Helgarpósturinn - 27.10.1983, Síða 24
kann að fara að slagurinn
f' i um formennsku í Sjálfstæðis-
S flokknum taki alveg nýja
stefnu þegar á landsfund flokksins
kemur og að enginn þeirra þriggja
sem lýst hafa yfir framboði sínu nái
kjöri. Að undanförnu hefur allstör
hópur manna unnið að því á bak
við tjöldin að fá Albert Guðmunds-
son til að gefa kost á sér til for-
mennsku í flokknum og hefur hann
enn ekki gefið þeim afsvar. Telja
þeir sem kunnugastir eru að Albert
muni bíða og sjá hvað setur fram að
landsfundinum. Sá möguleiki er
talinn fyrir hendi að Albert myndi
fá verulegt fylgi, jafnvel meira en
þeir Þorsteinn, Birgir og Friðrik,
byði hann sig fram til formennsku,
en Albert á víða fylgismenn, ekki
síst úti á landi; einnig á hann sterkt
fylgi hjá hinum „almenna" flokks-
manni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir
sem vilja Albert sem formann telja
hann mesta miðjumann fjórmenn-
inganna og svo slegið sé á léttari
strengi er óhætt að segja að það
væri ekki í fyrsta sinn sem Albert
skoraði frá miðju, ef hann byði sig
allt í einu fram og sigraði. Þó kynnu
að vera ljón á veginum fyrir þessari
lausn á formannavandamáli Sjálf-
stæðisflokksins, því eins og við
sögðum frá fyrir skömmu mun
Albert hafa lofað Geir Hallgríms-
syni, fráfarandi formanni, að bjóða
sig ekki fram ef hann hætti for-
mennsku...
'1 Rafmagnsveitu Reykjavíkur -
/Ji virðist sérstaklega umhugað
■ um að koma peningum
okkar rafmagnsnotenda í lóg.
Rafmagnsveitan fékk þannig
danskt ráðgjafarfyrirtæki til að
hugsa upp endurbætur á tölvukerfi
RR. Reikningurinn var að koma frá
Danmörku:' 4,2 milljónir króna.
Tusind tak!...
Bryndís Sehram er fjölhæf
f'J, hæfileikakona sem kunnugt
S er. Núna á næstunni mun hún
hasla sér völl á nýjum vettvangi, þar
sem er auglýsingabransinn. Bryndís
er að stofna, ásamt Birgi Andrés-
syni myndhstarmanni og fleiri aðil-
unt, auglýsingastofu sem nefnast
mun Auglýsingaþjónustan Mídas
og er þá trúlegt að hún láti senn af
störfum sem ritstjóri tískublaðsins
Líf. Þess má geta að um jólin geta
menn séð Bryndísi spreyta sig við
kvikmyndaleik, en hún fer með
stórt hlutverk í kvikmyndinni Skila-
boð til Söndru sem frumsýnd verð-
ur 17. desember....
Við gleðjumst þegar löndum
f J er sómi sýndur á erlendri
S grund: Lárus Ýmir Óskars-
son, leikstjóri og kvikmynda-
skríbent Helgarpóstsins, hefur nú
verið útnefndur til svokallaðra
Guldbagge-verðlauna í Svíþjóð fyr-
ir myndina Annar dans. Guld-
baggen er einnig kallaður „sænski
Óskarinn" og eru verðlaunin veitt
árlega við mikla viðhöfn af
sænkska kvikmyndaiðnaðinum og
Sænsku kvikmyndastofnuninni.
Fer verðlaunaafhendingin fram um
næstu mánaðamót og eru örfáar
útnefningar í hvern flokk. I leik-
stjóraflokknum keppir LárusÝmir
m.a. við gamalreyndan kollega i
kúnstinni. Sá heitir Ingmar Berg-
mann....
T Kandídatarnir þrír, sem lý
f'J hafa yfir framboði sínu I
S formennskukjörs í Sjál
stæðisflokknum, leggja nú nótt vi
Fimmtudagur 20. október 1983
nnn
Rás 2 Ríkisútvarpsins hefur
seinkað nokkuð. Ekki er gert
ráð fyrir að þetta afkvæmi
Gömlu gufunnar taki flugið fyrr en
síðustu vikuna í nóvember. Þrír
starfsmenn hafa verið fastráðnir
auk Þorgeirs Ástvaldssonar for-
stöðumanns. Þetta eru þau Ragn-
heiður Þórðardóttir, sem hefur
áralanga reynslu í rekstri Rásar 1;
Guðlaugur Guðjónsson tæknimað-
ur, einnig af Skúlagötu 4, og Helga
Margrét Reinharðsdóttir, sem verð-
ur auglýsingastjóri. Helga hefur
m.a. starfað fyrir útvarpið í Gauta-
borg. Auk þessara hafa Púll Þor-
steinsson, Georg Magnússon,_Ólaf-
ur Guðmundsson og Ólafur
Þórðarson unnið að undirbúningi
Rásar 2. Gert er ráð fyrir að reglur
um auglýsingar á Rás 2 verði sam-
þykktar í útvarpsráði nú fyrir helg-
ina...
Þjóðleikhúsið hyggst á
næstunni bjóða upp á
skemmtilega nýbreytni sem er
í stíl við „pakkatískuna" sem svo
mjög er vinsæl hér. Mun leikhúsið
gera gestum sínum tilboð um „leik-
húspakka“ sem þeir geta ekki hafn-
að. Innifalið í þessum heilskvölds-
pakka mun verða matur í Leikhús-
kjallaranum, þá sýning uppi og
loks ball niðri á eftir.
dag að afla sér fylgis. Hafa þeir allir
sett á laggirnar óformlegar kosn-
ingaskrifstofur, en starfið hjá sveit
Þorsteins Pálssonar mun þó vera
mest, en því stjórnar Friórik
Friðriksson frjáshyggjumaður...
