilmar veltir þessari
spurningu lengi fyrir sér og segir að
lokum: „Þegar rennur af mér...
Guð minn almáttugur, já, hvað geri
ég þá?“
Auðveldari
flutningur frá
Nú þéttum
við norska
flutnin«c-
netið
7
ft ■Trondheim
.'•'.'w
iám
Bergen
Oslo ■
Með fjórum nýjum þjónustuhöfnum í
Osló, Bergen, Álasundi og Þrándheimi
bætum við vörustreymið, og tryggjum
auðveldan vöruflutning til áætlanahafna í
Kristiansand og Moss.
Samhliða þessu bjóðum við fast flutnings-
gjald innanlands í Noregi milli þjónustu-og
áætlanahafna, til aukinnar hagkvæmni fyrir
viðskiptavini.
Umboðsmenn
KRISTIANSAND
vikulega
A. I. Langteldt & Co.
Rádhusgaten 8
4601 Krlstlansand S
Tel.: 042-22259 Telex: 21818
OSLO vikulega
Berg Hansen & Co. A/S
Festníngskaien 45, Oslo 1
Tel.: 02-420890 Telex: 11053
l/IOSS vikulega
H. Schianders, Eftf. A/S
Værlebryggen
Postboks 428 1501 Moss
Tel.: 032-52205 Telex: 71412
Kristiansanda
BERGEN vikulega
Grieg Transport
Postboks 245 • 5001 Bergen
Tel.: (05) 310650 Telev 42094
ÁLESUND/
SPJELKAVIK
hálfsmánaðarlega
Tyrholm & Farstad A/S
Postboks 130
6001 Alesund
Tel.: 071-24460 Telex: 42330
TR0NDHEIM
hálfsmánaðarlega
B. Iversen & Rognes A/S
Havnegt. 7 • Postboks 909
7001 Trondheim
Tel.: 07-510555
Privat: Turid Thorvaldsen • Tel.: 07-511173
Kjell Evensen • Tel.: 07-976918
Telex: 55419
Flutningur er okkar fag
EIMSKIP
Sími 27100
Við minnum á gíróreikning Oltnnc ft
Hjálparstofnunar kirkjunnar
Landsbanki Islands