Helgarpósturinn - 22.12.1983, Síða 5

Helgarpósturinn - 22.12.1983, Síða 5
PC Jersild. EFHRHÓÐID Áhrifamikið listaverk um afleiðingar gereyðingarstyrjaldar Skáldsagan Eftir flóðið kom út fyrir rúmu ári og hefur þegar verið þýdd og gefin út víða um heim. Hefur hún hvarvetna vakið mikla eftirtekt og skapað háværar umræður. Þessi magnaða skáldsaga gerist rúmlega 30 árum eftir gereyðingarstyrjöld. Söguhetjan er ungur maður, fæddur skömmu eftir tortíminguna. Lesandinn fylgist með lífsbaráttu hans í óbyggilegum heimi og fjörbrotum deyjandi mannkyns. Eftir flóðið er óhugnanleg framtíðarsýn en jafnframt ógleymanlegt listaverk og áreiðanlega ein brýnasta skáldsaga síðari ára í okkar heimshluta. Njörður P. Njarðvík þýddi. PC Jersild er læknir að mennt og meðal merkustu og mest lesnu rithöfunda á Norðurlöndunum. í fyrra kom út eftir hann hjá Máli og menningu skáldsagan Barnaeyjan. cjefum qóðar hœkur og menning að sæmilegum slatta ætt- fræðirita. í ofanálag þarf svo nokkra þekkingu til að geta notað sér ýmis skjöl á söfnum-, svo sem kirkju- bækurog manntöl. En menn eru -fljótir að tileinka sér og hagnýta þessar bæk- ur. Síðan er það þjálfunarat- riði að geta lesið skrift manna eftir þvl sem lengra er farið aftur (tima. Allt kemur þetta með örlítilli þolinmæði" Er þessi þolinmæði mikils virði? „Já, ættfræðin er einstakt hobbý, og þegar menn kom- ast á annað borð ofan í hana, láta þeir öll önnur á- hugamál sigla sinn sjó. Það er geysileg nautn í því að hverfa á vit ættfræðinnar á kvöldin. Menn nálgast þjóð sína með því móti á heill- andi hátt“, segir Þorsteinn Jónsson. Bókaforlag hans Sögu- steinn sendir um þessi jól frá sér einar sex Ijósþrent- anir af áður ófáanlegum ættartölum, auk annarra ættfræði- og uþþlýsingarita í tuga vís. í Sögustein ættu ættglöggir menn því að hafa erindi sem erfiði. N yór Sn^t Urd,\ '/ass Hvað eiga þessir tveir heið- ursmenn á myndinni sam- eiginlegt? Með þá vitneskju í höfðinu að þetta eru Björn R. Einarsson og Jón Múli Árnason er svarið auðvitað: DJASSINN. Þeir Björn og Jón hafa unn- ið að framgangi djassins á íslandi í marga áratugi, hvor með sínum hætti; Björn með básúnuna á vörum en Jón með útvarpshljóðnem- ann. Tilefni þessarar myndatöku af köppunum var annars það að þeir voru að leggja síðustu hönd á upptöku á djassleik átján manna stór- hljómsveitar undir stjórn Björns sem Jón Múli mun kynna í útvarpinu klukkan eitt á nýársnótt. „Þetta er gott svíng og óskaplega notalegt sem ætti að geta yljað útvarps- hlustendum ágætlega", sagði Björn þegar hann var spurður um lagaval big- bandsins. „Ekki sérlega kunnur djass, heldur nýr af nálinni, svona í a la Count Basie stíl“, bætti þessi fríski djassgeggjari við. Og þá er bara að muna að 'skrúfa frá viðtækinu á nýársnótt og leggja eyrun við. Barbicanlistamiðstöðin í London sem ekki er langt sfð- an var opnuð þykir hinn mesti menningarauki þar og hefur vakið hrifningu víða um heim. Nú stendur m.a. yfir f Barbican sýning á verkum ungra lista- manna úr hinum ýmsu lista- skólum á Bretlandseyjum. Það gleður okkur íslendinga, — en margir Islenskir ferðamenn í London hafa komið ( miðstöð- ina —, að einn af oss á verk á þessari merku sýningu. Það er Sigríöur Ásgeirsdóttir, ung listakona sem dvelur I Edin- borg í vetur þar sem hún nam list sfna. Sigríður hefur sér- hæft sig I steindu gleri, og verk hennar í Barbican er einmitt af þvi tagi, — steindur gluggi. Hún hefur m.a. unnið sam- keppni um hönnun og smiði glugga i nýbyggða kapellu I kvennafangelsinu HMI Corn- ton Vale í Stirling í Skotlandi og verk hannar eru i eigu ýmissa einkaaðila ytra, sem hér heima. Glugginn 1 Barbi- can er einmitt unninn fyrir Is- lenska einkaaðila, og nú er bara að bíöa eftir því að Sigrlð- urhaldi almennasýningu hér... Umsjón: Sigmundur Ernir og Jim Smart m Alþýdubankinn hf. Laugavegi31 og Uti- \ búiö Suðurlandsbraut 30, óska við- VJkskiptavinum sínum gleðilegra jóla og) farsœldar á nýju ári. Óskum öllum samvinnumönnum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla /' árs og friðar ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA ÉTTjg í - —- HELGAiW*ÖSTU*INN 5

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.