Geir Hallgrímsson forðast
/ A það eins og heitan eldinn að
S* opinbera stuðning sinn við
Þorstein Pálsson í formannsslagn-
um. Ástæðan er sú, að hann vill
ekki að stuðningur sinn verði túlk-
aður sem lína Geirsarmsins í
flokknum. Slíkt gæti auðveldlega
leitt til þess að andstæðir pólar
mynduðust í flokknum um for-
mannskjörið og skötgrafahernað-
urinn hæfist þar af fullum ofsa...
Þaðerekkinýttaðerfiðleikar
f J steðji að í rekstri ákveðinna
S dagblaða, þ.e. Tímans, Þjóð-
viljans og Alþýðublaðsins. Kunn-
ugir telja skuldir Tímans nú nema
40 milljónum króna, erfiðleikar
Þjóðviljans eru eitthvað minni, en
skuldir minnsta blaðsins á mark-
aðnum .Alþýðublaðsins, í kringum
fimm milljónir. Meðal forystu-
manna Alþýðuflokksins eru hávær-
ar raddir uppi um að leggja niður
Alþýðublaðið vegna þessara skulda
og einnig vegna lítilla áhrifa blaðs-
ins. Lögðu þessir sömu forystu-
menn flokksins, með formanninn
Kjartan Jóhannsson í fararbroddi,
því fram tillögu á síðasta flokks-
stjórnarfundi Alþýðuflokksins um
að útgáfu Alþýðublaðsins yrði hætt
1. febrúar næstkomandi og öllu
starfsfólki yrði því sagt upp störf-
um um næstu mánaðamót. Mót-
tökur flestra flokksstjórnarmanna
voru hins vegar á þá leið, að ekki
væri bjóðandi upp á það að leggja
af þann litla vísi að útgáfustarf-
semi, sem Alþýðuflokkurinn hefur
með höndum, án þess að ákvörðun
um aðra ekki síðri útgáfustarfsemi
lægi fyrir. Auk þess væri meira gert
með því að leggja niður Alþýðu-
blaðið en hætta útgáfu fjögurra
síðna dagblaðs, heldur væri með
því líka verið að leggja niður einu
alvöru stofnunina í flokknum. Nið-
urstöður urðu þær, að forysta
flokksins var send til baka með til-
lögur sínar um stöðvun Alþýðu-
blaðsins og sagt að reikna dæmið
upp á nýtt og leggja valkosti í út-
gáfumálum fyrir flokksstjórn á
næsta fundi hennar, sem mun verða
á mánudag...
Nokkrar sviptingar eru
f' \ sagðar vera hjá fyrirtækinu
tS Sportver, sem um árabil var
eitt af stærstu fataframleiðslufyrir-
tækjum landsins. Björn Guð-
mundsson, sem var lengi forstjóri
fyrirtækisins og potturinn og
pannan í starfi þess, mun hafa selt
Þorvarði Árnasyni (bróður Tómas-
ar Árnasonar) sinn hlut i fyrirtæk-
inu og ku vera farinn út úr því með
öllu...
Verkamannabústöðunum var
f'J upphaflega komið á fót til að
S auðvelda því fólki sem lægst
hefur launin að eignast þak yfir
höfuðið. HP er kunnugt um unga
konu sem átt hefur í brösum við
„kerfið“. Hún keypti íbúð fyrir
tveimur árum en fyrri eigandi var
fluttur til í kerfinu. Hún skrifaði
undir afsal þar sem stóð að ekkert
hvíldi á íbúðinni. Hún greiddi þing-
lýsingargjald og fyrstu afborgun,
en síðan hefur ekkert gerst. Hún
hefur ekki fengið neitt afsal í hend-
ur, að því er virðist vegna þess að
lán hvílir á íbúðinni (þrátt fyrir það
sem stendur í samningnum) og þeir
hjá Verkamannabústöðunúm hafa
ekki gengist í það af einhverjum
ástæðum að koma málinu á hreint.
Það er ansi langur tími að bíða í tvö
ár eftir að verða löglegur eigandi
íbúðar, eða hvað?
9
KARABISKA hafið
28. janúar til 13. febrttar 1984
í tvær vikur veröur siglt meö Maxim Corki frá einni stórkostlegri paradís
til annarrar. Komiö veröur til eyja, sem enn þann dag í dag eru kenndar
við Indland og draga nafn sitt að því, Vestur-lndíur, sökum þess að land-
könnuður sá, sem fann þær taldi sig vera á Indlandi.
Viökomustaöir: Nassau, Cap Haitien, Haiti. Puerto Plata Dóminíska
lýöv. Totola, Jómfrúareyjum. Philipsburg, St. Maarten. Roseau, Dóminí-
íska lýöveldinu. Britgetown, Barbados. St. George's Grenada.
Porlamar, Margaritaeyjum. La Guaíra, Venezuela. Willemstad, Curacao.
Montego Bay, Jamaica. Ferðalagið allt, sem tekur 17 daga, kostar kr.
58.900,- að viöbættum flugvallarskatti. Innifalið er: flug til og frá Frank-
furt, tvær gistinætur f Frankfurt með morgunmat. Skemmtisiglingin í 15
daga með fullu fæði. Allt miðað við gistingu f tvíbýli. Ofangreint
verö miðast við gengi DEM 22.09 '83. Möguleiki er á að bæta viö dvölina í Frankfurt ef óskað er.
( )TCr( ^ K
FERÐASKRIFSTOFA. Iönaðarhúsinu Hallveigarstígl.Símar 28388 og 28580