Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 9
Byrjum aftur frá grunni eftir: Hailgrím Thorsteinsson myndir: Jim Smart Bandalag jafnadarmanna heldur fyrsta landsþing sitt í Munaðarnesi um helgina. Fyrir þinginu liggur ad ganga frá skipulagsmálum bandalagsins og þar med forystumálunum—ákveða hvort Bandalag jafnaöarmanna skuli hafa formann og þá hvern. Þrátt fyrir aö Bandalag jafnaöarmanna hafi ver- ið alláberandi þingflokkur t haust sýndi nýleg skoöanakönnun DV mikið fylgistap þess meðal kjósenda, aö það myndi e.t.v. ekki fá neinn mann á þing efkosiðyrði nú. Bandalag jafnaðarmanna virðist eiga erfitt uppdráttar eftirfráfall Vilmundar Gylfassonar, leiðtoga þess, ísumar. hvar er Bandalag jafnaðarmanna á vegi statt nú? Stefán Benediktsson, þingmaður þess, er í yfirheyrslu HP í dag. — Hvað er Bandalag jafnaðarmanna annað en veikburða smáflokkur í mátt- lítilli stjónarandstöðu? Bandalag jafnaðarmannahefur reynd- ar mjög háieit markmið en ekki nema fjóra þingmenn. Þessa dagana höfum við orðið vör við vaxandi áhuga fólks á málefnum okkar og það eykur mönnum kjark. Miðað við aðstæður núna er auð- vitað ekki viö því að búast að við komum miklu af okkar stefnumálum fram á þingi. Engu að síður finnst okkur jafn nauösynlegt að berjast fyrir markmið- um beins lýðræðis og vinna málefnum okkar fylgi með einarðri og heiðarlegri baráttu á þingi. — Hvar hefur þessi áhugi fólks á mál- efnum ykkar birst? Eins og þú veist þá er Bandalag jafn- aðarmanna ekki flokkur, heldur laus- tengd samtökeinstaklingaog félagaog þau viðbrögð sem við verðum vör við birtast f því að fólk kemur að máli við okkur, annað hvort á opnum þingflokks- fundum eða þaö hringir til okkar. Við höfum einnig farið út á land til þess aó hitta fóik, sem veitti okkur stuðning t kosningabaráttunni og vill halda barátt- unni fyrir málefnum okkar áfram. — Nú er erfitt fyrir smáflokka eins og Bandalag jafnaðarmanna að vinna að stórtækum málefnum eins og „beinu lýðræði.“ Er þetta ekki óraunhæf stefnumörkun hjá svona litlum flokki? Án þess að vilja draga nokkrar samlík- ingar, þá vii ég benda á það, að f lest allgr hugmyndir hafa byrjað smátt, jafnvel út frá einum einstaklingi.Stjórnmálabar- átta undanfarinna ára hefur einkum og' sér I lagi beinst að baráttu fyrir hags- munum afmarkaðra hópa innan þjóðfé- lagsins. Við teljum hins vegar að það að berjast fyrir því að fólkið almennt, þ.e.a. s. sem flestir, geti orðið virkir þátttak- endur I mótun þjóðfélagsstefnu sé það mikilvægt markmið eins og staöan er i málum okkar íslendinga í dag, að við verðum að vinna hugmyndinni fylgi með því að halda baráttunni áfram. — Niðurstöður í nýlegri skoðana- könnun DV gefa til kynna að Bandalag jafnaðarmanna myndi detta af þingi ef kosið yrði núna. Hefur stuðningsfólk ykkar yfirgefið ykkur? Það er erfitt að meta stöðuna þegar farið er aö mæla jafn lítið fylgi og Bandalag jafnaöarmanna haföi, og sér- staklega þegar það er minnkandi. Það getur oltið á einum eða tveimur mönn- um i svona könnun hvorum megin hryggjar maður liggur. En ég held að frá- fall Vilmundar Gylfasonar geri það að verkum að fólk biði nú átekta og vilji fá reynslu af þingflokknum áður en þaö tekur afstöðu til Bandalagsins. — Fram hjá því verður ekki litið, að Vilmundur Gylfason átti drýgstan þátt í stofnun og stefnumörkun Bandalags jafnaðarmanna. Sumir segja að Banda- lag jaf naðarmanna haf i verið Vilmundur Gylfason. Nær Bandalag jafnaðarmanna sér aftur á strik eftir fráfall hans?' Það verðurtlminn að skeraúrum. Frá- fall Vilmundar Gylfasonar hefur óneit- anlega þau áhrif, að það fólk sem tekur við af honum verður að byrja, að vissu marki, aftur frá grunni, a.m.k. hvað því viðvíkur að kynna sig og baráttukraft sinn með þeim hætti, að fólk treysti því að þeiraðilar sem koma fram fyrir hönd Bandalagsins séu líklegir til þess að vinna að framgangi þeirra málefna sem það berst fyrir. — Þetta leiðir hugann aö forystumál- um flokksins. Nú heldur Bandalag jafn- aðarmanna fyrsta landsþing sitt um þessa helgi. Ætlið þið að kjósa ykkur formann og varaformann eins og gömlu stjórnmálaflokkarnir? Það er alls ekki úr þvf skorið enn. Það fæst fyrst niðurstaða I þvl á landsþing- inu sjálfu. Þetta er algerlega undir þvl komið hvernig