Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 8
STERK FÍKNIEFNI Á ÍSLANDI keypti grammið á 1500—2000 krónur þannig að það var enginn smá peningur sem fór í þetta, 10—15.000 krónur á mánuði. En þetta gekk, ég var í góðri vinnu og tók fullt af aukavinnu. Fljótlega fór allt að ganga úti á það að verða sér út um efnið. Ég skrapp úr vinnunni til að kaupa það eða selja — sagðist þurfa að skreppa í banka. Ég laug heimafyrir, að kon- unni — lífið fór að ganga út á lygi og blekkingar. Sjálfsvirðingin hvarf, sjálfseyðingarhvötin jókst. Síðustu mánuðina var þetta farið að koma niður á mér, líkamlega og andlega. Mér hætti stundum til að taka of mikið í einu og þá varð ég taugaveiklaður, svitnaði og titraði, augun voru galopin og starandi. Ég var löngu hættur að fá almennileg- an svefn, svaf kannski 4—5 tíma á sóiarhring í mesta lagi og það var enginn venjulegur svefn. Stundum svaf ég ekkert heilu næturnar. „Spíttið" heldur manni glaðvakandi og ég reyndi að ákveða sjálfur að taka ekkert eftir klukkan fjögur á daginn, svo að ég gæti sófnað eitt- hvað. En þetta brást. Ég þurfti sífellt meira amfetamín til að finna sömu áhrif og ég reyndi nokkrum sinnum að hætta. Þær tilraunir hrundu allar hjá mér“. Jón heldur því fram, að fyrir tveimur árum hafi orðið eins konar viðhorfsbreyting hjá hassneytendum, og þeim sem standa í því að flytja það til landsins og selja. „Flestir hassneyt- endur og sölumenn voru á móti sterkari lyfjum, en nú er afgerandi sókn í þessi efni. „Dílerar" (sölu- menn) eru farnir að flytja þetta inn og selja. Þar sem er hass þar er líka „spítt". Nú þekkist ekki lengur að hassmarkaðurinn í bænum sé tóm- ur og það verður sjaldgæfara að ekki sé til „spítt" líka. Það hafa varla komið nema 50—60 dagar samtals allt síðasta ár sem efnið hefur ekki verið til“. „Það er í tísku að sniffa þessi hörðu lyf“, segir einn fyrrum neyt- andi, 32 ára Reykvíkingur, í samtali við HP. Hann hætti allri fíkniefna- neyslu fyrir nokkrum árum. „Ég leit bara í kringum mig einn góðan veð- urdag og sá að ég var búinn að vera í sama partíinu í þrjú ár. Ég var bú- inn að fá nóg af amfetamíntimbur- mönnum, heilinn var að þorna upp, skammtímaminnið var allt horfið út af hassinu. Ég sá í gegnum þessa dóp-rómantík, og hætti. Margir eru að sjá það núna að allt sem hefur verið sagt um skaðsemi kannabiss á við rök að styðjast. En margir þráast enn við, og nú sér maður hjá hassistum sama óraun- sæið gagnvart kókaíni og „spítti" og hefur tíðkast gagnvart hassinu. Fólk er svo undarlega þenkjandi. Ólík- legasta fólk er tilbúið að borga 8000 krónur fyrir kókaín eða 3—4000 krónur fyrir gramm af amfetamíni. Þessi tíska byrjaði fyrir alvöru hér 1978-1979. Spítt hafði alltaf tilheyrt róna- menningunni. Aikóhólistar fengu amfetamín hjá læknum til að geta drukkið sem lengst og mest. En þetta gjörbreyttist. Það varð stöðu- tákn hjá ,;dílerum“ að vera með kókaín, og amfetamín varð eins konar kókaín fátæka mannsins. Kókaíntískan barst frá Ameríku og íslenska ,,jet-settið“ var fljótt komið upp á lagið. Nokkrir ungir bissness- menn fengu sér þetta og kókaín hef- ur verið notað af hópi fólks sem hef- ur góð fjárráð". Kókaín hefur um nokkra hríð verið eins konar stöðutákn fíkniefnaneyt- , enda. Það er tekið í nefið í duftformi eins og amfetamín og hefur svipuð örvandi áhrif. Neyt- andinn sniffar duftinu einu sinni í hvora nös og líður eins og hann hef- ur alltaf langað til að