Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 24
Fúxar
í skóla
dúxar
í lífinu
Davfð Oddsson,
6.15
Olga Guðrún Arna-
dóttir, stúdent frá
MR 1973. III. eink-
unn 5.89
Á stórhátíðum og tyllidögum dusta skólameistarar gamla Menntaskólans í
Reykjavík gjarna af sér rykið og minnast helstu afreksmanna sem skólinn hef-
ur alið. Þá er það oftlega tíundað fyrst að skólinn hafi átt í hópi nemenda
sinna tvo nóbelsverðlaunahafa, sem hlýtur að vera á heimsmœlikvarða. En
hitt er ef til vill á heimsmœlikvarða líka hversu skólanum var fyrirmunað að
koma auga á nóbelshæfileika þessara ungmenna. Hinn fyrri, Níels Finsen, síð-
ar heimsfrœgur Ijóslæknir í Kaupmannahöfn, mun hafa setið nálega tvö ár í
hverjum bekk. Hinn síðari, Halldór Laxness, hvarf að eigin sögn úr skóla til
að leita sér menntunar.
Af Ólafi Thors forsætisráðherra, sem talinn var einn mestur stjórnsnillingur
sinnar tíðar, er sú saga að hann hafi eitt sinn setið veislu þar sem hallað var
orði á þáverandi biskup, Sigurgeir Sigurðsson. Þá er sagt að Ólafur hafi kall-
að fram í: Talið ekki illa um biskupinn í mín eyru. Hann kom í veg fyrir að ég
yrði neðstur á stúdentsprófi!
Tómas Guðmundsson skáld fékk núll í stærðfræði á stúdentsprófi. En þá
voru líka sextán skáld í bekk og sitthvað til að glepja hugann — skáldskapur,
stelpur, vín, gáfur.
Þegar skólaskýrslum er flett má glögglega sjá að ekki er einhlít fylgni milli
prófborðsafreka og þess sem menn vinna sér til frægðar eða ófrœgðar síðar á
ævinni. Hvernig ætti slíkt enda að vera? I skólastofunni þykir sá mestur sem
getur sogið í sig einhver ósköp af bókviti og skilað því síðan aftur á prófi orð-
rétt, stafrétt og með punktum og kommum. Þá er ekki alltaf víst að skóla-
meistarar kanni hvort glampa hins djúpa skilnings megi sjá í augum þess sem
prófaður er. Sumir finna fullnægju í því sem fyrir þá er lagt í skóla, aðrir
ekki. það er náttúrlega spurning um allt í senn: vitsmuni, þroska og upplag.
En þegar menn ganga síðan út úr skólanum og út í landsynning mannlífsins
reynir auðvitað á ýmislegt sem ef til vill var ekki rúmfrekt í skólanum — frjóa
hugsun, framtakssemi, sjálfstæði og kannski ekki síst frumleika. Dúxinn end-
ar þá máski sem skrifstofublók, en fúxinn sem forsætisráðherra.
„Hvað varð af dúxunum?“ hét grein sem birtist í Helgarpóstinum fyrir
nokkru. Nú skyggnumst við undir steininn og spyrjum: Hvað varð af fúx-
unum? Við ræðum við fimm þjóðkunnar persónur sem eiga það sammerkt að
hafa lokið stúdentsprófi við lítinn orðstír.
Ómar Ragnarsson
Ein mennta-
skóla-
martröð á ári
Ég var dúx í gaggó, en þegar ég
kom í menntaskóla fór ég að fá
áhuga á allt öðrum hlutum. Það var
bara svo margt skemmtilegt sem
maður kynntist í menntó. Ég fór að
skemmta og sprella úti um allan bæ,
var á kafi í leikstarfinu í Herranótt
og byggði mér þar að auki íbúð
meðan ég var í skólanum. Námið
sat algjörlega á hakanum og seig
frekar á ógæfuhliðina eftir því sem
á leið. Til að bæta gráu ofan á svart
álpaðist ég líka í vitlausa deild, fór í
stærðfræðideild, en hefði sennilega
átt miklu betur heima í máladeild.
