Helgarpósturinn - 03.12.1983, Blaðsíða 28
A...........
komin milli Arnarflugs og Flug-
leiöa vegna sameiginlegs trygg-
ingasamnings félaganna erlendis.
Flugfélögin hafa haft þann háttinn á
að tryggja vélar sínar og fleira sam-
eiginlega til að ná hagstæðari samn-
ingum. Flugleiðir hafa sem stærri
aðilinn haft þessa samninga með
höndum, en Arnarflug greitt sín ið-
gjöld til Flugleiða, sem svo aftur
greiða hinu erlenda tryggingafé-
lagi. Nú er komin upp sú staða að
Arnarflugsmenn telja sig hafa greitt
óeðlilega hátt hlutfall af hinni sam-
eiginlegu upphæð. Þeir gera kröfu
um að Flugleiðir samþykki að
Arnarflug hafi greitt sem nemur
hátt á annað hundrað þúsund doll-
urum eða á fimmtu milljón ísl.
króna umfram og þessa upphæð
eigi félagið þar með inni hjá Flug-
leiðum. Viðræður fara nú fram um
þetta mál milli forráðamanna flug-
félaganna...
fengið óyggjandi staðfestingu á
þeirri frétt Þjóðviljans að lofgjörð
Indriða G. Þorsteinssonar um
Þorstein Pálsson sem birtist í
Morgunblaðinu hafi verið ritskoðuð
út úr Svarthöfðadálkum DV. Fréttin
er rétt í öllum meginatriðum, þrátt
fyrir undanbrögð Indriða og rit-
stjóra DV. Indriði kom í eigin per-
sónu á ritstjórn DV um kl. 5 síðdegis
þennan dag og tók greinina. Morg-
uninn eftir birtist hún lítið breytt í
Morgunblaðinu. Talið er að þrátt
fyrir þennan árekstur muni Indriði
snúa aftur síðar, enda vellaunað
starf...
A .. _
leiks nýr dálkahöfundur sem nefnir
sig Dagfara á síðum DV. Auðvitað
eru menn farnir að spá í hver felist
á bak við þetta nafn og hefur HP fyr-
ir satt að a.m.k. fyrstu dagana haldi
enginn annar en Ellert Schram rit-
stjóri um pennann...
s_.
Reykjavíkur er nú laus, en svo sem
kunnugt er lést Eiríkur Ásgeirsson
fyrir skömmu. Menn velta því nú
fyrir sér hver muni verða eftirmað-
ur hans og hefur heyrst hvíslað að
formaður stjórnar SVR, Sveinn
Björnsson, komi sterklega til
greina...
ÍE inhvern næstu daga verður
ákveðið hverjir verða umsjónar-
menn þátta á Rás 2. Margir hafa
verið kallaðir en aðeins um 15
verða útvaldir. Ekki er talið ólíklegt
að meðal hinna útvöldu verði eftir-
taldir: Ólafur Þóröarson, Arn-
þrúður Karlsdóttir, Páll Þor-
steinsson, Hermann Gunnars-
son, Jónatan Garðarsson, Guð-
jón Arngrímsson (okkar Gaui),
Ásgeir Tómasson, Sigurður
Sverrisson, Helgi Már Barðason
og Þorvaldur Þorsteinsson. Út-
varpsráð á enn eftir að leggja bless-
un sína yfir þættina og umsjónar-
menn þeirra...
D
■ m.eykjavíkurborg mun
binda nokkrar vonir við það að
fjárhagserfiðleikar hennar undan-
farið, sem m.a. stafa af því að hinar
umdeildu lóðir við Grafarvog hafa
ekki gengið út, muni minnka veru-
lega þegar eftirspurn eftir þessum
lóðum vaknar, m.a. vegna hækk-
aðra húsnæðisstjórnarlána. Þó
kann svo að fara að eitthvað kunni
að standa á þeirri eftirspurn. Við
heyrum að nú hafi komið á daginn
að jarðvegurinn á þessu svæði við
Grafarvoginn sé meira og minna
með þeim hætti að væntanlegir
lóðareigendur veröi að sprengja sig
niður á skolplagningardýpt með
miklum tilkostnaði...
H^^nn er upp nöfnum
varðandi arftaka Brynjólfs
Bjarnasonar í framkvæmdastjóra-
stöðu hjá Almenna bókafélaginu.