líða en aðeins í hálfa klukkustund eða svo. Honum finnst hann kraftmikill og drífandi, hress og skemmtilegur. Þeir sem aðhyllast kókaín telja það tiltölu- lega hættulaust og mun öruggara lyf en t.d. amfetamín. Menn verða t.d. ekki líkamlega háðir því eins og amfetamíni. Það er meðal annars af þessum sökum sem kókaín nýtur þeirrar virðingar sem það gerir meðal fíkniefnaneytenda. En kóka- ín hefur sínar dökku hliðar og þær eru hliðstæðar þeim hættum sem fólki stafar af neyslu amfetamíns. Sterk sálræn fíkn myndast fljótlega hjá neytendum, þeir verða mjög niðurdregnir eftir neyslu og reglu- leg notkun getur leitt til þunglyndis, menn geta orðið uppstökkir og taugaveiklaðir og með aukinni neyslu vex hættan á ofsóknarbrjál- æði, ofskynjunum og andlegu og líkamlegu skipbroti. Hér á landi virðist kókaíni og am- fetamíni dreift á hliðstæðan hátt og kannabisefnum. Gjarnan taka tveir eða fleiri neytendur sig saman um að fjármagna ferð og kaup á efn- unum. Neytendur og lögregla segja að sterku efnin komi aðallega frá Hollandi og þá Rotterdam eða Am- sterdam, mest með flugi en þó líka með skipum. Algengt er að um eitt kílógramm af hassi sé flutt inn í einu og 50—100 grömm af amfetamíni eða kókaíni. Stundum eru flutning- arnir viðameiri, eins og sannaðist í síðasta mánuði þegar tollvörður kom í veg fyrir smygl togarasjó- manns í Reykjavík á 12 kg. af hassi. Sölumenn sterkari fíkniefna reyna að eiga kaupin sem mest sjálf- ir. „Það er ekki farið eins kæruleys- islega með upplýsingar og þegar verið er að selja hass. Vinir segja ekki hver öðrum hvar þeir hafa fengið efnið", segir einn neytandi. Hann segist hafa farið í tvær ferðir til Hollands til að kaupa amfetamín síðustu tvö árin. í annað skiptið keypti hann 100 grömm sem hann seldi hér heima í þrjá staði, eftir að hafa blandað það („köttað") til helminga með þrúgusykri. „Ég seldi til að geta staðið undir eigin neyslu. Ég seldi vinum mínum og hafði alltaf slæma samvisku af því að blanda efnið. En þannig marg- faldaðist gróðinn. Maður keypti grammið kannski á 1200 krónur og „köttaði'* það 50% og seldi á 2000". Gísli Björnsson hjá fíkni- efnadeild lögreglunnar segir að niðurstöður mælinga sýni, að amfeta- min sem lagt er hald á hér á landi við innflutning sé gjarnan 60—70% hreint’, en að í smásöludreifingu hafi fundist efni sem hafi verið blandað allt niður í 7% styrkleika. Kókaín er að sögn neytenda mjög gjarnan blandað með amfetamíni, lyftidufti, eða öðrum hvítum duftkenndum efnum. Gísli segir, að yngsti hópur fíkni- efnaneytenda neyti aðallega kannabisefna en að neysla sterkari fíkniefna sé algengari hjá eldra fólki, 20—40 ára, fólki sem áður hef- ur verið í kannabisefnum. Hann segir að lögreglan viti oft hverjir standi í innflutningi þessara efna, en að vandinn við að upplýsa málin sé fólginn í því að standa viðkomandi að verki. „Það virðast vera nokkuð margir sem fást \dð þetta“, segir Gísli. „Við beinum athygli okkar meira að þessum sterku efnum núna. Það eru notaðar nokkuð aðrar aðferðir við að smygla þeim — það er auðveld- ara að felaþau. Annars kemur þessi aukni innflutningur ekki á óvart. Þetta var þróun sem búist var við og afsannar það sem ýmsir héldu fram þegar hassið byrjaði að koma. Þá var því stíft haldið fram að menn færu ekki út í harðari efni. Mér finnst að við þetta amfetamínflóð núna hafi orðið viss viðhorfsbreyt- ing til hassins. Nú fyrst eru menn til- búnir að viðurkenna