24 HELGARPÓSTURINN
Þetta hafðist nú allt saman og eftir á
að hyggja er maður ósköp þakklát-
ur fyrir að hafa dólað í gegnum
þennan skóla. Enda var þetta ákaf-
lega skemmtilegur skóli.
— Mannstu nokkuö huaðþú uarst
með í einkunn?
Nei, blessaður vertu, ég er búinn
að steingleyma því. Ég man bara
eftir frönskueinkunninni. Ég held
að það sé alveg víst að ég var lang
slakastur í frönsku. Samt náði ég 5.8
á prófinu, sem mér fannst alltof
mikið miðað við kunnáttuna. Ég átti
ekki von á nema svona 2—3. Ég
held að franskan sé það fag sem sit-
ur minnst eftir í mér úr skóla.
— Huernig gekk þá sambandið
við lœrifeðurna fyrir sig?
Við Guðni Guðmundsson vor-
um... nei, bað er kannski fullsterkt
að segja fjandvinir, en við höfðum
ákaflega gaman hvor af öðrum og
áttum margar góðar stundir saman.
Samt held ég að Guðna hafi þótt
svolítið miður hvað ég sló slöku við
í frönskunni. Ég veit að honum þótti
það ganga úr hófi fram þegar ég var
eitt sinn að bjástra eitthvað við
þýskar glósur fyrir framan hann í
frönskutíma. Það var einhver sú
mesta óvirðing sem ég gat sýnt
þessu fagra máli. En ég hef oft kom-
ið niðrí skóla síðan þá og hitt mína
gömlu kennara og ekki orðið var
við að þeir líti mig neinum fyrirlitn-
ingaraugum þótt ég hafi ekki sópað
saman háum tölum og verðlaunum.
Mer finnst alltaf jafngaman að
koma niðH menntaskóla. Núna um
daginn þegar afmæli Framtíðarinn-
ar var haldið kom ég keyrandi á ná-
kvæmlega eins bíl og fyrir 25 árum.
Þá fannst Guðna hann vera orðinn
ungur í annað sinn. Einu sinni var
þessi bíll — það var minnsti bíll á ís-
landi — nefnilega borinn inn í bak-
dyrnar á skólanum þannig að hann
lokaði allri umferð inn og útúr hús-
inu. Ég sat blásaklaus uppi í bekk
þegar þáverandi rektor kom til mín
ákaflega þungbrýnn yfir þ^ssu og
hélt að ég hefði lagt bílnum svona.
Þetta var í eina skiptið sem rektor
gerði sér ferð inn í tíma til að taka
mig til bæna fyrir prakkarastrik, og
þá var ég saklaus eins og barn. En
það voru auðvitað önnur skipti sem
maður gerði sitthvað af sér.
Á 100 ára afmæli Framtíðarinnar
söng ég einmitt vísurnar um frímín-
úturnar, um nemandann sem er að
reyna að lesa undir próf í frímínút-
unum. Þessar sömu vísur söng ég
líka fyrir 25 árum á 75 ára afmæli
Framtíðarinnar. Það er greinilegt
að námið í skólanum hefur litlum
breytingum tekið, því vísurnar féllu
í nákvæmlega sama jarðveg nú og
þá. Menn könnuðust við fyrirbrigð-
ið, nemandann sem ætlar sér að
læra heila námsgrein í frímínútun-
um. Jú jú, ég var svoleiðis nemandi,
stundum.
— Sérðu ekkert eftir þuí að hafa
tekið suona lágt stúdentspróf?
Ég skal segja þér það að svona
einu sinni á ári dreymir mig að ég sé
kominn aftur í menntaskólann, sest-
ur á skólabekk á ný og ætli að gera
þetta allt miklu betur. Flestir leikar-
ar fá eina leikaramartröð á ári,
dreymir að þeir standi uppá sviði og
kunni ekki neitt. Ég fæ eina leikara-
martröð á ári og eina menntaskóla-
martröð og mun sennilega fá þetta
svo lengi sem ég lifi. Segið svo að
menntaskólinn geti ekki eflt með
mönnum ábyrgðartilfinningu sem
endist jafnvel út yfir gröf og dauða!