Nú heyrum við að innan félagsins sé
að nást samstaða um Kristján
nokkurn Jóhannsson sem starfað
hefur sem hagfræðingur hjá Félagi
íslenskra iðnrekenda...
s~:
mikinn áhuga á því að sjónvarpa
beint frá tilkynningu úrslita í for-
mannskjöri í Sjálfstæðisflokknum,
en af því gat ekki orðið þar sern búið
var að ákveða löngu áður beina út-
sendingu frá guðsþjónustu í tilefni
Lúthersársins...
■ ú líður vart svo dagur
að stjórnarflokkarnir séu ekki
staðnir að verki við að hygla flokks-
gæðingum sínum með embættis-
veitingum. Framsóknarflokkurinn
er enn við sama heygarðshornið að
þessu leyti og nú í félagsmálaráðu-
neytinu hjá Alexander Stefáns-
syni. Þar var nýlega auglýst eftir
fulltrúa i vinnumáladeild. Fjöldi
manns sótti um stöðuna, þ.á m. einn
með háskólapróf í vinnu-félags-
fræði, svo að segja klæðskerasaum-
aða menntun í fulltrúastöðuna. En
hann var auðvitað ekki ráðinn. Á
meðal umsækjenda var Gylfi
Kristinsson, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sambands ungra
framsóknarmanna. Hann var ráð-
inn. Miðað við núverandi samskipti
ríkis og verkalýðshreyfingar var
ráðningin kannski ekki svo mjög út
í hött. Gylfi stundaði nám í viðskipt-
um og stjórnmálum austantjalds-
ríkja...
B _
kvæmdastjóra Listahátíðar, hefur
verið veitt þriggja mánaða veik-
indafrí. í forföllum Bjarna hefur nú
Guðbrandur Gíslason bókmennta-
fræðingur tekið við sem fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar...
v
■■ið seljum þessa ekki fok-
dýrt: Fyrir skömmu mun hafa orðið
nokkur umræða innan bæjarstjórn-
arinnar á Sauðárkróki um frammi-
stöðu lögreglunnar á staðnum. Þótti
ýmsum bæjarfulltrúum að í lög-
gæslu væri ekki nægilega vel að
verki staðið og sætu lögregluþjónar
óhóflega mikið inná stöð við skák
og spil. Samþykkti bæjarstjórn loks
ályktun um þetta efni. Nokkru síðar
var haldinn Rótarý-fundur á Krókn-
um með kvöldverði og hugguleg-
heitum og mættu þar vitaskuld
helstu forkólfar bæjarstjórnarinnar.
Þá bregður svo við að lögregluþjón-
ar sjást á hverju horni um kvöldið
og taka hvern bílinn af öðrum
vegna gruns um ölvun við akstur.
Ekki er vitað til þess að löggæslu-
mál hafi borið á góma í bæjarstjórn
Sauðárkróks síðan...
J_
framkvæmdastjóri bókabúðar Máls
og menningar, hefur mætt and-
stöðu innan félagsins og mun bráð-
lega láta af störfum. Heyrst hefur að
Árni Einarsson, ungur maður sem
sér um erlendar bækur M&M, muni
hljóta starf Jónsteins en Árni sótti
fast að fá framkvæmdastjórastöðu
útgáfufélags M&M sem Ólöf Eldjárn
valdist í...
KARABISKA HAFIÐ
28. janúar tií 13. febrúar 1984
í tvær vikur veröur siglt með Maxim Corki frá einni stórkostlegri paradís til
annarrar. Komiö veröur til eyja, sem enn þann dag í dag eru kenndar við Ind-
land og draga nafn sitt að því, Vestur-lndíur, sökum þess að landkönnuður
sá, sem fann þær taldi sig vera á Indlandi.
Viðkomustaðir: Nassau, Cap Haitien, Haiti, Puerto Plata, Dóminiska lýðv. To-
tola, Jómfrúareyjum, Philipsburg, Barbados, St. Maarten, Roseau, Dóminíska
lýðveldinu, Britgetown, Barbados, St. George’s Grenada. Porlamar, Margarita-
eyjum, La Guaíra, Venezuela, Willemstad, Curacao, Montego Bay, Jamaica.
Ferðalagið allt, sem tekur 17 daga, kostar kr. 58.900,- að viðbættum
flugvallarskatti.
Innifalið er:
Flug fram og til baka, þrjár gistinætur í New York með morgunmat.
Skemmtisiglingin í 15 daga með fullu fæði.
Allt miðað við gistingu í tvíbýli.
Ofangreint verð miðast við gengi DEM 22.09. ’83.
Möguleiki er á að bæta við dvölina í New York, ef óskað er.
o<sr «
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstígl.Símar 28388 og 28580
28 HELGARPÓSTURINN