Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 21
Njósnamál
í Moskvu
Njósnamál þykja forvitnileg og
spennandi, samanber allar þær
kvikmyndir og sjónvarpsseríur sem
gerðar eru um þau mál. Um þessar
mundir velta Bretar fyrir sér rétt
einu njósnamálinu sem varðar
breska þegna. Breskur kaupsýslu-
maður sem sá um viðskipti við
Sovétríkin fannst látinn fyrir utan
heimili sitt í Moskvu í júní sl.
Skömmu áður hafði hann sagt
starfsmönnum breska sendiráðsins
frá því að hann vissi af njósnara inn-
an sendiráðsins.
Forsaga málsins er sú að Bretinn
Dennis Skinner kynntist sovéskri
konu er hann var á ferð í Moskvu ár-
ið 1968. Þau kynni leiddu til hjóna-
bands, en eftir því sem sagan segir
varð Skinner brátt ljóst að konan
hafði verið send á hann af KGB.
Þeirra samfarir urðu þó góðar og
fæddist þeim einn sonur.Þau fluttu á
milli Sovét og Englands eftir því
sem þurfa þótti, en sl. vor tók
gamanið að kárna. Skinner komst
að einhverju sem varðaði breska
sendiráðið, kom því til skila, en jafn-
framt að hann teldi líf sitt í hættu.
Hinn 17. júní fannst Skinner látinn
og síðan hefur rannsókn málsins
staðið yfir, án þess að breskum fjöl-
miðlum hafi tekist að komast að því
hvað að baki liggur. Sendiráðs-
menn og leyniþjónustan vita þó
sennilega hvað hangir á spýtunni.
Milljón pund
á dag
Þeir sem þekkja söguna um Oli-
ver Twist minnast eflaust þjófa-
hópsins hans Fagins sem laumaðist
í hvern þann vasa sem fyrir þeim
varð. Breskum þjófum hefur ekki
farið aftur. í listinni, heldur hafa
tryggingafélög vart undan að
greiða tjón vegna innbrota og þjófn-
aða. Samkvæmt nýjustu fréttum
nema greiðslur einni milljón punda
á dag. Og hvað er það sem freistar
þjófanna helst?
Jú.Videótæki og spólur.
Fréttafulltrúinn
látinn fara
Jane Fonda er ein þekktasta leik-
kona Bandaríkjanna, en hún heíur
unnið sér fleira til frægðar. Hún
hvetur konur heimsins til að teygja
úr skönkunum og halda sér í formi
og hún hefur löngum verið þekkt
fyrir að láta í sér heyra um pólitík og
þjóðþrifamál. Þegar þau tíðindi
gerðust að fyrsta bandaríska konan
fór út í geiminn mætti Jane í boðið
sem haldið var eftir á til að fagna
geimskotinu. Fréttafulltrúi hins
opinbera á staðnum lýsti yfir
ánægju sinni með komu leikkon-
unnar, en það féll ekki í kramið hjá
talsmönnum Reagans Bandaríkja-
forseta; Jane þykir nefnilega ekki
æskileg í opinberum veislum og
fréttafulltrúinn sem tók henni
svona vel var látinn fara.
Horfni hertoginn
Fyrir níu árum hvarf enskur
lávarður, Lucan að nafni. Bíll hans
fannst, en hvorki tangur né tetur af
manninum. Fóstran á heimili hans
hafði verið myrt og hvarf lávarðar-
ins var eðlilega tengt morðinu.
Þetta væri ekki í frásögur færandi
nema vegna þess að á þessum níu
árum hafa menn þóst sjá lávarðin-
um bregða fyrir í ýmsum borgum
Afríku og S—Ameríku eins og gjarn-
an gerist með slíka huldumenn. Ný-
lega þóttist einhver bera kennsl á
hann í Höfðaborg í S—Afríku þar
sem hann sat og sötraði á veitipga-
húsi. jafnframt því að vera að biðja
konu nokkurrar. Lögreglan er að
rannsaka málið, en hefur ekki haft
neitt upp úr krafsinu enn sem kom-
ið er. Bresku blöðin sýna málinu
mikinn áhuga-skyldi það vera
vegna þess að ekki er nóg með að
maðurinn sé lord, hann er hertogi
líka? Þegar aðallinn breski tekur sig
til og gerir eitthvað, jafnvel hverfur,
stendur ekki á pressunni að blása
það út.
Væntanleg næstu daga
Benjamín Eiríksson. Háskólanám í Berlínog Moskvu 1932-38. Fil.cand.
í hagfræði og slavneskum málum og bókmenntum við háskólann í Stokk-
hólmi 1938; Meistaragráða í hagfræði og stjórnmálafræði við ríkisháskól-
ann í Minnesota 1944. Doktorsgráða i hagfræði frá Harward 1946. Starfs-
maður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, Washington DC 1946-51. Ráðunautur
ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum 1951 -53. Bankastjóri Framkvæmda-
bankans 1953 - 1965.
eftir
Dr. Benjamín Eiríksson
„Ég er “ eftir Dr. Benjamín Eiríksson, ermikil bókaö vöxtum, áfimmtahundr-
aö blaösíöur, auk ríkulegs myndefnis úr einkalífi og náms- og starfsferli dokt-
orsins hér heima og í þágu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Framkvæmda-
bankans fyrr á árum. Dr. Benjamín stundaöi öll algeng störf, eyrarvinnu og
sjómennsku framan af ævi meðfram glæstum námsferli viö sex erlenda há-
skóla, og móta þessi fjölbreyttu kynni af þjóðlífinu öll efnistök hagfræðingsins.
Allar hinar stórsnjöllu greinar dr. Benjamíns um efnahagsmál í blöö og tímarit
á síöustu fimm árum er aö finna í bókinni, en doktornum er gefin sú gáfa aö
reiöa fram flókin efnahagsmál á svo Ijósu og bragðmiklu alþýðumáli, og raunar
meinfyndnu, aö auöskiljanleg eru hverju mannsbarni.
Meira en helmingur bókarefnisins er áöur óbirt efni, meö fjölbreyttu ívafi
endurminninga frá ýmsum skeiðum viöburöarríkrar ævi, en Dr. Benjamín
dvaldi m.a. langdvölum við háskólana í Berlín og Moskvu, frá 1932 til 1938,
hinum miklu umbrotatíriuííri kommúnisma og nasisma. Meöal annars eldfims
efnis eru fjölmörg áöur óbirt skrif, svo sem Gegn guðlasti Halldórs Laxness,
Gegn söguskoöun Halldórs Laxness og gegn guðfræöi þeirra Sigurbjörns
Einarssonar biskups, dr. Jakobs Jónssonar og prófessors Þóris Kr. Þóröar-
sonar. Ogdr. Benjamínskrifarumþjóösönginn, og hann skrifarum Véranirog
Þéranir, Mál og málnotkun, Ljóöaóhljóö, Af Sjónarhóli manns, Af sjónarhóli
Guös, Hefndin og endurkoman, Gullkranarniro.s.frv., o.s.frv., og erþáfátt eitt
talið af þeim aragrúa viðfangsefna sem hagfræðingurinn lætur sig varða.
Ármúli 36, sími 83195
HELGARPÓSTURINN 21