Davíð Oddsson
Skólahaldið
byrjaði í
lagadeildinni
Jú, ég var víst í lægri kantinum á
stúdentsprófi. Á þessum árum var
ég svo upptekinn af félagslífinu að
ég mátti lítið vera að því að læra, ég
var forseti Herranætur í fimmta
bekk og Inspector Scholae í sjötta
bekk. Við vorum þarna nokkur hóp-
ur sem ekki lagði neina yfirmáta
áherslu á námið; þar má nefna
Hrafn Gunnlaugsson og Vilmund
Gylfason. Það var ekki fyrr en við
vorum komnir út á okkar framtíðar-
brautir síðarmeir að við fórum að
leggja okkur fram — ég í lögfræð-
inni, Hrafn í leikhúsfræðinni og Vil-
mundur í sagnfræðinni. Þá held ég
að við höfum allir tekið ágætis próf.
Mitt eiginlega skólahald byrjaði í
rauninni ekki fyrr en í lagadeild og
þaðan er ég brautskráður með góða
fyrstu einkunn. Svo má ekki heldur
gleyma því að ég vann meðfram
skólanum alla mína tíð, gerði það
allt frá því ég var í öðrum bekk í
gagnfræðaskóla.
— Iðrastu þess aldrei að hafa ekki
sýnt meiri tilþrifí menntaskólanám-
inu?
Jú, það kemur fyrir. Ég hefði
gjarnan mátt leggja meiri rækt við
námið. Áhuginn vaknaði hins vegar
ekki fyrr en ég fór að stunda laga-
nám og lítið við því að gera.
— Huernig uar samkomulagið uið
lœrifeðurna?
Það var alltaf gott. Rektor, sem þá
var Einar Magnússon, sýndi félags-
málavafstrinu í mér alltaf mikinn
skilning. Því er líka þannig háttað í
sjötta bekk að Inspector Scholae
hefur leyfi frá skólaskyldu eins og
honum hentar. Ég býst við að ég
hafi notfært mér það heldur meira
en góðu hófi gegndi.
Olga Guðrún Árna-
dóttir
Stærðfræði-
idjót
Ég hafði bara öðrum hnöppum að
hneppa, engan tíma til að vera í
þessum skóla og takmarkaðan
áhuga á þessu öllu. Mjög fljótlega
eftir að ég byrjaði í menntaskóla
gerði ég það upp við mig að ég ætl-
aði að láta mér nægja að skríða og
nota tímann til annars. En á þeim
árum þótti vist heldur slakt að hafa
ekki stúdentspróf, svo ég lét mig
hafa þetta í þeirri trú að það gæti
komið að einhverju gagni seinna
meir. Samt var ég alltaf viss um að
ég færi aldrei út i háskólanám af
nokkurri alvöru.
Þetta var dálítið skrautlegur ferill
hjá mér. Ég byrjaði í MR, fór svo
uppí MH og svo aftur niðrí MR. Það
var eiginlega allt stærðfræðinni að
kenna. Þeir heimtuðu að ég næði
fjórum í Hamrahlíðinni, en í MR
nægði mér einn og á því flaut ég á
endanum. Ég var alveg voðalegt
stærðfræðiidjót, ég veit ekki hvað
ég féll oft á sama stærðfræðipróf-
inu. Ég lækkaði og lækkaði og
lækkaði í einkunn eftir því sem ég
tók það oftar og var á endanum
komin niður fyrir einn. Svo var ég
felld um heilan bekk út af þessu
bölvaða stærðfræðiprófi. Það var
gamla sagan, ég sat eftir á botninum
þrátt fyrir aukatíma og námskeið.
Ég var líka alveg blýföst í þeirri trú
að ég mundi aldrei þurfa að nota
stærðfræði til eins né neins. Mér