skipulag Bandalagið velur sér I framtíðinni. — Hefur þá Bandalag jafnaðarmanna ekki valið sér neitt stjórnarform hingað til — orðin ársgömul samtök? Nei. Að vísu segir í málefnagrundvelli að Bandalag jafnaðarmanna sé laus- tengd samtök einstaklinga og félaga og það verður grundvallarsjónarmiðið á- fram. En auóvitað eru uppi mismunandi skoðanir um það hvemig eigi að fram- kvæma slíka hluti. Tilgangur lands- þingsins er fyrst og fremst að skera úr um þessi mál og þá fyrst kemur það fram hvort talið verður eðlilegt að koma upp skipulagi þar sem formaður gegnir hugsanlega einhverju mikilvægu hlut- verki. — Áttu von á meíriháttar átökum um þessi mál á þessu þingi? Ég á von á heilmiklum málefnalegum umræðum um þau en ekki neinum stór- felldum átökum. — Þið hafið ekkert málgagn. Er ekki hætta á því að þiö leggið ótilhlýðilega mikla áherslu á þau mál á þingi sem að- eins eru til þess fallin að vekja á ykkur athygli, komast í fréttir? Málgagnsleysi er auóvitað mjög mik- iö vandamál. Það er afskapiega mikill á- hugi á þvi innan Bandalagsins að hleypa af stokkunum einhvers konar málgagni og um það verður einnig rætt álandsþinginu. Það er líklega útséð gm það, að við getum með nokkru móti staðið undir dagblaði, eða jafnvel viku- riti.Þannig að ég tel liklegast að niður- staðan verði útgáfa rits, sem kemur út á mánaðar fresti eða jafnvel aðeins árs- fjórðungslega. Þetta gerir það náttúr- lega að verkum að slíkt rit myndi verða með nokkuð öðru sniói en venja er um flokksmálgögn. En menn verða að horf- ast i augu við staðreyndir. Það kostar mikið fé að halda úti málgagni og enn sem komið er er það fjármagn ekki fyrir hendi hjá Bandalaginu. í sjálfu sér sé ég það ekki sem algjöra synd þó að maður veki eftirtekt á sér á Alþingi. En auövit- að set ég mér það skilyrði sjálfur, sem og aðrir þingmenn Bandaiagsins, að þau málefni sem við förum fram fyrir skipti einhverju fyrir land og þjóð. — Það hefur lítið borið á samstarfi stjórnarandstöðuflokkanna á þessu þingi. Getið þið átt samstarf við hina stjórnarandstöðuflokkana og er nauð- syn á samstarfi? Samstaða stjórnarandstöðunnar gagnvart stjórnarflokkunum hefur auð- vitað ákveöinn tilgang. Nú er það bara þannig að flokkar I stjórnarandstöðu hafa mjög mismunandi málefnagrund- völl að byggja á, og það útilokar sam- runa þeirra. En við höfum marglýst þvl yfir, og í raun starfað samkvæmt því, að samvinna okkar við aðra á málefnaleg- um grundvelli er möguleiki sem er alltaf fyrir hendi. Hins vegar erum við auðvit- að ekki reiðubúin aö gefa okkar sér- stöðu upp á bátinn. — Sumir Alþýðuflokksmenn telja að ekki þurfi nema grænt ljós frá ykkur til að viðræður geti hafist milli ykkar og Alþýðuflokksins um náið samstarf og jafnvel sameiningu. Hver er ykkar af- staða í þessu máli? Bandalag jafnaðarmanna er jafnaðar- mannaflokkur — og að því leyti skyldur Alþýöuflokknum — en eins og stendur er ekki nokkur áhugi á því innan Banda- lags jafnaðarmanna að stofna til sam- vinnu eöa samruna við Alþýðuflokkinn, og því tel ég það algjörlega útilokað. — Er það styrkur ykkar eða veikleiki að vera nýr flokkur á Alþingi? Ef maður lítur á reynslu sem nauðsyn fyrir afköstum og getu á þingi, þá er það veikleiki, en styrkur okkar felst I því að við erum ekki bundin af hagsmuna- tengslum og getum því starfað óháð og án utanaökomandi þrýstings. — Hvernig hefur sú nýjung ykkar gef- ist að halda „opna“ þingflokksfundi? Hún hefur gefist mjög vel hingað til. það hefur veriö mjög vel mætt. Þetta er nýjung sem sjálfsagt tekur fólk ákveð- inn tíma að átta sig á. Menn hafa ekki ennþá nýtt sér þann möguleika sem op- inn fundur með þingmönnum meö þessum hætti gefur, þ.e.a.s. að koma málum sfnum á framfæri við þingmenn og nýta sér þá sem farveg í baráttu fyrir mikilvægum málum. — Tefur þetta ekkert ykkar störf? Ég sé okkar starf fyrst og fremst sem farveg fyrir fólk. — Nýtur lýðræðiö góðs af þessu? Það held ég að hægt sé að fullyrða. Það eykst með þessu. nafn: Stefán Benediktsson fæddur: 20.10. 1941 bíll: Renault 18 árg. 1980 heimili: Bauganes 9, Reykjavík heimilishagir: Giftur Drífu Kristinsdóttur, 4 börn staða: Þingmaöur (arkitekt) áhugamál: Atvinna mín YFIRHEYRSLA HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.