Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 20
Nærmyndir Helgarpóstsins í bók Helgarpósturinn gerir það ekki endasleppt á þessu hausti. Fyrir utan breytingar á blaðinu sjálfu, hamast pennar þess við að senda frá sér bækur út á jólamarkaðinn. Sú bók sem hér verður fjallað um inniheldur Nærmyndir Helgar- póstsins, sem eins og lesendur vita reyna að kynna sögu og persónu- leika þekktra Islendinga. Þessa dagana situr Þorgrímur Gestsson, fyrrum blaðamaður HP og núver- andi fréttamaður á Utvarpinu, við að lesa prófarkir að bókinni, sem Vaka gefur út. Þorgrímur var sóttur heim nú í vikunni og spurður hvaða persón- ur yrðu þess heiðurs aðnjótandi að fá Nærmynd af sér í bókinni? — Það eru alls 15 Nærmyndir sem eru birtar. Fyrst er að nefna Vigdísi Finnbogadóttur, þá Pétur Sigurgeirsson biskup, Davíð Oddsson borgarstjóra, Halldór Laxness, Steingrím Hermanns- son, Hjörleif Guttormsson, Ólaf Jóhannesson, Ragnhildi Helga- dóttur, Sverri Hermannsson, Sig- ríði Dúnu Kristmundsdóttur, Guð- laug Þorvaldsson, Pálma Jónsson í Hagkaup, Bryndísi Schram, Hrafn Gunnlaugsson og Jóhannes Nordal. Nú veit ég að sumar af þessum Nærmyndum hafa verið endur- unnar og ein er með sem aldrei hefur birst, hvers vegna? — Frá því að þessar greinar voru skrifaðar hefur margt breyst. Sumar eru allt að fjögurra ára gamlar. Flestir voru teknir fyrir af ákveðnu tilefni; Vigdís, Pétur og Davíð af því að þau voru að taka við embætti. Ég bætti því við sem gerst hefur á þeim tíma sem liðinn er, hvernig þau hafa staðið sig í embættunum og ræddi við bæöi gamla og nýja heimildarmenn. Bryndís er með til að auka fjöl- breytni og vegna þess að hún er forvitnileg. Er eitthvað sem einkennir þess- ar greinar, eða eru þær ólíkar inn- byrðis? — Yfirleitt hafa Nærmyndirnar verið teknar svipuðum tökum. Það er reynt að rekja feril hvers og eins, segja frá uppruna og æsku, skólaárum og vinnu og leit- að til kunningja og samstarfs- manna. Markmiðið var að varpa ljósi á persónuna, sýna manninn á bak við og það álit sem fólk hefur á honum. Hefur reynst auðvelt að fá heim- ildarmenn til að segja frá? — Bæði fórnarlömbin sem fjall- að hefur verið um hverju sinni og þeir sem spurðir hafa verið um þau, hafa yfirleitt tekið blaða- mönnum vel. Mér er það sérstak- lega minnisstætt hve Vigdís for- seti tók mér ljúfmannlega daginn eftir að hún var kosin forseti. Það hefur sára sjaldan gerst að menn hafi neitað að segja frá og það er undantekning að hitta á fólk sem dregur fram neikvæðar hliðar. Það gildir kannski öðru máli um þá sem eru í pólitíkinni, það er auðveldara að fá fram mismun- andi skoðanir á þeim frá andstæð- ingunum. Hvernig viltu lýsa þessu greina- safni? — Hér eru ekki neinar stórkost- legar afhjúpanir á ferð, en bókin er upplýsandi og hressileg. Það eru dregnar fram ýmsar hliðar á þessu þekkta fólki sem almenn- ingur hefur ekki þekkt hingað til. Og höfundarnir, hverjir eru þeir? — Þeir eru allir fyrrverandi og núverandi blaðamenn Helgar- póstsins: Guðjón Arngrímsson, Gunnar Gunnarsson, Guðlaugur Bergmundsson, Ómar Valdimars- son, Þröstur Haraldsson, Magda- lena Schrarh, Ingólfur Margeirs- son og ég. Það má ekki gleyma því að upprunalega kom hugmyndin að Nærmyndunum frá þeim Arna Þórarinssyni og Birni Vigni Sigur- pálssyni, ritstjórum HP. Þær voru nýtt form í íslenskri