hvað kanna- bisefnin eru varasöm. Mórallinn er að breytast". Síðustu kannanir sem gerðar hafa verið á_ hassneyslu unglinga sýna að umtals- verður fjöldi unglinga neyt- ir kannabisefna. í könnun sem gerð var í sex framhaldsskóium á höfuð- borgarsvæðinu kom í Ijós að 18% ungmenna 16—17 ára höfðu reykt kannabis og 26—27% nemenda á aldrinum 18—20 ára. Samanburður við kannanir sem gerðar voru 1980 er ekki fyllilega marktækur vegna þess að sambærilegar tölur eru ekki til, en að sögn Olafs Ólafssonar landlæknis virðist aukningin ekki hafa verið mikil á þessum þremur árum en þó einhver. Ólafur sagði að niðurstöður síðustu kannana sýndu, að í þessum efnum væri oft veruleg- ur munur milli skóla. Grunur léki t.d. á að í sumum framhaldsskólum reykti töluverður hópur nemenda hass að staðaldri, varlega áætlað 10—15%. „Það sem heilbrigðisyfirvöld eru aðallega hugsandi yfir núna er að meira en fjórðungur þeirra sem nú leita til meðferðarstofnana vegna vímuefnaneyslu koma vegna hass- reykinga. Þetta eru á ýmsan hátt erfiðari sjúklingar. Þeir eru yngri, og láta verr að stjórn en þeir eldri. Þeir þurfa lengri „afvötnunartíma" vegna þess að virku efnin í hassinu, kannabinoidarnir, eru lengur að hverfa úr líkamanum en áfengið", segir Ólafur. „Við erum að ræða það núna hvort ekki sé tímabært að koma upp sérstakri deild fyrir þessa sjúkl- inga. Það sem við þurfum að gera, er að kanna þessi mál til hlítar, til að gera okkur grein fyrir vandamálinu. Á næstunni verður byrjað að kanna neyslu áfengis og annarra vímuefna úti á landsbyggðinni og á næsta ári munu heilbrigðisyfirvöld beita sér fyrir víðtækum könnunum á Reykjavíkursvæðinu. Áhugi sumra skólamanna á þessu hefur því mið- ur verið takmarkaður — við höfum lítið heyrt frá skólayfirvöldum. Við höfum óskað eftir samvinnu við þau og vonumst eftir samvinnu. • • Oflug lögregla og toll- gæsla og svo aukin fræðsla er okkar besta von. Fræðslan hefur mikla þýðingu. Það sýnir sig í Bandaríkjunum og í Svíþjóð þar sem kannabisneysla hefur nú byrj- að að dragast saman“, segir Ólafur Ólafsson landlæknir. „Allar varnir, öll fræðsla og allt umtal er um áfengi", segir Þórarinn Tyrfingsson læknir. „Áfengi er auð- vitað langstærsta vandamálið en kannabis er líka orðið vandamál. Hér á landi er ríkjandi allt of mikil fáfræði um kannabis. Á meðferðar- stofnunum er nú þegar fyrir hendi þó nokkur reynsla í meðferð kanna- bisofneyslu og það hefur mikið ver- ið gert í þessum málum þar. En það vantar almenna fræðslu um þessi mál. Menn verða að fara að snúa sér að fyrirbyggjandi starfi hvað varðar kannabis. Það, að vara ungmenni við hættunni af áfenginu án þess að vara við kannabisefnum jöfnum höndum gengur ekki. Það er út í hött“. PRJÓNAGARN - ÚTSAUNIUR - SMYRNA 1 Wi Parið á ströndinni ásamt mörgum ísaumsmyndum fyrir- liggjandi Sjón ersögu ríkari Póstsendum daglega Mikið úrval af prjónagarni j Tugir tegunda ' Hundruð lita Með haustinu bendum við sérstaklega á mohairgarn fyrir grófa prjóna og ullargarn UflF - INGÓLFSSTRÆTM ■■ IGEGNTGAMLABfÚII. SÍM116764. A Jli HÚSGÖGN Þegar þiö hafið lokið matarinnkaupum, er tilvalið að líta við á efri hæðunum. Þar er alltaf eitthvað nýtt og spennandi. Hagstætt verð Góðir greiðsluskilmálar Opið mánud. — miðvikud. kl. 9—18 fimmtud. kl. 9—20 föstud. kl. 9—22 __________________ laugardaga kl. 9—12 Hringbraut 121 Sími 10600 8 HELGARPÓSTURIf N

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.