blaða- mennsku. Kynning á bandarískri nytjalist Það er ekkert lítið sem til stendur á Kjarvalsstöðum og víðar í borg- inni á næstu tveimur vikum. Banda- rískur listiðnaður verður kynntur, með sýningum og framleiðslu á verkstæðum; munir úr silfri, ieðri, keramik, málmi, gleri og fatnaður, svo eitthvað sé nefnt. Það er kona bandaríska sendiherrans, Pamela Brement, sem á frumkvæðið að því að fá hingað bandaríska listamenn og listmuni, í þeim tilgangi að kynna fyrir íslendingum það sem er að gerast í listiðn þar vestra, svo og að auka kynni milli bandarískra og íslenskra listamanna sem fást við nytjalist. Kynningin hefst á laugardag með formlegri opnun fyrir boðsgesti. í salnum að Kjarvalsslöðum verður komið fyrir ýmsum gripum, loftið verður þakið svörtu plasti og Ijósum beint að hverjum einstökum grip. í miðjum salnum verður komið fyrir göngubrú, þannig að gestir geta horft yfir salinn úr nokkurri hæð. Þá verða þar líka tiskusýningar. Á sunnudag verður sýningin opnuð almenningi. Á verkstæðum í borginni verður unnið að gerð listmuna og geta á- horfendur fylgst með. Á verkstæði þeirra Sigrúnar Einarsdóttur og Sör- ens Larsen á Kjalarnesi, en það er eina glerverkstæði landsins, gerir Rick Bernstein muni úr gleri. I Myndlista- og handíðaskólanum sýnir Cynthia Boyer fatagerð á mjög sérstæðan hátt (fiber). Þar verður einnig keramikverkstæði. Hjá Jens Guðjónssyni gullsmið verður Ann Scott á ferð og Tim Walker gerir leðurmuni á Kjarvals- stöðum, svo nokkrir listamenn séu nefndir. Lloyd Herman flytur fyrirlestra á Kjarvalsstöðum og í Myndlista- og handíðaskólanum um bandaríska listiðn sem listform og um nútíma- list þar vestra. Þá verða sýndir dansar og flutt þjóðlagatónlist og fleira mætti telja. lslensk fyrirtæki hafa stutt sýn- inguna með því að gefa vinnu, flutn- ing og efni, og allir listamennirnir 80 gefa 10% af því sem þeim fellur í skaut í sjóð sem á að stofna íslensk- um listiðnaðarmönnum til stuðn- ings. Einnig rennur hluti ágóðans af sýningunni í þennan sjóð. POPP Plant og Sýra Robert Plant — The Principle Of Moments Platan Pictures At Eleven, sem söngvar- inn Robert Plant sendi frá sér í fyrra, þótti nú ekki innihalda sérstaklega frumlega tónlist. Þrátt fyrir það þótti mörgum gott til þess að vita að hann væri kominn af stað aftur og þó hann væri nú ekki að gera neitt nýtt væru þó fáir sem stæðu honum á sporði sem söngvar- ar. Plant hafði fram að þessum tíma ekkert látið frá sér heyra síðan Led Zeppelin leið undir lok. En nú var hann sem sé búinn að smala saman í hljómsveit, með aðstoð gítar- leikarans Robbie Blunt, sem áður lék með Steve Gibbons Band. Auk þeirra voru í hljómsveitinni Jezz Woodroffe, sem leikur á hljómborð, og bassaleikarinn Paul Martinez. Þá nutu þeir aðstoðar trommuleikaranna Phil Collins og Cozy Powell, en sá síðar- nefndi lék einungis í tveimur lögum á plöt- unni. Nú er Plant kominn með nýja plötu og nefnist hún The Principle Of Moments. Það er sama liðið sem aðstoðar hann að þessu sinni, utan það að Powell er nú ekki með en í hans stað leikur Barrymore Barlow, fyrrum trommari Jethro Tull, í tveimur lögum. Þrátt fyrir að nánast sé um sama liðið að ræða er plata þessi allólík þeirri fyrri og stendur henni í flesta staði framar, Ég er þó viss um að einhverjir verða fyrir vonbrigð- Góður Plant en Siouxie — afkvæm- in eru siðri, segir Gunnlaugur um, sökum þess hversu rólegt heildaryfir- bragð plötunnar er. Það er ekki nema eitt hressilegt og fjörugt rokklag en það er Other Arms; Horizontal Departure fer þó nærri því. Öll önnur lög plötunnar eru frekar róleg og sum hver svolítið þunglamaleg. Það eru einkum þrjú þessara laga sem ég kann vel við, en það eru In The Mood, Messin’ With Mekon og Thru With The Two Step. Einnig er hittlagið Big Log ósköp viðkunnanlegt. Heildarhljómur hljómsveitarinnar er líka allur annar en á Pictures At Eleven og lýsir það sér fyrst og fremst í því að gitarhljómur- inn er ekki eins þykkur nú og losar það tón- listina við gamla þungarokkhljóminn. The Creatures — Feast og The Glove — Blue Sunshine Hjómsveitin Siouxie And The Banshees nýtur um þessar mundir nokkurra vinsælda fyrir flutning sinn á gamla Bítlalaginu Dear Prudence, en það er það eina sem frá þeim hefur komið það sem af er árinu. Það er ekki þar með sagt að þau hafi setið auðum hönd- um, því auk þess að vera að vinna að gerð nýrrar stórrar plötu saman, hafa þau verið að vinna að ýmsum sérverkefnum. Söngkonan Siouxie Sioux og trommuleik- arinn Budgie gáfu í sumar út stóra plötu sam- an. Þau kalla sig The Creatures og platan heitirFeast.Er plata þessi tekin upp á Hawaii og er hún nokkuð undir áhrifum þarlendrar tónlistar, en áhrifin eru þó víðar að. Undir- leikur er nær allur í höndum Budgies og er einungis notast við ýmis möguleg og ómögu- leg ásláttarhljóðfæri. Siouxie sér svo um sönginn en hefur sér til aðstoðar innfædda Hawaiibúa í þremur lögum. Það verður nú að segjast eins og er, að þó ekkert sé að því að hlusta á eitt og eitt lag, þá er platan, á heildina litið, fremur leiðinleg. Þarna er að vísu að finna þokkaleg lög eins og Morning Dawning, Dancing On Glass og Gecko, en tónlist þessi verður bara of einhæf til lengd- ar. Hinn helmingur The Banshees, bassa- eftir Gunnlaug Sigfússon leikarinn Steve Severin og gítarleikarinn Robert Smith, sem virðist nú loks genginn í hljómsveitina, jafnframt því sem hljómsveit hans The Cure er ennþá starfandi, hafa nú nýverið sent frá sér plötu. Kalla þeir sig The Glove og platan heitir Blue Sunshine. Er tónlist þeirra mjög í anda sýrutónlistar- innar, sem átti sitt blómaskeið á síðustu árum sjöunda áratugarins. Á heildina litið er nú Blue Sunshine ekki sérlega spennandi plata en það bregður þó fyrir ágætum sprett- um. Raunar byrjar platan mjög þokkalega og þrjú fyrstu lögin eru öll ágæt en þau eiga það öll sammerkt að vera sungin af söng- konunni Landray. Hún syngur einnig þrjú fyrstu lögin á seinni hliðinni, sem verða nú líka að teljast þokkaleg, nema ef til vill það síðasta. Önnur lög plötunnar, tvö aðeins leikin og tvö sungin af Robert Smith, eru heldur leiðinleg. Eftir að hafa hlustað á þessar tvær plötur meðlima Siouxie And The Banshees, er ég nú þeirrar skoðunar að þau nái bestum árangri með því að starfa öll saman. Næsta plata þeirra er töluvert spurningarmerki, því hún verður sú fyrsta sem þau senda frá sér eftir að hinn ágæti gítarleikari John McGeoch var rekinn úr hljómsveitinni. Ég er að vísu svolítið kvíðinn, en það er bara að bíða og vona að Robert Smith sé maður til þess að fylla í skarðið án þess að Siouxie And The Banshees fari að hljóma eins og The Cure. 20 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.